Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Síða 23
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 23 ............................................................................................................................................| David Hasselhoff ásamt konu sinni, Pamelu, og dætrunum tveimur, Taylor Ann, fjögurra ára, og Hayley, tveggja ára. Strandverðir: Vinsælasti sjónvarps- myndaflokkur í heimi David Hasselhoff hefur gert Strandveröi að vinsælasta sjón- varpsmyndaflokki í heimi. Þegar um 600 milljónir kínverskra áhorfenda bættust viö þykir aðstandendum þáttanna óhætt að fullyrða að um milljarður manns í 142 löndum horfi á myndaflokkinn. Myndaflokkurinn byrjaði hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC fyrir fimm árum. Eftir fyrstu þátta- röðina var flokkurinn lagður í bleyti. David Hasselhoff lét það ekki á sig fá og ásamt þremur af upphaflegum framleiðendum tókst honum að afla fjár til að geta myndað nýja þáttaröð en með minni tilkostnaði. Hann auglýsti myndaflokkinn vel um heiminn en gekk ekki vei í heimalandinu, Ameríku. Þar var það skoðun almennings að um væri að ræða þætti sem byðu upp á lítið meira en góða afsökun til að horfa á þrýstin brjóst og nær bera bossa. Þættirnir væru sem sé varla neitt annað en kroppasýning. David segir álit manna hafa breyst. Nú hafi myndaflokkurinn unnið sér virðingu almennings í Bandaríkjun- Strandvörðurinn David er oröinn 42 ára. um vegna umfjöllunar um ýmsar sið- ferðislegar spurningar, vegna fallegs umhverfis og rómantikurinnar sem ríkir í þáttunum. David fullyrðir aö áhorfendur séu ánægðir meö að áhersla skuh lögð á hraöa atburðarás en ofbeldi sleppt. Eiginkona Davids er Pamela Bach sem eitt sinn lék í Strandvörðum og það var einmitt við töku á mynda- flokknum sem þau kynntust. Þegar David var nýlega spurður að því í blaðaviðtali hvað konunni hans þætti um það að hann væri nær lið- langan daginn umkringdur þrýstn- um og ungum kvenkroppum sagði hann að hún hti á vinnustað hans sem skrifstofu. Hún komi líka þang- að flestalla daga. Hasselhoff segir að bráðlega geti áhorfendur séð Paul McCartney hlaupa eftir strönd Kaliforníu leið- andi Lindu konu sína. „Ég trúði því ekki þegar þau sögðu að þau vildu vera með í myndaflokknum. Ég hef aðeins beðið tvo aðila um eiginhand- aráritun á ævinni, Cary Grant og Paul. Við Paul vorum einu sinni í sama partíi og ég gat ekki farið án þess að tala við hann. Yfirleitt geng ég ekki að fólki og kynni mig þar sem það getur orðið til þess að mynd manns af viðkomandi breytist til hins verra. Það hefur komið fyrir mig. Ég ætla að ekki aö segja hverjir það voru. Jæja. Það voru Steven Se- agal og Mickey Rourke." David sagði hins vegar Paul og Lindu hafa verið yndisleg. Og það hafi einnig Díana prinsessa verið. David og Díana hittust í sambandi við góðgeröarsamkomu fyrir tveim- ur árum. „Það fyrsta sem hún sagði við mig vár að ég liti vel út í fotum og ég svaraði sömuleiðis." Díana er sögð hafa roðnaö svohtið og Pamela, kona Davids, oröiö enn rauðari. Núna er í undirbúningi mynda- flokkur sem tengist Strandvörðum. í þessum myndaflokki fer David úr sundskýlunni og klæðist Armaniföt- um. Tökur eru þegar hafnar. Mynda- flokkurinn Strandverðir heldur samt áfram og David heldur áfram að reyna að fá frægt fólk th að koma fram í honum. Díana prinsessa er sögð hafa gaman af myndaflokknum Strandverðir. Hún hitti David og Pamelu á góðgerðarsamkomu fyrir tveimur árum. ____________________Sviðsljós Björk skapar tískuna Þessar myndir rákumst við á i norska tímaritinu Hjemmet en þar segir að hin islenska poppstjarna Björk Guðmundsdóttir hafi skapað nýja tísku með sérkennilegri hárgreiðslu sinni. Meðal annarra hetur poppdúettinn Shampoo tekið upp þessa skemmtilegu greiðslu. Frægasti klipparinn Maðurinn sem Naomi Campbell, Linda Evangelista, Kate Moss, Ma- donna, Díana prinsessa og fleiri frægar konur hringja í þegar þær vilja vera vel greiddar heitir Sam McKnight. Hann er Skoti sem hefur verið búsettur í New York síðustu 15 árin. En hann er stöðugt á ferða- lagi til að khppa og greiða þotuliöinu í París, London, Mílanó og New York. Sam varð frægur þegar það varð aht í einu í lagi að vera öðruvísi um hárið. Hann hefur starfað fyrir Vogue og önn- Hárgreiðslumeistarinn Sam McKnight. ur tískublöð og tískusýningar. Sam segir áð sig hafi eitt sinn dreymt um að opna eigin hár- greiðslustofu en hafi komist að þeirri niöurstöðu að það yrði hundleiðin- legt. Þá hefði hann farið á mis við þá sérstöku tilfinningu sem hann fær þegar hann sér til dæmis fjölda síðna í helstu tískublöðunum með hár- greiðslum sem hann hefur gert. Hann kveöst einnig myndu sakna spennunnar sem er að tjaldabaki á tískusýningum. farið höndum um hár hennar. Þetta er hún, fyrirsætan Lauren Balles, 22ja ára, sem hefur stolið hjarta leikarans Richard Gere, 45 ára, frá Cindy Crawford. Hún er að verða mjög vinsæl fyrirsæta og hefur orðið enn frægari þegar upp komst um ástarsam- band hennar og leikarans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.