Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 26
34
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995
Byrjun uppboðs til slita
á sameign
Nauðungarsala til slita á sameign á eigninni Látraströnd 52, Seltjarnarnesi
þingl. eign Guðmundar T. Magnússonar, Díönu B. Magnúsdóttur, Guð-
laugar Guðjónsdóttur, Sigurbjargar Guðjónsdóttur, Þórunnar H. Guðjóns-
dóttur og Þyrí Magnúsar, fer fram á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð
6, Reykjavík, 2. hæð, miðvikudaginn 1. febrúar 1995 kl. 10.00.
Uppboðsbeiðendur eru GuðmundurT. Magnússon, Díana B. Magnúsdótt-
ir, Guðlaug Guðjónsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Þórunn H. Guðjón-
dóttir.
SÝSLUMAÐURINN i REYKJAVÍK
Frá Starfsmannafélaginu Sókn
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Starfs-
mannafélagsins Sóknar.
Tillögur skulu vera skv. B. lið 21. greinar félagslaga
Sóknar.
Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu fé-
lagsins eigi síðar en kl. 12 á hádegi mánudaginn 6.
febrúar 1995.
Kjörstjórn Starfsmannafélagsins Sóknar
Rannsóknastyrkir
EMBO í sameindalíffræði
Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Molecular
Biology Organization, EMBO) styrkja vísindamenn
sem starfa í Evrópu og ísrael til skemmri eða lengri
dvalar við erlendar rannsóknastofnanir á sviði sam-
eindalíffræði. Nánari upplýsingar og umsóknareyðu-
blöð fást hjá Professor Frank Gannon, Executive Se-
cretary, European Molecular Biology Organization,
D-69012 Heidelberg, Postfach 1022 40, Þýskalandi.
Límmiði með nafni og póstfangi sendanda skal fylgja
fyrirspurnum. Umsóknarfrestur um langdvalarstyrki
er til 16. febrúar og til 15. ágúst en um skammtíma-
styrki má senda umsókn hvenær sem er.
Menntamálaráðuneytið,
27. janúar 1995
FRAMHALD UPPBOÐS
Framhald uppboðs á eftirtöldum
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Sumarhús og lóð úr landi Köldukinn-
ar, Holta- og Landsveit, þingl. eig.
Bjami Guðmundsson, gerðarbeiðend-
ur eru Hekla hf. og Takmark hf.,
fimmtudaginn 2. febrúar 1995 kl. 16.30.
Norðurgarður 15, Hvolsvelli, þingl.
eig. Túnþökuvinnslan hf., gerðarbeið-
andi er Byggingarsjóður ríkisins,
fimmtudaginn 2. febrúar 1995 kl. 17.00.
SÝSLUMAÐURINN í RANGÁRVALLASÝSLU
UPPB0Ð
Framhald uppboðs á eftirtöldum
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Aðalgata 22, Siglufirði, þingl. eig.
Hannes Haraldsson, gerðarbeiðandi
Vátryggingafélag íslands hf., 2. febrú-
ar 1995 kl. 13.30.
Bátastöð 01 verbúð og 02 fiskmóttöku-
hús, Siglufirði, þingl. eig. Georg Ragn-
arsson, gerðarbeiðendur sýslumaður-
inn á Siglufirði og Vátryggingafélag
íslands hf., 2. febrúar 1995 kl. 14.00.
SÝSLUMAÐURINN Á SIGLUFHtÐI
UPPB0Ð
Framhald uppboðs á eftirtöldum
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Helbsgata 18,0102, Hafharfirði, þingl.
eig. Sverrir H. Þórisson, gerðarbeið-
andi Bæjarsjóður Haíharfjarðar, 2.
febrúar 1995 kl. 10.00.
Helluhraun 6,0103, Hafiiarfirði, þingl.
eig. Múra hf., gerðarbeiðendur B.M.
Vallá hf., Bæjarsjóður Hafiiarfiarðar,,
Húsasmiðjan hf. og Lsj. Dagsbr. og
Frms., 3. febrúar 1995 kl. 11.00.
Ölduslóð 27, 0101, Hafnarfirði, þingl.
eig. Fríða Margrét Jónsdóttir, gerðar-
beiðandi Rúnar Smárason, uppboð til
slita á sameign, 2. febrúar 1995 kl.
