Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Blaðsíða 30
38
LAUGARDAGUR 25. MARS 1995
Fordkeppnin 1995:
Síðasti skila-
dagur á morgun
Á morgun, sunnudag, er síðasti
skiladagur fyrir þá sem ætla að senda
inn mynd í Fordkeppnina. Þegar hef-
ur mikill f]öldi mynda borist en
væntanlega eiga allmargar eftir að
skila inn og fer því hver að verða
síðastur. Tvær utanlandsferðir eru í
boði fyrir þá stúlku sem ber sigur
úr býtum í keppninni. Hún fer fyrst
tii Parísar í myndatökur hjá þekkt-
um tískuljósmyndara og væntanlega
mun hún síðan taka þátt í keppninni
Supermodel of the World sem fram
ier í sumar.
Strax eftir helgina verða allar
myndir sem berast í keppnina sendar
til skrifstofu Ford Models í New
York. Þar mun þrautþjálfað starfs-
fólk fara yfir þær ásamt módel-
mömmunni Eileen Ford. Þegar búið
er að velja í úrslitin verða þær stúlk-
ur kynntar í helgarblaði DV. Að öll-
um líkindum mun Fordkeppnin síö-
an fara fram á Hótel Borg fimmtu-
daginn 20. apríl. Áður en að því kem-
ur fá þær stúlkur, sem verða í úrslit-
um, þjálfun hjá Jónu Lárusdóttur í
Módel 79. Munu þær m.a. koma fram
á tískusýningu á úrslitakvöldinu.
Gefur marga möguleika
Að taka þátt í Fordkeppninni er
góður möguleiki fyrir þær stúlkur
sem áhuga hafa á fyrirsætustörfum,
jafnt hér á landi sem erlendis. Þó að
þær sigri ekki í Fordkeppninni er
hugsanlegt að þær verði „uppgötvað-
ar“ af íslenskum umboðsskrifstofum
og eigi því greiða leið t.d. að koma
fram í auglýsingum. Á undaníornum
árum hafa margar stúlkur sem tekið
hafa þátt í Fordkeppninni komist
áfram á öðrum sviðum. Margar
þeirra hafa tekiö þátt í Fegurðarsam-
keppni íslands og sumar hafa náð í
alþjóðlega titla. Má þar nefna Bimu
Bragadóttur sem vann Fordkeppn-
ina árið 1991 og Þórunni Lárusdóttur
sem varð númer tvö það sama ár.
í fyrra var það Elísabet Davíðsdótt-
ir sem var kosin Fordstúlkan 1994.
Elísabet fékk Parísarferð að launum
sem reyndar varð til þess að henni
var boðinn samningur við skrifstofu
Ford Models þar. Elísabet starfaði í
París í fyrrasumar sem fyrirsæta en
Elísabet Daviðsdóttir, Fordstúlkan 1994, er starfandi fyrirsæta í Mílanó um þessar mundir.
Nokkrir þátttakendur í keppninni Supermodel of the World í fyrra fylgjast Sigurvegari keppninnar í fyrra,
með garðvinnu. Sannarlega skrautlegur klæðnaður sem tíðkast á Hawaii. Georgia Goettmann.
hélt síðan til Hawaii í ágúst til að
taka þátt í keppninni Supermodel of
the World. Hún er nú starfandi fyrir-
sæta í Mílanó á vegum Ford Models.
í fyrra var það þýska stúlkan Georgia
Goettmann sem vann Supermodel-
keppnina. Hún hefur haft nóg að gera
í fyrirsætuheiminum frá því hún
sigraði í keppninni og myndir af
henni hafa hirst 1 öllum helstu tísku-
blöðum heims. í verðlaun fékk Ge-
orgia 250 þúsund dala samning við
Ford Models.
Þrjátíu og þrjár stúlkur tóku þátt
í keppninni í fyrra og má búast við
að fjöldinn verði sá sami á þessu ári.
Ekki hefur enn verið ákveðið hvar
keppnin verður haldin en tveir staðir
koma til greina - einhver af eyjunum
í Karíbahafi eða einhver staður í
Evrópu. Það er því óhætt að segja
að til mikils sé að vinna.
„Súpermódel dagsins í dag verður
stjarna morgundagsins," segir Eileen
Ford. „Súpermódel eiga orðið greiða
leið í kvikmyndir og sjónvarp. Starf
þeirra hefur aldrei verið jafn áhrifa-
ríkt og nú,“ segir módelmamman og
ætti að vita hvað hún er að segja eft-
ir að hafa starfað við fagið í tæp
fimmtíu ár. Eileen Ford þykir ákaf-
lega merkileg manneskja og tísku-
kóngar heimsins bera mikla virðingu
fyrir henni. Hún hefur unnið til verð-
launa og m.a. verið valin kona ársins
í Bandaríkjunum.
Alls staðar í heiminum er gríðarlega
mikill áhugi hjá ungum stúlkum að
komast í fyrirsætustörf. Það sama
er uppi á teningnum hér á landi. ís-
lenskum stúlkum hefur gengið ágæt-
lega í fyrirsætuheiminum. Sumar
hafa gefist upp, enda ákaflega erfitt
starf, aðrar hafa starfað við þetta í
mörg ár. María Guðmundsdóttir ljós-
myndari starfaði t.d. um árabil hjá
Ford Models í New York.
Þær stúlkur sem vilja taka þátt í
Fordkeppninni 1995 ættu að senda
myndir af sér þegar í dag eða á morg-
un ásamt seðlinum sem hér fylgir og
merkja umslagið:
Fordkeppnin
Helgarblað DV
pósthólf 5380
125 Reykjavík
Ert þú fyrirsæta ársins?
Nafn...
Aldur.
Heimili................
Símanúmer..............
Póstnr. og staður
Hbc^J ........................
............................... þyngd......................
CfoAo
Hefur þú starfað við fyrirsætustörf?
Fyllið í réttan reit já □ nei □
Ef svarið er játandi þá hvar...........................
Myndirnar sendist til:
Ford-keppnin, Helgarblað DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík
Gleymið ekki að senda myndir með.