Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Síða 12
12 ÞRIÐJUÐAGUR 7: MARS 1995 Spumingin Hvernig eyðirðu tímanum í verkfallinu? Edda Bergmann: Ég leik mér bara í frítímanum. Lovísa Guðmundsdóttir: Ég fer aðal- lega í Kringluna og í bæinn. Ingi Hallgrímsson: Ég rölti bara um og síðan læri ég svolítið. Guðmundur Henningsson: Ég hef verið að vinna í loðnunni í Keflavík. Gísli Helgason: Ég var líka að vinna í loðnunni. Guðmundur Sigvarðarson: Ég var að vinna í loðnunni. Lesendur Menningarmiðstýr- ing í Haf narf irði Listamennirnir hækkuðu brunabótamat húsanna úr engu í u.þ.b. 60 milljón' ir með vinnu sinni. Ólafur J. Engilbertsson skrifar: Á undanfórnum árum hefur Hafn- aríjörður markað sér sérstöðu á menningarsviðinu, jafnt á innlend- um sem erlendum vettvangi. Orð- spor Listahátíðar Hafnarfjaröar og gestavinnustofunnar í Straumi hefur spurst hratt út og aukið jafnt á hróö- ur Hafnarfjarðar sem landsins í heild. Það er undarlegt til þess að vita að Sverri Ólafssyni, staðarhaldara í Straumi, skuli nú hafa verið vikið frá störfum. Hvorki fyrrverandi né nú- verandi bæjarstjórn þeirra Hafnfirð- inga virðast hafa tekið með í reikn- inginn að listamenn, en Sverrir þó öðrum fremur, börðust í því að gera upp húsin í Straumi og borguðu þá oft iðnaðarmönnum og verktökum með eigin listaverkum er fé þraut til framkvæmda. Þá naut ekki bæjar- stjórnar viö er mest á reyndi. Sverrir og félagar hækkuðu brunabótamat húsanna úr engu í u.þ.b. 60 milljónir með vinnu sinni. Framlag bæjarins til viðgerða hefur einungis verið í kringum 15 milljónir. Ljóst er því að Sverrir og aðrir þeir listamenn sem komið hafa að rekstri Straums hafa alla tíð átt við ramman reip að draga þar sem bæjarstjórn er og hefur einu gilt hvaða flokkar hafa setið við sfjómvölinn. Fyrrver- andi bæjarstjórn ákvaö t.a.m. aö sefja fulltrúa sinn sem fjármálastjóra Listahátíðar í óþökk þeirra lista- manna sem stofnað höfðu félag um hátíðina og em þeir enn að súpa seyðið af þeim bjarnargreiða sem Hafnarfjarðarbær gerði þeim með því að setja fulltrúa sinn yfir fjármál- in. Ekki tekur betra við þegar núver- andi meirihluti bæjarstjórnar lýsir því yfir aö skipuð skuli nefnd yfir Straum sem fyrirséð er að verði dýr- ara fyrirkomulag en það að hafa staðarhaldara í hálfu starfi. Og ekki nóg með það, heldur á líka að leggja af nýstofnaðan Listaskóla Hafnar- fjarðar sem hefur verið í miklum uppgangi, hinum glæsilega sýning- arsal, Portinu, lokað og grundvelli kippt undan Kammersveit Hafnar- Qarðar. Áður fyrr sóttu Hafnarfjörð heim nokkur hundruð erlendra ferðamanna. Á undanförnum ámm uppsveiflu í hafnfirskum listum hafa þeir hins vegar skipt tugum þús- unda. En nú á að sækja aftur í gamla farið. Það getur ekki veriö að meirihluti bæjarstjórnar Hafnaríjarðar hafi hugsað dæmið til enda. Bæjarstjóm- in á að sjá sóma sinn í því að þakka Sverri Ólafssyni, Erni Óskarssyni, Gunnari Gunnarssyni og fleiri stór- huga listamönnum bæjarins fyrir að gerbreyta ímynd hans til hins betra og koma Hafnarfirði á heimskortið. Ef frumkvæði listamanna er þakkað með því að slá á hendur þeirra og setja nefnd