Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Qupperneq 8
8
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995
Vísnaþáttur________
Ó hve margur
yrði
Páll Jónsson Árdal fæddist 1. fe-
brúar 1857 á Helgastöðum í Eyja-
firði. Ungur lærði hann silfursmíð.
Páll var gagnfræðingur frá Möðru-
völlum 1882 og sama ár gerðist
hann bamakennari og stundaði
kennslu nær samfellt í 44 ár. Páll
settist að á Akureyri 1883 og bjó
þar ávallt síöan. Kenndi hann við
barnaskólann þar og veitti honum
forstöðu á ámnum 1884-1901. Páll
stundaði einnig blaðaútgáfu og rak
um skeið ritfangaverslun. Á árun-
um 1898-1917 hafði hann að aðal-
starfi vegaverkstjórn í Eyjafirði og
Þingeyjarþingi og var hann síðan
til 1920 bæjarverkstjóri á Akureyri.
Páll gaf út um æfi sín þrjár
ljóðabækur og nokkur leikrit og
eftir hans daga komu og fleiri á
þrykk. Hér í upphafi er vísa ein er
Páll kveður til Snata nokkurs og
hefur honum tekist að kenna pilti
sitthvað. Gott væri nú ef einungis
rakkar hefðu ósið þennan:
Nú hef ég snotrað Snata minn
og snilldarlega vanið.
Hafði lengi hundskjaftinn
hann til skammar þanið.
Ekki er þessi kveðja Páls amaleg
er svo hljóðar:
Hvar sem áttu um æfi spor
öll þín verði saga;
leikur einn við ljós og vor
langa og fagra daga.
Þessi áskorun Páls er íhugunar-
verð okkur heybrókum og rolum
til hvatningar:
Kærðu þig um hættur hót,
horfi fylgdu réttu,
stýrðu þungum straumi í mót
stefndu að marki settu.
„Enginn veit sína æfina fyrr en öll
er,“ segir stefiö foma. Eitthvað
áþekkur er boðskapur næstu vísu
Páls. Svo kveður hann:
Víða liggja vegamót,
víða leiðir skilja,
oft eru kjara skifti skjót
skifti logns og bylja.
Aldrei er það svo aö ekki hilli und-
ir ljósglætu hjá manni mitt í kóf-
inu, þrátt fyrir ofsóknir greiðslu-
kortareikninga og hvers kyns óár-
an nú um þessar mundir:
Þeim sem lífsins þunga ber
þyrnum stráða vegi,
verður ljúft að leika sér
litla stund úr degi.
Ekki veitti æskulýðnum í dag af
að vinna þjóðfélaginu gagn, í stað
þess að slæpast um torg og ástunda
miður kristilegt athæfi. Þar gæti
þegnskyldan unnið gagn. En þegar
þegnskyldan var til umræðu rétt
um aldamótin var mikil andstaða
mót henni. Páll bóndi lá ekki á
sæll
skoðum sinni um þegnskylduna er
hann kvað árið 1903 vísu þessa:
Ó, hve margur yrði sæll
og elska myndi land sitt heitt,
mætti hann vera í mánuð þræll
og moka skít fyrir ekki neitt.
Hvað er oss móðum og hryggum
meiri líkn en þegar degi hallar og
myrkrið breiðist yfir lendur. Páll
kveður svo:
Vísnaþáttur
Valdimar Tómasson
Aftan stundin unaðsblíð
allra mýktu sárin,
lægðu hjartans storm.og stríð,
strjúk af augum tárin.
í næstu vísu mælir Páll fyrir munn
Hjálmars Hugumstóra og kveður
svo:
Brynja er sundruð, sjónin þver,
sextán undir blæða mér;
sárt mér hneit í hjartastað
hert í eitri Tyrfingsblað.
Vísu þessa kveður Páli um sköllótt-
an mann:
Þú lést af skalla skafa
og skininn kolhnn berðu enn,
svo ekki skyldu hendur hafa
í hári þínu guð né menn.
Hætt er við að öll sú kyrrð er Páll
frá greinir myndi firra margan
borgarbúann sem upp er fæddur
við ys torga og símalandi froðu
fjölmiðla. Vísa Páls hljóðar svo:
Aht er kyrrt og allt er hljótt,
engin bára kvikar;
yfir fríðri foldar nótt
fagur máni blikar.
