Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Side 5
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 5 dv___________________________Fréttir Áhrifamenn yfirgefa Þjóðvaka: Kemur mér verulega áóvart - segir Jóhanna Sigurðardóttir, leiðtogi Þjóðvaka Þjóðvaki, stjórnmálahreyfmgin sem Jóhanna Sigurðardóttir er að stofna, hefur misst tvo af dyggum stuðningsmönnum Jóhönnu, þau Þorlák Helgason og Ástu B. Þor- steinsdóttur. Ásta sagði í samtali við DV fyrir skömmu að eftir að hún hefði hugsað sig betur um hefði hún ákveðið að snúa aftur í Alþýðuflokkinn. Þorlák- ur Helgason, annar oddvita Jafnað- armannafélags íslands, segir í blaða- viðtali í gær að hann sé hættur í undirbúningi að stofnun og framboði Þjóðvaka. Hann segir starfið allt of þröngt. Hann hafi viljað leita samein- ingar félagshyggjuaflanna en orðið undir. DV hefur heimildir fyrir því að fleiri séu óánægðir með hve fáir ráði miklu í hreyfmgunni. „Þetta kemur mér verulega á óvart. Þorlákur hefur ekki orðað neina óánægju og ekkert rætt um þessi mál við mig. Hann hefur tekið þátt í mál- efnaundirbúningi og verið í helstu nefndum sem hafa unnið að stofnun þessarar hreyfingar. Þess vegna kemur þetta mér á óvart enda enginn málefnaágreiningur verið,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir, leiötogi Þjóð- vaka, um mál Þorláks. - Hvað segir þú um gagnrýni hans og fleiri þjóðvakamanna um að allt starf í samtökunum sé þröngt, of fáir taki of miklar ákvaröanir? „Þetta er bara rangt. Það hafa ver- ið skipaðar nefndir bæði varðandi málefni og ýmsan undirbúning. Það eru því fjölmargir sem koma að þessu starfi. í framboðsmálum eru það kjördæmin sjálf sem ráða ferð- inni. Þar eru starfandi nefndir sem eru að skoða þau mál, auk þess sem félagsmönnum Þjóðvaka er gefinn kostur á að tilnefna fólk sem þeir vilja sjá á listunum. Það er því eins lýðræðislega að þessu staðið og frek- ast er unnt,“ sagði Jóhanna. Ásta B. Þorsteinsdóttir hélt fræga ræðu á kynningarfundi Þjóðvaka á Hótel íslandi í fyrra. Þá var talað um að Jóhanna hefði unnið stóran vinn- ing að fá hana með sér. Nú er hún hætt við. „Hún var með okkur í upp- hafi en ákvað svo að draga sig í hlé án þess að nokkur ágreiningur væri uppi, hvorki um framboðsmál né málefni," sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir. Þjóövaki: Framboðslistar ekki kynntir á landsfundinum Landsfundur Þjóðvaka, hreyfingu Jóhönnu Sigurðardóttur, verður haldinn um helgina á Hótel Sögu. Því hefur verið lýst yfir, og komið fram í fréttum, að framboðslistar Þjóð- vaka eða alla vega þrjú efstu nöfn á hverjum lista yrðu birt á landsfund- inum. Nú er ljóst að svo verður ekki. Katrín Theodórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Þjóðvaka, vildi ekki kannast við að þetta hefði staðið til. Þorlákur Helgason, sem unnið hefur frá upphafi að stofnun Þjóðvaka, en er nýhættur þátttöku þar, staðfesti hins vegar að þetta hefði átt að gera. Katrín sagði að stofna ætti deild í hverju kjördæmi sem annist Upp- stillingu á lista og önnur málefni Þjóðvaka í kjördæminu. Hvergi er búið að stofna slíkar deildir nema í Norðurlandskjördæmi eystra. Rætt var um í upphafi að þessar deildir ættu allar að vera komnar til þegar landsfundurinn yrði haldinn. Það er því ljóst að ýmislegt gengur ekki jafn hratt fyrir sig hjá Þjóðvaka og til stóð í upphafi. Kvöldverðartilboð 27/1-2/2 * Rjómabætt sjófangssúpa með karrírjóma * Smjörsteiktur skötuselur með rækjum og tómatchilisósu eða Pönnusteikt grísahryggjarsteik með blaðlauk, vínþrúgum og grænpiparsósu * Blandaður heimalagaður ís með ferskum ávöxtum Kr. 1.950 Opið i hádeginu mánud.-föstud. Opið á kvöldin miðvikud.-sunnud. Auglýsingarnúmer 3502 Laugavegi 178, s. 889967 Tröllvaxinn vinningur framundan! Þrefaldur fyrsti vinningur á laugardag. MERKISMENN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.