Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 Vísnaþáttiir__ Stefán Vagnsson Stefán Vagnsson fæddist að Mið- húsum í Blönduhlíð í Skagafirði 25. maí 1889. Stefán missti fóður sinn er hann var 9 ára að aldri og ólst upp á vegum móður sinnar sem var kona vel dugandi. Vorið 1910 lýkur hann prófi frá gagnfræðaskólanum á Akureyri með góðum vitnis- burði. Á árunum 1920-1922 bjó hann á Flugumýri og Sólheimum í Blönduhlíð. Síðan kaupir hann Hjaltastaði og er bóndi þar 1922- 1941. Þá fluttist hann til Sauðár- króks og var búsettur þar til ævi- loka. Hafði hann þar margvíslegan starfa og má þar nefna bama- kennslu á vetrum og verkstjórn hjá Síldarverksmiðjum ríkisins 1943- 1946. Árið 1947 varð hann bókhald- ari Mjólkursamlags Skagfirðinga og gegndi því starfi þar til yfir lauk, en hann andaðist í nóvember 1963. Hér í upphafi er vísa um fák einn hraustan: Þykir heldur harðsnúinn, hræðist keldu ei neina. Þegar kveldar klárinn minn kveikir eld við steina. Eitthvað hefur andleysið lagst á meistara Stefán er hann kveður svo: Dvína óðarefnin góð, önd í hljóði stynur. Aldrei bjóða þyrði eg þjóð þessi ljóðin, vinur. Eitthvert sinn barst Stefáni bónda pakki sem hann áleit að væri frá Áfengisversluninni en í umbúðunum reyndist vera brodd- ur sem sendur var framan úr sveit og til átti aö taka daginn eftir. Kvað þá Stefán: Illa fór ég út úr því, að mér nomir sóttu, er brennivínið breyttist í brodd, á einni nóttu. í heimsókn hjá góðvini sínum, er líkast til hefur verið ljóðelskur og kunnað að meta ljúfar veigar, kveður Stefán: Svalan teygum sopann vér, sáttir í veigum góðum. Ólund feig er inni hér yfir fleygum ljóðum. Árið 1960 kemur út bókin Marína eftir séra Jón Thorarensen. Vísu þessa sendir Stefán með bókinni: Vert er að hlúa að velsæmi, von og trú það gefur. En þú skalt snúa að þessari þegar frúin sefur. Næsta vísa hefur trúlega veriö kveðin eftir glaum mikinn og gleði: Heim ég vendi vinum frá, þó vínið brennda ei flýi. En hvenær lendi ég aftur á öðru eins kennderíi? Ekki veit ég í hvaða héraði Stefán bóndi kvað vísu þessa en fróðlegt væri að vita það: Hér er „þurrt“ og heldur kalt, horfin burtu þíða. Hér er smurt af heimsku allt. Hér eru durtar víða. Víst er það að gott er að geta varp- að frá sér lítt merku og léttvægu dægurþrasi, hvort heldur menn halla sér þá að veigum eða öðram hlutum af æðra tagi. Svo kveður Stefán: Hverfur vandi, vaknar grín. Vinmál standa í skorðum. ,Jfér á andinn óðul sín“ og ekta landi á borðum. Er fréttist aö bóndi nokkur hefði átt barn með tveim konum og var Vísnaþáttur Valdimar Tómasson þá farinn að reskjast kvað Stefán: Hlaðinn gigt sem drjúgum dró dug og kjark úr honum, þetta gat sá gamli þó gert meö fjósverkonum. Hér er ein sumarvisa eftir Stefán bónda: Daginn langan heitt mér hlær Hlíðar-fangið góða. Töðuangan, bh'ður blær berst um vanga rjóða. Einnig skal hér tilfærð ein vetrar- vísa bóndans: Skerðast fong og fenntur bær fógnuð öngum vekur. Upp að dröngum sýður sær, sogin löngu tekur. Hjónabandiö er mikil stofnun og má þar vænta átaka eins og eðlilegt er í hveiju stórfyrirtæki. Hafa samningaviðræður borið árangur í tilfelh Stefáns bónda er hann kveð- ur svo: Stældu þrátt við strit og baks, stundum átti að ghma, en urðum sátt af erjum dags eftir háttatíma. Sumarið 1957, þegar bömin fóru í sveitina, hefur orðið hljótt á bæn- um. Svo kveður Stefán: Nú er hljóður bamlaus bær; á brott em htlu hjúin. Enga kossa afi fær, enda er ’ann fúll og snúinn. Áskrifendur DV fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum # vwww AUGLYSINGAR Þverholti 11 -105 Reykjavik Sími 563 2700 - Bréfasími 