Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 25. MARS 1995 Sviðsljós Isabella Rossellini: Heimtaði að Oldman færi í afvötnun í fyrra lýsti Isabella Rossellini því yfir að hún hefði gefist upp á því að leita að draumaprinsinum. Núna er hún með vangaveltur um að giftast í þriðja sinn. Isabella er sem sé ást- fangin á ný og sá sem nýtur hylli hennar er breski leikarinn Gary Old- man. Þau ætluðu reyndar að ganga í það heilaga um jólin en Isabella frestaði brúðkaupinu því hún vildi að Gary færi í afvötnun, sem hann og gerði. Það var við tökur á kvikmyndinni Immortal Beloved sem þau hittust. í myndinni leikur Gary Beethoven og Isabella ungverska ástkonu hans, greifynjuna Önnu Marie Erdody. Gary, sem er 36 ára, og Isabella, sem er 42 ára, urðu ástfangin og fóru svo leynt með það að samstarfsfólkið kom af ijöllum þegar þau loks greindu frá því. Isabella sætti sig hins vegar ekki við drykkjuvandamál Garys og sagði við hann að þau gætu ekki búiö sam- an nema hann hætti að drekka. Hon- um fannst rómantískt að drekka vín- glas með Isabellu og saknar þess að geta það ekki. Hún kveðst skilja það því þó hún drekki ekki mikið þá finn- ist henni gott að fá sér vínglas með mat. Isabella er ekki vön að gefast upp fvrir erfiðleikum. Þegar Lancome snyrtivörufyrirtækiö sagði upp samningnum við hana, þar sem hún þótti orðin of gömul, fór hún á fund keppinautarins, Lancaster, með hug- myndir sínar. Hún hefur nú starfað hjá Lancaster í um þaö bil tvo mán- uði. Að því er Isabella greinir frá liggur henni ekkert á í hjónaband. Hún á tvö misheppnuð hjónabönd að baki, með kvikmyndaleikstjóranum Mart- Isabella Rossellini og Gary Oldman í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Immortal Beloved. in Scorsese og Jonathan Wiedemann sem er fyrirsæta. Hún var einnig í löngu sambandi með kvikmynda- leikstjóranum David Lynch. Isabella er tveggja barna móðir. Hún eignaðist dótturina Elettru, sem er 11 ára, með Wiedemann og nýlega ættleiddi hún dreng, Roberto, sem er á fyrsta ári. Gary var kvæntur leikkonunum Lesley Manville og Umu Thurman en er barnlaus. Þegar snyrtivörufyrirtækið Lancome sagði upp samningnum við Isabellu Rossellini fór hún til keppinautarins, þýska fyrirtækisins Lancaster. Linda Evans og gríski tónlistar- maðurinn Christoph Yanni. Linda Evans: Forsetafrú í Grikklandi? Linda Evans, sem er oröin 51 árs, er enn yfir sig ástfangin af gríska tónlistarmanninum Chri- stoph Yanni. Þegar Yanni, sem er 11 árum yngri en Linda, hélt tónleika í Aþenu á dögunum var hann hylltur eins og guð. Orð- rómurinn segir aö eftir þessar frábæru viötökur hafi Yanni far- ið aö velta því fyrir sér hvort hann ætti að bjóða sig fram sem forsetaefni. Linda hefur lýst því yfir að þau hafi þekkst í þúsundir ára, þau hafi verið konungshjón til foma. Andlegur ráðgjafi Lindu, Ramt- ha, hefur sagt að sá möguleiki sé fyrir hendi að hún eigi eftir að verða forsetafrú í Grikklandi. Ivana Trump æf út í kærastann Ivana Trump er sögð svo æf yfir því að ítalskur kærasti hennar skuli hafa leyst niður um sig fyrir framan hertogaynjuna af Jórvík að hún er jafnvel að hugsa um að segja honum upp. Atburðurinn átti sér stað á góð- gerðarsamkomu í London. Sjálf stóð Sara Ferguson í þeirri trú að haldið yrði sakleysislegt bingó. Hún trúði ekki sínum eigin augum þegar veislustjórinn bað nokkra karlkyns gesti að sýna á sér leggina. Ivana var í Bandaríkjunum að aug- lýsa bók eftir sig og gat því ekki ver- ið á samkomunni þar sem hún átti að sitja við hliðina á Söru. Hún hafði ekki hugmynd um aö unnustinn, Ric- ardo Mazzuc’chelli, hefði farið í henn- ar stað. Að sögn vina Ivönu rifnaði þakið á húsi hennar næstum af þegar hún sá úrklippur úr bresku blöðunum þar sem greint var frá leggjasýning- únni. Leggjasýningin sem olli uppnáminu. Ivana og kærastinn Ricardo. Ólyginn Stallone hefði flutt frá Los Angeles og væri búlnn að kaupa sér glæsivillu i Miami. Sylvester borgaði 8 millj- ónir dollara fyrir herlegheitin. Jarðskjálftinn i Los Angeles og ástarvandamál urðu tii þess að flýta fyrir flutningnum. ... að kvikmyndaleikkonan Sally Fields hefði átt við matarvanda- mál að stríða í mörg ár. Sally féll nýlega í yfirlið við kvik- myndatökur og var gefið í skyn að hún væri með flensu. Þeir sem til þekkja þykjast vita betur. ... að Clint Eastwood hefði i faðmlögum við unga sjónvarps- fréttaþuiu í heímabæ sfnum, Carmel í Kaliforntu. Á meðan var Frances Fisher, móðir átján mánaða gamallar dóttur Clints, fjarri góðu gamni. jarlsins af Mountbatten og guð- dóttir Karls Bretaprins, tæki upp hanskann fyrir prinsinn. Hún segir ekki hægt að hugsa sér betri guðföður. India, sem er fyr- irsæta hjá Elite í New York, seg- ir Karl meira að segja fylgjast með frama hennar á síðum glanstimaritanna. ... að Tommy Lee gæti varla beðið eftir því að eignast barn með nýrri eiginkonu sinni, Pa- melu Anderson. Núna er rúmur mánuður síðan þau komu ölium á óvart með þvi að ganga i hjónaband i Cancun í Mexikó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.