yfir afrekin þá er ekki mikil von til þess að árangur verið af meintum vilja til að sinna lista- gyðjunni. Menning og miðstýring eiga ekki samleið. Hjúkrunarf ræðingar og sjúkraliðar Sjúklingur skrifar: Það hefur verið skelfilegt aö fylgj- ast með deilum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í fjölmiðlum að undan- fömu. Skeytin ganga á víxl og oft er skotið „föstum skotum". Ágreiningurinn er slæmur vegna þess að þegar til lengri tíma er litið getur þetta bitnað á sjúklingum. Sjálfur þurfti ég að liggja á sjúkra- húsi í nokkrar vikur nýverið og er nýkominn heim en ekki varð ég var við illindi þessara starfsstétta inni á stofnuninni. Ég hallast frekar að því að þetta snúist um persónulega óvild á milli æðstu stjórnenda í þessum félögum. Ég ítreka aö ég varð ekki áhorfandi að beinum árekstmm þessara hópa á spítalanum sjálfum. Ég skora hins vegar á forráöamenn beggja fylkinganna að hugsa sinn gang vel og vandlega. Það er alkunna að báðar þessar starfsstéttir sinna mikilvægu hlutverki í heilbrigðis- geiranum og þess vegna er mikilvægt fyrir alla að góður vinnufriður sé til staðar. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar verða einfaldlega að læra að lifa í sátt og samlyndi. Osanngjarnir kennarar Margrét Eiríksdóttir kennari skrifai1: Kennarar hafa nú verið í verkfalli í hálfan mánuð og blöskrar mörgum hve mikla ósanngimi þeir sýna í þessari kjaradeilu. Ríkið hefur boðið af veglyndi háa upphæð sem nota á til þess að hækka grunnlaun kenn- ara. En hvað segja kennarar? Þeir segja einfaldlega nei, við viljum meira. Hvers konar frekja er þetta, halda kennarar að þeir eigi einhvern meiri rétt en almenningur í þessu landi? Hvað eru kennarar að afþakka og hvað fara þeir fram á? Á háleitum stundum tala ráða- menn þjóðarinnar um mikilvægi góðrar menntunar og aö ekkert megi til spara svo æska landsins fái notið hennar því hún skal erfa landið. En hvað hafa ráðamenn gert í skólamál- um hin síðustu ár? Þeir hafa skorið niöur. Af hverju taka kennarar því allan sólarhringinn 9 eins‘39,90 mínútan ->eða hringiðísíma V ^|63 2700 ít-fliillikl. 14ogl6 Kennarar vilja sanngirni, segir greinarhöfundur. þá ekki fagnandi þegar þeim er nú boðin viöbótarkennsla? Ástæðan er sú að kennarar hafa verið að biðja um aukið kennslumagn fyrir hvern bekk á dag svo við getum stolt sagt að hér á landi bjóöist bömum sam- bærileg viðvera í skólum og bömum annars staöar í vestrænum heimi, og að heimilin þurfi ekki að greiða sérstaklega fyrir lengda viðvem bamanna í skólanum. Viðbótin sem ríkið hefur boðið okkur getur ekki nýst á þennan hátt heldur er þar ein- göngu verið að lengja starfsár kenn- ara frá því sem þaö er nú en dagleg viðvera bamanna í skólanum lengist ekkert. Þessa viðbótardaga vill ríkið að við vinnum á einföldum dag- vinnulaunum þó svo að kennarar hafi þegar á árinu skilað þeirri dag- vinnu sem skilyrt er í vinnutímaskil- greiningu þeirra en þaö væri sam- bærilegt og að almennum launþeg- um væri boðið að vinna 12 laugar- daga á hveiju ári í dagvinnu. Allir kennarar vilja að samið verði sem fyrst en við viljum sanngirni og að vinna