Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 25. MARS 1995 Dagur í lífi Helga Elíasar Helgasonar, varafréttastjóra Sjónvarpsins: Helgi Elias Helgason, varafréttastjóri Sjónvarpsins, undirbýr nú kosningasjónvarp af miklum móð. DV-mynd GVA Ég heyri í gegnum svefninn að veð- urspáin hefur gengið eftir. Það er loksins byijað að rigna, en það hefur fleira breyst en veðrið. Ég er þegj- andi hás enda hef ég verið með iðnað- armenn í vinnu við að gera upp bað- herbergið og rykið í íbúðinni hefur verið yfirþyrmandi. Ég hlusta á fréttimar í útvarpinu klukkan átta. Þær snúast um vatns- veður og hættu á fleiri snjóflóöum fyrir vestan. Eins og venjulega er konan mín, Ásdís Asmundsdóttir, komin upp á undan mér og búin að lesa blöðin þegar ég loks rumska. Það hefur alltaf verið minn Akkílesar- hæll að geta ekki vaknaö fyrr en á síöustu stundu. En mér er ekki til setunnar boðið. Ég þarf að vara mættur í vinnuna klukkan níu. Bárður Ingi, 10 ára son- ur minn, fær að sofa lengur enda enginn skóli vegna kennaraverk- fallsins. Ásdís keyrir mig í vinnuna en þar bíða ýmis verkefni. Fyrir hádegi eig- um við Þuríður Magnúsdóttir og Helgi Már Arthursson tveggja og hálfs tíma fund með Guðna Ingólfs- syni og Daða Jónssyni hjá Verk- og kerfisfræðistofunni um grafíska út- færslu á talnaupplýsingum á kosn- inganótt. Þeir Daði og Guðni sjá um tölvuvinnsluna eins og fyrir sveitar- stjómarkosningamar sl. vor. Undir- búningur þeirra er langt á veg kom- inn, en þótt byggt sé í gmndvallarat- riðum á sama kerfi og fyrir kosning- amar fyrir fjórum árum, þarf að mörgu að hyggja. Hér skipta nefni- lega smáatriðin máli. Við komum okkur saman um ýmsar breytingar á þeim myndrænu upplýsingum, sem hægt verður að kalla fram á skjáinn á kosninganótt. Langur undirbúningur Það var rétt fyrir jólin, þegar ég kom aftur í vinnu eftir rúmlega fjög- urra mánaða orlof í útlöndum, að Bogi Ágústsson fréttastjóri baö mig að verða „kosningageneráll" Sjón- varþsins eins og við þrennar síðustu kosningar. Starfið er fólgið í því að skipuleggja og halda utan um sér- staka umfjöllun Sjónvarpsins um þingkosningarnar 8. aprÖ, í sam- vinnu viö Þuríði Magnúsdóttur dag- skrárgerðarmann. Kosningabarátta flokkanna fer orðið að verulegu leyti fram í fjöl- miðlum, ekki síst sjónvarpi. Hlut- verk Ríkisútvarpsins - hljóðvarps og sjónvarps - er þýðingarmeira nú en oftast áður vegna þess að kosið er í byijun apríl og kosningabaráttan fer fram þegar allra veðra er von og snjóalög gera mönnum erfitt um vik að ferðast um kjördæmin og halda hefðbundna kosningafundi. Kosn- ingabaráttan í Sjónvarpinu hófst 10. mars meö umræðuþætti leiðtoga flokkanna. Það er lagt upp með mjög metnaðarfulla kosningadagskrá. Þegar allt er tahð verða þættir Sjón- varpsins um stjómmál fram að kjör- degi 26 talsins. Við þetta bætist svo kosningavaka með kosningafréttum, umræðum og fjölbreyttum skemmti- atriðum að kvöldi kosningadags, sem líklegt er að teygist fram eftir nóttu og jafnvel fram undir morgun. Fyrsti undirbúningurinn að kosningadag- skrá Sjónvarpsins hófst strax í jan- úar og undir lok mánaðarins fór ég út af fréttavöktum til að sinna þessu starfi eingöngu. Mikil fundahöld Og tíminn flýgur áfram og fáir dag- ar til kosninga. Eftir að hafa tekið hálfa klukkustund í matarhlé tók við annar