Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Page 12
12 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Mary Wesley: An Imaginatíve Experience. 2. Peter Hpeg: Miss Smilla's Feeling for Snow. 3. Anne Rice: Interview With the Vampire. 4 Dtck Francts: Decider. 5. Sebastian Faulks: Birdsong. 6. Robert James Walier: Slow Waltz in Vedar Bend. 7. Colin Forbes: The Power. 8. Gerald Seymour: The Fighting Man. 9. RosieThomas: Other People's Marriages. 10. Bernard Cornwell: Copperhead. Rit almenns eðlis: 1-AndyMcNab: Bravo Two Zero. 2. Jung Chang: Wild Swans. 3. N.E. Thing Enterprises: Magic Eye. 4. W.H. Auden: Tell Me the T ruth about Love. 5. J. Cleese & R. Skynner: Lífe and how to Survive It. 6. Atan Clark: Diaries. 7. Bill Bryson: The Lost Contínent. 8. James Goldsmith: The Trap. 9. Angus Deayton: Have I Got News for You. 10. Bill Bryson: Neither Here Nor There. (Byggt á The Sunday Tímes) DanmÖrk Skáldsögur: 1. Suzanne Brogger: Transparence. 2. Johannes Mollehave: Det tabte sekund. 3. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 4. Jung Chang: Vílde svaner. 5. Anne Rice: En vampyrs bekendeiser. 6. Arturo Perez-Reverte: Det flamske maleri. 7. Herbjorg Wassmo: Lykkens son. (Byggt á Politiken Sondag) Veruleiki nýrra tíma „None to Accompany Me“ heitir nýj- asta skáldsaga suður-afríska nób- elskáldsins Nadine Gordimer en þetta er fyrsta skáldverk hennar eftir að aðskilnaðarstefna kynþáttanna var lögð til hliðar í Suður-Afríku og Nel- son Mandela tók við stjórnartaumum. Sagan hefur fengið góðar viðtökur og birst hafa mörg viðtöl við höfundinn í vestrænum fjölmiölum. Hér er grip- ið ofan í eitt nýlegt viðtal við Gordi- mer um bókina. - Endurspegla persónurnar í þessari skáldsögu suður-afrískan veruleika dagsins? Sams konar hlutir og koma fyrir fólkið í bókinni eru að gerast í landi mínu. Svart fólk úr öllum stéttum er að flytja til borganna. En það mun taka langan tíma fyrir borgirnar að verða að samstæðri heild. Viljinn er fyrir hendi, lögin gera það fært. Al- menningur hefur möguleika sem áð- ur voru ekki fyrir hendi. - Fólk virðist einnig nálgast hvað annað andlega? Já, fólk hlustar núna hvað á annað og skiptist á skoðunum. Þar er ég ekki bara að tala um svarta og hvíta. Ég er líka að tala um pólitíska og stéttarlega skiptingu meðal svert- ingja. Þar er aukinn vilji til að standa saman að alls konar verkefnum. - Söguhetja þín, Vera Stark, hafnar fjölskyldu sinni og skylduliði til að leita að sjálfri sér. Er Vera tákn fyrir Suður- Afríku í leit aö nýrri sjálfsvitund? Nei, ég held að hún sé dæmi. Það er ótrúlegt að sjá þær breytingar sem nú eiga sér staö. Lítum til dæmis á Nadine Gordimer - nóbelsskáld og höfundur „None to Accompany Me“. Umsjón Elías Snæland Jónsson Afríkanana, hvítu öfgamennina til hægri sem vilja endurreisa gamla aðskilnaðarkerflð. Þeir eru í raun og veru reiðubúnir að fara til af- skekktra staða þar sem þeir fá að vera í friði. Ég líki þeim við fólk sem er að yfirgefa landið. Stórbrotin verkefni - Ein sögupersónanna, Mpho, er dóttir byltingarsinna, uppalin í Eng- landi. Hún er úr sambandi við þá menningu sem foreldrar hennar böröust svo ákaft fyrir. Er það svo með marga af útlögunum sem snúa heim til Suður-Afríku? Þar er um tvenns konar fólk að ræða. Annars vegar þá sem lifðu við gífurlega erfiðleika og voru kannski, eins og Mandela, 27 ár í fangelsi. Það er ekki hægt að gagnrýna þá fyrir að hafa farið úr landi. Þeir