Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 25. MARS 1995 Fordkeppnin 1995: Síðasti skila- dagur á morgun Á morgun, sunnudag, er síðasti skiladagur fyrir þá sem ætla að senda inn mynd í Fordkeppnina. Þegar hef- ur mikill f]öldi mynda borist en væntanlega eiga allmargar eftir að skila inn og fer því hver að verða síðastur. Tvær utanlandsferðir eru í boði fyrir þá stúlku sem ber sigur úr býtum í keppninni. Hún fer fyrst tii Parísar í myndatökur hjá þekkt- um tískuljósmyndara og væntanlega mun hún síðan taka þátt í keppninni Supermodel of the World sem fram ier í sumar. Strax eftir helgina verða allar myndir sem berast í keppnina sendar til skrifstofu Ford Models í New York. Þar mun þrautþjálfað starfs- fólk fara yfir þær ásamt módel- mömmunni Eileen Ford. Þegar búið er að velja í úrslitin verða þær stúlk- ur kynntar í helgarblaði DV. Að öll- um líkindum mun Fordkeppnin síö- an fara fram á Hótel Borg fimmtu- daginn 20. apríl. Áður en að því kem- ur fá þær stúlkur, sem verða í úrslit- um, þjálfun hjá Jónu Lárusdóttur í Módel 79. Munu þær m.a. koma fram á tískusýningu á úrslitakvöldinu. Gefur marga möguleika Að taka þátt í Fordkeppninni er góður möguleiki fyrir þær stúlkur sem áhuga hafa á fyrirsætustörfum, jafnt hér á landi sem erlendis. Þó að þær sigri ekki í Fordkeppninni er hugsanlegt að þær verði „uppgötvað- ar“ af íslenskum umboðsskrifstofum og eigi því greiða leið t.d. að koma fram í auglýsingum. Á undaníornum árum hafa margar stúlkur sem tekið hafa þátt í Fordkeppninni komist áfram á öðrum sviðum. Margar þeirra hafa tekiö þátt í Fegurðarsam- keppni íslands og sumar hafa náð í alþjóðlega titla. Má þar nefna Bimu Bragadóttur sem vann Fordkeppn- ina árið 1991 og Þórunni Lárusdóttur sem varð númer tvö það sama ár. í fyrra var það Elísabet Davíðsdótt- ir sem var kosin Fordstúlkan 1994. Elísabet fékk Parísarferð að launum sem reyndar varð til þess að henni var boðinn samningur við skrifstofu Ford Models þar. Elísabet starfaði í París í fyrrasumar sem fyrirsæta en Elísabet Daviðsdóttir, Fordstúlkan 1994, er starfandi fyrirsæta í Mílanó um þessar mundir. Nokkrir þátttakendur í keppninni Supermodel of the World í fyrra fylgjast Sigurvegari keppninnar í fyrra, með garðvinnu. Sannarlega skrautlegur klæðnaður sem tíðkast á Hawaii. Georgia Goettmann. hélt síðan til Hawaii í ágúst til að taka þátt í keppninni Supermodel of the World. Hún er nú starfandi fyrir- sæta í Mílanó á vegum Ford Models. í fyrra var það þýska stúlkan Georgia Goettmann sem vann Supermodel- keppnina. Hún hefur haft nóg að gera í fyrirsætuheiminum frá því hún sigraði í keppninni og myndir af henni hafa hirst 1 öllum helstu tísku- blöðum heims. í verðlaun fékk Ge- orgia 250 þúsund dala samning við Ford Models. Þrjátíu og þrjár stúlkur tóku þátt í keppninni í fyrra og má búast við að fjöldinn verði sá sami á þessu ári. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar keppnin verður haldin en tveir staðir koma til greina - einhver af eyjunum í Karíbahafi eða einhver staður í Evrópu. Það er því óhætt að segja að til mikils sé að vinna. „Súpermódel dagsins í dag verður stjarna morgundagsins," segir Eileen Ford. „Súpermódel eiga orðið greiða leið í kvikmyndir og sjónvarp. Starf þeirra hefur aldrei verið jafn áhrifa- ríkt og nú,“ segir módelmamman og ætti að vita hvað hún er að segja eft- ir að hafa starfað við fagið í tæp fimmtíu ár. Eileen Ford þykir ákaf- lega merkileg manneskja og tísku- kóngar heimsins bera mikla virðingu fyrir henni. Hún hefur unnið til verð- launa og m.a. verið valin kona ársins í Bandaríkjunum. Alls staðar í heiminum er gríðarlega mikill áhugi hjá ungum stúlkum að komast í fyrirsætustörf. Það sama er uppi á teningnum hér á landi. ís- lenskum stúlkum hefur gengið ágæt- lega í fyrirsætuheiminum. Sumar hafa gefist upp, enda ákaflega erfitt starf, aðrar hafa starfað við þetta í mörg ár. María Guðmundsdóttir ljós- myndari starfaði t.d. um árabil hjá Ford Models í New York. Þær stúlkur sem vilja taka þátt í Fordkeppninni 1995 ættu að senda myndir af sér þegar í dag eða á morg- un ásamt seðlinum sem hér fylgir og merkja umslagið: Fordkeppnin Helgarblað DV pósthólf 5380 125 Reykjavík Ert þú fyrirsæta ársins? Nafn... Aldur. Heimili................ Símanúmer.............. Póstnr. og staður Hbc^J ........................ ............................... þyngd...................... CfoAo Hefur þú starfað við fyrirsætustörf? Fyllið í réttan reit já □ nei □ Ef svarið er játandi þá hvar........................... Myndirnar sendist til: Ford-keppnin, Helgarblað DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík Gleymið ekki að senda myndir með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.