Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Side 10
10
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995
Á köldum klaka frumsýnd á föstudag:
Börðumst við myrk-
urogbijálaðveður
- segir Ari Kristinsson sem var búinn sérstökum óveðurstækjum til að mynda í snjó, byl og frosti
„Þessi mynd var í rauninni það
erfiðasta sem hægt er að gera í
kvikmyndatökum. Flestar íslensk-
ar kvikmyndir hafa verið teknar á
sumrin og þá eru engin vandamál
enda bjart allan sólarhringinn. Við
byrjuðum aö taka þessa mynd 10.
janúar á síðasta ári og þá var dags-
birtan tveir og hálfur til þrír tímar.
Okkur langaði að gera vetrarmynd,
þaö var viss ögrun. Ég hafði einu
sinni gert vetrarmynd með Þráni
Bertelssyni, Skammdegi, og mér
fannst ég hafa lært af henni. Ég
útvegaði því tæki sem hægt var að
nota í hvernig veðri sem var og
ætlaði að nýta þessa örfáu tíma á
dag til að mynda en þetta reyndist
síðan miklu erfiðara en maður
bjóst við,“ segir Ari Kristinsson
kvikmyndatökumaöur í viðtali við
helgarblað DV.
Nýjasta kvikmynd hans og Friðriks
Þórs Friðrikssonar, Á köldum klaka,
verður frumsýnd 10. febrúar. Ari seg-
ir að myndin hafi verið sitt erfiðasta
verkefhi og hefur hann þó víðtæka
reynslu því hann á að minnsta kosti
níu bíómyndir að baki.
„Þessi mynd var unnin við verstu
hugsanlegar aöstæður. Öll erlend
tryggingarfélög, sem leitað var til,
neituöu að tryggja myndina þar
sem hún yrði unnin á þessum árs-
tíma,“ segir Ari ennfremur.
Hafði gert tónlistar-
myndband á íslandi
Á köldum klaka var tekin víða
um landið, m.a. á Snæfellsnesi, í
Bláfjöllum og við Kleifarvatn en
einnig var farið að Jökulsárlóni.
„Þetta var mjög erfitt fyrir jap-
anska leikarann. Hann hafði komið
hingað einu sinni áður og þá gerð-
um við tónlistarmyndband með
honum í frekar leiðinlegu veðri.
Hann var meö sex öðrum Japönum
og þeim fannst mjög spennandi
ævintýri að koma hingað. Vegna
þeirrar reynslu var hann alveg til-
búinn að koma aftur en hann var
orðinn mjög þreyttur í lokin enda
búinn að vera hér í sjö vikur og
þurfti að rífa sig upp eldsnemma á
hveijum morgni í myrkri og brjál-
uðu veðri," segir Ari.
Á köldum klaka eða Cold Fever
er íslensk mynd en meirihluti fjár-
magns kemur erlendis frá því
myndin var seld fyrirfram. Aöal-
leikari myndarinnar, Masatoshi
Nagase, er frægur japanskur leik-
ari og rokkstjarna. Aðrir aðalleik-
arar myndarinnar eru Fischer Ste-
vens og leikkonan Lilly Taylor fer
með eitt af örfáum kvenhlutverk-
um í myndinni. íslenskir leikarar
eru einnig nokkrir en með stærsta
hlutverkið fer Gísh Halldórsson.
„Börn náttúrunnar gengu vel í
Tokyo og fengu yfir eitt hundraö
þúsund áhorfendur í kvikmynda-
húsi,“ útskýrir Ari. „Japanir hafa
verið að markaðssetja Bíódaga að
undanfömu og virðast ætla að gera
það á mjög skipulagðan hátt. Lang-
mest hafa þeir þó lagt í þessa nýju
mynd, Á köldum klaka, vegna þess
að í henni er japanskur leikari og
hluti hennar gerist í Tokyo," segir
Ari ennfremur.
Sönn saga
Hugmyndin af þessari kvikmynd
kviknaði um það leyti þegar mynd
Þó að kvikmyndin Á köldum
klaka sé að stórum hluta tekin fyr-
ir útlent fé mun hún ekki verða
frumsýnd t.d. í Japan fyrr en eftir —
eitt ár. Japanir munu fyrst sýna
Bíódaga áður en þeir fara að mark-
aðssetja þessa. „Þeir vinna mjög
vel í öllum kynningarmálum. Þeir
unnu til dæmis markvisst í heilt
ár að því að kynna Börn náttúr-
unnar áður en hún var frumsýnd."
Á erlendum tungu-
málum
Þrátt fyrir að kvikmyndin Á
köldum klaka sé íslensk er hún á
nokkrum tungumálum, í henni er
töluð enska, japanska og íslenska
og verður hún því textuð. „Við
höfðum áhyggjur af því að myndin
væri að hluta til á ensku en eftir
að sýnt var úr henni í kvikmynda-
þættinum í Sjónvarpinu hurfu þær
því við fengum mjög góð viðbrögð
við þvi sýnishorm."
Ari fór í fyrsta skipti til Tokyo
þegar upptökurnar fóru fram þar.
„Við vorum þar í tólf daga og tók-
um tíu mínútna efni í kvikmynd-
ina. Það var skemmtileg upplifun
að koma þangað. Annars er þessi
mynd öll mjög sérstök og hefur í
raun algjörlega sinn stíl. Við sýnd-
um nokkmm útlendingum hana
um daginn og það var á hreinu að
hún kom á óvart.“
Ari Kristinsson við upptökur í Blá-
fjöllum en með honum eru fyrsti
og annar aðstoðarmaður, Halldór
Gunnarsson og Kristófer Péturs-
son.