fundur og nú með Ólafi Sig- urðssyni og Árna Snævarr um skipu- lag þáttarins „ísland og umheimur- inn“, sem er einn af fjórum þáttum um sérstaka málaflokka á vegum fréttastofunnar, nú fyrir kosning- arnar. Við veltum fyrir okkur á hvaða efnisþætti eigi að leggja áherslu og ræðum um hugsanlega gesti í sjónvarpssal. En jörðin heldur áfram að snúast meðan setið er á fundum. Hrúga af minnismiðum um að hringja út og suður hefur safnast upp á skrifborð- inu. Dagskrárritstjóri þarf að fá upp- lýsingar fyrir blöðin. Frambjóðendur vilja vita hvenær þeir eigi nákvæm- lega að mæta í þennan þáttinn eða hinn. Framkvæmdastjórar flokka spyija hvort kynningarmyndimar þeirra hafi ekki skilað sér. Svona gengur þetta. Flokkakynningar Fyrstu tvær flokkakynningarnar, sem flokkamir sjá algerlega sjálfir um að gera voru á dagskrá þessa viku. Við Þuríður höfum skoðað þættina og allir reynast þeir í stakasta lagi. Við lendum ekki í sömu vandræðum og danska sjónvarpið fyrir þingkosningamar í fyrrahaust en það sá sig knúið til að tilkynna einum stjórnarandstöðuflokkanna að kynningarþáttur flokksins yrði ekki sýndur í sjónvarpinu vegna þess að í honum vom notaðar myndir af póhtískum andstæðingum án leyfis og þeim lögð orð í munn, sem ekki áttu við rök að styðjast. Myndin var þó sýnd að lokum eftir að viðkom- andi póhtíkusar samþykktu fyrir sitt leyti að þátturinn yrði sýndur. Deginum var ekki lokið en klukkan þó langt gengin í sex. Ég var orðinn kaffiþurfi. Maður hafði gleymt því að eitthvað væri til sem kallast kaffi- tími. Með hálfa jólakökusneið á diski og kaffifant sest ég við tölvuna í klukkutíma og held áfram þar sem frá var horfið við að semja kosninga- handbók. Síðan festi ég á blað ýmis minnisatriði langt aftur í tímann fyr- ir fréttamenn sem verða í eldlínunni á kosninganótt. Slekk á tölvunrti rétt fyrir klukkan sjö. Hæsin hefur versnað en það þýðir lítið að fást um það. Um sjöleytið var ég kominn heim, iðnaðarmennimir voru famir, en ég fékk mjög góðan fiskrétt. Starfsdeg- inum var ekki alveg lokið því maður fylgist með öllum fréttatímum. Síðan reyndi ég að slappa af og kíkti svolít- ið á ættfræði sem ég hef mjög gaman af. Ég fór að sofa um tólfleytið en þessi dagur hafði verið hinn ágæt- asti. Finnur þú fimm breytingar? 302 Myndlraar tvær viröast við fyrstu sýn eins en þegar betur er aö gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fmim atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikmn liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: Zodiac Sigma 300 sími að verðmæti kr. 4.950 frá Hljómbæ, Hverfisgötu 103, Reykjavík. 2. verðlaun: Örvalsbækur. Bækumar. sem eru í verð- laun, heita: Líki ofaukiö og Bláhjálmur úr bókaflokknum Bróðir Cadfael, aö yerð- mæti kr. 1.790. Bækurnar em gefnar út af Frjálsri fjölmiölun. Vínningamir verða sendir heim. Merkið umslagiö með lausninni: Finnur þú firom breytingar? 302 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík esró Hefurðu þrengt innkeyrsluna í bilskúrinn, Gunnsi? Nafn:......................................................... Vinningshafar fyrir þrjú hundmðustu getraun reyndust vera: 1. Elísa Guðrún Elisdóttir, 2. Bryndís Kristjánsdóttir, Jörundarholti 25, Mimkaþverárstræti 14, 300 Akranes. 600 Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.