Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Qupperneq 2
T Fréttir Suðurlandsbraut í fyrrinótt: Tölvum fyrir hátt í 2 milljónir stolið - eigandi tilbúinn að greiða „lausnargjalda Tölvubúnaði fyrir hátt í tvær millj- ónir króna var stolið í innbroti í fyr- irtækið Tæknibúnaður og tölvur í fyrrinótt. Fjórum tölvum var stolið, þar á meðal stórri og fullkominni móðurtölvu sem metin er á nokkuð á aðra milljón króna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði við DV í gær að hann sé tilbú- inn að greiða þeim sem stálu tölvun- um „fundarlaun" - sérstaklega fyrir móðurtölvuna sem nýtist þeim ör- ugglega ekki sem tóku hana. Hér er um að ræða mjög öflugan eins konar netstjóra eða stýrivél sem stjórnar öðrum tölvum, tveggja gigabæta vél. Þremur svokölluðum 486 tölvum af fullkomnustu gerð var einnig stol- ið í innbrotinu en andvirði hverrar þeirra með hörðum diskum er um 150 þúsund krónur. Diskarnir voru þó ekki í þessum tölvum. Innbrotið að Suðurlandsbraut var framið með þeim hætti að stór gluggi í versluninni var brotinn og farið inn. Eigandinn taldi heldur skrýtið að enginn hefði séð til þeirra sem þarna voru að verki. -Ótt ! I ! Stuttar fréttir Lukkudýr heimsmeistarakeppninnar í handbolta, Mókollur, var kynntur í Kringlunni í gær. Var mikið um að vera en í gær voru 100 dagar þar tii keppnin hefst hér á landi. Kynning Mokolls, sem hér sést með tveimur ungum Kringlugestum, er fyrsta af mörgum uppákomum sem verða fram að keppninni. í lofti Kringlunnar hanga nú 99 HM ’95-handboltar og dettur einn niður hvern dag fram að keppninni. Munu fyrirtæki bjóða i boltana og var sá fyrsti fljótur að seljast. DV-mynd Brynjar Gauti Norskt rækjuverð hærra Norömenn bjóða mun hærra verð fyrir rækjuaíla íslenskra skipa en verksmiðjur hér telja sig geta. Grunur leikur á að Norð- menn yfirbjóöi íslenska rækju- kaupendur í krafti ríkisstyrkja. Sami mótmælatextinn Sighvati Björgvinssyni heil- brigðisráöherra þykir grunsam- legt aö sami textinn er í öllum mótmælayfirlýsingum gegn til- visanakerfinu sem hann hyggst koma á laggirnar. Fáfnir í nauðasamninga Héraðsdómur Vestijarða hefur veitt Fáfni hf. á Þingeyri heimild til að leita nauðasamninga. For- senda nauðasamninga er að tog- arinn Sléttanes verði seldur nýju hlutafélagi á Þingeyri. Tilboðíallanafla Sjómannasamtökin þrjú ætla framvegis að óska eftir tilboðum í aUan afla áður en honum er landað og krefjast þess að útgerð- armenn greiöi í samræmi við hæsta tilboð. Líkamsárásir bættar Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp í ríkisstjóm um aö ríkissjóður greiði fólkí sem verður fyrir líkamsárás bætur. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. SH jJ ÍS 21 r ú d d gr • w FOLKSINS 99-16-00 Hvort á Akureyrarbær fremur að taka tilboði SH eða ÍS? Alllf i stalrœna kerflnu með ténvalsslma geta nýtt séf þessa þjónustu. Félagsmálaráðuneytið: Sendum úrskurðinn til bæjarstjórnar „í tilefni af frétt DV vorum við að reyna að ná sambandi við þá í Kópa- vogi til að átta okkur á því hvað hefði gerst en við höfum ekki náð saman enn þá. Það er alveg klárt að úr- skurðurinn fór héðan út í tveimur samhljóöa eintökum, annað stílað á bæjarstjórn Kópavogs, Fannborg 2, og hitt á lögmann kæranda í Reykja- vík. Við sendum alltaf þeim sem kærir og síðan þeirri sveitarstjórn sem málið snertir og eigum afrit af öllu sem héðan er sent,“ sagði Berg- lind Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, við