Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Page 14
14 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PALL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Þeir vildu ekki jöfnun Stjórnmálaflokkarnir hafa svikizt um aö jafna atkvæö- isrétt þjóðarinnar, þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsing- ar talsmanna þeirra í haust, er ungliðahreyfmgar þeirra tóku sig saman um að heimta efndir á gömlum og endur- teknum loforðum um verulegar úrbætur fyrir kosningar. Jöfnun atkvæðisréttar er sparimál, sem stjórnmála- menn flagga með, þegar þeir telja sig þurfa á hátíðlegri hræsni að halda. Þeir meina hins vegar ekkert með því, svo sem dæmin sanna. Það gildir nokkum veginn jafnt um alla þingflokka og þingmenn allra kjördæma. Sem dæmi um markleysu málflutnings póhtíkusa um jöfnun atkvæðisréttar er, að þingmannsefni Framsóknar- flokksins í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi telja sér opinberlega til tekna að styðja jöfnun atkvæðisréttar, þótt máhð hafi alltaf verið eitur í beinum flokksins. Frambjóðandi, er velur sér Framsóknarflokkinn sem vettvang, er um leið að samþykkja annað helzta baráttu- mál flokksins um áratugi, vamarstríð hans gegn jöfnun atkvæðisréttar. Hitt baráttumáhð er að skattleggja Reyk- víkinga og Reyknesinga um milljarða upp í landbúnað. Að vísu hafa aðrir stjómmálaflokkar í auknum mæh komið sér fyrir á sagnfræðhegum málefnagrunni Fram- sóknarflokksins. Sjálfstæðisflokkinn má raunar telja stærsta framsóknarflokk þjóðarinnar um þessar mundir. Það hefur komið fram í stóm og smáu í vetur. Fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins stjómaði að- gerðaleysi þingflokka í vetur í undirbúningi breytinga á kosningalögum. Honum var fahð það veigamikla hlut- verk að sjá um, að ekkert yrði úr jöfnun atkvæðisréttar að þessu sinni. Hann er dæmigerður framsóknarmaður. Hvenær sem hagsmunamál neytenda koma til kasta Alþingis stendur þingflokkur sjálfstæðismanna nánast hefll og órofmn gegn hagsmunum neytenda. Flokkurinn leggur til dæmis tfl sem landbúnaðarráðherra þann þing- mann, sem mest allra er andvígur neytendum. í jólaösinni á þingi í vetur sá Sjálfstæðisflokkurinn um, að forræði innflutningstolla á matvöm yrði hjá land- búnaðarráðherra. Þá var einmitt vitað, að hann ætlaði að setja 300-800% toll á innflutt matvæh, þegar innflutn- ingsbann félh niður vegna gerðra fjölþjóðasamninga. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn stóðu raunar engan veginn einir að þessu máh. Ofbeldið gegn neytendum naut stuðnings allra þingmanna allra flokka. Sérhagsmunimir ráða ferð allra flokka á sviði neytenda- mála jafnt sem á sviði jöfnunar atkvæðisréttar. Framsóknarmenn allra þingflokka eiga auðvelt með að sannfæra sjálfa sig um, að ýmis raunveruleg ljón séu á veginum í góðri viðleitni þeirra við að jafna atkvæðis- réttinn. Nú síðast virðast þeir hafa tahð sér trú um, að ekki væri tími tfl að breyta kosningalögunum með sóma. Staðreyndin er hins vegar allt önnur. Ekkert bannar, að Alþingi sitji fram að kosningadegi. Ekkert bannar heldur, að Alþingi starfi, þótt þing Norðurlandaráðs sé á sama tíma. Slíkt hefur raunar komið fyrir og olh engum truflunum