Fischer Stevens og rokkstjarna
Japans, Masatoshi Nagase, sem
fara með aðalhlutverkin í kvik-
myndinni Á köldum klaka.
þurfti íslenska kvikmyndasam-
steypan, sem Friðrik Þór rekur, að
leigja frá útlöndum sérstök óveð-
urstæki svo að hægt væri að ráðast
í myndatökuna. Kvikmyndatöku-
maðurinn gat ekki í þessu tilviki
snúið sér undan veðri eða leitað
skjóls þvi allt átti að sjást. „Ég býst
viö að allir þeir sem unnu við þessa
-mynd hafl verið orðnir svolítið
þreyttir því viö ókum þrettán þús-
und kílómetra á tveimur mánuðum
til að leita að tökustöðum. Það var
aldrei hægt að treysta á veörið.
Stundum vorum við búnir að taka
fyrri part af atriði, lögðumst síðan
til svefns og ætluðum aö halda
áfram næsta morgun en þá var all-
ur snjór farinn. Við urðum því að
elta veðrið. Núna þegar myndin
viröist hafa heppnast þá getur mað-
ur hlegið að þessu,“ heldur Ari
áfram.
Djöflaeyja í undir-
búningi
Þó mikið sé að gera hjá íslensku
kvikmyndasamsteypunni þessa
dagana vegna frumsýningarinnar
á myndinni Á köldum klaka er
margt annaö einnig að gerast. Þeg-
ar er hafinn undirbúningur fyrir
upptökur á kvikmyndinni Djöfla-
eyjunni sem tekin verður upp í
sumar. „Það veröur heljarmikiö
verkefni," segir Ari og bætir við
• að það verði líka allt öðruvísi.
„Djöflaeyjan verður tekin upp í
nágrenni Reykjavíkur í ágúst og
september en við erum að leita að
stað til að byggja braggahverfi.
Auk þess erum við meðframleið-
endur í fimm íslenskum kvik-
myndum, þ.e. Einkalífi Alexanders
sem Þráinn Bertelsson er að gera,
Benjamín dúfu sem Gísli Snær ger-
ir, Tárum úr steini sem Hilmar
Oddsson gerir, Draumadisum sem
Ásdís Thoroddsen er með og Blossa
sem Júlíus Kemp er með.“
Ástæða þess að íslenska kvik-
myndasamsteypan er með í öllum
þessum myndum er sú að fyrirtæk-
iö hefur keypt mikið af tækjum og
byggt upp aðstöðu sem áður þurfti
að leigja frá útlöndum. „Það er
búið að setja upp aðstöðu fyrir alla
eftirvinnslu, t.d. á hljóði og mynd.
Áður hefðu ungir kvikmyndagerð-
armenn þurft að taka dýr lán til
að kaupa þessa þjónustu utan-
landsfrá. Núna fá þeir þessa þjón-
ustu hér og um leiö nýtast tæki sem
keypt hafa verið. íslenska kvik-
myndasamsteypan leggur fram
tæki gegn ákveðnum hluta af ágóða
myndarinnar," útskýrir Ari Krist-
insson en segja má að íslenska
kvikmyndasamsteypan sé orðin
fyrsta íslenska kvikmyndaveriö.
Ari Kristinsson kvikmyndatökumaður komst aldeilis i hann krappan þegar hann var við upptökur á kvikmynd-
inni Á köldum klaka i janúar á sl. ári en veðrið var mjög slæmt og erfið skilyrði til kvikmyndatöku.
OV-mynd Brynjar Gauti
Við upptökur á Bíódögum i Skagafirði 1992.
Frumstæðar aðstæður við upptökur á Nýju lífi Þráins Bertelssonar en
auk hans og Ara er Jón Hermannsson hljóðupptökumaður á myndinni.
Friðriks Þórs, Böm náttúrunncu-,
var tilnefnd til óskarsverðlauna.
Tökutíminn réðst síðan af því
hvemig tíma japanska leikarans
var háttað. Handritið er samið af
Friðriki Þór og Jim Stark en mynd-
in er byggð á sönnum atburðum.
„Myndin fjallar um slys sem gerð-
ist fyrir nokkram áram þegar
nokkrir Japanar fórast hér á landi.
Sex árum síðar komu síðan ættingj-
ar þessa fólks hingað til að halda
minningarathöfn til að sálir þeirra
látnu kæmust frá slysstaðnum. Að-
alpersóna myndarinnar er að koma
hingað í sömu erindagjörðum. En
fjallað er um feröalag hennar á
þennan stað þar sem slysið varð.“
Flottútkoma
Ari segist vera ánægöur með út-
komuna á myndinni. Atriðin, sem
tekin voru í vonda veðrinu, skila
sér fullkomlega. „Það verður mikil
gleði þegar allt er tilbúið til fram-
sýningar vegna þess hversu erfitt
þetta var. Myndavélin, sem ég not-
aði, var í rauninni útbúin eins og
viö væram að taka neðansjávar.
Ef það komst einn dropi inn í hana
missti maður hálftíma af þessari
dýrmætu en stuttu dagsbirtu. Að
standa í þessu dag eftir dag var
hálfgert brjálæði. En þetta skilar
sér flott og svona veður er ekki til
í nokkurri einustu mynd sem gerö
hefur verið. í HoUywoodmyndum
er vonda veðrið bara búiö til fyrir
hvert atriði. Þar þurfa menn ekki
að kvikmynda í snjó, byl og frosti,"
segir Ari ennfremur.
Sérstök óveðurstæki
Fyrir myndina Á köldum klaka