Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 25. MARS 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Mild kosningabarátta
Kosningabaráttan hefur farið vel fram til þessa. Fram-
bjóðendur og talsmenn flokka hafa lítið reynt að níða
skóinn niður hver af öðrum og lagt megináherzlu á að
kynna sig og sín mál á jákvæðan hátt. Þannig hefur bar-
átta milli flokka og milli manna mildazt með árunum.
Raunveruleg kosningabarátta er um það bil hálfnuð.
Tvær vikur eru hðnar af henni og tvær eru eftir. Hún
hefur að miklu leyti færzt inn í tiltölulega óhlutdræga
fjölmiðla, en ferðalög frambjóðenda um kjördæmi og
sameiginlegir slagsmálafundir hafa horfið í skuggann.
Helztu frambjóðendur raða tíma sínum niður á fjöl-
miðlana. Þeir mæta á fundi sjónvarpsstöðva og koma á
beina línu kjósenda í DV, svo að dæmi séu nefnd. í vax-
andi mæh er þessum atburðum ekki stillt upp sem hana-
slag, heldur sem umræðu kjósenda og frambjóðenda.
Þáttur flölmiðla í kosningabaráttuni hefur batnað með
árunum og með aukinni óhlutdrægni þeirra. Þeir veita
þjóðfélaginu mikla þjónustu með því að leggja töluvert
rúm undir baráttuna og að gera það endurgjaldslaust.
Þannig spara þeir flokkunum bæði fyrirhöfn og tíma.
Hér í blaðinu hefur birzt fjöldi kjaharagreina frambjóð-
enda. Birt hafa verið persónuleg viðtöl við flokksforingj-
ana og þeir svara nú spumingum kjósenda á beinni línu.
Sagt verður frá sameiginlegum framboðsfundum og tals-
menn hafa tjáð sig með eða á móti ákveðnum málefnum.
Þetta og hliðstæðar aðgerðir annarra fjölmiðla valda
því, að kosningabaráttan verður flokkunum mun ódýr-
ari en eha. Enda virðast auglýsingar flokkanna ekki
hafa keyrt úr hófi, að minnsta kosti ekki enn sem komið
er. Með sama áframhaldi hafa þeir ráð á baráttunni.
Því miður hafa þó enn ekki verið sett lög, sem skylda
stjómmálaflokka til að opna innsýn í fjárreiður sínar,
svo að hægt sé að sjá, hvemig kostnaður þeirra og tekjur
verða til. Sérstaklega er brýnt að sjá, hvaða fjárhagsleg
áhrif voldugir aðilar hafa í kosningabaráttunni.
Við sjáum það sums staðar í útlöndum, að stórfyrir-
tæki og hagsmunasamtök af ýmsu tagi sjá sér hag í að
styðja stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn í von um að
fá fyrir bragðið meiri og ljúfari aðgang að þeim, þegar
og ef þeir setjast við stjómvöhnn í þjóðfélaginu.
Kosningabaráttan þer að þessu sinni ekki merki þess,
að áhrif shkra utanaðkomandi aðila fari vaxandi. En
annar vandi hefur færzt í aukana. Það er, að flokkámir
hafa í viðleitni sinni til mildi og mýktar færzt inn á frið-
sæla miðju stjómmálanna og lagt niður harðar skoðanir.
Þegar DV setti upp mál, sem áttu að vera þess eðhs,
að talsmenn tveggja flokka gætu tjáð sig með eða á móti
þeim, kom í ljqs, að þessi mál em ekki mörg og að þeim
hefur fækkað. í flestum tilvikum em flokkamir ekki með
eða á móti, heldur hafa uppi eins konar ja og humm.
Þetta aukna skoðanaleysi flokka er auðvitað um leið
ein af forsendum þess, að kosningabaráttan hefur verið
mild og jákvæð. Minna er hægt að rífast, þegar enginn
þykist lengur vera ákveðið á móti vamarhðinu eða með
frjálshyggjunni, svo að tvö þekkt dæmi séu nefnd.
Skoðanakannanir sýna, að byrjað er að fækka í hinum
fjölmenna hópi óákveðinna kjósenda. Þúsundir þeirra
hafa verið að gera upp hug sinn á síðustu tveimur vikum
og þúsundir munu gera það á næstu tveimur vikum.