563 2727 Græni síminn: 99-6272 (fyrir landsbyggðina) OPIÐ: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 16-22 Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum. Matgæðingur vikunnar Steinbítur - með nektarínum „Mig langar að bjóða upp á fisk- rétt en ég elda oft fisk. Að vísu nota ég aldrei uppskrifiir, aðeins þumal- puttaregluna og svo er einnig nú. Þennan rétt bjó ég til þegar við buö- um gestum í mat í tilefni af fertugs- afmæh eiginmannsins," segir Sus- anne Christensen, myndhöggvari og matgæðingur vikunnar. Susanne, sem er dönsk, hefur búið hér á landi sl. flögur ár. „Ég hef mjög gaman af að búa til mat og þá eitthvað nýtt og spennandi. Það fer svohtið eftir hvað er til í ísskápnum hverju sinni hvaða rétt- ur verður til en þegar fólk biður mig um uppskriftir man ég þær yfirleitt ekki,“ segir Susanne. Hún segist nota krydd eftir því í hvernig skapi hún sé. Susanne ætlar að bjóða upp á steinbít með nektarín- um, engiferi og sítrónusafa sem hún segir að hafi veriö mjög vin- sæh réttur þegar gesti hefur boriö að garði. „Það er ágætt aö hafa fisk- inn svolítið feitan," segir hún og hér kemur þá uppskriftin. Það sem þarf fyrir fjóra: 8 sneiðar steinbítur 4 nektarínur (vel þroskaðar) engifer sítrónusafi ólífuolía grænmetissoð Best er að velja feitan fisk. Sneið- arnar eru lagðar í eldfast mót sem smurt hefur verið með ólífuolíu. Nektarínurnar eru skornar til Susanne Christensen. DV-mynd Brynjar Gauti helminga og steinninn tekinn úr. Helmingarnir eru lagðir ofan á fiskinn en holan eftir steininn er látin snúa upp. Þá er ólífuolíu, sítr- ónusafa og rifinni engiferrót hrært saman og síöan penslað ofan í nekt- arínumar. Þá er um 2 dl af græn- metissoði hellt yfir þannig að fljóti hálfan sentímetra upp á fiskinn. Síðan er hann settur í ofn og bakað- ur við 200 gráður í hálfa klukku- stund. Gott er að hafa álpappír yfir fyrstu tuttugu mínúturnar svo að nektarínurnar mýkist. Með þessu eru hafðar sætar kart- öflur sem eru soðnar eins og venju- legar kartöflur. Ef þær eru stórar getur ein dugað fyrir aht að fjóra ef aðeins minni þá er hálf á mann. Jógúrtsósa 2 dósir hrein jógúrt pipar grænmetissalt piparrót (tilbúin í pökkum) Um það bh 1 tsk. af piparrót, salt og pipar hrært saman við hreina jógúrtina og úr verður mjög góð sósa. Ef fólk vill hafa sósuna sterk- ari þá er sett meira af piparrótinni. Þá er gott að hafa gufusoðið spergilkál og sítrónusafi er kreist- ur yfir. Með því að setja sítrónus- afa yfir kálið verður það bragð- betra. Fyrir þá sem ekki vhja sætar kartöflur er hægt að sjóða banka- bygg eða hrísgijón en þá er önnur sósa notuð. Það er tvær hreinar jógúrt og í þær eru sett þijú press- uö hvítlauksrif og hálf agúrka sem hefur verið skræld og rifin út í. Einnig kemur sósa af fiskinum sem gott er að nota út á fiskinn áður en hann er borinn á borð. „Ég bý einnig gjarnan til tómatasalat með finthökkuðum lauk, ólífum og feta- osti. Ofan á set ég síðan ólífuolíu blandaða sítrónusafa. Fiskur á íslandi er ódýr en góð- ur. Þessi réttur er mjög ódýr og hefur þótt mjög góður. Hann er hka einfaldur og þægilegur. Það er sér- staklega gott að nota ávexti með fiski,“ segir Susanne. Hún ætlar að skora á vinkonu sína, Dísu Esra- dóttur, sem hún segir að sé mjög góður kokkur. „Þegar hún býður í mat þá er hún oft með mat frá hin- um ýmsum löndum eins og ung- verska rétti eða búlgarska. Alltaf eitthvað spennandi og gott.