Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Side 27
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 35 Hvítlaukur og vampírur Nökkvi læknir hefur ávallt verið mikill áhugamaður um blóðsugu- eða vampírufræði. Þessar áhuga- verðu verur eru oftast eldri flagar- ar af aðalsættum eða ung glæsi- menni sem sjúga blóð úr saklaus- um yngismeyjum. Bitið er sárs- aukalaust en kraftar ungu stúlk- unnar þverra hratt og verður hún á banastundinni sjálf að vampíru. Þessi umskipti tengjast oft kynferð- islegri fullnægingu fórnarlambs- ins. Með bitinu tryggir vampíran sér ævilangan trúnað og undirgefni stúlkunnar og kemur sér smám saman upp kvennabúri af hressum kvenvampírum. Þetta áhugamál flettir þannig ofan af innstu draum- um og fýsnum Nökkva læknis. Orðið vampíra er komið úr serb- nesku, tyrknesku, ungversku eða litháísku sem sýnir útbreiðsiu þessara skemmtilegu blóðtöku- manna. Ungur las Nökkvi frásagn- ir um Drakúla greifa eftir Bram Stoker sem kalla má konung vamp- íranna. Hann fylgdist spenntur með greifanum í Hafnarbíói í túlk- un Christophers heitins Lee og hef- ur sofið órólega síðan. Síðustu daga hafa vampírur enn flogið inn í kvikmyndahús með myndinni Álæknavaktiimi Óttar Guðmundsson læknir Samtal við vampíru og hrætt við- kvæmar sálir í nánasta umhverfi Nökkva. Margir hafa spurt hann hvaða ráð dygðu gegn þessum vampírum. Ahyggjufullur faðir innti hann eftir þessu í beinni út- sendingu á útvarpsstöð: „Hvað á venjuleg reykvísk smámey að gera til að vernda sig fyrir biti vampír- unnar?" Vampíruvarnir Bram Stoker svarar sjálfur þess- ari spurningu í bók sinni um Drak- úla greifa. Þegar samferðamönnum Jónatans Harkers (söguhetja bók- arinnar=góður gæi) skildist að hann væri á leið til hallar Drakúla greifa hengdu þeir um háls hans digran kross og gáfu honum hvít- lauk til varnar óvættinni. Annars staðar kemur fram aö tækist mönnum að deyða vampíru skyldi reka flein gegnum hjarta, skera af henni höfuð og fylla munn af hvít- lauk. Þessi bragðgóöi laukur gegndi því mikilvægu hlutverki í vampíruvömum. En laukurinn gerir meira en verja fólk gegn vondum blóösug- um. Egyptar hinir fornu lýstu fyrstir hollustu hans á ævagömlum papýrushandritum. íþróttamenná fyrstu ólympíuleikunum notuðu laukinn til að bæta árangur sinn. Hvítlaukurinn var talinn bakteríu- drepandi enda báru herlæknar í ótal styrjöldum laukinn með sér í litlum pokum til að smyija með sár og koma þannig í veg fyrir vondar sýkingar. Albert Schweitzer notaði hvítlauk til að meðhöndla ýmsar magasýkingar í Afríku og gera við orgelið sitt. Menn hafa sýnt fram á Margir hafa spurt Nökkva lækni hvaða ráð dygðu við vampírum, að laukurinn dugar vel á kyndeyfð og geðlægð og flestalla kvilla mannlegrar tilveru. Hann lækkar kólesterol og þríglyceríða í blóði og hindrar samloðun blóðflaganna og kemur í veg fyrir blóötappa. Hvítlaukurinn inniheldur steinefni og snefilefni, svo sem magnesíum, járn, kopar, sink, selen, kalk, kal- ium, germanium og kvikasilfurs- sambönd auk íjölda vítamína. Al- vörulæknar, eins og Nökkvi læknir kallar sjálfan sig, eru því á einu máli um nytsemi þessa merkilega lauks þrátt fyrir þann óhugnað sem slær að mörgum viðkvæmum sál- um sakir lyktar af lauk. Hvað um vampírurnar? Nökkvi læknir er stórneytandi hvítlauks. Hann hefur tröllatrú á lækningamætti hans gegn öllum kvillum (sérstaklega getuleysi) og verndarkrafti gegn vampírum. Þaö síðasttalda hefur þó verið lítiö rannsakað. Nýlega