Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Side 10
10
>
Lítill og nettur
Creda þurrkari
19.900#"
Tekur 3 kg. af þvotti
Upphengisett
kr. 850,00
Umboðsmenn
um Innd allt
RflFTffKJflUERZLUN ÍSLflNDS If
Skútuvogi 1 b, 104 Reykjavík. Sími 568 8660
Verkamannafélagið Dagsbrún
Orlofshús 1995
Umsóknareyðublöð um dvöl í orlofshúsum félagsins í
sumar verða afhent á skrifstofu félagsins að Lindargötu
9 frá og með þriðjudeginum 18. apríl nk.
Umsóknum skal skilað aftur á sama stað eigi síðar en
3. maí.
Húsin eru:
2 hús í Svignaskarði, Borgarfirði
1 hús í Flókalundi, Vatnsfirði
3 íbúðir á Akureyri
2 hús á Illugastöðum, Fnjóskadal
2 hús á Einarsstöðum á Héraði
5 hús í Ölfusborgum
1 hús í Úthlíð í Biskupstungum
1 hús í Hvammi í Skorradal
Þeir sem ekki hafa fengið sumarhús sl. fimm ár hafa for-
gang með úthlutun.
Vikuleigan er kr. 7.000 nema í Hvammi, kr. 10.000.
Verkamannafélagið Dagsbrún
HÚS & GARÐAR
fÆÆÆÆSsssssjrsjsjsssfssjrjffSfjrjrÆ.
Aukablað
HÚS OG GARÐAR
Miðvikudaginn 26. apríl nk. mun aukablað um
hús og garða fylgja DV.
Meðal efnis:
• Klippingar
• Gróðursetning
• Áburðargjöf
• Geitungar
• Matjurtagarðurinn
• Umhirða og skipting fjölærra plantna
Þeir auglýsendur sem hafa hug á að auglýsa í
þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við
Fríðu Sjöfn Lúðvíksdóttur, auglýsingadeild DV,
hið fyrsta í síma 632721.
Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur aug-
lýsinga er föstudagurinn 21. apríl.
ATH.I Bréfasími okkar er 632727.
Útlönd
ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1995
Ferja í erfiðleikum á Ermarsundi:
300 björguðust
úr sjávarháska
„Fólkið var mjög skynsamt, það
héít ró sinni og fylgdi fyrirmælum,"
sagði einn þeirra 307 farþega sem
þjargað var frá borði ferjunnar Saint
Malo í gær. Ferjan lenti í erfiðleikum
um stundarfjórðungi eftir að hafa
lagt úr höfn á Ermarsundseyjunni
Jersey. Skipstjórinn sendi þá út
neyðarkall og skipaði öllum að fara
frá borði. Nærhggjandi skip voru
fljót til aðstoðar og tókst björgunin
giftusamlega. Alhr komust lífs af en
sautján eru slasaðir.
Ekki er vitað hvað olh því að gat
kom á Saint Malo en við það hallað-
ist ferjan á vinstri hliðina. Þrátt fyrir
úfinn sjó gekk björgunarstarfið vel
eins og fyrr segir. Önnur ferja, sem
kom til aðstoðar, gat siglt upp að hhð
Saint Malo en þar klifruðu farþeg-
arnir yfir borðstokkinn til að komast
í öruggt skjól.
Björgunin tók um klukkustund og
Paul Mimmack, talsmaður hafnaryf-
irvalda í Jersey, gerði ekki mikið úr
henni. Hann sagði að hún hefði verið
skipuleg og að margir farþeganna
hefðu ekki einu sinni blotnað í fæt-
urna. Flestir farþeganna um borð
voru Þjóðverjar, eða 185. Hinir slös-
uðu voru fluttir til St Helier á Jersey
en sex þeirra höfðu beinbrotnað.