fóru, störfuðu fyrir andspyrnuhreyfing- una og áttu erfitt líf. Þegar þetta fólk snýr aftur er litið á það sem hetjur. Því miöur eru hins vegar nokkrir sem einfaldlega flúðu af hólmi. Þeir koma nú til baka og ætlast til að litið sé á þá sem hetjur. Það er ekki gert. - Vera Stark er hvít og tekur virkan þátt í endurreisn landsins. í lokin dregur hún sig samt í hlé. Segir það eitthvað um líf hvítra í Suöur-Afríku nú? Ég skil ekki af hverju svo mikil áhersla er lögð á það sem hendir hvíta fólkið. Hvað er að gerast hjá þeim svörtu? Núna höfum við öll sömu réttindi. - Hvað ættu lesendur að læra um hina nýju Suður-Afríku viö lestur skáldsögu þinnar? Ég vona að þeir fái tilfmningu fyrir hinum sanna veruleika Suður-Afr- íku, þeim dásamlega árangri frelsis- ins sem náðst hefur á fáeinum mán- uöum og jafnframt skilning á því að fólkið þarf aö takast á við stórbrotin verkefni og að við þurfum aðstoð. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Michael Crichton: Disclosure. 2. Anne Rice: interview with the Vampire. 3. Ken Follett: A Dangerous Fortune. 4. E. Annie Proulx: The Shipping News. 5. Anne Rice: The Vampire Lestat. 6. Robert James Walker: Slow Waltz in Cedar Bend. 7. Dean Koontz: Mr. Murder. 8. Peter Hoeg: Smilla's Sense of Snow. 9. Michael Palmer: Natural Causes. 10. Anne Rice: The Queen of the Damned. 11. Catherine Coulter: Lord Harry. 12. Richard P. Evans: The Christmas Box. 13. Tom Clancy: Without Remorse. 14. Jonathan Kellerman: Bad Love. 15. Sandra Brown: Eloquent Silence. Rit almenns eðlis: 1. B.J. Eadie 8c C. Taylor: Embraced by the Light. 2. Jerry Seinfeld: Seinlanguage. 3. Thomas Moore: Care of the SduI. 4. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 5. Thomas Moore: Soul Mates. 6. Karen Armstrong: A History of God. 7. Maya Angelou: Wouldn't Take Nothing for My Journey now. 8. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 9. Newt Gingrich, D. Armey o.fl: Contract With America. 10. Joan Wester Anderson: Where Angel's Walk. 11. Baíley White: Mama Makes up Her Mind. 12. M. Scott Peck: Further Along the Road Less Traveled. 13. Maya Anagelou: I Know Why the Caged Bird Sings. 14. M. Hammer og J. Champy: Reengineering the Corporation. 15. Tom Clancy: Armored CAV. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Dýrvalda ofnæmi Franskir vísindamenn telja að ofnæmistegund, sem kölluð er ofsakláði, orsakist af hundum og köttum með orma. Genevieve Ghene og félagar hennar við háskólasjúkrahúsið í Bordeaux rannsökuðu blóð úr 51 manni með þrálátan ofsakláða. Þau komust aö því að sjö sinnum meiri líkur voru á að fólk þetta væri smitað af algengu sníkju- dýri sem lifir í hundum en þeir sem ekki eru með ofsakláöa. Vísindamennirnir ráðleggja því þeim sem þjást af ofsakláða að láta ormahreinsa gæludýrin sín, halda flækingsdýrum burt úr görðum sínum og þvo sér oft um hendur. Vatnshöfuð greint i Bretlandi hefur verið uppgötv- uð ný aðferð til að greina fæöing- argallann vatnshöfuð fyrr en áð- ur hefur verið hægt. Með erfðagreiningu er hægt að sjá vansköpun þessa eftir aðeins tíu vikna meðgöngu. Áður var ekki hægt að greina vatnshöfuð fyrr en eftir 16 vikur og þá með hljóðbylgjum. Einstaklingar sem fæðast með vatnshöfuö eru mjög þroskaheft- ir og deyja ungir. T f * W Umsjon Guölaugur Bergmundsson Tómatar allt- afsemnýir Breskir neytendur verða hinir fyrstu í Evrópu til að fá að bragða á matvöru sem hefur verið framleidd með aðstoð erfðatækni. Það