DV. Rætt var við Berglind þar sem Gunnar I. Birgisson, forseti bæjar- stjórnar Kópavogs, sagði í DV í gær að úrskurður félagsmálaráðuneytis- ins, um að sjálfskuldarábyrgð í við- skiptum bæjarsjóðs og verktaka í Kópavogi væri ólögleg, hefði aldrei borist bæjarfulltrúum. DV talaði einnig við Magnús Bjarnason, forstöðumann Lífeyris- sjóös starfsmanna Kópavogs. Vissi hann hvorki hve mörg bréf með sjálf- skuldarábyrgð lífeyrissjóðurinn ætti né hve samanlögð upphæð þeirra bréfa væri. LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 Alþýðubandalagið: Tekist á um annað sætið á Reykjanesi Ágreiningur er í kjömefnd Al- þýðubandalagsins á Reykjanesi um hver skuli skipa annað sætið á framboðslista flokksins í kom- andi alþingiskosningum. Tekist er á um hvort Valþór Hlöðvers- son, bæjarfulltrúi í Kópvagi, eða Sigriður Stefánsdóttir varaþing- maður eigi að skipa sætið. Oum- deilt er að fela Ólafi Ragnari Grímssyni aö leiða listann. Samkvæmt heimildum DV eru það einkum félagar Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi sem þrýsta á aö Valþór fái annað sæt- ið. Meöal annars hefur Kópavogs- búinn Flosi Eiríksson, formaður kjörnefndar, hótað að segja af sér verði Sigríður fyrir valinu. Sig- ríður fékk hins vegar mun fleiri tilnefningar í nýlegri skoðana- könnun sem gerð var í flokknum á Reykjanesi. Þar hafnaöi Sigríð- ur i öðru sætinu en Valþór í því sjötta. -kaa Hæstiréttur: Yfiriækniraf- hendiskýrslur Hæstiréttur felldi i vikunni dóm þar sem Tómas Helgason, yfirlæknir á geðdeíld Landspital- ans, er skikkaður til að afhenda Sigurði Þór Guöjónssyni allar sjúkraskýrslur um hann. Undir- réttur haföi áður komist að þeirri niöurstöðu að yfirlækninum væri ekki skylt að afhenda Sig- urði skýrslumar. Sigurður óskaði upphaflega eftir skýrslunum í júní 1988 með vísan til nýrra læknalaga sem tóku gildi þá um sumariö. Síöar óskaði Sig- urður eftir aðstoð umboðsmanns Alþingis, landlæknis, heilbrigðis- ráðherra og fleiri aðfia við að fá skýrslurnar en án árangurs. Samkvæmt dómi Hæstaréttar ber Tómasi nú að afhenda land- lækni afrit af skýrslunum innan 30 daga. Kveðið er á um 10 þús- und króna dagsekt verði dráttur á afhendingu þeirra. -kaa Selfoss: Serbinn hættur Sveirrn Helgason, DV, SeJfosst Serbinn Jezdimir Stankovic er hættur þjálfun 1. deildar liðs Sel- foss í handknattleik. Samkomu- lag varö á milli hans og stjórnar handknattleiksdeíldar Selfoss í gær um að hann hætti störfum og heldur hann af landi brott ein- hvem næstu daga. „Stankovic er yfirþjálfari landsliðs Serbíu og Svartfjalla- lands og eftir að samskipti opnuö- ust við ríkið hefur hann þurft að fá frí til aö sinna sínu starfi þar. Þetta hafa þvi verið hagsmunaá- rekstrar og heföi hann haldiö þjálfun Selfossliðsins áfram er útlit fyrir að hagsmunaárekstr- arnir hefðu aukist. Hann fór því fram á það við okkur að hætta störfum," sagði Snorri Sigur- finnsson, stjómarmaður í hand- knattleiksdeild Selfoss. Salamálverka fyrirSúðvíkinga Á fjórða tug málverka verða boöin upp á Hótel íslandi nk. þriðjudag, Verkin eru öll gefin af listamönnunum til styrktar Súö- víkingum sem eiga um sárt aö binda vegna spjóflóðanna. Að sögn Jóhanns Eyvinds, sem er forsvarsmaður uppboðsins, var ákveðið að hafa þennan hátt á i stað þess að selja verkin á sýn- ingu sem haldin var á þeim í vik- unni. -rt :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.