Að lokum er hér áskorun :
Þó að virðing þín sé létt,
þrjóti heilsa og auður,
reyndu að halda höfði rétt
hnígei fyrr en dauður.
Áskrifendur DV fá
10% aukaafslátt af
AUGLYSINGAR
wvww
Þverholti 11 -105 Reykjavik
Sími 563 2700 - Bréfasimi 563 2727
Græni síminn: 99-6272
(fyrir landsbyggðina)
OPIÐ:
Virka daga ki. 9-22
Laugardaga kl. 9-14
Sunnudaga kl. 16-22
Athugiö!
Smáauglýsingar i helgarblað
DV verða að berast fyrir
kl. 17 á föstudögum.
Matgæöingur vikuimar
DV
Góöir
síldarréttir
„Neysla íslendinga á síld og síld-
arafurðum hefur ekki verið mikil,
ólíkt frændþjóðum okkar. Þetta er
einkennilegt vegna þess að í gegn-
um árin höfum við verið mjög stór
í útflutningi á saltaöri síld og sum
árin jafnvel langstærstir í heimin-
um,“ segir Ingvar Ágústsson, líf-
efnafræðingur og matgæðingur
vikunnar. Skorað var á Ingvar að
koma með leiðbeiningar um síld
og það ætlar hann að gera enda
fáir sem þekkja síldina betur. Ing-
var starfar hjá Síldarútvegsnefnd.
„Ég hef heyrt fólk kvarta yfir að
erfitt sé að nálgast saltsíld sem er
hráefni til niðurlagningar eða mar-
ineringar. Það er sennilega rétt en
þó bjóða nokkrar fiskbúðir á höfuö-
borgarsvæðinu upp á saltaða síld
að staðaldri þótt hún sé sjaldgæf í
stórmörkuðunum. Þar er hins veg-
ar gott úrval af alls kyns thbúnum
síldarréttum," segir Ingvar en
hann segist sjálfur vera mikið fyrir
síld.
„Ég hef mjög gaman af að prófa
nýjar uppskriftir að síldarréttum
og jafnvel að búa til nýjar. Það er
því kannski heppilegt að ég hef ein-
mitt atvinnu af þessari fisktegund.
Síldin er framandi fyrir marga en
þaö er ekki erfítt að matbúa úr
henni þótt passa verði að hún hafi
ekki þránað en hún er viökvæm
fyrir því,“ sagði Ingvar en mikiö
er hringt í Síldarútvegsnefnd og
beðið um ráðleggingar um síld.
„Við höfum ekki haft aðstöðu til
að selja fólki síld en höfum þó reynt
að sjá til þess að einhverjar fisk-
búðir séu með hana á boðstólum.
Ég held ekki að neinn fiskur sé
matreiddur á jafn margvíslegan
hátt og síldin.
Mörgum fellur vel í geö súrsætt
bragð af marineraðri síld, aðrir
Ingvar Ágústsson, lífefnafræöing
ur og matgæðingur vikunnar.
vilja e.t.v. mildara bragð þar sem
bragðeinkenni fisksins njóta sín
betur. Einnig má matreiða sfidina
þannig að ýmis krydd eða bragð-
efni, s.s. karrí og sinnep, séu ráð-
andi,“ segir Ingvar enn fremur og
gefur lesendum hér tvær uppskrift-
ir að saltaðri síld en með auknum
áhuga á jólaborðum og þorrablót-
um hefur áhugi á síldarréttum
einnig aukist.
„Nauðsynlegt er að útvatna flök-
in fyrst en smekksatriði er hversu
mikið er útvatnað. Til dæmis má
útvatna flökin yfir nótt. Þau eru
þá lögð i vatn eða blöndu af vatni
og súrmjólk þannig að vel fljóti yf-
ir. Flökin eru síðan skoluö í vatni
fyrir niðurlagningu.
Marineruð síld
6 útvötnuð flök af sykursaltaðri
síld
1-2 laukar
Lögur
1-1,5 dl sykur
2 dl borðedik
5-8 piparkom
1 dl vatn
2-3 lárviðarlauf
Lögurinn er hitaður þangað til
sykurinn bráönar og síðan kældur
aftur. Einn til tveir laukar eru
skomir í sneiðar og raðað ásamt
flökunum (heilum eða í bitum) í
ílát. Leginum er heht á þannig að
fljóti yfir.
