Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 25. MARS 1995 Á bak við þennan glugga í Bangkok sitja vændisstúlkur sem bjóða ferða- mönnum „nudd“. lOtil 13 ára á kjötmörkuðum Hræðslan við smit hefur leitt til þess að stúlkurnar, sem neyddar eru til að selja sig, verða sífellt yngri. Á Sinna lOtil 15 körlum á kvöldi Eftirspurnin eftir telpum er meiri en framboðið og fer stöðugt vaxandi. Þess vegna eru um 10 þúsund stúlkur á aldrinum 11 til 13 ára fluttar inn árlega frá nágrannalöndunum Búrma, Laos og Kína. Fyrstu vikuna í Taílandi eru þær í sérstöku afmeyj- unarherbergi í vændishúsunum þar sem þeim er nauðgað til skiptis gegn háu gjaldi. Síðan eiga þær að sinna 10 til 15 viðskiptavinum á kvöldi. Viðskiptavinimir eru oft giftir menn sem síðan smita eiginkonur sínar af hálf milljón smituð af alnæmi Það fyrsta sem leigubílstjórar í Bangkok í Taílandi spyrja ferða- menn um er ekki hvert skuh aka heldur hvort þeir vilji stúlkur, drengi eða börn. Bílstjórarnir geta útvegað allt við vægu verði en geta ekki um aukaverkanirnar, alnæmi sem breið- ist hraðar út í Taílandi en nokkru öðru landi. Talið er að 500 til 700 þúsund Taílendingar séu smitaðir af alnæmi. 35 þúsund hafa þegar veikst. Samkvæmt upplýsingum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar greinast um 200 tilfelli á dag. Við lok aldarinnar mun þriðjungur allra dauðsfalla í Taílandi verða af völdum alnæmis, að því er alnæmissérfræð- ingurinn Vithaysa við Chiang Mai háskólann í Bangkok gerir ráð fyrir. alnæmi. Fyrsta kynlífsreynsla flestra taí- lenskra karla er af vændiskonu. Ekki er óalgengt að þeir eigi viðhald eða heimsæki vændishús tvisvar í viku eftir að þeir hafa gengið í hjónaband. Þegar taílenskir ráðherrar ferðast um land sitt standa þeim til boða fall- egar ungar stúlkur í þeim bæjum sem þeir heimsækja. Þegar gengið er frá viðskiptasamningum bíður bónusinn í leigubílnum eða á hótel- inu. „Bónusinn" er vændiskona sem vinnur hjá viðkomandi fyrirtæki. Þetta er hluti af lífsmynstrinu. Hundruð þúsunda stundavændi Fulltrúi stjórnvalda telur að í Taí- landi stundi á milh 150 og 300 þúsund einstaklingar vændi. Ýmis samtök, sem berjast gegn vændinu, telja að þeir sem selja sig séu á milli 800 þús- und og 2 milljónir. Samtökin benda á að í Taílandi séu 6 til 7 milljónir ólöglegra innílytjenda. Þar séu um 1 þúsund fátækrahverfi eða bæir þar sem íbúamir eru ekki skráðir. Ferðamönnum sem koma til Taí- lands til að eiga kynmök við börn fjölgar stöðugt. Algeng sjón í Taí- landi er miðaldra erlendur ferða- maður með loðinn og sveran hand- legg um mittið á 10 ára gamalli taí- lenskri telpu. Lögreglan lætur stundum til skar- ar skríða en samtökin sem berjast gegn vændi segja lögregluna spillta því mafían teygi anga sína víða. Yfirvöld hafa nú hafið herferð gegn barnavændinu í íjölmiðlum og skól- um til að reyna að breyta viðhorfi bama og foreldra. Einnig á að reyna að bæta lífsskilyrði fátækra bænda í Norður-Taílandi þaðan sem flest börnin koma. Haft hefur verið sam- band við erlend sendiráð í Bangkok og beðið um aðstoð. Það er fullyrt að í Taílandi sé að finna glæsilegustu baðstrendur i allri Asíu. Margir þeirra ferðamanna sem sækja Taíland heim koma þó ekki þangað i þeim eina tilgangi að flatmaga á ströndunum eða skoða fagurlega skreytt musteri. Þeir koma til þess að eiga mök við börn, telpur og drengi á aldrinum 10 til 13 ára. kjötmörkuöum eins og Patpong í Bangkok er algengt að þær séu 10 til 13 ára gamlar. „Það er varla til sá fjölskyldufaðir nyrst í Taílandi sem ekki hefur selt eina eða tvær dætra sinna til um- boðsmanna mafíunnar,“ segir Vanc- hai Julsukont, fulltrúi samtaka sem berjast gegn vændi. Veröið er 40 til 50 þúsund krónur. Stúlkumar eru valdar í fegurðarsamkeppnum í heimahéruðum og síðan lokkaðar til vændishúsanna í Bangkok undir því yfirskini að þar fái þær menntun og vinnu. í sumum bæjum eru engar ungar stúlkur eftir því þær hafa allar verið sendar suöur. Við könnun kom í ljós að í 9 bæjum voru aðeins eftir 5 stúlkur á aldrinum 13 til 14 ára. Hundruð þúsunda stunda vændi í Taílandi: Tíu ára böm á kjötmarkaðn- um í Bangkok
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.