“ Hinhliðin Kolfínna Baldvinsdóttir, nýr þáttagerðarmaður á Stöð 2: Ræddi við Cindy Craw- ford fyrir nýjan þátt Kolfinna Baldvinsdóttir er að fara af stað með nýjan sjónvarps- þátt á Stöð 2 og hefur hann hlotið nafnið Fiskur án reiðhjóls. „Þetta verður hraöur þáttur meö margvís- legu efni og víða komið við. Viö munum í raun og veru fjalla um konur þótt við fórum út fyrir þann ramma," útskýrir Kolfinna. Hún hefur heimsótt nokkrar stórborgir fyrir þáttinn, London, París og New York, og meðal annars rætt við Cindy Crawford súpermódel og Fay Weldon rithöfund. „Það var mjög skemmthegt," segir hún. Heiðar Jónsson mun sjá um tísku- hhðina í þættinum en Kolfinna um menningar- og kvenréttindahhö- ina. Hún mun ekki einvör^ungu heimsækja útlönd í þáttunum því ætlunin er að heimsækja einnig athafnakonur á íslandi. Kolfinna hefur líthlega fengist við sjón- varpsvinnu en hún var með jóla- þátt á Stöð 2. Hún segir að þessi vinna hafi komið óvænt en Kol- finna er sagnfræðingur að mennt. Það er Kolfinna sem sýnir hina hhðina að þessu sinni: Fullt nafn: Kolfinna Baldvinsdótt- ir. Fæðingardagur og ár: 6. október 1970. Maki: Björn Jörundur Friðbjörns- son. Börn: Magdalena, 8 mánaða, og Starkaður, 4ra ára. Bifreið: Við eigum hræðilega bif- reið, Subaru, árgerð ’83. Starf: Dagskrárgerðarmaður á Stöð 2 og blaðamaður á Veru. Laun: Þau eru trúnaðarmál enda er bannað að gefa þau upp. Áhugamál: Ég hef ahtaf verið mik- Kolfinna Baldvinsdóttir. DV-mynd Brynjar Gauti ið fyrir að lesa bækur en þegar svona gluggaveður er langar mann th að taka fram skíöin og gera eitt- hvað heilsusamlegt. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Ég hef aldrei spilað með í neinu slíku. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að ferðast á Qarlægar slóðir en ég’fór t.d. til Kína sl. haust. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Taka th heima hjá mér. Uppáhaldsmatur: Mexíkóskur matur. Uppáhaldsdrykkur: Kínverskt brennivín sem heitir Moutai. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Magnús Scheving. Uppáhaldstímarit: Vera. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Það er úr mörgu að velja en æth ég segi ekki afi minn, Hannibal Valdimarsson, en hann þótti mjög sexí. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Margréti Thatcher. Uppáhaldsleikari: Björn Jörundur Friðbjörnsson. Uppáhaldsleikkona: Aldís Bald- vinsdóttir. Uppáhaldssöngvari: Bjöm Jörund- ur Friðbjömsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón Baldvin Hannibalsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Ég þoli ekki teiknimyndir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Það er væntanlegur þáttur minn, Fiskur án reiðhjóls, en fyrsti þátturinn verður miðvikudaginn 8. mars. Uppáhaldsmatsölustaður: Argent- ína. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Ég er aö lesa She Came to Stay eft- ir Simone de Beauvoir. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Gufan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Illugi Jökulsson. Hvort horfirþú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Eg horfi meira á Sjón- varpið þar sem ég er ekki enn kom- in með afruglara að Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Mörð- ur og Hannes. Uppáhaldsskemmtistaður: Kaffi- barinn. Uppáhaldsfélag í íþróttum? KR. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Já, að eiga afgang þeg- ar ég er búin að borga skuldirnar. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ef ég fæ sumarfrí og á afgang af laununum langar mig að heim- sækja Snæfríði systur mína til Rómar, þar sem hún er búsett, og fara í sumarhús hennar í Sperlonca á Suður-Ítalíu en það er gamah miðaldabær. Ef ég ætti meiri pen- inga myndi mig langa til Indlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.