Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Síða 15
LAUGARDAGUR 25. MARS 1995 Unga kynslóðin horfir bjartsýn fram á veginn og lætur kosningastússið ekki á sig fá. DV-mynd ÞÖK Vinstri stiom? Þegar aðeins tvær vikur eru til kosninga eru línur um líkleg úrslit þeirra og stjómarmynstur að þeim loknum mjög teknar að skýrast. Allt bendir til þess að núverandi stjórnarflokkar missi meirihluta sinn á Alþingi. Þá færi ríkisstjóm Davíðs Oddssonar frá og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins, fengi væntanlega um- boð til stjórnarmyndunar. Hann gæti myndað stjórn með Sjálfstæð- isflokknum eða Þjóðvaka og Al- þýðubandalaginu. Eins og staðan er nú telja margir auknar líkur á því að seinni kosturinn verði fyrir valinu, enda hefur Halldór lýst því yfir að hugur hans stefni til félags- hygaustjórnar. í þessu sambandi er hins vegar athyglisvert að í könnunum, þar sem spurt er um viðhorf kjósenda til stjórnarmynsturs, er mestur áhugi á tveggja flokka stjóm og þá einkum samstjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks. Þjóðvaki í sókn Könnun DV, sem birt var í gær, leiðir í ljós að Þjóövaki, uppreisn- arflokkur Jóhönnu Sigurðardóttir, er á ný í talsverðri sókn. Honum er spáð allt að 8 þingsætum. Staða Alþýðuflokks og Kvennalista er líka að skána, en þó bendir allt til þess að báðir flokkarnir verði fyrir nokkm hnjaski í kosningunum, sá fyrrnefndi gæti tapað allt að þrem- ur þingmönnum. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ekki mælst með minna fylgi síðan í janúar og uppsveiflan í könnunum okkar í febrúar og mars virðist vera að íjara út. Hann gæti tapað allt aö fimm þingsætum gangi kosningaspá DV eftir. Fylgi Framsóknarflokksins er stöðugra og hann virðist ætla aö bæta viö sig tveimur þingmönnum. Könnun Félagsvísindastofnunar, sem Morgunblaðið birti í gær, sýn- ir í stórum dráttum sömu niður- stöður og hjá DV, en taka ber með í reikninginn að könnun DV er nýrri. Aukin harka Yfirbragð kosningabaráttunnar hefur lengst af verið fremur ró- lyndislegt. Þetta hefur verið að breytast undanfama daga. Enginn vafi er á því að aukin harka og skarpari línur munu einkenna bar- áttuna næstu tvær vikurnar. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn getur það verið úrslitaatriði hvað stjórnaraðild varðar að ná sér á skrið á ný. Það væri mikið áfall fyrir flokkinn að tapa fimm þingsætum og nánast öruggt að þá yrði hann utan ríkis- stjórnar næsta kjörtímabil. Ef Þjóðvaki og Framsóknarflokkur fengju á móti samtals tíu nýja þing- menn mundi verða erfitt að standa gegn kröfu um vinstri stjórn. Þjóð- vaki hefur sem kunnugt er útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Vafalaust munu stjórnarflokk- arnir, sérstaklega Sjálfstæðisflokk- urinn, leggja kapp á það aö leysa kennaradeiluna. Sennilega er hún farin að skaða flokkinn. Almenn- ingur virðist að vísu hafa takmark- aöa samúð með kjarakröfum kennarasamtakanna, en mánaöar- lokun skólanna er farin að segja til sín á heimilunum. Pirringurinn virðist fremur bitna á ríkinu sem er þolandi í verkfallinu, en gerend- unum. Fólki finnst að stjómvöld eigi með einhverjum hætti að höggva á hnútinn í deilunni. Það fmmkvæði Davíðs Oddssonar for sætisráðherra að óska eftir miðlun- artillögu sáttasemjara kann að verða Sjálfstæðisflokknum til framdráttar, þ.e.a.s. ef miðlunartil lagan kemur fram á annað borð og deilan leysist um helgina eða í byrj- un næstu viku. Verður fróðlegt að sjá skoðanakannanir í framhaldi af því. Ókostirfjöl- flokka stjómar Sem fyrr segir virðast kjósendur Laugardags- pistiUiim Guðmundur Magnússon fréttastjóri hafa mestan áhuga á því að tveggja flokka stjóm taki við að kosningum loknum. Þaö sýnir áreiðanlega að menn vilja framhald þess stöðug- leika sem hér er kominn á í efna- hagslífinu. Það sýnir líka að