Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1995, Síða 24
LAUGARDAGUR 25. MARS 1995 Á bak við þennan glugga í Bangkok sitja vændisstúlkur sem bjóða ferða- mönnum „nudd“. lOtil 13 ára á kjötmörkuðum Hræðslan við smit hefur leitt til þess að stúlkurnar, sem neyddar eru til að selja sig, verða sífellt yngri. Á Sinna lOtil 15 körlum á kvöldi Eftirspurnin eftir telpum er meiri en framboðið og fer stöðugt vaxandi. Þess vegna eru um 10 þúsund stúlkur á aldrinum 11 til 13 ára fluttar inn árlega frá nágrannalöndunum Búrma, Laos og Kína. Fyrstu vikuna í Taílandi eru þær í sérstöku afmeyj- unarherbergi í vændishúsunum þar sem þeim er nauðgað til skiptis gegn háu gjaldi. Síðan eiga þær að sinna 10 til 15 viðskiptavinum á kvöldi. Viðskiptavinimir eru oft giftir menn sem síðan smita eiginkonur sínar af hálf milljón smituð af alnæmi Það fyrsta sem leigubílstjórar í Bangkok í Taílandi spyrja ferða- menn um er ekki hvert skuh aka heldur hvort þeir vilji stúlkur, drengi eða börn. Bílstjórarnir geta útvegað allt við vægu verði en geta ekki um aukaverkanirnar, alnæmi sem breið- ist hraðar út í Taílandi en nokkru öðru landi. Talið er að 500 til 700 þúsund Taílendingar séu smitaðir af alnæmi. 35 þúsund hafa þegar veikst. Samkvæmt upplýsingum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar greinast um 200 tilfelli á dag. Við lok aldarinnar mun þriðjungur allra dauðsfalla í Taílandi verða af völdum alnæmis, að því er alnæmissérfræð- ingurinn Vithaysa við Chiang Mai háskólann í Bangkok gerir ráð fyrir. alnæmi. Fyrsta kynlífsreynsla flestra taí- lenskra karla er af vændiskonu. Ekki er óalgengt að þeir eigi viðhald eða heimsæki vændishús tvisvar í viku eftir að þeir hafa gengið í hjónaband. Þegar taílenskir ráðherrar ferðast um land sitt standa þeim til boða fall- egar ungar stúlkur í þeim bæjum sem þeir heimsækja. Þegar gengið er frá viðskiptasamningum bíður bónusinn í leigubílnum eða á hótel- inu. „Bónusinn" er vændiskona sem vinnur hjá viðkomandi fyrirtæki. Þetta er hluti af lífsmynstrinu. Hundruð þúsunda stundavændi Fulltrúi stjórnvalda telur að í Taí- landi stundi á milh 150 og 300 þúsund einstaklingar vændi. Ýmis samtök, sem berjast gegn vændinu, telja að þeir sem selja sig séu á milli 800 þús- und og 2 milljónir. Samtökin benda á að í Taílandi séu 6 til 7 milljónir ólöglegra innílytjenda. Þar séu um 1 þúsund fátækrahverfi eða bæir þar sem íbúamir eru ekki skráðir. Ferðamönnum sem koma til Taí- lands til að eiga kynmök við börn fjölgar stöðugt. Algeng sjón í Taí- landi er miðaldra erlendur ferða- maður með loðinn og sveran hand- legg um mittið á 10 ára gamalli taí- lenskri telpu. Lögreglan lætur stundum til skar- ar skríða en samtökin sem berjast gegn vændi segja lögregluna spillta því mafían teygi anga sína víða. Yfirvöld hafa nú hafið herferð gegn barnavændinu í íjölmiðlum og skól- um til að reyna að breyta viðhorfi bama og foreldra. Einnig á að reyna að bæta lífsskilyrði fátækra bænda í Norður-Taílandi þaðan sem flest börnin koma. Haft hefur verið sam- band við erlend sendiráð í Bangkok og beðið um aðstoð. Það er fullyrt að í Taílandi sé að finna glæsilegustu baðstrendur i allri Asíu. Margir þeirra ferðamanna sem sækja Taíland heim koma þó ekki þangað i þeim eina tilgangi að flatmaga á ströndunum eða skoða fagurlega skreytt musteri. Þeir koma til þess að eiga mök við börn, telpur og drengi á aldrinum 10 til 13 ára. kjötmörkuöum eins og Patpong í Bangkok er algengt að þær séu 10 til 13 ára gamlar. „Það er varla til sá fjölskyldufaðir nyrst í Taílandi sem ekki hefur selt eina eða tvær dætra sinna til um- boðsmanna mafíunnar,“ segir Vanc- hai Julsukont, fulltrúi samtaka sem berjast gegn vændi. Veröið er 40 til 50 þúsund krónur. Stúlkumar eru valdar í fegurðarsamkeppnum í heimahéruðum og síðan lokkaðar til vændishúsanna í Bangkok undir því yfirskini að þar fái þær menntun og vinnu. í sumum bæjum eru engar ungar stúlkur eftir því þær hafa allar verið sendar suöur. Við könnun kom í ljós að í 9 bæjum voru aðeins eftir 5 stúlkur á aldrinum 13 til 14 ára. Hundruð þúsunda stunda vændi í Taílandi: Tíu ára böm á kjötmarkaðn- um í Bangkok

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.