Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Side 6
6 LAUGÁRDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 Stuttar fréttir Uflönd ÁgreirtinguriESB MikUl ágreiningur er innan ESB um hversu mikifr fé á aö leggja til þróunaraöstoðar. Walesa i vanda Lech Walesa Póllandsforseti á í mesta brasi viö Pawlak for- sætisráðherra sem harðneitar aö verða við kröfum hans um að fara frá, ella veröi þingið leyst upp. Maita tilbúin Forseti Möltu segir að land sitt sé töbmö til aö ganga í ESB. SkaðabæturiBjugn Fimm mönnum, sem voru grunaðir um misnotkun á böm- um í Bjugn í Noregi, hafa verið dæmdar skaöabætur. Nýrráðherra Paavo Rantanen hefur verið skipaöur utanríkisráðherra Finnlands í stað Heikkis Haavist- os sem hætti vegna heilsubrests. ViijaræðaAlsír Frakkar vilja að ESB boði til friöarráöstefnu um Alsír. NATOíaustri Leiðtogar NATO skoðuðu nýjar hersveitir bandalagsins í austur- hluta Þýskalands í gær. Santer mildari Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjóraar ESB, hefur mildaö andstöðu sína viö kvóta á amerískt sjónvarpsefhi. Sjómaöursýknaður Rússneskur sjómaður var sýknaður af ákæru um aö myröa fimm skipsfélaga sfna á þýsku skipi i Noröursjó. Bretar haf na fangalausn Breska stiórnin neitar aö fylgja írum og sleppa IRA-Fóngum. HurdmeðESB Douglas Hurd, utanrík- isráöherra Bretlands, blandaði sér í deilur innan íhaldsflokksins um ágæti Evr- ópusambands- ins og sagöi að þörf væri á að Bretar væru þar virkir félagar. Rússumeralvegsama Rússar skeyta því engu þótt Samtökin um öryggi og sam- vinnu í Evrópu fordæmi herför- ina til Tsjetsjeníu. Ritzau, Reuter Vaxtahækkanir erlendis: Hlutabréf hækkuðu Vaxtahækkanir í Bandaríkjunum og Bretlandi í vikunni höföu þau áhrif í helstu kauphöllum heims aö hlutabréfaverð hækkaði. Þannig hækkaði FT-SE 100 vísitalan í Lon- don um 1,5% á tveimur dögum. í gærmorgun var talan komin í 3034 stig. Dow Jones í Wall Street var sömuleiðis að hækka. Fjörutíu millj- arða dollara stuðningur Bandaríkja- manna við Mexíkómenn haföi líka sín áhrif á kauphallimar. Vegna nýársfagnaðar í Kína hefur kauphöllin í Hong Kong verið lokuð frá því á mánudag. Á gamlársdegi þeirra Kínveija var Hang Seng vísi- talan á uppleið. Bensínverð í Rotterdam hefur lítið breystenþólækkaðörlítið. Reuter Clinton íhugaði að bjóða sig fram tll forseta árið 1988: Kvennafar batt enda á framboð Bill Clinton hætti við að bjóða sig fram til forseta í Bandaríkjunum árið 1988 vegna kvennafars en hann var þá ríkisstjóri í Arkansas. Nánasti samverkamaður hans þar, Betsey Wright, bað hann aö hlífa Hillary og dótturinni Chelsea við öllu uppi- standinu sem af kynni að hljótast. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri bók um Bandaríkjaforseta, „First in His Class“, eftir David Mar- aniss, blaðamann við Washington Post, sem kemur út eftir nokkra daga. Betsey Wright var starfsmanna- stjóri Clintons í Arkansas og í bók- inni segir hún frá því að hún hafi tekið saman lista með nöfnum þeirra kvenna sem hana grunaði að Clinton hefði átt vingott við. Þau fóru síðan saman yfir listann til að reyna að átta sig á hver kvennanna væri líkleg til að kjafta frá. í bókinni kemur einnig fram að Clinton Bandaríkjaforseti enn i sviösljósinu vegna kvennamála. Símamynd Reuter Wright hafi verið sannfærð um að menn innan ríkislögreglunnar í Ark- ansas sköffuðu Clinton konur sem væru til í tuskið og að hann gerði slíkt hið sama fyrir þá. Clinton hefur staðfastlega neitað að hafa beitt lögreglumönnum fyrir sig í kvennaleit en líklegt er talið að orð Wright í bókinni muni verða til þess að menn dragi tryggð Clintons við konu sína í efa eina