14.00,_______________________________
Laufvangur 2,0302, Hafnarfirði, þingl.
eig. Jóhannes 0. Sigurðsson og Soffia
Kristjánsdóttir, . gerðarbeiðendur
Búnaðarbanki íslands, Bæjarsjóður
Hafnaríjarðar og Húsnæðisstofiiun
ríkisins, 2. febrúar 1995 kl. 11.00.
Suðurvangur 15, 0301, Hafnarfirði,
þingl. eig. Ósk Ársælsdóttir og Kjart-
an Heiðberg, gerðarbeiðendur Bæjar-
sjóður Hafnarfjarðar og Húsnæðis-
stofriun ríkisins, 2. febrúar 1995 kl.
16.00.
SÝSLUMAÐURINN í HAFNARFIRÐI
Merming
JulianWaters
á íslandi
Hingaö er kominn einn fremstu skrifara heimsins.
Skrautskrifara mundi maöur kalla hann ef orðið hefði
ekki fengið undarlega niörandi merkingu á seinni
árum. í huga flestra er skrautskrift vart annað en óljós
minning um illlæsileg orð sem skrifuð voru í mörgum
litum á saurblöð bókanna sem við fengum í verðlaun
fyrir þó sæmilegan námsárangur í barnaskóla. Skrift-
in stendur okkur í raun miklu nær en svo að sá skiln-
ingur nægi.
Saga skriftarinnar hefst fyrir óralöngu - líklega fyr-
ir um tólf þúsund árum - og elstu rit sem við þekkjum
eru orðin meira en fjögur þúsund ára gömul. Þessi
fjögur þúsund ár köllum við sögulegan tíma af því að
til heimildar um þau höfum við ekki aðeins -dauða
hluti - morkin bein og grjót - heldur bækur þar sem
við getum lesiö hugsanir forvera okkar og kynnst
heiminum með augum þeirra.
Stafformin sem við notum á Vesturlöndum eru að
grunninum til um þrjú þúsund ára gömul og sumum
kann að þykja að þau hafi lítið breyst á öllum þessum
tíma - það er til að mynda mun auðveldara fyrir okk-
ur að lesa tvö þúsund ára gamlar bækur sem ritaðar
eru með þessu letri en kínverskt dagblað frá í gær.
Samhengið er órofið en til að viðhalda því höfum viö
þurft að tileinka okkur ákveðna íhaldssemi og list
skrifarans felst ekki síst í því að kunna sér hóf. Hann
leitast ekki við að setja sitt eigið mark á textann sem
hann skrifar, heldur reynir nann fyrst og fremst að
fella hann inn í órofna heild hins ritaða máls svo að
hvergi sjáist ummerki þess erfiðis sem hann hefur
lagt á sig. Hann er aðeins þjónn textans og markmið
hans er að styðja skilning lesandans - ekki að láta
sitt eigið ljós skína. Týpógrafían er þannig hógvær Ust
og þótt hinn almenni lesandi njóti góðs af vinnu skrif-
arans og leturgerðarmannsins verður hann hennar
sjaldnast var - einna helst þegar eitthvað misferst.
En list er hún engu að síður og þegar menn hafa til-
einkað sér hógværðina reynist ótrúlega mikið rými til
túlkunar og nýsköpunar.
Myndlist
Jón Proppé
í verkum Juhans Waters má sjá hvort tveggja, hin
hreinu stafform eins og þau hafa lifað frá tímum Róm-
vetja, og frjálsa túlkun þar sem myndrænir eiginleik-
ar stafanna verða grunnur að grafískum listaverkum.
Þessi síðasttöldu verk reyna á þanþol ritlistarinnar
og eru nauðsynlegur liður í þróun hennar - í slíkum
tilraunum getur skrifarinn mátað stafformin við list-
fengi sitt og áttað sig á túlkunarmöguleikum þeirra.