gerist siðar á árinu þegar tómatþykkni úr tómötum sem ekki geta rotnað kem- ur á markaðinn. Það er líftæknifyrirtækið Zeneca sem markaðssetur tómatþykknið en þaö hlaut samþykki yfirvalda fyrir skömmu. Tómatarnir, sem þykknið er fram- leitt úr, eru ræktaðir í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem þeir komu í verslanir í október síðastliðnum. Við ræktun þeirra hefur erfðatækn- inni verið beitt á þann hátt að geni, sem kemur í veg fyrir rotnun, er komið fyrir í tómötunum. Breyting- arnar verða til þess að tómatarnir geta þroskast hægar en það eykur geymsluþol þeirra í verslunum og bætir bragðið. Zeneca ætlar að merkja tómat- þykknið þannig að ekki fari milli mála hvað þar er á ferðinni. Þannig ætla forráðamenn fyrirtækisins að byggja upp traust neytenda á vörum sem þessum. Zeneca-menn eru nefni- lega með áform uppi um framleiðslu á erfðabreyttum banana sem á að bragðast betur en hefðbundnir. Þá verður hægt að nota þessa sömu tækni viö aðra mjúka ávexti á borð við ferskjur og melónur. Ekki eru allir jafn hrifnir af því að selja matvæli sem erfðatæknin hefur fengist við. Þau gætu reynst skaðleg bæði mönnum og náttúru þegar til lengri tíma er litið. Grænfriðungar telja að þessi nýja fæðutegund geti orsakað nýjar tegundir mataróþols og að ræktun hennar kunni að or- saka „erfðamengun" við frævun með hefðbundnum uppskeruávöxtum. Tómatar sem rotna ekki Orkan er á tunglinu Þroskaferill tómatsins stjórnast af fjölda ensíma (prótína sem hraða ákveðnum efnahvörfum) sem stjórna lit, bragði og áferð Vísindamenn hafa borið kennsl á genið (hluti af DNA*) sem stjórnar ensímun- um sem ráða efnasamböndunum sem valda því að tómatur-inn mýkist og loks rotnar Tómatplöntufruma DNA tómat■ plöntunnar REUTER Ný kynslóð tómata sem eru með nýja genið er ræktuð og bragð og lit en þeir haldast jafn stinnir og tómatar sem eru ekki alveg þroskaðir 'DNA: érfðavisirinn sem sljórnar þroska frumna i öllum lifverum DNA tómatsins er einangrað og verkun gensins er snúið við svo framleiðsla efna sem mýkja tómat- inn er stöðvuð Verkun gensins sem stjórnar áferð tómatsins er snúið við Breytt DNA sett inn í tómatfræið Frumu- Ýmislegt bendir tíl þess að í framtíöinni muni jarðarbúar sækja mikilvæg hráefni til orku- framleiðslu alla leið til tunglsins. Japanir eru þegar farnir að búa sig undir að sækja þangað frum- efnisísótópinn helíum-3 og segja þeir að það verði á næstu öld. Vitað er að í tunglrykinu er að finna að minnsta kosti eina millj- ón tonna af helíum-3 en ísótópur þessi er langbesta eldsneyti sem hægt verður að nota í kjamaofn- um framtíðarinnar. Þegar hel- íum-3 og þungt vetni renna sam- an verður úr því mengunarlaus orkugjafi. Geimratsjá í olíuleit Evrópska geimvísindastofnun- in hefur í samvinnu við banda- rískt fyrirtæki þróað nýja tegund geimratsjár sem mun gera oliufé- lögum, fornleifafræðingum og fleiri kleift að sjá starfsvettvang sinn frá nýju sjónarhomi, ef menn vilja borga fyrir þjón- ustuna. Nýja ratsjáin starfar bæði á nóttu og degi en tii þessa hafa gervihnettir á sporbaug um jörð- ina aðeins getað tekið myndir að degi til og þegar heiðskírt er. Geimratsjá þessi getur sent myndir til jarðarinnar á þremur tíðnisviðum samtímis. Þaö hefur þann kost að hægt er að gera hágæða litmyndir. Tækið gæti nýst við olíuleit eða leit fornleifa- fræðinga aö týndum borgum. Heimild: Liffræði, Saunders College Publishing

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.