okkar, menntun, ábyrgð og reynsla sé metin líkt og gerist hjá sambærilegum hópum. Við viljum standa jafnfætis öðrum. Sigurður Þorsteinsson skrifar: Utvarpsstöðin FM kom mér skemmtilega á óvart um daginn þegar ég stillti á hana fyrir „til- viijun" eitt fóstudagskvöldiö. Þar var verið að spíla lög frá þeim tíma þegar maður var sjálfur á „toppnum" í skemmtanalífinu lyrir meira en áratug. Ég hélt að þessi útvarpsstöð spílaði bara tónlist fyrir ungling- ana en eftir að hafa hlustað á þennan þátt tvö föstudagskvöld í röð er ég ekki svo viss. Að minnsta kosti voru spiluð þarna öll gömlu góðu lögin. Ég held að þáttastjórnandinn heiti Magnús og kann ég honum best þakkir fyrir gott lagaval. Þetta hefur orð- iö til þess að ég fylgist nú betur með útvarpsstöðinni en áður. Suðræn spyrna Andri hringdi: Ég er ósáttur með að Sjónvarpíð skuli fyrst og fremst hugsa um að sýna frá knattspyrnuleikjum á Englandi á meðan verið er að spila miklu skemmtilegri knatt- spyrnu á t.d. Spáni og i Suður- Ameríku. Þá er ég líka almennt ósáttur við umíjöllun Qölmiöla þegar kemur að knattspyrnu á erlend- um vettvangi. í dagblöðunum er einblínt á umfjöllun um ensku knattspyrnuna á meðan úrslit úr knattspymuleikjum í öðrum löndum eru látin nægja. Þannig vantar t.d. mikið upp á að sagt sé frá markaskorurum í leikjum á Spáni. Umhverfisspjöll Guðrún Magnúsdóttir skrifar: Oft hefur mér fundist sem ís- lenskir stjórnmálamenn færu yf- ir strikiö. Ákvarðanir þeirra og gerðir hafa verið með þeim hætti að fleiri en ég hafa veriö forviða og ekki botnaö neitt í neinu. Það eitt og sér væri efhi í langan pist- il en ég læt það bíða betri tíma. Það sem ég vildi minnast á núna er 'sú ákvörðun stjórnmáia- manna að vera að auglýsa sig uppi um ailan veggi í borginni. Hér á ég við þá leiö sem sumir þeirra hafa gripið til í kosninga- baráttunni en andlit þeirra og stefnumál má nú sjá á svokölluð- um „flettískiltum" á fjölmörgum stöðum. í mínum augum er þetta ekkert annað en umhverfisspjöll og ég legg til að þessar auglýsittg- ar veröi bannaðar hið snarasta. Sandásvellið Karl Karlsson skrifar: Það er með ólikindum hversu illa fyrirtæki og stofnanir standa sig í að moka frá dyrum sínum og eins því að setja sand á mestu svellbunkana sem eru utandyra hjá þeim. Nýverið átti ég leiö í þrjú stór- fyrirtæki og þar var alls staðar sama sagan. Stórhættulegir svell- bunkar beint fyrir framan dyrnar en engar varúðarráðstafanir höfðu verið gerðar. Ég skora á forráðamenn fyrirtækja að taka sig á tti að koma í veg fyrir slys. Kennaraverkfall Helgi Grímsson kennari hringdi: Ef til vill má skýra litinn samn- ingsvilja ríksins viö kennara með endanlegri yfirfærslu grunnskól- ans frá ríki til sveitarfélaga. Ef f kennarar fá góða samninga þarf að Qytja feitari tekjustofna frá ríki til sveitarfélaga. Þannig missir ijármálaráðuneytiö spón úr sínum aski. En það skiptir ekki máli hvort það er ríkiö eða sveitarfélögin sem greiða kennurum laun. Fjár- magniö kemur upphaflega úr vösum skattgreiðenda sem sjá hag komandi kynsióða bestan með öflugu skólastarfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.