Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Side 29
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995
37
dv___________________________________________________________________Menning
Ragnheiður Jónsdóttir, menningarverðlaunahafi DV í myndlist:
Vendipunktur í París
Auk menningarverðlauna DV hefur Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarkona hlotið sex alþjóðleg verðlaun.
DV-mynd Brynjar Gauti
„Þetta er alveg óskaplega skemmti-
legt og óvænt. Þaö hvarflaði ekki aö
mér aö ég fengi þessi verðlaun," seg-
ir Ragnheiður Jónsdóttir sem hlýtur
Menningarverðlaun DV fyrir mynd-
hst. Ragnheiður fær viðurkenning-
una fyrir viðarkolateikningar sínar
sem hún sýndi að Kjarvalsstöðum á
síðasta ári.
Þekktust er Ragnheiður annars
fyrir grafíkmyndir sem henni þykir
gott að hvíla sig frá af og til. „Maður
er alveg hundinn af stærð grafík-
mynda. Það er ekki hægt að hafa þær
mjög stórar og mig langaði líka að
hvíla mig svolítið og fara í annað efni.
Ég geri grafík' í málm og nota saltpét-
urssýru. Þetta er mikil nákvæmnis-
vinna og það verður að gera hlutina
rétt. Annars er maður kannski búinn
að eyðileggja allt. Ef maður er að
teikna strokar maður út með einu
handbragði j)að sem maður er ekki
sáttur við. Eg var eingöngu í grafík
til 1988 ef frá eru skilin nokkur ár
þegar ég var að mála. Það var
skömmu eftir að ég lauk námi.“
í námi með fimm syni
Námið hóf Ragnheiður í Myndlista-
skólanum í Reykjavík 1959 og var þar
til 1961. Síðan var hún eitt ár á
Glyptotekinu í Kaupmannahöfn.
Þegar hún kom heim starfaði hún
eitt ár hjá Gliti og skreytti keramik.
Síðan tóku við fleiri námskeið í
Myndlistaskólanum. Hún byrjaði í
graflk í Myndlista- og handíðaskól-
anum á árunum 1968 til 1970. Að sögn
Ragnheiðar sótti hún skóla á kvöldin
því hún hafði nóg að gera við að
sinna fimm sonum á daginn.
Sumarið 1970 brá hún sér til París-
ar til að nema hjá Hayter í Atelier
17 sem var frægur myndlistarmaður.
„Hann hafði fundið eigin aöferö við
að setja lit í graök. Þetta form höfð-
aði svo sterkt til mín að þama varð
vendipunktur hjá mér. Ég komst
þama í kynni við það sem var að
gerast á alþjóðlegum vettvangi og
frétti af ýmsum ráðgerðum sýning-
um. Ári seinna sendi ég verk á sýn-
ingu í Suður-Frakklandi. Eftir það
fékk ég alltaf boð um að senda verk
á alþjóðlegar grafíksýningar."
Sex alþjóðleg
verðlaun
Fjórum ámm seinna hlaut Ragn-
heiöur fyrstu alþjóðlegu verölaunin
af þeim sex sem hún hefur fengið.
„Ég fékk viðurkenningu í Póllandi
en frétti reyndar ekki af henni fyrr
en tíu árum seinna. Það var 1984. Þá
átti að sýna verk þeirra sem lilotið
höfðu verðlaun síðustu tíu árin.“
Auk viðurkenningarinnar í Pól-
landi hefur Ragnheiður í tvígang
hlotið viðurkenningu fyrir grafík-
myndir á stórum alþjóðlegum sýn-
ingum í Þýskalandi og Noregi og einu
sinni á Spáni. Síðustu viðurkenning-
una hlaut hún 1989. Verk eftir Ragn-
heiði em í opinberri eigu víða í Evr-
ópu. „Þetta hefur verið mjög hvefj-
~ andi og sérstaklega af því að viður-
kenningarnar hafa komið á svo
löngu tímabili."
Margir myndlistar-
menn í ættinni
Aðspurð hvort hún sé komin af
listafólki segir Ragnheiður marga
myndlistarmenn vera í Tungufells-
ætt sem hún er af. „Ég get nefnt Ein-
ar Jónsson, Jóhann Briem, Mugg,
Hörð Ágústsson, Flóka, Eirík Smith
og Nínu Tryggvadóttur. Afi minn og
Ásgrímur Jónsson voru systrasyn-
ir.“ Einn sona Ragnheiðar, Jón Ósk-
ar, er einnig þekktur myndlistar-
maður.
Ragnheiður segir það hafa verið
erfíðara fyrir listamenn að selja verk
að undanfórnu en áður. Það þýði þó
ekkert annað en halda áfram að
vinna og safna verkum fyrir sýning-
ar. Núna er Ragnheiður að undirbúa
opnun sýningar á Akureyri í næstu
viku. Á fyrstu árum Grafíkfélagsins
á íslandi voru um tíu manns í félag-
inu. Nú eru félagsmenn á milh 40 og
50. Það eru margir sem slást um at-
hygjina.
„Þaö er alltaf að koma nýtt fólk sem
er vel menntað. Við eigum marga
góða listamenn en deyfðin í þjóðfé-
laginu kemur niður á þeim. Það er
sárt að fólk skuh ekki fá möguleika
þegar það er búið að mennta sig í
mörg ár í dýrum skólum."
Caput-hópurinn, menningarverðlaunahafi DV í tónlist:
Viðurkenning til ný-
sköpunar í tónlist
Samstarf Caput-hópsins við innlend og erlend tónskáld hefur stuðlað
að tiiurð fjölda nýrra tónverka.
Guðni Franzson og Kolbeinn Bjarnason, stofnendur Caput-hópsins.
