Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 25. MARS 1995 Fréttir Starfsmaði^r Búnaðarbankans sem hagnaðist um tugi milljóna 1 gjaldeyrisviðskiptum: Bankastjórarnir gáf u honum helmings afslátt - gerðu samning og höfðu fulla vitneskju um ásetning starfsmannsins um viðskiptin Starfsmaðurinn sagði við réttarhaldið i gær að hann hefði ávallt stillt sér í biðröð eins og hver annar viðskiptavin- ur eftir að hafa kynnt sér nýjustu gengisskráningarnar frá Reuter. Síðan hefði hann óskað eftir millifærslum á gjaldeyrisreikningum sínum hjá gjaldkera. I réttarhöldum í gær yfir fyrrum yfirmanni hagdeildar Búnaðarbank- ans - sem hefur verið ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og hagnast um 20-25 milljónir króna með því að hafa millifæft gjaldeyri á eigin reikningum samkvæmt upplýs- ingum sem hann komst yíir í bank- anum um skráð gengi - kom fram að tveir af bankastjórum Búnaðar- bankans gerðu samning viö hann um afslátt á kjörum vegna færslnanna. Gjaldeyrismillifærslur mannsins voru samkvæmt þessu gerðar með fullu leyfi og vitund bankastjórnar en hún greip ekki inn í fyrr en menn urðu þess „skyndilega" áskynja, nokkrum misserum eftir samning- inn, að umsvif hans voru oröin miklu meiri en menn gerðu ráð fyrir í upp- hafi - þau voru þá orðin um 40 millj- ónir króna. Maðurinn hagnaðist með því að fylgjast grannt með gengi ákveðinna erlendra gjaldmiðla sem hann keypti og seldi í bankanum og millifærði á eigin reikningum í samræmi við hvað hann taldi hagstæðast hveiju sinni. Sólon Sigurðsson bankastjóri sagði við dómsyfirheyrslu í gær að ljóst væri að .starfsmaðurinn fyrrver- anndi hefði hagnast nyög á gengis- breytingum sem urðu þegar Persa- flóastríðið stóð yfir en kvaðst jafn- framt hafa haft fulla vitneskju um það við upphaf viðskipta starfs- mannsins að hann hefði „verið með andvirði einbýlishúss“ í viöskiptun- um. Gerir þú þetta ennþá? „Aö sjálfsögðu“ Aðspurður sagði ákærði blaða- manni DV við réttarhöldin í gær að „að sjálfsögðu" stundi hann þessi viðskipti enn þá. Fram kom í máli hans og annarra bankastarfsmanna Búnaöarbankans að viðskipti sem þessi, svokölluð spákaupmennska, séu bæði stunduð hér heima og er- lendis og séu lögleg. Maðurinn hætti störfum við bank- ann eftir að bankastjórnin hafði fengið endurskoðanda haustið 1991 til að kanna „hin óvæntu“ umsvif hans með gjaldeyrisreikninga innan bankans. Spurningar dómaranna þriggja í fjölskipuðum dómi bentu eindregið til að málið snúist um hvort manninum hafi verið heimilt í dómsalnum Óttar Sveinsson sem starfsmanni að notfæra sér upp- lýsingar um gjaldeyrisviðskipti og hagnast - á peningum sem annars hefðu væntanlega orðiö gengishagn- aður bankans. Bað Sólon um afslátt og fékk „Um miðjan september (1989) talaði ég við Sólon (Sigurðsson banka- stjóra) og óskaði eftir að fá afslátt á kjörum vegna millifærslnanna. Sól- on taldi sig ekki einfæran um slíka ákvörðun en síðan hitti ég bæði hann og Stefán heitinn Hilmarsson. Ég bryddaði upp á því að ég hefði svo mikinn kostnað af millifærslunum og óskaði eftir niðurfærslu á milli- gengi“ ... „endirinn varð sá að ég skyldi fá þetta fram,“ sagði maðurinn í dómsalnum í gær. Sólon Sigurðsson bankastjóri mætti sem vitni fyrir dóminn og sagði að samningur hefði verið gerð- ur við manninn um að hann fengi að millifæra á kaupgengi í staö svo- kallaðs milligengis sem væri kostn- aðarminna fyrir reikningseigand- ann. Með þessu hagnaðist maðurinn mun meira en ella. Sólon sagði að það væri ljóst að ef viðskipti ákærða hefðu ekki átt sér stað hefði gengis- hagnaður bankans orðið meiri, en minni hjá Seðlabankanum. Fór í biðröð hjá gjaldkera Maðurinn kvaðst iðulega hafa stfilt sér upp í biðröð hjá gjaldkera laust fyrir klukkan ijögur, eins og hver annar viðskiptavinur, og þannig fengið óskum sínum framgengt um millifærslurnar. Áöur haföi hann fylgst með upplýsingaskjá frá Reuter í bankanum sem gaf til kynna skrán- ingu erlendra gjaldmiðla. Hann kvaðst síðan hafa gefið sér ákveðnar forsendur og vinnureglur um hvern- ig hann hagaði kaupum og sölu á innstæðum gjaldeyrisreikninga sinna í bankanum. Mál þetta upphófst í kjölfar blaða- skrifa