Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. MARS 1995 Fréttir Nýjar rannsóknaraðferðir þar sem fylgst er með fuglum í gegnum gervihnött: - dýrara að fylgjast með fuglunum en að fljúga með Saga class, segir fuglafræðingur Rannsóknir Ólafs Einarssonar fugla- fræðings hafa leitt í ljós aö álftir geta veriö frá þijátíu og niður í tíu klukkustundir að fljúga til og frá ís- landi yfir Atlantshafið, allt eftir veöri. Niðurstöðurnar eru byggöar á sendingum frá nemum, sem festir eru við fuglana, til gervihnattar í tölvukerfi í Frakklandi sem vísinda- menn kaupa aðgang að. Hæðarmæl- ar á fuglunum hafa einnig gefið þær óvæntu upplýsingar að álftir fljúga nánast yfir öldutoppunum alla leið yfir hafið. Fuglarnir hvíla sig gjarn- an á sjónum ef um mikinn mótvind er að ræða. Rannsóknir Ólafs eru í samvinnu við breska fuglasérfræðinga. Krist- inn Skarphéðinsson fuglafræðingur sagði í samtali við DV aö 15 þúsund álftir flygju þessa leið tvisvar á ári hveiju. Nýjasta rannsóknin, sem er frá 17. mars, leiddi í ljós aö álftir voru um 30 klukkustundir að fljúga frá Caelaverlock á Vestur-Skotlandi til íslands. Álftirnar hrepptu mjög slæmt veður á leiðinni, mjög hvassa norðanátt. Komin til landsins „Álftaparið fór af stað í hópi frá Vestur-Skotlandi en djúpt suður af íslandi fengu álftimar slæmt veður og settust í nokkra klukkutíma. Þeg- ar þær voru staddar um 150 kíló- metra suður af Vestmannaeyjum ruku þær áfram og flugu nær landi þrátt fyrir norðanátt. Þær komust síðan heilu og höldnu til landsins," sagði Kristinn. Þær upplýsingar bárust síðan í gær frá Hávarði Ólafssyni, bónda á Fljótakróki í Meðallandi, að álftin sem var með senditækið hefði þá sést á næsta bæ sem er Efri-Steins- mýri. Ónnur rannsókn í október leiddi í ljós að álftapar, sem flaug upphaflega frá Skagafirði, var einungis um tíu klukkustundir að komast yfir hafið frá suöurströndinni til Vestur-Skot- lands í miklum meövindi á um 100 kílómetra hraða á klukkustund. Meðalflughraði álfta er hins vegar 40-50 km á klukkustund. Parið fór nánast beint frá Skagafiröi, yfir land- ið og tii Skotlands. Annað par sem flaug af staö á svipuðum tíma hafði viðkomu á 3-4 stöðum á landinu, við Hofsjökul, Veiðivötn, Skaftá og Kirkjubæjarklaustur, og tók sér 2-3 daga að fljúga aö suðurströndinni áður en flogið var vfir hafiö. Það par fékk einnig meðvind. Rétt yfir öldutoppunum Kristinn sagði að fuglafræðingar hefðu getið sér þess til að álftir flygju Flug álfta milli islands og Skotlands Kirkjubæjark!austur%) y .. Skagafjorður fl s- ÍV'ív'rt j 'V W/: , _ > . é ■ - • - Hofsjökull . • * V ■'r * Velölvótn Q 1 i í'Mí r. .. .,-•■• Senditækjunum er komiö fyrir undir stélfjöörum fuglanna. Flugið tekur frá 30 niöur í 10 klst. allt eftir veöri. í meðvindi geta álftirnar náö 100 km hraöa á klst. ÍSLANP Kirkiubæjarklaustur í 5-10 kílómetra hæð á milli landa en nú Uggi nýjar upplýsingar fyrir - a.m.k. fuglamir í rannsókninni hafi nánast flogið yfir öldutoppunum á leiðinni. Fuglarnir eru um tíu kíló að þyngd og því lítur út fyrir að þeir vilji spara sér klifrið í þessa miklu hæð og eyði orkunni fremur í að fljúga beina leið vdð yfirborðið. Umrædd senditæki voru fest á „þekktar" álftir sem auðvelt þótti að nálgast í ágúst þegar þær skiptu um flugfjaðrir og voru ófleygar. Þegar talið var að álftimar færu af stað fengu menn að „logga“ sig inn í franskt upplýsingakerfi um viðkom- andi gervihnött. Kristinn sagði að hér væri um dýrt verkefni að ræða: „Þaö kostar hundmð þúsunda aö fylgjast með fuglunum og er í raun dýrara en að fljúga með Saga class. Með þessu er hins vegar hægt að spá í flug, hvemig fuglarnir fljúga, hvernig þeir finna rétta leiö og hvernig þeir undirbúa sig orkulega. Þetta sýnir hka fram á að þeir geta farið beint en hvíla sig á sjónum ef svo ber undir. Þetta segir okkur einn- ig að álftirnar taka ákvörðun um hvernig best sé að fljúga yfir hafið og þær vdlja eyða lítilli orku í að kom- ast í háloftin eins og flugvélar - klifr- ið gæti verið of kostnaðarsamt," sagðiKristinn. -Ótt Verkf allslok með ólíkum hætti - eftir því hvort um er að ræða innanhússtillögu eða miðlunartillögu Margir