Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Page 18
18 l LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 Dagur í lífl Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á ísafirði: Málefni Súðavíkur efst á baugi Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á ísafirði, hefur haft i nógu að snúast undanfarinn hálfan mánuð. DV-mynd Brynjar Gauti Ég vakna alltaf klukkan sjö á morgnana og svo var einnig þennan dag. Ég byrja daginn á því að taka inn þorskalýsi en morgunverðurinn er oft ánægjulegasta máltíð dagsins og ég reyni alltaf að boröa vel, fæ mér ávexti, mjólk og ristaö brauð. Dóttir mín María, sem er tíu ára, mætir í skólann klukkan átta og fær sér morgunverð með mér. Konan mín, Guðbjörg Ringsted, fer á fætur með okkur en synirnir, Júlíus, 8 ára, og Gunnar, 4ra ára, sofa. Ég var kominn í vinnuna um hálf- átta. Dagurinn var sá fyrsti eftir snjó- flóðið sem ég gat tekið upp póst og blaðað í gögnum sem borist höfðu á boröið mitt. Þetta var því fyrsti vinnudagurinn við skrifborðið mitt. Það fór töluverður tími í að laga til á borðinu. Ýmis erindi komu upp úr umslögunum, jafnt persónuleg, sem mér þótti vænt um að sjá, og önnur sem eru afgreiðslumál. Ætli það hafi ekki tekið mig tvo tíma að taka til en ég tók reyndar nokkur símtöl líka. Ég þurfti m.a. aö afboða bæjarráðs- fund sem boðaður hafði verið eftir hádegi. Það komu upp aðrir fundir og aðstæður þannig að ég hefði ekki getað setið þann fund. Við ákváðum að fresta honum um einn dag. Reynd- ar átti þessi fundur upphaflega að vera 16. janúar. Gestir úr Reykjavík Um tíuleytið þennan morgun þurfti ég að fara út á flugvöll og taka á móti mönnum. Það voru þeir Þórður Skúlason, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son og Jón Gauti Jónsson sem voru komnir vegna málefna Súðavíkur. Við vorum komnir aftur á skrifstofu mina rétt fyrir ellefu en ég þurfti að fara með þeim yfir stöðuna og setja þá inn í málin. Við sátum yfir því til tólf en þá kom sveitarstjóri Súðavík- ur, Sigríður Hrönn Elíasdóttir, inn á fundinn. Við spjölluðum saman í klukkutíma. Þá fór ég á annan fund með almannavamanefnd Ísaíjarðar og Súðavikur, Almannavarnaráði ríkisins og stjórn Ofanflóðasjóðs. Þar fór fram spjall yfir borðum og menn skiptust á skoðunum. Ég var þar til háliþijú en þá settist hjá mér í smá- stund Einar Kristinn Guðfmnsson alþingismaður og við ræddum þessa hluti fram og til baka, snjóflóð, varn- ir og brýnustu úrlausnarefni. Vissi ekki um ráðherra Ég hitti síðan umhverfisráöherra, Össur Skarphéðinsson, og fylgdarlið hans. Ég rétt gat skipst á skoðunum við ráðherrann um þessa hluti því ég hafði ekkert vitað um komu hans hingað. Ég og Þorsteinn Jóhannes- son yfirlæknir vorum búnir að ákveða ferð með Vilhjálmi, Jóni Gauta og Þórði inn í Súðavík á sama tíma. Við heimsóttum hreppsskrif- stofuna í Súðavík og skoðuðum síðan flóðasvæðiö. Það var hryllileg að- koma og ekki er ofsögum sagt að manni hafi verið brugðið. Fundirmeð Hnífsdælingum Þegar þessu öllu var lokið ókum við aftur til ísafjarðar og komum hingaö um sexleytið en þá átti ég fund með fulltrúum Hnífsdælinga, þeirra íbúa sem búa á hættusvæði og hafa oft þurft yfirgefa hús sín. Þeir sögðu mér frá fundi sem íbúarn- ir höfðu haldið og mér fannst þetta ánægjulegar umræður. Það hefur í gegnum tíðina verið mjög erfitt og viðkvæmt að taka þær ákvarðanir af hálfu almannavarnanefnda að láta fólk rýma hús sín. Á þessum fundi voru þessir fulltrúar komnir til að skýra frá því að þetta yrði frekar gert fyrr en seinna framvegis. Það er greinilegt aö þessir atburðir í Súðavík hafa hrært verulega upp í fólki á þeim svæðum sem eru innan þessara hættusvæöa og það er á fleiri stöðum en í Hnífsdal. Ég hef heyrt um íbúa nokkurra þessara húsa sem ætla ekki að flytja inn í þau aftur fyrr en í vor. Ég held að það sé fylli- lega þess virði fyrir aðra landsmenn að hugleiða hvaða þýðingu þetta hef- ur. Heima með fjölskyldunni Ég var búinn á þessum fundi um sjöleytið en þá hringdi Júlíus sonur minn og sagði mér að hann væri hjá skólafélaga sínum. Ég fór þangað og sótti hann en síðan fórum við saman heim. Við urðum að ganga upp göt- una okkar, Bæjarbrekkuna, vegna ófærðar. Það var eins og við værum í stórsjó, þannig hefur skafið í göt- una. Mikið verk og dýrt er óunnið fyrir sveitarfélagið í mokstri. Konan beið okkar með steiktan fisk og síðan tók ég kvöldinu rólega. Ég fór yfir heimalærdóm með börnun- um. Júlíus var að leggja saman tölur og draga frá en María las landa- fræði. Eg ræddi talsvert í síma, við föður minn á Dalvík og kunningja. Þetta var því ánægjulegt kvöld en ég fór í rúmið um miðnætti. Dagurinn var frekar óvenjulegur þar sem verk- efni hans tengjast að mestu hörmu- legum atburðum og að því leyti er hann ömurlegur því enginn kærir sig um að slíkir atburðir hendi sig aftur. Annars ræddum við hjónin um hvaða möguleika við ættum á að taka okkur stutt frí. Við munum kanna það rækilega. ll^= Finnur þú fimm breytingar? 294 Það er skárra að vera í svona vinnu en að hanga á einhverju götuhorni. Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir tvö hundruð nítugustu og aðra getraun reyndust vera: 1. Sesselja Þórðardóttir, Faxabraut 36b, 230 Keflavík. 2. Helgi Jökulsson, Túngötu 2, 640 Húsavík. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er aö gáö kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þó þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: Zodiac Sigma 300 sími að verðmæti kr. 4.950,- frá Hljómbæ, Hverfisgötu 103, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækumar sem eru í verð- laun heita: Líki ofaukið og Bláhjálmur úr bókaflokknum Bróöir Cadfael aö verð- mæti kr. 1.790,-. Bækumar eru gefnar út af Frjáisri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fímm breytingar? 294 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.