Kosningabaráttan snýst um þessa efagjömu kjósendur.
Að öhu samanlögðu þjónar sá þáttur lýðræðisins, sem
felst í kosningum og kosningabaráttu, hlutverki sínu
nokkum veginn á þann hátt, sem hægt er að ætlast til.
Jónas Kristjánsson
Utanríkisstefna
ESBrekstá
þá bandarísku
Evrópusambandiö sýnir þess
vaxandi merki aö tekiö er að gera
alvöru úr ákvæði Maastricht-sátt-
málans um sameiginlega stefnu-
mótun aðildarríkja í utanríkismál-
um og öryggismáíum. Enjafnframt
kemur í ljós að frumkvæði sam-
bandsins á þessum sviðum er lík-
legt til að valda ágreiningi, ef ekki
árekstrum, milli ESB og Bandaríkj-
anna.
Þetta sést glöggt af mismunandi
viðbrögðum ráðherraráðs ESB og
Bandaríkjastjórnar við herferð
Tyrkja gegn Kúrdum í Noröur-
írak. Bill Clinton Bandaríkjaforseti
hefur fyrir sitt leyti gefið tyrk-
nesku herstjórninni frjálsar hend-
ur til að fara sínu fram gagnvart
Kúrdum í írak. Er það í samræmi
viö að Bandaríkjastjórn hefur aldr-
ei gert athugasemd viö margra ára
hernaðaraðgerðir gegn byggðum
Kúrda í Tyrklandi.
ESB hefur aftur á móti ítrekað
varað Tyrklandsstjórn við að með-
ferðin á Kúrdum hljóti að hafa
áhrif á afstöðu sambandsins til
óska Tyrkja um tengsl við það,
hvað þá heldur fulla aðild. Og for-
usturíkjanefnd sambandsins gerði
sér ferð til Ankara í vikunni til að
koma á framfæri mótmælum við
árásinni á Kúrda í írak.
Nefndina skipa utanríkisráð-
herrar núverandi, fyrrverandi og
tilvonandi formennskuríkja í sam-
bandinu, í þessu tilviki Frakk-
lands, Þýskalands og Spánar. Auk
þess að bera fram mótmæli við for-
sætisráðherra og utanríkisráð-
herra Tyrklands héldu utanríkis-
ráðherrar ESB-ríkjanna frétta-
mannafund og voru þar skorinorð-
ari en venjulega tíðkast í slíkum
heimsóknum.
Einkum voru Alain Juppé, utan-
ríkisráðherra Frakklands, og
Klaus Kinkel, þýski utanríkisráð-
herrann, ómyrkir í máli. Þeir lýstu
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
aðfarir Tyrkja óvetjandi og báðu
þá að gera sér ljóst að héldu þeir
uppteknum hætti aö níðast á Kúrd-
um væri borin von að Evrópuþing-
ið fullgilti nýgeröan samning um
tollabandalag Tyrklands og ESB.
Tyrkir skáka í því skjóli að al-
þjóðlegar fréttastofnanir hafa enga
fréttamenn á vettvangi á vígvellin-
um í Norður-írak og tyrkneska
herstjórnin gætir þess af fremsta
megni að engir af því tagi komist í
kjölfar hersveitanna. Frásagnir
sem írakskir Kúrdar hafa komið
frá sér bera vott um að manndráp
og misþyrmingar Tyrkjahers bitna
á óbreyttum borgurum, bæði
írökskum og flóttafólki frá byggð-
um Kúrda í Tyrklandi þar sem áð-
ur hefur verið farið herskildi.
Þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda
og hers Tyrklands að reisa þagn-
armúr um aðfarir hersveita sinna,
aö eigin sögn 35.000 manna auk
sveita árásarflugvéla, hlýtur að því
að koma að sjónvarpsstöðvum ber-
ist myndir af því sem við blasir og
veki almenningsálitið. Verður þá
hlutur stjórna ríkjanna í ESB ólíkt
betri en Bandaríkjastjórnar vegna
ólíkra viðbragða þeirra i upphafi
máls.
