Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Side 33
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995
41
Meiming
Hraði og kraftur
Þaö er einkennileg tilfinning að sitja á leiksýningu
og skilja ekki orö af því sem sagt er, hvað þá að ætla
sér þá dul að fara að skrifa um þá lífsreynslu. Og þó.
Sýning stúdentaleikhússins í Helsinki og hljómsveit-
arinnar Pylsu Balkanskaga er nefnilega engin venjuieg
hefðbundin leiksýning heldur byggist mikið upp á
hreyfingu, dansi, söng og leikjum.
Hraði og kraftur einkenna dansatriðin sem grund-
vaRast á annarri hefð en við eigum helst að venjast.
Höfundamir nota austur-evrópska alþýðudansa sem
grunn aö mörgum atriðanna og eldfjörug tónlistin ein-
kennist af þeirri kennd að hver dagur og hver dans
sé hinn síðasti.
Frásagnarefnið í sýningunni virðist í fyrstu vera
okkur fjarlægt en þar segir frá bændauppreisn í Úkra-
ínu um 1920. Ungur anarkisti, Nestor Makhno, er í
forystuhlutverki og hann dreymir um betra líf fyrir
bænduma. Engin fóm er of stór ef það markmið næst.
Inn í söguþráðinn fléttast frásagnir af átökum bylt-
ingarmanna sem takast á innbyrðis og koma þar ýmis
þekkt nöfn við sögu.
Byltingin étur bömin sín í þessari frásögn og áhorf-
andinn skynjar vel örvæntingu þeirra sem sjá hugsjón-
ir sínar verða að engu. Framsetningin er í aðra rönd-
ina kómísk og sum atriðin sprenghlægileg þó aö fjallað
sé um dauðans alvarlega hluti.
Hreyfingar í dansinum em stórar og grófar og mik-
ill slagkraftur í flutningnum. Þrek leikendanna var
með ólíkindum í mörgum, löngum og hröðum atriðum
og samhæfingin mjög góð.
Textinn byggist aö verulegu leyti á lestri ljóða eftir
þekkta höfunda og pólitískum ræðum sem fluttar em
af miklum eldmóði. Stíllinn á sýningunni, leikmáti og
Leiklist
Auður Eydal
uppsetning einstakra atriða minnir á verk annarra
leikstjóra sem hingað hafa komið að undanfomu frá
Finnlandi og nálægum löndum þó að hver sýning sé
auðvitað einstök.
Svipbrigöi leikendanna, áherslur i flutningi og vel
að merkja ítarlegur skýringartexti hjálpuðu mállaus-
um áhorfendum til að skynja það sem sagt var og
kvöldstundin í leikhúsi Frú Emilíu var mjög eftir-
minnileg.
Finnskur gestaleikur i leikhúsi Frú Emilíu:
MAKHNOVITSHINA
Höfundur og leikstjóri: Esa Kirkkopelto
Leiksvið og búningar: Katariina Kirjavainen
Tónlist: Marko Rantanen
Danshöfundar: Minna Leino, Irene Aho
Lýsing: Janne Björklöf, Keijo Kaakinen
Hollt og gott í Sjónvarpinu:
Paprikur og hvítar baunir
Sjónvarpið hefur hafið sýningu á
nýstárlegum matreiðsluþáttum sem
heita Hollt og gott og em þeir á dag-
skrá á þriðjudögum kl. 19.00 og endur-
sýndir á sunnudögum kl. 16.45. Það er
Sigmar B. Hauksson sem hefur umsjón
með þáttunum en matreiðslumenn em
Leifur Kolbeinsson og Ómar Strange.
í næsta þætti, sem verður á þriðjudags-
kvöld, verður boðið upp á fylltar pa-
prikur og ofnbakaðar hvítar baunir
með eplum og koma hér uppskriftimar
að þeim réttum.
Hollar og góðar paprikur
2 rauðar paprikur
4 vel þroskaðir tómatar
2 hvítlauksrif
8 ansjósur
pipar úr kvöm
4 tsk. ólífuolía (extra virgin)
Skerið paprikurnar eftir endilöngu
og hreinsið fræ og kjarna úr þeim.
