Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 Hjördís Kjartansdóttir, 12 ára, fékk nýtt hjarta í Gautaborg: Ólýsanleg gleði þegar hún vaknaði eftir aðgerðina - segir móðir Hjördísar sem búin var að missa tvö böm úr sjaldgæfum sjúkdómi „Viðbrögð Hjördísar voru yndisleg og eiginlega ólýsanleg eftir aðgerð- ina. Þegar hún vaknaði spurði hún hvort hún væri búin að fá nýtt hjarta og ég svaraði játandi. Þá lyfti hún upp höndunum og sagði: Vei! Og allar slöngurnar sem voru tengdar við hana lyftust auðvitað líka þegar hún lyfti höndunum. Hún sofnaði svo um leið aftur. Það var æðislegt að sjá hana þarna,“ segir Magnea Guð- mundsdóttir, móðir Hjördísar Kjart- ansdóttur sem gekkst undir hjarta- ígræðslu í Gautaborg 19. janúar síð- astliðinn. Missti tvö systkini úr sama sjúkdómi Hjördís, sem er tólf ára, er með vöðvasjúkdóm sem smátt og smátt oUi því að hjartavöðvinn réð ekki við að dæla bióðinu um líkamann. Bróð- ir Hjördísar, Sverrir, lést af völdum sama sjúkdóms og talið er víst að systir Hjördísar, Erla, hafi einniglát- ist af völdum sjúkdómsins þó það hafi ekki verið alveg staðfest. Erla var eins árs þegar hún lést 1975. Sverrir lést 1989, nítján ára gamall. Sautján ára bróðir Hjördísar, Ólafur, er heilbrigður. Ólafur fór til Svíþjóð- ar morguninn sem hjartaígræðslan var gerð til aö geta verið viðstaddur þegar systir hans vaknaði eftir að- gerðina. Hann hefur að undanfornu setið við sjúkrabeö hennar og stytt henni stundirnar. Hjördís og foreldrar hennar, Magnea og Kjartan Ólafsson, höfðu aðeins verið í Gautaborg í fjóra daga þegar kallið kom miðvikudagskvöld- ið 18. janúar. Reyndar höföu þau verið að hugsa um að fara ekki utan til Svíþjóðar fyrr en þann nítjánda en hálfbróðir Magneu hvatti þau ein- dregið til að fara fyrr. „Ef viö hefðum ekki farið að ráðum hans heföum við misst af öllu dæm- inu. Þaö er eins og þetta hafi aUt verið púslað fyrir mann. Okkur hafði ekki dottiö í hug að þetta gæti gerst svona fljótt. Við vorum búin að skipuleggja hvað við skyldum gera tíl að þetta yrði ekki bið heldur bara tilbreyting. Við ætluðum að hafa það skemmtUegt og vorum búin að hugsa út ýmislegt sem við gætum gert okk- ur til dundurs," segir Magnea. Kallið kom eftirnokkrar klukkustundir Þau komu tU Gautaborgar sunnu- Hamingjusamar mæðgur. Hjördís Kjartansdóttir og Magnea Guðmundsdóttir á Östra sjúkrahúsinu. DV-mynd Jacky Leissner Aðeins vitað um 17 Sjúkdómurinn sem Hjördís er áhrif á hjartað. TU að byrja með vísindamenn hafi rannsakað sjúk- með er mjög fágætur og er aðeins var samdrátturinn alveg óskertur dóminn mest og hefur verið sam- vitað um 17 tilfelli í heiminum, að hjá Hjördísi en hiartaö þykknaöi starf við þá í sambandi viö rann- sögn Guðmundar Þorgeirssonar, óeðlilega. Það er eins og þaö séu sóknina á Hjördísí og fjölskyldu sérfræöings í lyflækningum og viöbrögö hjartans við orkuskortin- hennar. Það þykir mjög merkUegt hjartasjúkdómum, sem annast hef- um í frumunum. Svo gerðist það aðsvomörgtUfelliafjafnfágætum ur Hjördísi á íslandi ásamt Hróð- smátt og smátt að samdráttarkraft- sjúkdómi skuU koma fram híá mari Helgasyni, sérfræöingi í urinn minnkaði á nokkrum árum. einni fjölskyldu hér á landi. Þetta hjartasjúkdómum bama. „Þetta er Hún fékk fyrst einkenni hjartabU- eru líka einu tilfellin sem vitaö er meöfæddur galli í svokölluðum unarfyrirnokkrumvikum.