Julian fæddist á Englandi þótt hann búi nú í Banda-
ríkjunum og foreldrar hans voru báðir skrifarar. Þau
lærðu hjá Dorothy Mahoney sem aftur lærði hjá Edw-
ard Johnston, einum áhrifamesta skrifara síðari tíma
sem undir lok síðustu aldar enduruppgötvaði list
hinna fornu stafforma eftir að hún hafði legið týnd
um langt skeið. Julian hefur unnið verkefni fyrir
ýmsar af stærstu stofnunum í Bandaríkjunum: Natio-
nal Geographic Society, póstþjónustuna, Audobon
Society og marga fleiri.
En meðal þeirra sem gefa slíkum hlutum gaum er
hann þó eflaust þekktari fyrir þau verk þar sem hann
teygir á möguleikum skriftarinnar og leyfir æfðri hönd
sinni aö ráða ferðinni í fijálsri hreyfingu í stað þess
að fullvinna verkið í anda sögulegra fyrirmynda - þar
skilur kannski á milli skrifarans og þess sem getur
gætt leturformin nýju lífi. Hér á íslandi hefur þessi
list líka verið lítils metin og vakningin sem Johnston
og fleiri samtímamenn hans upplifðu fór að mestu
fram hjá okkur íslendingum. En áhuginn hefur glæðst
á síðustu árum og sýning Julians mun eflaust blása
krafti í þann áhuga.
Julian Waters
Galleri Greip
Nauðungaruppboð á lausafé
Eftir kröfu Landsbanka íslands fer fram nauðungarsala á nýsmíði nr. 7, stál-
bátur, stærð 9,9 tonn, talinn eign Gylfa Baldvinssonar.
Uppboðið fer fram hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík, Skógarhlíð 6,
2. hæð.mánudaginn 6. ferbrúar 1995 kl. 11.00.
Greiðsla við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
LÍFSSTÍLL
fÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆIÆÆÆIÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆr
Aukablað um
LÍFSSTÍL
Miðvikudaginn 15. febrúar mun aukablað um lífsstíl
fylgja DV.
Lífsstíll er nýtt aukablað sem mun fjalla um heilsu, íþrótt-
ir, útivist og ýmislegt er viðkemur mataræði. Atvinnutæki-
færi, stofnun heimilis, barneignir og fjöldi námskeiða
verða tekin fyrir ásamt ýmsu öðru spennandi efni.
Þeim sem vilja koma á framfaéri nýjungum og efni í blað-
ið er bent á að senda upplýsingar til Ingibjargar Óðins-
dóttur á ritstjórn DV fyrir 9. febrúar í síðasta lagi.
Bréfasími ritstjórnar er 563 29 99.
Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu
aukablaði vinsamlegast hafi samband við Sonju Magnús-
dóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 563 27 22.
Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga
er fimmtudagurinn 9. febrúar.
ATH.I Bréfasími okkar er 563 27 27.
Bridge
fjarðar
Mánudaginn 23. janúar var
spiluð ein umferð í sveitakeppn-
inni og er staða efstu sveita eftir
7 umferðir þannig:
1. Drööi Guömundsdóttir......156
2. Vinir Konna...............133
3. Erla Sigurjónsdóttir......131
4. Sævar Magnússon...........126
5. Óiafur Ingimundarson......107
Bridge-
Spilaður var eins kvölds Mitc-
hell-tvímenningur miðvikudag-
inn 25. janúar hjá félaginu. Eftir-
talin pör náðu hæsta skorinu í
NS:
1. Loftur Pétursson-
Indriði Guömundsson........123
2. Rafn Kristjánsson-
Jón Páll Sigurjónsson......114
3. Sigurleífúr Guöjónsson-
Sveinn Kristjánsson...........110
- þessi pör skoruðu mest í AV-
áttirnar:
1. Auðunn R. Guðmundsson-
Ásmundur Örnólfsson........130
2. Daníel Halldórsson-
Jakob Kristinsson..........122
3. Ingólfur Jónsson-
Guðmundur Ásgeirsson.......106
Miðvikudaginn 1. febrúar hefst
hin vinsæla barómeterkeppní fé-
lagsins. Spilað verður í 304 kvöld
eftir þátttöku. Skráning stendur
yfir til þriðjudagsins 31. janúar
hjá BSÍ í 5879360 og hjá Lofti Pét-
urssyni hs. 45186, vs. 36120. Allir
velkomnir.