bíða í ofvæni eftir að kennsla hefjist á ný í skólum lands- ins. Spumingar hafa vaknað um hvemig verkfallslok kennaradeil- unnar gætu orðið. „Ef fram kemur innanhússtillaga og samninganefnd kennarafélag- anna myndi samþykkja hana með venjulegum fyrirvara um samþykki félagsmanna yrði verkfallinu aö öll- um líkindum aflýst strax,“ segir Gunnlaugur Ástgeirsson, formaður formanni verkfallsnefndar kennara. „Þannig hefur það verið í HÍK-verk- fóhunum að um leið og samninga- nefndin var búin að skrifa undir með fyrirvara um samþykki félaganna var verkfallinu aflýst. Ég tel vdst að þannig verði það líka nú,“ sagði Gunnlaugur. Hann sagði að ef fram kæmi form- leg miðlunartillaga frá ríkissátta- semjara, sem skylt væri að bera und- ir atkvæði í kennarafélögunum, væri annað uppi á teningnum. „Slík miðlunartillaga felur ekki í sér frestun á verkfalh. Lögin um vdnnudeilur opinberra starfsmanna eru afskaplega óskýr hvað þetta varðar og ekkert í þeim um verkfaUs- lok undir kringumstæðum eins og þessum. Ég hygg að ef samninga- nefndunum litist vel á miðlunartil- lögu og mæltu með því að hún yrði samþykkt gætu stjómir félaganna frestað verkfalli. Ef aftur á móti samninganefndir kennara legðust gegn tillögunni yrði verkfalli ekki frestað," sagði Gunnlaugur. Hann var þá spurður hvaö gerðist ef sú staöa kæmi upp aö samninga- nefnd kennarafélaganna klofnaði þannig að fuUtrúar annars félagsins segðu já en hinir nei? „Það veit ég svo sannarlega ekki. í þvd samkomulagi sem gert var milU félaganna um samflot í þessum kjarasamningum var ekki gert ráð fyrir þessum möguleika: Það var bara gert ráð fyrir því að félögin gengu samstiga í gegnum súrt og sætt í kjarasamningunum. Við verð- um að athuga það að vdð höfum eng- ar reglur og ekkert fordæmi fyrir því hvað beri að gera ef svona fer. Ég tel aö sá ágreiningur yröi að vera afar djúpstæður mUU félaganna til þess að svona færi,“ sagði Gunnlaugur Ástgeirsson. Kveðjuleikur Páls Ólafssonar, hins Utríka handboltamanns, verður leikinn í dag, laugardag. Hann verður í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði klukkan 15, og verður kveðjuleikur Péturs og Páls því Pétur Vilberg Guðna- son, fyrirUði Hauka, hyggsteinn- ig leggja skóna á hUluna. Haukar mæta FH í umræddum leik, að- gangur er ókeypis og á eftir verða veitingar á boöstólum og hægt aö horfa á leik KA og Vals á stórum skjá i íþróttahúsinu. Úrslitaleikir í íshokkíinu Skautafélag Akureyrar og Björninn leika um helgina tU úr- sUta á íslandsmótinu í íshokkí en leikjunum hefur þurft að fresta hvað eftir annað vegna veðurs og vallarskilyrða. Leikirnir fara fram á skautasvelUnu á Akureyri klukkan 14 í dag og á morgun. Það Uð sem vinnur tvo leiki verð- ur meistari en vinni þau sinn leikinn hvort mætast þau í hrein- um úrslitaleUí í Reykjavík. leikbanná sunnudag Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, var í gær dæmdur í eins leiks bann af aganefhd HSÍ fyrir um- mæli í garð dómara í fjölmiðlum eftir leik Vais gegn KA að Hlíðar- enda á fimmtudag. Bannið tekur gildi á hádegi á sunnudag þannig að Þorbjöm getur stjórnað sínum mönnum gegn KA í fjórða úrslitaleik Uð- anna sem fram fer á Akureyri í dag en takist KA-mönnum að sigra og knýja fram hreinan úr- slitaleik tekur Þorbjöm út banniö á þriðjudaginn. Leikinn á Akureyri í dag dæma Rögnvald ErUngsson og Stefán Amaldsson, fremsta dómarapar landsins, og er það að ósk félag- anna aö þeir dæmi leikinn. Komi tU hreins úrslitaleikshafa Valsmenn ákveðið að leikurinn fari fram í Laugardalshöll en ekki á HUðarenda. Spákonan Gríma. DV-mynd ÞÖK Kvennalistaspákona: Þrjárkonurí ráðuneytum „Ég sé mikla gleði, orku og at- hafnir og Uka dálítið af slagorö- um. ÚrsUt kosninganna verða mjög jákvæð fyrir þjóöina. Ég sé margar konur með mikla orku og þrjár þeirra verða í forsæti ráöuneyta. Ég held að það verði kona í félagsmálaráöuneyti og heUbrigöisráðuneyti enégsé ekki alveg hvar þriðja konan verður,“ segir Gríma, spákona á vegum Kvennalistans, sem verður í Kolaportinu eftir klukkan 13 í dag til að spá í spU og kúlu fyrir fólk og stjómmálaflokka. /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.