En umfangsmeiri málefni en her-
hlaup Tyrkja inn í írak hafa einnig
leitt í ljós ágreining milli ESB og
Bandaríkjanna. Þar mun bera hæst
afstöðuna til sambúðar Atlants-
hafsbandalagsins við Rússland í
tengslum við fyrirhugaða stækkun
bandalagsins til austurs.
Á fundi utanríkisráðherra ríkja
ESB í Carcasonne í Frakklandi um
síðustu helgi var fallist á tillögu
franska ráðherrans Juppé um að
stefna beri að því að koma á griða-
sáttmála milli NATÓ og Rússlands
til að fullvissa Rússa um að inn-
göngu ríkja í Mið- og Austur-Evr-
ópu í bandalagið sé ekki stefnt gegn
þeim. Þar aö auki beri aö setja á
laggirnar stofnun til að annast
samráð milli Rússlands og banda-
lagsins um öryggismálefni.
Þótt þessi tillaga hafi ekki enn
verið kynnt Bandaríkjastjórn
formlega hafa talsmenn banda-
ríska utanríkisráðuneytisins þegar
gert viö hana athugasemdir í fjöl-
miðlum. Er þar annars vegar fært
fram að Bandaríkjastjórn sé á móti
því að NATÓ geri neina griðasátt-
mála því þá megi skilja sem viður-
kenningu á að bandalagið hafi haft
árásartilgang. Hins vegar sé hér á
ferðinni evrópsk tilraun til að taka
frumkvæðið í mótun afstöðu NATÓ
til Rússlands, og það geti Bandarík-
in ekki liðið.
Hversu sem þessu máli vindur
fram hefur ESB unnið sigur í þeirri
viðureigninni sem haldið hefur
Alþjóða viðskiptamálastofnuninni
forustulausri mánuðum saman.
Þar varð Bandaríkjastjórn loks að
fallast á formennsku ítalans Ren-
ato Ruggiero, frambjóðanda ESB.
Tyrknesk skriðdrekasveit í námunda við Kúrdaborgina Zakho í Norður-lrak á fimmta degi herferðarinnar.
Skoðanir annarra
Voðaverk undir Tokyo
„Markmið hermdarverka er að ráðast á hina sak-
lausu til að koma af staö almennum ótta. Að enginn
skuli lýsa yfir ábyrgð og að ekki skulu settar fram
neinar kröfur gerir hermdarverkin í Tokyo í senn
tilgangslaus og hræðileg. Fólk krefst skýringa, þó
ekki sé til annars en að halda óttanum í skefjum.
Meðan enginn veit gegn hverju er verið að ráðast
sér fólk hættur í hverju horni. Varnarleysi borgara
gegn hermdarverkum hefur verið staðfest á nötur-
legan hátt.“ Úr forustugrein New York Times 23. mars
Þögnin rofin
„Meirihluti argentínskra fjölskyldna varð beint
eða óbeint fyrir barðinu á óhreina stríðinu. En í árs-
lok 1990, eftir fjölda valdaránstilrauna, veitti Carlos
Menem forseti yfirmönnum hersins sakaruppgjöf
fyrir þá glæpi sem þeir fyrirskipuðu eða frömdu á
valdatíma herstjórnarinnar. Síðan hafa stjómvöld
reynt að þagga niður alla umræðu um það sem gerð-
ist. Menem tókst að minnka spennu milli borgara
og hers. Þrátt fyrir þá sátt sér lýðræðið til þess að
umræðu um sársaukafulla fortíð verði ekki frestað
endalaust.“ Úr forustugrein New York Times 22. mars.
Allir nema hundurinn græða
„Sá sem sagði að glæpir borguðu sig ekki hefur
augsýnilega ekki haft neitt með O.J. Simpson að
gera. Með því að vera frægasti sakborningur lands-
ins hefur Simpson tekist að afla fjölda manns mikils
flár. Samfangar Simpsons hafa meira að segja fengið
betri mat eftir að þeir kvörtuðu yfir þeirri sérmeð-
ferð sem hann fékk. Sá eini sem ekki hefur grætt
er hundur vinkonu Simpsons, eina mögulega vitnið
að morðunum. Hann er mállaus en þar sem peninga
er að vænta mun einhverium takast að koma loppu-
fórumhansábók."
Úr forustugrein USA Today 17. mars.