Síldin er tfibúin til notkunar eftir
2 sólarhringa. Borða má hana beint
eða nota í aðra rétti, s.s. salöt.
Sinnepssíld
6 útvötnuð flök af saltsíld
Lögur
Zi htri vatn
1 dl edik
14 dl sykur
Sósa
2 dl sinnep
4 msk. sykur
2 msk. vínedik
4 msk. mataroha
'h dl fínmalað dfil
Lögurinn er blandaður og honum
hellt yfir flökin. Þetta er látið
standa í ísskáp í eina klst.
Að því búnu eru flökin skorin í
bita og þeim raðað í skál eða
krukku. Efnum í sósuna er blandað
saman og hrært vel í. Að lokum er
sósunni hellt yfir síldina. Geymist
í kæli í einn sólarhring fyrir
neyslu.
Ingvar ætlar að skora á Eddu
Sverrisdóttur kaupmann að vera
næsti matgæðingur. „Hún er góður
kokkur og hefur gaman af allri til-
raunastarfsemi í eldhúsinu."
Hinhhðin
Gaman að setja upp tískusýningu
- segir Filippía Elísdóttir hönnuður
Filippía Ingibjörg Ehsdóttir er að
læra fataiðn í Iðnskólanum í
Reykjavík á næstsíðustu önn. Hún
hefur þegar skapað sér nafn sem
hönnuður og hefur haldið tvær vel
heppnaðar sýningar, í fyrrasumar
í húsnæði Kolaportsins og í nóv-
ember í Perlunni. Fihppía segist
stefna á að fara til útlanda í fram-
tíðinni og starfa þar enda sé mark-
aðurinn á íslandi bæði lítill og erf-
iður. Það er Ffiippía sem sýnir hina
hhðina að þessu sinni:
Fullt nafn: Fihppía Ingibjörg Elís-
dóttir.
Fæðingardagur og ár: 14. júh 1969.
Maki: Alex McColhn.
Börn: Elís, 4ra ára.
Bifreið: Engin.
Starf: Nemandi í Iðnskólanum í
Reykjavik.
Laun: Mjög htfi.
Áhugamál: Fatnaður, bókmenntir
og hstir.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Ég spfia aldrei í happdrætt-
um.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Mér finnst mjög skemmtilegt
að seija upp tískusýningu þó hún
standi bara yfir í 20 mínútur.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Mér finnst voðalega leiðin-
legt hvað íslendingar tala illa hver
um annan.
Uppáhaldsmatur: Alex er alveg sér-
fræðingur í að búa til mat og mér
Filippía Ingibjörg Elísdóttir hönn-
uður. DV-mynd GVA
finnst hann allur góður. Við borð-
um einungis grænmetisfæöi en
indversku grænmetisréttimir hans
eru frábærir.
Uppáhaldsdrykkur: Það er rauð-
vínið Mouton Cadet, árgerð 1982.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Magnús Scheving.
Uppáhaldstímarit: Breska Vogue.
Hver erfallegasti karl sem þú hefur
séð fyrir utan maka? Gary Oldman.
Ertu hlynnt eða andvig ríkisstjórn-
inni? Ég er ekkert sérstaklega
hlynnt því ástandi sem hefur verið
hér á landi en býst þó við að ahar
ríkisstjómir séu óvinsælar þegar
kjörtímabih er að ljúka.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Ég hefði helst viljað hitta
Byron lávarð.
Uppáhaldsleikari: Gary Oldman.
Uppáhaldsleikkona: Ingrid Berg-
man.
Uppáhaldssöngvari: Enginn sér-
stakur.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng-
inn sérstakur.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Tinni.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég horfi
lítið á sjónvarp.
Uppáhaldsmatsölustaður: Mar-
haba.
Hvaða bók langar þig mest að lesa?
Ég er aö lesa bækur Önnu Rice.
Hver útvarpsrásanna fmnst þér
best? Mér finnst þetta aht sama
tóbakið og þreytandi tfi lengdar að
hlusta á þessar stöðvar.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Sjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður? Katrín
Pálsdóttir.
Uppáhaldsskemmtistaður:
Skuggabarinn.
Uppáhaldsféíag i íþróttum? ís-
lenska skylmingafélagið.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Mig langar að fara tfi
útlanda, vinna þar og ferðast.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Ég hugsa að ég verði í London
í sumar.