Þávor- umáíslandi. orkukomum þar sem orkuvinnsl- um við Hróömar sammála um aö íslenskur bamalæknir, Már Tul- an í frumum lUcamans fer aö veru- drífa hana sem fyrst í hjartaskiptin. inius, sem starfar úti i Gautaborg, legu leyti fram. Viö áreynslu nær Sú hætta voföi yfir að botninn úr er sérfræðingur íslendinga í orku- sjúklingurinn fyrr mjólkursýru- hjartastarfseminni gæti dottið úr kornum og sjúklegri starfsemi þröskuldi heldur en þeir sem eru tiltölulega hratt,“ segir Guðmund- þeirra. heilbrigðir,“ segir Guðmundur. ur. „Sjúkdómurinn hefúr einnig Hann getur þess að hollenskir daginn 15. janúar. Á mánudeginum voru þau í húsnæðisleit en sem stendur búa þau hjá íslenskum hjón- um, Sigrúnu Stefánsdóttur og Hall- dóri Einarssyni. Á þriðjudeginum var Hjördís í læknisskoðun á Östra sjúkrahúsinu sem er barnasjúkra- hús. „Við fórum svo eins og til stóð í viðtal á miðvikudag á Sahlgrenska sjúkrahúsið þar sem hjartaígræðslan átti að fara fram. Hjördís var þá formlega skráð á biðlista og við vor- um frædd um það sem myndi gerast og ýmislegt annað í sambandi við aðgerðina sem jafnvel var gert ráð fyrir að yrði ekki fyrr en eftir um það bil ár. Um hálffimmleytið þenn- an dag fengum viö kalltæki sem átti að gera viðvart um leið og hjarta væri tiltækt. Rétt upp úr tíu þetta sama kvöld var svo hringt.“ Að sögn Magneu er það mjög óvenjulegt að kallið komi svona skjótt. „Þeir sögðu okkur aö bið- tíminn gæti verið frá einum degi og allt upp í ár. Meðaltíminn er um það bil fjórir mánuðir." Beðið milli vonar og ótta Hjördísi brá þegar stundin sem þau voru í raun að byrja að búa sig und- ir rann skyndilega upp. „Hún fór að gráta en róaðist þegar við vorum komin á sjúkrahúsið. Hún var ákveð- in í að takast á við þetta. Hún ætlaði í gegnum þetta og sá allt það bjarta við þetta,“ segir Magnea. Vegna plássleysis á Sahlgrenska sjúkrahúsinu fór aðgerðin fram á Östra sjúkrahúsinu. Hjördís var svæfð um nóttina en þar sem hjart- anu seinkaði var aðgerðin ekki gerð fyrr en undir morgun. Magnea segir þau hjónin hafa reynt að sofa en það hafi gengið hálfilla. „Maður gekk um gólf og beið milli vonar og ótta. Við vorum alltaf að spyija og þær fréttir sem við fengum voru alltaf góðar og okkur sagt að allt gengi aö óskum. Það var síðan ólýsanleg gleðistund þegar hún vaknaði eftir aðgerðina." Fæddistblinden fékk sjón við aðgerð Hjördís fæddist blind en fékk sjón- ina við aðgerð sem gerð var á henni þegar hún var nokkurra mánaða gömul. Hún er sjóndöpur og hefur ekki haft þrek á við önnur börn og því ekki getaö tekiö þátt í leikfimi, LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 33 Hjördis ásamt bróður sinum, Ólafi, og foreldrunum, Kjartani og Magneu. DV-mynd Jacky Leissner ' '/ V illl§§ sundi og leikjum. Hún þreytist einnig fljótt við lærdóminn. Rétt áður en hún fór í aðgerðina var hún að niður- lotum komin eftir að hafa gengið um 100 metra. Magnea segir Hjördísi samt aldrei hafa gefist upp. Fjöl- skyldan hafi reynt að lifa sem eðlileg- ustu lífi og Hjördís sé hörkukerling sem hafi gert sér grein fyrir því sem var að gerast. „Hjördís var búin að tala um það aö ef þetta gengi ekki eins og skyldi þá yrðum við að taka hana með heim til Islands. Hún tók það fram að viö mættum ekki skilja hana eftir í Sví- þjóð. Hún hefur verið með allt á hreinu og vill vita allt. Það er svo skrýtið að það virtist aldrei vera neinn ótti í henni. Hún gat talað blátt áfram um dauðann. Það er kannski vegna þess að dauðinn var oröinn hluti af okkar lífi.“ Magnea bendir á að sorgin og gleð- in fylgist að en nú snúist allt um það að litla stúlkan nái sér sem best. Endurhæfingin hófst í raun strax og Hjördís var almennilega vöknuð. „Þetta er gert á skemmtilegan hátt. Hún var látin blása sápukúlur, blása í flösku og betja í blöðrur. Líðan hennar hefur verið með eðlilegum hætti. Hún er farin að fara fram úr og er komin af gjörgæsludeild og það er búið að losa hana við allar slöngur nema eina og einnig gangráðinn sem hún var með fyrst. Starfsfólkið á sjúkrahúsinu er frábært. Okkur þyk- ir það einnig notalegt að hér skuli vera svo margir íslendingar starf- andi á sjúkrahúsinu. íslensk hjúkr- unarkona, Ragnheiöur Alfreðsdóttir, sem starfar hér, kom til okkar á hveijum degi, jafnvel þó hún væri í fríi, og leiddi okkur í gegnum þetta. Við höfum líka verið einstaklega heppin að því leyti að hér í Gauta- borg starfar Már Tulinius, íslenskur barnalæknir, sem er