DV-mynd Brynjar Gauti
„Við lítum á þetta sem viður-
kenningu th nýsköpunar í tónhst.
Markmið Caput-hópsins hefur ver-
ið að skila því til fólks að nútíma-
tónlist sé áheyrileg en ekki bara
hávaði eins og margir hafa haldið.
Við gleðjumst fyrir hönd allra aðha
og okkur finnst þetta mikill heið-
ur,“ segja tónlistarmennirnir
Guðni Franzson og Kolbeinn
Bjarnason. Þeir eru stofnendur
Caput-hópsins sem hlýtur menn-
ingarverðlaun DV fyrir tónhst.
„Caput var formlega stofnað 1987
en þá undir nafninu Nýi músíkhóp-
urinn. Við settumst niður á veit-
ingastað í gamla bænum og spjöh-
uðum um heima og geima. Báðir
höfðum viö verið að þreifa okkur
áfram í nýju músíkinni. Okkur
fannst að þörf væri á samstilltum
hópi sem sinnti eingöngu nýjum
verkum," segja þeir Guðni og Kol-
beinn.
„Það fjölgaði svo smátt og smátt
í hópnum og núna eru tónhstar-
mennimir rúmlega tuttugu. Þetta
var í fyrstu fólk sem var að læra á
svipuðum tíma og hittist í jólafríum
og sumarfríum og á öðrum tímum
þegar færi gafst og æfði prógrömm.
Framan af voru konsertamir þrír
th fjórir á ári. Við hittumst einnig
oft erlendis. Það var stundum auð-
veldara þegar margir voru þar,“
bæta þeir við.
Forvitnilegt nafn
Nafnið á hópnum vekur forvitni.
„Caput er latneskt orð og þýðir
höfuð. Það hefur einnig verið notað
um það sem stendur upp úr og það
sem er farið á hausinn. Orðið er
líka notað í tónfræði. Þetta er nafn
sem enginn gleymir og sérstaklega
ekki í samhenginu að fara á haus-
inn. En stundum hefur nafnið
þvælst fyrir okkur og þá sérstak-
lega þegar við höfum verið að biðja
peningamenn um styrki. Það er
eins og það fari af stað einhver
neikvæður sálrænn prósess þegar
þeir heyra orðið,“ útskýrir Kol-
beinn.
Árið 1989 lék hópurinn verk eftir
ítalska tónskáldið Piedro Borra-
dori á tónleikum. Hann heyrði upp-
töku af verkinu og hreifst mjög.
Borradori fékk leyfi th að gefa upp-
tökuna út á geislaplötu og upp frá
því jókst samstarf Caput-hópsins
við ítölsk tónskáld. Um hefur verið
að ræða bæði upptökur og tónleika-
hald. Samstarfiö við skandinavísk
tónskáld hefur einnig aukist mikið.
„Þaö má kannski segja að þetta
hafí byggst svolítið mikið í kring-
um okkar kynslóð af tónskáldum.
Þegar menn hittast á árlegum mót-
um fyrir ung tónskáld og flytjendur
myndast alls konar persónuleg
tengsl sem haldast,“ tekur Guðni
fram.
Ólaunað starf
Starfið í hópnum er ekki launað
heldur hefur hópurinn fengið
styrki öðru hveiju sem hafa staðið
undir kostnaði. „Auðvitað dreymir
okkur um aö hægt verði að hafa
eitthvert lifibrauð af þessu. Hingað
th hefur maður reynt að gera eins
vel og unnt hefur verið en ekki
getað sinnt þessu í fuhu starfi,"
segir Guðni.
Kolbeinn bætir því við að báðir
séu þeir tónlistarkennarar jafn-
fram því sem þeir séu að reyna að
vera einleikarar, eins og hann orð-
ar það. „Það þýðir 4 til 6 klukku-
stunda æfingar á dag. Og svo taka
við æfingar með Caput-hópnum.
Það er helst undir miðnætti sem
við Guðni getum th dæmis hist til
að ræða nauðsynleg málefni."
Þeir leggja áherslu á að Caput-
hópurinn sé samstillt afl margra
aðha sem vhja skapa grundvöh fyr-
ir flutning á nýrri tónhst.
Freta og prumpa
út í loftið
„Tónskáld geta náttúrlega skrif-
að verk sín endalaust á pappír en
ef enginn er th að flytja þau sóma-
samlega verður ekki mikið úr
þeim. í lok níunda áratugarins var
komin brennandi þörf fyrir vand-
aðri flutning á nýrri tónhst. Það
verður svo hvetjandi fyrir tón-
skáldin að heyra sín verk þokka-
lega vel flutt. Sú míta að nútíma-
músík sé bara einhver skarkali og
óhljóð er að hverfa í dag og ég held
að það sé ekki síst fyrir thstihi
vandaðs flutnings. Maður kemst
ekki upp með það í dag að vera að
þykjast spha nútímatónlist og bara
freta og prumpa út í loftið,“ segir
Guðni.
Núna er hópurinn að vinna að
plötu fyrir Tónverkamiðstöðina
með íslenskum verkum og fyrr í
vetur var hópurinn á ferðalagi víða
um Evrópu. Viðbrögðin voru frá-
bær og í kíölfarið fylgdu 'beiðnir
um ýmsar upptökur. í mars heldur
hópurinn í tónleikaferð th Spánar
og væntanlega verður farið th Dan-
merkur síðar í vor.
Þeir Guðni og Kolbeinn segja í
raun marga hugmyndasmiði á bak
við Caput-hópinn. Hópurinn leiti th
tónskálda eftir hugmyndum um
verk og samsetningu á prógrömm-
um. Þannig mætist kraftar bæði
tónskálda og flytjenda.