á, að veizluskandinavisminn hefði sinn gang. Það hentaði hins vegar þjóðarleiðtogunum að telja verkalýðsrekendum trú um, að þingstörfum yrði að ljúka í þessari viku. Þeim var talin trú um, að þeir mundu missa af hlut ríkisins í sáttinni, ef Alþingi fengi ekki tækifæri tfl að afgreiða máhð strax í þessari viku. í vetur hefur sézt í ýmsum málum, að blekkingar og sjálfsblekkingar eru homsteinn stjómmálanna. Jöfnun atkvæðisréttar er fómarlamb þess andrúmslofts. • Jónas Kristjánsson Bandarískar njósnir vopn í viðureign franskra gaullista Leyniþjónustur sem óöu í íjár- veitingum til njósna og undirróð- urs á árum kalda stríðsins reyna eftir föngum að veija tilverurétt sinn í breyttum heimi. Fyrir nokkrum misserum varð opinber álitsgerð frá bandarísku leyniþjón- ustunni CIA, þar sem leidd voru rök fyrir því að hún hefði áfram verulegu hlutverki að gegna, en nú vegna iðnaðarnjósna í baráttu iðn- veldanna um heimsmarkaöshlut- deild. Nýjustu fréttir frá París sýna að þeir CIA-menn hafa ekki látið sitja við orðin tóm í þessu efni. Frönsk stjómvöld hafa óskað heimkvaön- ingar fimm CIA-njósnara, þar af fjögurra sem áttu að dyljast undir starfsheitum í sendiráði Banda- ríkjanna í höfuðborg Frakklands. Þeir hafa verið staðnir að tilraun- um til að njósna um frönsk stjórn- mál og iðnaðarleyndarmál, einkum í fjarskiptatækni. Reyndi hópurinn að bera fé á starfsmenn í frönskum ráöuneytum. í hópnum sem Frakk- ar vísa á dyr er yfirforingi allrar CIA-starfsemi í Frakklandi, svo og staðgengill hans. Málið varð uppskátt með þeim hætti að virtasta blað Frakklands, Le Monde, birti um það frásögn sem bersýnilega var byggð á trún- aöarskjölum úr franska stjórnkerf- inu. Sú ráðabreytni hefur nú í senn valdiö ýfingum milh stjórna Bandaríkjanna og Frakklands og magnað heiftina í átökum tveggja flokksbræðra úr forystuflokki frönsku ríkisstjómarinnar fyrir forsetakosningarnar í vor. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur lýst það ótilhlýðilegt í sam- skiptum bandamannaríkja að láta slíkt mál verða fréttnæmt áður en ríkisstjómir hafa leitt það til lykta. Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, hefur krafist rann sóknar á hvemig skjölum frá Erlend tídindi Magnús Torfi Óiafsson frönskum gagnnjósnum var komið á framfæri við Le Monde. Juppé er meðal þeirra í flokki gaullista sem styðja forsetafram- boð flokksforingjans, Jacques Chiracs, borgarstjóra Parísar. Eng- inn gengur að því gruflandi að kröfu hans um rannsókn er beint að Charles Pasqua innanríkisráð- herra, öflugasta stuðningsmanni forsetaframboðs Edouards Balla- durs forsætisráðherra. Stofnanir sem undir Pasqua heyra komu. upp um bandarísku njósnarana, og uppljóstmn þess ýtti umsvifalaust til hliðar fréttum af hneykslismálum sem varða inn- anríkisráðherrann og höfðu virst líkleg til að gera framboöi forsætis- ráðherrans mikla skráveifu. Ekki fer-leynt að Pasqua gerir sér von urn að veröa valinn forsætisráð- herra sigri Balladur í forsetakosn- ingunum. I fyrra komst skriður á dóms- rannsókn á ólöglegu fjárstreymi til gaullistaflokksins og framámanna í honum frá byggingarfyrirtækjum sem hlutu lóðaúthlutanir í París og nágrenni. Ráðherra og fyrrum hægri hönd