sérfræðingur í þeim sjúkdómi sem Hjördís gengur með,“ segir JVIagnea. Áþriðjatughafa fengið líffæri í Svíþjóð Hún kveðst nú þegar hafa orðið vör við mikla samheldni hjá íslendingum í Gautaborg. Það sé eins og þeir is- lendingar sem þau hafa kynnst séu þeirra bestu vinir. Magnea tekur þaö fram að fjölskyldan hafi fengið gífur- legan stuðning hjá séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni, presti íslendinga í Svíþjóð og Noregi. Það sé greinilegt að mikil nauðsyn hafi verið að fá ís- lenskan prest fil Gautaborgar. Frá því að samningurinn um líf- færaflutninga milli íslendinga og Svia tók gildi fyrir um tveimur árum hafa hátt á þriðja tug íslendinga feng- ið líffæri í Svíþjóð. Margir íslending- ar, bæði börn og fullorðnir, koma í rannsóknir til Gáutaborgar vegna væntanlegra líffæraflutninga og hef- ur íslenski presturinn verið þeim innan handar. Góður stuðningur „Jón Dalbú hefur stutt okkur fyrir og eftir aðgerðina og það var hann sem útvegaði okkur samastað hjá Sigrúnu og Halldóri sem hafa reynst okkur eins og bestu foreldrar og stutt okkur í öllu. Við vorum búin að fara á Östra sjúkrahúsið og skoða leigu- herbergi en það var ekki visfiegt. Við komum svo til með að fara í leigu- íbúð hér í Gautaborg um miðjan fe- brúar,“ tekur Magnea fram. Hjördís og foreldrar hennar komu fyrst til Gautaborgar í lok nóvember og var hún í rannsóknum í tíu daga þar sem tekin voru sýni úr vöðvum hennar. „Þá var líka verið að kanna hvort það teldist í raun nauðsynlegt að skipta um hjarta í henni. Okkur var sagt að svo væri en að við skyld- um fara heim og halda jól á íslandi. Við áttum svo að koma við fyrsta tækifæri í janúar," segir Magnea. Þegar heim var komið ræddu Hjör- dís og fjölskylda hennar við EHnu Birnu Harðardóttur sem fyrir nokkr- um árum fékk nýtt hjarta í London. „Hún sagöi við Hjördísi aö þetta væri eins og að losna úr fangelsi. Við þekkjum Elínu Birnu persónulega og ræddum þessi mál þegar við hitt- um hana fyrir jólin. Viö vorum ekk- ert aö velta okkur upp úr þessu og íhuga hvort við þyrftum ekki að tala við þennan og hinn til að fá upplýs- ingar. Við reyndum að hafa þetta sem eðlilegast og ákváðum að taka bara á þessu þegar að því kærni," segir Magnea. Hjördís hefur eðlilega velt þvi fyrir sér hvaðan hjartað kom sem grætt var í hana. Hún hefur bara fengið aö vita að það hafi komið frá ein- hverju Norðurlandanna. „Það er þaö eina sem við vitum. Hún hefur einn- ig velt því fyrir sér hvað hafi komið fyrir líffæragjafann og haft á orði að sér fyndist næstum eins og hann hefði látið lífið fyrir hana. Hún spáir þó helst í það hvort þetta sé ekki sterkt og gott hjarta og lítur svo á að henni hafi verið gefið nýtt líf. Hún vinnur vel úr þessu og ætlar að láta þetta ganga.“ Setur markið hátt Sjálf setur Hjördís markið hátt. Hún hefur tvisvar tekið þátt í Kvennahlaupinu og þá hafa þær mæðgur gengið saman hönd í hönd. „Núna ætlar Hjördís að gera þetta sjálf og helst hlaupa enn lengra. Maraþonhlaup var hennar æðsti draumur fyrir aðgerð og er enn. Við erum full gleði yfir að þetta skuli allt hafa gengið svona vel. Það er ekki allt frá manni tekiö. Maður fær að hafa sumt,“ segir Magnea í upphafi nýs árs varð fjölskyldan fyrir nýju áfalli. Þann 3. janúar sprungu tvær æðar í heila Kjartans með þeim afleiðingum að tal- og skriffærni minnkaði. Hann er nú að ná sér en er fljótur að þreytast, að sögn Magneu. Kjartan mun verða undir eftirliti í Gautaborg. Hjördís, Magnea og Kjartan gera ráð fyrir að vera í Gautaborg aö minnsta kosti fram á haust á meðan Hjördís er í eftirmeðferð. Ættingjar og vinir fjölskyldunnar hafa efnt til fjársöfnunar og er fjár- haldsmaður hennar Ingveldur Ing- ólfsdóttir, þjónustustjóri í útibúi Landsbanka íslands í Bankastræti. Hægt er að leggja fjárframlög inn á tékkareikning 310960. Bankanúmer útibúsins er 0112.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.