í Morgunblaðinu og DV. Eftir þau sendi bankaeftirlit greinargerð og var máliö sent lögregluyfirvöld- um. Að rannsókn lokinni var gefin út ákæra. Það var ekki fyrr en á seinni stigum málsins að umræddur samningur og vitneskja bankastjór- anna um viðskipti mannsins komu fram. Engin bótakrafa er lögð fram af hálfu Búnaðarbankans í málinu á hendur ákærða. Blendnar tilflnningar hjá Júlíusi Valssyni í gær: Fékk uppsögnina og nýjan son sama daginn - „eignaðistnýjanskattborgara“enkannarmálarekstur Stuttar fréttir Bætt þjónusta Fjármálaráðherra hefur gert samning við Visa ísland - Greiðsl- umiðlun hf. um rafræn greiðslu- kortaviðskipti. Markmiðlð er aö gefa ríkisstofnunum aukna möguleika á að bæta þjónustu sína og auka fjölbreytni við mót- töku greiöslna. Met útflutningsvika var hjá Eimskip í síöustu viku. Samtals voru flutt út liölega 10.450 tonn meö fjórum áætlunarskipum til 17 hafha í Evrópu og Norður- Ameríku. Löglegir kaf bátar Matsölustaðurinn Subway á ís- landi er heimilt að kalla langlok- ur sínar „kafbáta'1. Dómur þessa efnis féll í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Tilefni málsins var kæra frá Hlöllabátum. Endurskoduðspá Endurskoðuö þjóöhagsspá Þjóöhagsstofhunar gerir ráð fyrir 3% hagvexti í ár. Gert er ráð fyr- ir 2,5% veröbólgu, 4,3 prósent at- vinnuleysi og að þjóðarútgjöldin aukist um 3,6% miöað við 1994. -kaa „Uppsögnin er bara vonbrigði. Hún kom mér hins vegar ekki á óvart eftir það sem mér og ráðherra fór á milli á miðvikudaginn. Hann lýsti því þá yfir að honum fyndist álit ríkislög- manns afgerandi. Það sem ég mun gera núna er að leita mér að vinnu," sagði Júlíus Valsson tryggingayfir- læknir sem sagt var upp starfi sínu í gær í kjölfar nýlegs dóms Héraðs- dóms Reykjavíkur þar sem Júlíus var fundinn sekur um skattsvik. Þrátt fyrir döpur tíðindi.sló Júlíus á létta strengi enda var hann staddur á Fæðingardeiid Landspítalans þar sem kona hans hafði fætt dreng fyrir stundu. „Þetta er nýr skattborgari," sagði Júlíus. Aðspurður um viðbrögð við upp- sögninni sagði Júlíus sjálfsagt að kanna málarekstur þar sem ríkinu yrði hugsanlega stefnt fyrir ólög- mæta uppsögn. „Það er skylda mín, ekki aðeins gagnvart sjálfum mér heldur líka gagnvart öðrum sem hafa lent í þessu. Ég get hins vegar ekki metið framvinduna sjálfur eins og stendur. Það er greinilegt að reynda lögmenn greinir á í þessu máli. Ríkislögmaöur hýtur að hafa eitthvað til síns máls og minn lögmaður hlýtur að hafa það líka,“ sagði Júlíus. Uppsögn heilbrigðisráðherra helg- aðist af áiiti ríkislögmanns sem komst að þeirri niðurstöðu að Júlíus hefði sýnt af sér athæfi sem „telst óhæfilegt, ósæmilegt og ósamrýman- legt stöðu hans“. Með sektargerð Héraðsdóms Reykjavíkur þann 27. febrúar heföi því verið slegið föstu fyrir dómi að hann heföi gerst sekur um þann refsiverða verknað sem að mati ráðuneytisins gerði hann óverð- ugan að gegna stöðu tryggingayfir- læknis. í bréfi ríkislögmanns til ráöherra er ítrekuö sú skoðun að um heföi verið að ræða ásetningsverk hjá Júl- íusi hvað varðar skattalagabrot hans á 17 mánaða tímabili á árunum 1990- 1991. -Ótt Tveir í gæslu- varðhald Tveir menn hafa verið úrskurð- aðir í gæsluvarðhald að kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins eft- ir innbrot i kvikmyndafyrirtæki fyrr i vikunni. í innbrotinu var stolið tækjum aö verðmæti 4 milljónir. Annar mannanna var úrskurð- aður í gaesluvarðhald fram að mánaöamótum vegna rannsókn- arhagsmuna en hinn bæði vegna rannsóknarhagsmuna og í sí- brotagæslu fram í maí. Fyrri úr- skurðurinn var kæröur til Hæstaréttar af hálfu RLR en hinn af manninum sjálfum. -pp Flugfreyjudeilan: Nýtttilboð Flugleiðir gerðu flugfreyjum nýtt tilboö í gær. Flugfreyjur hafa ekki enn svarað því. Mörg þúsund manns eiga hókaö far með Flugleiöum dagana 28. til 30. mars næstkomandi en þá hafa flugfreyjur boðaö verkfall. Yfir- menn Flugleiða hafa lýst því yfir að þeir hyggist gæta öryggismála um borð i ílugvélum félagsins í stað flugfreyja. Þær telja hins vegar aðeins fjóra af yfirmönnum félagsins geta gert þetta og líta á alltannaðsemverkfallsbrot -pp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.