ferðina enn. Upplýsingar af þessu tagi koma einnig fram í málshöfðun Paulu Jo- nes á hendur Clinton en hún segir að lögregluþjónar hafi farið með sig á hótelherbergi þar sem Clinton var. Paula Jones heldur því fram að Clin- ton hafi síðan haft í frammi kynferð- islega tilburði við sig. í Hvíta húsinu vísuðu menn frá- sögn bókarinnar á bug og sögðu að þar væri ekki miklar fréttir að finna. TT, Reuter - Antonio Rocha þurfti að hafa snör handtök til að bjarga lífi tveggja kanína sem hann á þegar áin Oise flæddi yfir bakka sína norðvestan við París í gær. Símamynd Reuter Þúsundir enn að heiman vegna flóða Hollendingar á flótta undan verstu flóðum þar í landi á þessari öld hófu að snúa heim í gær en þúsundir þurfa þó að halda sig fjarri heimilum sínum yfir helgina til að yfirvöldum gefist tími til að kanna ástand flóð- vamargarða. Um 250 þúsund manns þurftu að fara að heiman. „Ég er mjög bitur. Þeir veröa að byggja nýjan og stærri varnargarð," sagði Ret Pals, húsmóðir í litlu þorpi í Limburg-héraöi, sem fékk að fara heim í gær, og sagðist vilja fá flóð í höfuðborginni og sjá þá viðbrögð rík- isstjórnarinnar. Stjómvöld og græn- ingjar hafa sætt harðri gagnrýni fyr- ir að tefja vinnu við að styrkja flóöa- varnirlandsins. Reuter Evrópuráðið hafnaraðild Rússaaðsinni Rússneski þjóðernisöfga- maöurinn Vladimir Zhír- ínovskí brást ílla við þegar Evrópuráöið í Strasbourg hafnaði aðild Rússa að sinni á fmuntudag vegna stríösrekstrar þeirra í Tsjetsjeníu. Evrópuráðið sagöi að ekki yrði hægt að taka á aðildarumsókn fyrr en friðsamleg lausn fyndist á Tsjetsjeniu-málinu. Zhírinovskí var í rússneskri þingnefnd sem var gestur ráðsins og sagði hánn að ekki væri til neitt Tsjetsjeníu- vandamál heldur ætti miöstjórn- arvaldið í vandræðum með bófa- flokka. Rússar sóttu um aðild að ráðinu í maí 1992 en 10. janúar síðastlið- ínn ákvað aðalþingnefnd Evrópu- ráðsins aö leggja umsóknina til hliðar að sinni. Átökin í Tsjetsje- níu munu ekki koma í veg fyrir aðild Rússa þótt síðar verði. Konavillverða biskupyfir Grænlandi Þrjátíu og níu ára gamall kven- prestur, Sofie Petersen frá Iluliss- at á Grænlandi, býður sig fram til biskupskjörs sem fer fram í landinu í lok mars. Ekki hefur séra Sofie i huga að gera umbætur á grænlensku kirkjunni heldur ætlar hún að styrkja hana og gera kristindóm- inn sýniiegan í hvunndeginum. Allt bendir til að mótframbjóð- andi hennar verði Magnus Lars- en, 64 ára gamall prófastur í Suð- ur-Grænlandi. Hann gæti þó að- eins setið í ár því opinberir starfs- menn á Gænlandi fara allir á eft- irlaun við 65 ára aldur. Finnarsam- þykkjaaðtaka konuriherinn Finnar hafa slegist í hópinn með öðrum jafnréttíssinnuðum Noröurlandaþjóðum og ætla að leyfa konum aö ganga í herinn. Finnska þingið samþykkti það i vikunni. Ekki verða konurnar þó kallað- ar í herinn eins og karlarnir held- ur mega áhugasamar sækja um vist Þær veröa síðan vegnar og metnar, m.a. sálfræðilega, ogþær teknar sem standast öll próf. í landvamaráðuneytínu finnska eiga menn von á að 30 konursæki um að gegna herþjón- ustu á þessu ári en þær verði orðnar 300 á næsta ári. Grænlendingar hótaaðslita sambandinu Lars Emii Jo- hansen, for- maöur græn- lensku heima- stjórnarinnar, fór fram á það við danska for- sætisráðherr- ann í gær að framiag danska rnasms ui uræn- lands verði ekki minnkað. Heimastjórnarformaðurinn hefur hótað að draga Grænland út úr ríkjasambandinu við Dan- mörku verði áform um niöur- skurð aö veruleika. „Við krefjumst þess bara að staöíð veröi við samninginn um heimastjómina,“ segir Lars Emil Johansen. Reuter, Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.