Chiracs í ráðhúsi Par- ísar varð að segja af sér vegna málsins í nóvember. Síðan hefur málið þanist út og beinist nú mjög að sams konar fjár- málamisferli í útborginni Hauts- de-Seine, þar sem Pasqua hefur lengi ráöið lögum og lofum. Upp úr sauö fyrir alvöru þegar uppvíst varð að náinn bandamaður Pasqua haföi gert tilraun til að gera Eric Halperin rannsóknardómara vanhæfan til að fara með málið með því að bera fé á tengdafóður hans. Reyndust lögregluyfirvöld hafa verið í vitorði með flugu- manninum og hafa beitt ólöglegum símahlerunum til að afla sönnun- argagna um hvemig honum gengi ætlunarverk sitt. Þegar dómari úrskurðaði hleran- irnar ólögmætar brást Pasqua reið- ur við og sakaði dómarann uiri að reyna að binda hendur lögreglunn- ar. Allt fór svo í háaloft í frönskum fréttamiðlum þegar upp komst að Balladur forsætisráðherra hafði heimilað ólöglegar símahleranir hjá Jean-Pierre Marechal, nánum samstarfsmanni Chiracs. Hátt settur lögregluforingi hefur sagt af sér vegna málsins og dóm- ari hefur úrskurðað að ólöglegum upptökum á símtölum skuh eytt. Markmið hlerananna virðist enn og aftur hafa verið að spilla fyrir rannsókninni á athæfi Pasqua og manna hans í Hauts-de-Seine. Öll hafa þessi tíðindi orðið til þess að forusta Balladurs í könnunum á fylgi forsetaframbjóðenda hefur hrapað og Lionel Jospin, frambjóð- andi sósíalista, náð af honum efsta sæti. En á hðandi stund ber banda- riska njósnamáhð hæst og ósýnt hver eftirköst þeirra verða. Jacques Chirac á framboðsfundi í Rúðuborg með Alain Juppé utanríkisráðherra sér á hægri hönd. Símamynd Reuter Skoðanir aimarra Hefjum ekki selveiðar „Alþjóða hafrannsóknaráðið hefur heimilað Norð- mönnum að hefja á ný veiðar á selkópum. Ríkis- stjórnin á ekki að nýta sér þá heimild ef hún vill ekki vekja upp reiðiöldu meðal verndunarsinna. Dýravinirnir hafa nú snúist gegn flutningi og með- ferð á ahkálfum innan Evrópusambandsins og við sjáum ekki eina einustu ástæðu til aö Noregur skeri sambandið úr snörunni í því máli. Þá er viturlegra og ódýrara að halda áfram að styrkja selveiöimenn sem frá árinu 1989 hafa veitt fullorðinn sel sem eng- inn vih.“ Úr forustugrein í Arbeiderbladet 22. febrúar. Vond tillaga „Newt Gingrich, forseti fulltrúadeildarinnar, sagð- ist hafa það á tilfinningunni að Bih Clinton forseti „ætlaði ekki að beijast hart“ gegn stjómarskrár- ákvæði um hallalaus fjárlög aftur á þessu ári. Við vonum að þaö sé ekki rétt. Breytingartíllagan er hræðileg. Það yrði hrikaleg uppgjöf ef forsetinn tæki þá ákvörðun að berjast ekki gegn ákvæðinu, og það af mikilli hörku, og landinu væri mikhl ógreiði gerð- ur.“ Úr forustugrein Washington Post 22. febrúar. Vondir strákar „Viðskiptaþvinganir SÞ þröngva írökum til að láta gjöreyðingarvopn sín af hendi og fallast á eftirlit með vopnaframleiðslu sinni. írakar hafa enn ekki að fullu farið að banninu. Það er því sérstaklega hryggilegt að tveir af bandamönnum Bandaríkjanna, Tyrkland og Jórdanía, skuli hafa lagt írökum lið við aö komast í kringum viðskiptabannið með því að leyfa óhindraðan flutning á íraskri ohu yfir landa- mæri sín.“ Úr forustugrein New York Times 22. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.