Eftir óhappið í gær var Saint Malo
dregin aftur til Jersey. Ferjan, sem
er í eigu franskra aðila, siglir á milli
eyja í Ermarsundi og hafnar í Frakk-
landi sem heitir einnig Saint Malo.
Reuter
. ....
Björgunarmenn vinna að þvi að koma taug í frönsku ferjuna Saint Malo i gær en að því búnu var hún dregin aftur
til Jersey. Meira en 300 manns voru í ferjunni þegar hún lenti í erfiðleikum en allir komust lífs af.
Þrír fórust í gas-
sprengingu
„Vitað er að þrír hafa látist og ell-
efu eru á sjúkrahúsi, þar af nokkrir
mjög alvarlega slasaðir," sagði lög-
reglumaður í pólsku borginni
Gdansk eftir mjög öfluga gasspreng-
ingu þar í gær. „En það gætu fleiri
verið í húsarústunum," bætti hann
við.
Sprengingin varð í tíu hæða blokk
en íbúar þar höfðu fundið gaslykt og
látið viðeigandi yfirvöld vita. Von
var á sveit manna til að kanna málið
en hún kom ekki fyrr en of seint.
Við sprenginguna eyðilögðust þrjár
neðstu hæðirnar en að sögn björgun-
armanna mátti allt eins búast viö því
að byggingin hryndi til grunna.
í blokkinni voru 78 íbúðir og gekk
þokkalega að rýma þær en von var
á sérstökum búnaði, sem á að koma
í veg fyrir hrun hússins, með hraði
frá Varsjá. Að sögn björgunarmanna
var nauðsynlegt að búnaðurinn
kæmi fljótlega því að byggingin hall-
aöist um einn millímetra á hverjum
fimm mínútum. Reuter
Poppstjarnan- stendur enn í
máiaferlum við Sony.
GeorgeMichael
söngáný
Nýjasta smáskífan frá poppgoð-
inu George Michael hljómaði á
öldum ljósvakans um helgina.
Það var útvarpsstöðin Capital FM
í London sem lék lagið en það
heitir Jesus for a Child.
Þessi uppákoma útvarpsstöðv-
arinnar vakti mikla athygli en
George Michael hefur staðið í
löngum málaferlum við Sony sem
hann er samningsbundinn. Af
þeim sökum hefur tónhstarmað-
urinn haft frekar hljótt um sig á
tónlistarsviðinu og aðdáendur
hans hafa oröið að sýna mikla
þolinmæði.
Ekki er þó við því að búast að
hið sex mínúfna langa lag hljómi
aftur í bráð því að George Micha-
el gaf bara leyfi fyrir því að Jesus
for a Child yrði spilað einu sinni.
Ástæðan fyrir leyfmu var sú að
hér var á ferö íjársöfnun fyrir
bágstödd börn.
Uppákoman færði fyrrnefndri
söfnun um 7 milijónir islenskra
króna en af þeirri upphæð lagði
hinn 31 árs gamli tónlistarmaður
til þrjár milljónir. Reuter
Sviptingar í Suður-Afríku:
Winnie Mandela
sagðiafsér
Winnie Mandela sagði af sér ráð-
herraembætti í gær, degi áður en
uppsögn hennar átti að koma til
framkvæmda.
Winnie, sem hefur haft með
menningarmálin að gera, fékk
reisupassann formlega á fóstudag-
inn langa þótt ákvörðunin ætti ekki
að taka gÚdi fyrr en í dag.
Þetta er í annað sinn sem þessi
fyrrverandi eiginkona Nelsons
Mandela forseta er rekin úr sama
starfinu en í fyrra skiptið var hætt
við brottreksturinn. Nú mun Nel-
son hafa fulla heimild fyrir upp-
sögninni og mun hún því standa.
Ekki er vitað nákvæmlega hvað
býr að baki ákvörðun forsetans en
í tilkynningu frá Winnie í gær sagð-
ist hún nú ætla að snúa sér að enn
mikilvægari málum.
Reuter