Afhýðiö tómatana og grófsaxið þá
niður. Skerið hvítlauksrifin í þunnar
sneiöar og ansjósurnar í bita. Setjið
tómatana í paprikuhelmingana og
svo hvítlauk, ansjósur og um 1 tsk.
af ólífuolíu í hvern paprikuhelming.
Kryddið með svörtum pipar úr
kvöm. Paprikurnar em svo bakaðar
í 150 gráða heitum ofni í 45 minútur.
Sigmar B. Hauksson ásamt Leifi Kolbeinssyni matreiðslumanni og Val-
gerði Hildibrandsdóttur næringarráðgjafa.
Ofnbakaðar hvítar
baunir með eplum
225 g hvítar baunir
2 græn epli
Zi msk. púðursykur
Zi tsk. kanill
1 msk. rauðvínsedik
2 msk. smjör
salt
Sjóðið baunirnar, geymið soðið.
Skræhð eplin og skerið í geira.
Blandið vel saman baunum, epla-
geirunum, púðursykri, kanil, víned-
iki og smjöri. Þetta er sett í eldfast
fat. Hellið 1 dl af baunasoðinu yfir
réttinn og bakið hann svo í 175 gráöa
heitum ofni í 35 til 40 mínútur. Ef
rétturinn verður of þurr á meðan
hann er í ofninum er aðeins meira
af baunasoði hellt yfir hann.
UrsHtakeppnln
í handbottanum
Byrjunarlið - markaskor - markvarsla
(Víti ekki talin meö í markaskori)
Ásgaröi mánudag 27.2 kl. 20
KA-húsi miövikud. 1.3. kl. 20
? Ásgaröl föstudag 3.3. kl. 20
Konráö 75
Ingvar 222
Skúli 64
Jón 28
'- --- '
'í'-' 'Hsv-" \ i
Siguröur 93
Magnús 92
FIIlppov 113
Stíarnan
Alfreö 31
Erlingur 30 Patrekur 117
Valdimar 82
Leó 22
Sigmar 287
Valur 47
DV
Hlaðvarpinn
HL4DVARPMÍ - aðalfundur
Aðalfundur Vesturgötu 3 hf„ Hlaðvarpinn, verður haldinn
mánudagskvöldið 6. mars. kl. 20 að Vesturgötu 3, bak-
húsi, 1. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
UPPBOÐ
Eftirtalið lausafé verður boðið upp að Hlíðarvegi 29, Kópavogi, laugardag-
inn 4. mars 1995 kl. 13.30.
Rafknúið afgreiðsluborð með færibandi, LEVIN kjötafgreiðsluborð (2 m
að lengd), djúpfrystir og tveir ölkæliskápar frá Frostverkl.
Greiðsla við hamarshögg. Ávísanir aðeins teknar gildar með samþykki gjald-
kera.
SÝSLUMAÐURINN i KÖPAV0GI
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík
ræsir formlega kosningavélarnar
meb hátíb í bæ!! í dag, laugardag,
25. febrúar í bækistöb okkar ab
Hvefisgötu 33, kl. 15.00
Fólk í
fyrírrúmi
Finnur Ingólfsson Ólafur Ö. Haraldsson Amþrú&ur Karlsdóttir Vigdfs Hauksdóttir Þurí&ur Jónsdóttir Ingibjörg Davf&sdóttir
Fjölbreytt dagskrá verbur ásamt veitingum.
Meðal gesta verða:
Halldór Ásgrímsson og allir frambjóbendur flokksins í Reykjavík.
Laddi og Eiríkur Fjalar munu skemmta ungum og eldri.
Silja Abalsteinsdóttir rithöfundur les úr bók sinni.
Hljómsveitin Skárr'en ekkert, leikur fyrir gesti.
Allir velkomnir
Sérstakt barnahorn og margt fleira. Kosninganefiidin
HVERFISGATA 33