birtu þó norskir læknar rannsóknir (Tidskr. Nor. Lægeforen nr. 301994) sem þeir gerðu til að kanna sannleiksgildi þessarar gömlu þjóðsögu. Þeir rannsökuðu áhrif lauksins á blóð- igla og komust að raun um að blóð- sugur létu alls ekki fælast af laukn- um heldur drógust að honum sem flugur að mykjuskán. Höfundarnir töldu sig hafa sannað að hvítlauk- urinn laöaði fremur að vampírur en stuggaöi við þeim og því skyldu menn draga úr notkun lauksins. Vísindin höfðu afsannað alþýðu- trúna. Nökkvi læknir hefur þó oft farið um vampírulönd en aldrei orðið fyrir biti né heldur misdægurt. Þetta þakkar hann stööugri neyslu hvítlauks enda ráðleggur hann sjúklingum sínum að borða hvít- lauk í öll mál og láta fuss og svei viðkvæmra sem vind um eyrun þjóta. Á hinn bóginn ljóstruðu Norðmennirnir upp gömlu leynd- armáli Nökkva. Innst inni væri hann til í að vera bitinn ljúflega af kvenvampíru frá Transylvaníu en þaðerönnursaga. Áskrifendur DV fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum wwwv Þverholti 11 -105 Reykjavík Sími 563 2700 - Bréfasínri 563 2727 Græni síminn: 99-6272 (fyrir landsbyggðina) OPIÐ: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 16-22 Athugi&l Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum. AUGLYSINGAR Leiðbeiningar við framtalsgerð Verkakvennafélagið Framsókn gefur félögum sínum kost á leiðbeiningum við gerð skattframtala með sama hætti og undanfarin ár. Þeir sem hug hafa á þjónustu þessari eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Framsóknar og láta skrá sig til viðtals eigi síðar en 3. febrúar 1995. Ekki er unnt að taka við viðtalsbeiðnum eftir þann tíma. Verkakvennafélagið Framsókn Skipholti 50 a sími 5688930 og 5688931 Félag járniðnaðarmanna Allsherjar atkvæðagreiðsla Ákveðið er að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins á skrifstofu þess að Suður- landsbraut 30, Reykjavík, ásamt meðmælum a.m.k. 75 full- gildra félagsmanna. Tillögur skulu vera um-7 menn í stjórn félagsins og auk þess um 21 mann I trúnaðarmannaráð félagsins og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðar- mannaráðs rennur út kl. 17.00 fimmtudaginn 9. febrúar 1995. Stjórn Félags járniðnaðarmanna Vinningshafar fyrir verðlaunagetraun Krakkaklúbbsins og Indiana Jones Anna Lilja Gísladóttir, Drápuhlíð 45, 105 Reykjavík Anna Björg Guðjónsdóttir, Teigagerði 17, 108 Reykjavík Arnþór Pálsson, Víkurflöt 6, 340 Stykkishólmi Bjargey Ingólfsdóttir, Vallargerði 22, 200 Kópavogi Birgir J. Sigursteinsson, Álfatúni 35, 200 Kópavogi Birgir Arngrímsson, Faxabraut 42, 230 Keflavík Ellen Elmarsdóttir, írabakka 22, 109 Reykjavík Elsa I. Egilsdóttir, Bústaðavegi 51, 108 Reykjavík Friðrik Vestmann, Bylgjubyggð 67, 625 Ólafsfirði Jóhannes Erlingsson, Túngötu 28, 820 Eyrarbakka Jón Víglundsson, Hraunbæ 162, 110 Reykjavík Lára Björg Gunnarsdóttir, Næfurási 17, 110 Reykjavík Perla Sif Geirsdóttir, Eyrarholti 5, 220 Hafnarfirði Pollý Hilmarsdóttir, Holtsbúð 43, 210 Garðabæ Melkorka Rán Ólafsdóttir, Urðarvegi 47, 400 ísafirði Sandra Sigurðardóttir, Fagrabergi 46, 220 Hafnarfirði Sigurður B. Þorsteinsson, Garðarsvegi 26, 710 Seyðisfirði Sigurjón Magnússon, Fjörugranda 14, 107 Reykjavík Snjólaug A. Ómarsdóttir, Breiðvangi 11, 220 Hafnarfirði Stefán Þór Ólafsson, Öldugötu 10, 621 Árskógshreppi Þökkum öllum fyrir þátttökuna, vinningarnir verða sendir í pósti til vinningshafa. l/QSBí/j" a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.