Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Síða 13
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 13 Svidsljós 28" LITASJONVARP Hagœða Surround Nicam-Stereo! Joanne Woodward og Paul Newman eru jafn ástfangin nú og þegar þau gengu í hjónaband fyrir 35 árum. Paul Newman sjötugur: Kvikmyndaleikarinn Paul Newman varð sjötugur í vikunni. Hann hefur verið kvikmyndastjama í 40 ár og kvæntur sömu konunni í 35 ár. Um hjónaband sitt og leikkonunn- ar Joanne Woodward segir Paul að miðað við tvo aðila sem eigi ekkert sameiginlegt sé það óvenjugott. Hann segir að við lifum á öld óstöð- ugleikans þar sem sá hugsunarhátt- ur að fleygja hverju sem er sé ríkj- andi. Heima geri hann við brauðrist sé hún biluð. Henni sé ekki fleygt. Og þetta megi uppfæra á hjónaband- ið ef einhverjir brestir séu. Um framhjáhald segir Paul: „Hvers vegna ætti maður að borða hamborg- ara úti í bæ þegar maður getur feng- ið sér steik heima.“ Joanne kveðst hafa spurt ömmu sína um hver væri lykillinn að ham- ingjusömu hjónabandi: „Gifstu aldr- ei þeim sem þú gætir ekki hugsað þér að eiga samræður við við morg- unverðarborðið næstu tuttugu árin,“ sagði amman. Peter Ustinov á að hafa sagt um farsælt hjónaband Pauls og Joanne að þau séu ein af fáum hjónum sem njóti þeirra forréttinda að elska hvort annað. Vegna ástarinnar geti þau einnig leyft sér að vera stundum hvöss hvort við annað. Paul talar meir og meir um það að hann æth að fara að leggja kvik- myndaleik á hilluna og snúa sér að verða reknar í kastala á írlandi sem hann leigir af írsku stjóminni fyrir eitt pund á ári eða um hundrað ís- lenskar krónur. ritstörfum. Honum þykir eríiðara nú en áður að finna verkefni í kvik- myndaheiminum sem honum geðjast að. Hann gerir sér grein fyrir að hann þurfi líklegast að fara hægar í sakirn- ar varðandi kappaksturinn. Hann kveðst hafa keppt fimm sinnum í fyrra og lent í óhappi jafnoft. Þetta sé sennilega merki þess að kominn sé tími til að hætta. Paul er moldríkur en lætur aðra njóta auðsins með sér. Hann ver ágóðanum af sölu poppkornsins og sósanna sem fyrirtæki hans fram- leiðir til góðgerðarstarfsemi. Hann hefur gefiö hundruðum krabba- meinssjúkra bama von. Á þremur stöðum rekur hann búðir fyrir börn- in þangað sem þau koma og dvelja nokkrar vikur. Nýjustu búðirnar Elizabeth Taylor og Paul í Cat on a HotTin Roof. Myndin er tekin 1958. Paul með Robert Redford i Butch Cassidy. SjÓNVnRPSMIÐSTOÐIN SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 68 90 90 • Nicam Stereo Surround-hljómgæði • íslenskt ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS textavarp • Super Planar myndlampi • og margt fleira... Stjama í 40 ár Utsalan er hafin G Teppaflísar _ Opið alla daga vikunnar frá 9-21. Einnig opið laugardaga og sunnudaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.