Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Blaðsíða 10
I
10 LAUGARDAGUR 25. MARS 1995
- segir Rósa Guðný Þórsdóttir, leikari hjá Leikfélagi Akureyrar
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri:
Rósa Guðný Þórsdóttir réðst til
Leikfélags Akureyrar sem fastráðinn
leikari síðla sumars árið 1993 og hef-
ur tekið þátt í nær öilum uppfærslum
félagsins síðan og hlotið lof fyrir
frammistöðu sína. í gærkvöldi frum-
sýndi Leikfélag Akureyrar Djöflaeyj-
una eftir Einar Kárason í leikgerð
Kjartans Ragnarssonar og þar er
Rósa Guðný í eldlínunni. Hún leikur
þar hlutverk Þórgunnar sem er
barnmörg ekkja en Rósa Guðný
bregður sér einnig í önnur smærri
hlutverk í sýningunni.
Flestir þekkja andht leikkonunnar
án efa af sjónvarpsskjánum en hún
var ein af þulum Ríkissjónvarpsins
í nokkur ár. Rósu Guðnýju er greini-
lega lítið um það gefið að ræða þular-
störf sín, enda tilheyra þau fortíð-
inni, svo að við snerum okkur strax
að leiklistinni.
Tíu ár í leiklistinni
„Ég útskrifaðist frá Leiklistarskóla
ríkisins árið 1985 og fram að þeim
tíma að ég fór norður vann ég ýmis
störf við leikhús í lausamennsku,
meðal annars með Leikfélagi Reykja-
víkur, Alþýðuleikhúsinu og Þíbilju.
Síðasta hlutverkið mitt áður en ég fór
til Akureyrar var hlutverk Nóru í
Brúðuheimili íbsens sem Þíbilja
sýndi og svo vildi til að fyrsta hlut-
verk mitt hjá Leikfélagi Akureyrar
var einnig í verki eftir íbsen en það
var hlutverk Regínu í Aftur-
göngum."
Rósa Guðný segir að það sé senni-
lega óskastaðan að vera leikari í
lausamennsku og hafa nóg að starfa.
Hins vegar hafi sú staða komið upp
þegar Leikfélag Akureyrar auglýsti
eftir leikurum til fastráðningar fyrir
tveimur árum að Viðar Eggertsson
hafi verið að taka við sem leikhús-
stjóri og henni hafi litist vel á að fara
norður. „Ég ákvað því að sækja um,
það má eiginlega segja að öryggis-
leysið í lausamennskunni hafi verið
orðið þreytandi og þularstarflö í
Sjónvarpinu hafi á þessum tíma ver-
ið það launaankeri sem ég hafði.“
Hér er ágætt að vera
Rósa Guðný gerði samning við LA
til eins árs í einu og framlengist hann
sjálfkrafa segi hvorugur aðilinn hon-
um upp. En þekkti hún eitthvað til
leikhúsmálanna á Akureyri þegar
hún flutti sig norður?
„Nei, ég hafði að vísu séð sýningar
hjá Leikfélagi Akureyrar en þekkti
ekkert til hér að öðru leyti. En hér
eru margir spennandi leikarar og
ágætt að vera. Það skiptir reyndar
ekki miklu máli hvar maður starfar
ef spennandi verkefni eru í boði og
gott samstarfsfólk.
Spennandi
og krefjandi
Hvað um Djöflaeyjuna sem verið
var að frumsýna í gærkvöldi, er þetta
áhugaverð sýning?
„Þetta er mjög spennandi og kre-
fjandi verkefni að fást við. Það fjallar
um lífið í braggahverfi í Reykjavík
eins og það var eftir stríðsárin og þá
fátækt sem fólkið bjó við. Ég hef ekki
ástæðu til að ætla annað en að lýsing
Einars Kárasonar á lífi þessa fólks
sé nokkuð raunsönn því að margar
persónur í verkinu eiga sér fyrir-
myndir í raunveruleikanum."
Rósa Guðný er sem fyrr sagði í
hlutverki Þórgunnar sem er fyrrver-
andi dægurlagasöngkona. „Hún er
drykkfelld ekkja með íjögur börn
sem á enga að nema nágranna sína
og ræður ekki við örbirgðina og berst
í bökkum. Verkið i heild er að mínu
mati mjög líflegt og það höfðar áreið-
anlega til breiðs hóps fólks og þá
ekki síst til ungs fólks.“
.
Saknar sinna nánustu
Um það hvort Rósa Guðný hyggist
starfa áfram hjá Leikfélagi Akur-
eyrar segir hún: „Það er allt óákveð-
ið ennþá en getur vel komið til greina
hafi báðir aðilar áhuga á því. Ég kann
ágætlega við mig hérna á Akureyri,
hér er fallegt, en veturinn hefur aö
vísu verið ansi snjóþungur. Vissu-
lega sakna ég oft minna nánustu fyr-
ir sunnan og vissulega er meiri ein-
angrun hér en í höfuðborginni og
minna í boði. Ég hef að vísu unnið
með Leikfélagi Menntaskólans, bæði
í fyrra og aftur núna, og við erum
að fara að frumsýna Silfurtunglið
eftir Laxnes innan skamms. Það er
mjög skemmtilegt að starfa með
þessu unga fólki."
Við sleppum ekki leikkonunni án (
þess að minnast aðeins á þularstarf-
ið; telur hún að það hái henni eitt-
hvað að hafa verið orðin „þekkt and- |
lit“ á sjónvarpsskjánum?
„Ég er oft spurð þessarar spurning-
ar. Þaö getur vissulega verið að það j
fari í taugarnar á einhverjum leik-
stjórum að ég hafi verið í þessu starfi.
Ég hef aðeins einu sinni heyrt að
áhorfanda hafi þótt þetta óþægilegt
en sá sagði reyndar síðar að þau
áhrif hafi runnið af honum. Hvað
mig sjálfa varðar flækist það ekkert
fyrir mér að hafa verið þula Sjón-
varpsins í nokkur ár, það var bara
eins og hvert annað starf.“
Rósa Guðný í hlutverki Þórgunnar i Djöflaeyjunni.