Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Síða 31
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 „Sálin þarf á hvild að halda og líður best þegar slökkt hefur verið á öllum þeim tækjum og tólum sem menga umhverfið." Hávaði og sjúkdómar Við lifum á hávaðaöld. Hvar- vetna glymur einhver glymjandi í eyrum; umferðamiður, háreysti útvarpsstööva, væl í lögreglu- og sjúkrabílum, byggingafram- kvæmdir, loftpressur og sleggju- högg, glamur frá tölvum, niður frá uppþvottavélum, hárþurrkum, þvottavélum og hrærivélum og sjónvarpi. Fólk vaknar upp á nótt- um við bílflaut, hnegg mótorhjóla og leigubíla og fagnar nýjum degi við undirleik morgungnauðs í fjölmiðlum. Dagurinn líður viö vélaháreysti og umferðargný og lýkur með samleik allra hugsan- legra heimilistækja. Tilbrigðin eru endalaus við þetta stef. Stundum lætur fólk stereogræjur keppa við vélar sínar með óvissum árangri. Glymurinn er alls staðar; spillir friði manna og eyðileggur heyrn ogheilsu. Öll þessi decibel Hávaði er mældur í decibelum (db), á lógaryþmískum skala sem þýðir að eftir því sem hærra er far- ið verður munur meiri milh einnar tölu og þeirrar næstu fyrir neðan. Hávaði í Concorde þotu mælist 120 db en háreysti frá venjulegri þotu 115 db. Samt sem áður er Concord- inn helmingi háværari. Mannseyr- að er viðkvæmt líffæri. í innra eyr- anu eru örsmá bifhár sem nema hljóðbylgjur og flytja hljóð til heyrnartauganna. Stöðugur háv- aði skapar sífellt áreiti á þessi hár, skemmir þau með tímanum og eyðileggur heyrn. Þegar þessi hár hafa skaðast flnnur fólk fyrir þrýst- ingi inni í ejTum, suði og heyrnar- leysi sem markast af minnkandi hæfni til að heyra háa diskant- tóna. Einkenni eru þau að menn eiga bágt með að fylgjast með sam- ræðum þar sem margir sitja og tala saman. Þétta er oft fólk sem hlær á vitlausum stöðum í brandaran- um þar sem það heyrir ekki söguna rétt. Áður fyrr var elli algengasta or- sök heyrnarbilunar en nú er háv- aði einn helsti sökudólgurinn. Margt ungt fólk leitar til lækna vegna byrjandi heyrnarleysis sem Á lsáknavaktiimi Óttar Guðmundsson læknir rekja má til stöðugs glymjanda dag- legs lífs. Eyðileggjandi áhrif háv- aða á eyrun eru talin byija við 75 db sem mæhst á meðalgatnamótum í Reykjavík á hveijum degi. Víða á vinnustöðum glymja 90 db stöðugt allan daginn sem er skaðlegt th langframa. Mælanlegur hávaði upp á 115 db í 15 mínútur og meira er hættulegt fyrir eyrun og getur valdið mikihi vanhðan. Th hlið- sjónar má nefna að hvísl er mælt 25 db, mótorhjól er 90-110 db, diskó- tek er 100-140 db, rokktónleikar 90-130 db, garðsláttuvél 96 db, ryk- suga 85 db og rafmagnsrakvél 90 db. Vasadiskó, sem glymur inni í eyrum gegnum hátalara, hefur mælst um 110 db. Þetta þýðir að unglingur, sem gengur með vasa- diskó á maganum og lætur það rynya gegnum höfuðið á sér, leggur heyrn sína aö veði í hvert skipti sem hann hækkar í tækinu sínu. Svefntruflanir, sálin og líkaminn En afleiðingar eru fleiri en heym- arleysið eitt. Stööugur hávaði veld- ur svefntruflunum, jafnvel þótt fólk vakni ekki upp við hann. Rannsóknir hafa sýnt að svefnjafn- vægi raskast og draumar breytast ef mikið gengur á í námunda við svefnstað. Slíkir einstakhngar vakna þreyttir að morgni og kvarta undan spennu og minnisleysi. Mik- hl gjahandi er tahnn orsaka ahs konar geðræn einkenni og andlega þreytu. Háreysti veldur streituvfð- brögðum í mannlegum líkama eins og önnur hættuleg áreiti. Adrena- lín losnar úr læðingi, hjartsláttur eykst, blóðþrýstingur hækkar og blóðflæði eykst th hjarta og vöðva. Mikhl hávaði getur því valdið sömu einkennum og önnur streita; auk- inni hættu á hjarta- og æðasjúk- dómum og meltingartruflunum. Ófædd börn i móöurkviði hreyfa sig meira í hávaða og hjartsláttur eykst sem sýnir hversu frumstæð og rótgróin þessi viðbrögð líkam- ans em. Aðgerðir Fólk ætti að gæta sín á ahri þess- ari háreysti. Sáhn þarf á hvíld að halda og hður best þegar slökkt hefur verið á öllum þeim tækjum og tólum sem menga umhverfið. Mannseyrað var ekki hannað fyrir þetta hávaðasama amstur sem er alls staðar. Einhvern tima verður kannski hægt að slökkva og kveikja á heyminni eins og algengt er í framtíðarsögum en fram að því verðum við að ganga með eyma- tappa eöa heyrnarskjól þegar skarkali daglegs lífs virðist óbæri- legur. Gætum að eyrunum; þau er ekki hægt að endurnýja. Uppboð til slita á sameign Jórusel 8, þingl. eig. Kolbrún Engilbertsdóttir, Guðríður D. Hálfdánardóttir og Sara H. Hálfdánardóttir, gerðarbeiðandi Ríkharður Sigurðsson, 8. febrú- ar 1995 kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN i REYKJAVÍK 3. febrúar 1995 Aukin ökuréttindi (Seigub., vörub., hópbifr.) Erum að hefja nýtt námskeið. Staðgreiðsluverð aöeins 77.000 auk. 18.000 kr. prófgjalds til Umferðarráðs. Innritun stendur yfir. Ökuskóli íslands Dugguvogi 2, 104 Reykjavík, sími 5683841 INNANHÚSS- ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir,. vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn ......................... Heimilisfang ......................... Akademisk Brevskole A/S Jyllandsvej 15 • Postboks 234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark Styrkir til háskólanáms í Kína, Rússlandi, á Ítalíu og Spáni námsárið 1995-96 1. Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða fram tvo styrki handa Islendingum til háskólanáms í Kína. 2. Gert er ráð fyrir að rússnesk stjórnvöld muni veita einum íslendingi skólavist og styrk til háskólanáms í Rússlandi. 3. ítölsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslending- um til náms á Ítalíu. Styrkurinn er einkum ætlaður til framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófí eða til náms við listaháskóla. Styrkfjárhæðin nemur 1.000.000 líra á mánuði. 4. Spænsk stjórnvöld bjóða fram eftirtalda styrki handa íslendingum til náms á Spáni. a) Einn styrk til háskólanáms skólaárið 1995-96. Ætlast er til að styrkþegi sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi og hafi mjög gott vald á spænskri tungu. b) Tvo styrki til að sækja spænskunámskeið í Madrid sumarið 1995. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. 3 ára námi í spænskri tungu í íslenskum framhaldsskóla. Umsóknir um styrkina, ásamt staðfestum afritum próf- skírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 3. mars nk., á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Menntamáiaráðuneytið, 3. febrúar 1995

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.