kjós- endur gera sér grein fyrir því að margra flokka stjórnir ná síður árangri en tveggja flokka. Almennir kjósendur eru ekki ein- ir um þessa skoðun. Þegar rætt er einslega við forystumenn og áhrifamenn flokkanna kemur í ljós að þeir em sama sinnis. Þeir hafa ótrú á margra flokka stjómum. Þeir telja að þær nái engum ár- angri. Og þaö er athyglisvert að innan allra félagshyggjuflokkanna svonefndu, nema Þjóðvaka, er sú óskhyggja mjög áberandi að hægt verði að mynda tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokknum, sem allir líta á sem kjölfestuna í stjórnmálakerfinu. Samkvæmt könnun DV er Framsóknarflokk- urinn einn um að geta það. Innan flokksins er vissulega áhugi á slíku samstarfi, en þar er líka áhugi á stjórnarforystu í félagshyggju- stjórn. Og eigi hinir félagshyggju- flokkarnir ekki möguleika á að komast í stjórn með Sjálfstæðis- flokknum er öruggt að þeir munu leggja ofurkapp á að fá Framsókn til liðs við sig. Þegar öllu er á botn- inn hvolft snúast stjórnmál um það að ná völdum og menn horfa þá hiklaust fram hjá því að það geti orðið á kostnað ýmissa æskilegra þjóðfélagslegra markmiða. Efasemdir um Framsókn Reyndar er það ekki einu sinni víst að Sjálfstæðisflokkurinn treysti sér til samstarfs við Fram- sóknarflokkinn þótt það yrði í boði og eini tveggja flokka stjórnarkost- urinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf komið illa út úr samstjórn með Framsókn og ekki beinlínis björgulegt aö fara inn í slíka stjóm eftir að hafa tapað fimm þingmönn- um. Skynsamlegra væri þá, segja ýmsir í flokknum, að ná vopnum sínum á ný í stjómarandstöðu. Komi Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar vel út úr kosningunum er stjóm með Framsókn líklega inni í myndinni. Um þetta er þó skiptar skoðanir innan flokksins. Sumir vflja helst áfram núverandi sam- starf við Alþýðuflokkinn, en tæpast verður það í boði. Aðrir - þar á meðal miklir áhrifamenn í flokkn- um - kjósa samstarf við Alþýðu- bandalagið. Það væri ekki einfalt í framkvæmd en væri óneitanlega talsverð nýbreytni í stjórnmálum. Samkvæmt skoðanakönnununum er þessi möguleiki þó ekki fyrir hendi sem stendur. Líkir flokkar Verði vinstri stjórn þriggja eða fjögurra flokka niðurstaða alþing- iskosninganna er ekki viö því að búast að algjör kollsteypa verði í landsstjórninni. Sannleikurinn er auðvitað sá að stjórnmálaflokkam- ir eru hver öðrum líkir og hafa all- ir tilhneigingu til að fylgja einhvers konar miðjustefnu. Enginn flokk- anna hefur lengur á stefnuskrá sinni stórfelldar þjóðfélagsbreyt- ingar. Og það er eftirtektarvert að þegar kosningastefnuskrár flokk- anna eruvandlega skoðaðar kemur í ljós að flest ef ekki öll stefnuatriði em mátulega óljóst orðuð - vænt- anlega til þess að hægt sé að semja um þau eða fresta þeim verði stjórnarþátttaka ofan á. Þetta þýðir þó ekki að það sé ná- kvæmlega sama hvaða flokka menn kjósa. Vinstri stjórn mundi væntanlega hækka skatta og auka íhlutun ríkisvaldsins í ýmis mál- efni. Stjórn undir forystu Sjálf- stæðisflokksins væri fremur treystandi til að halda skattahækk- unum í skefjum og leyfa einka- framtakinu að njóta sín. Kosturinn við tveggja flokka stjórn - óháð því hvort hún er vinstri stjóm eða ekki - er sá að innan hennar er auðveldara að ná niðurstöðu og fylgja henni eftir heldur en í fjölflokka stjórn. Slíkri stjóm fylgir stöðugleiki í þjóðfélag- inu. Að sama skapi er hætt við því að hrossakaup og endalausar mála- miðlanir setji mark sitt á margra flokka stjóm. Kannski væri því æskilegast að stjórnmálin hér á landi þróuðust í þá átt að kjósendur ættu val um tvo höfuðflokka og tvær höfuðstefnur líkt og gerðist í borgarstjómarkosningunum í Reykjavík í fyrra. Enn virðist þó langt í land að sú þróun verði á landsmálavettvangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.