Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Page 4
4 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 Fréttir Japönsk útgerð vill veiða túnfisk í íslenskri lögsögu: Lagastoð skortir til að leyfa veiðarnar „Okkar útgangspunktur í málinu er sá að vilji aðrar þjóðir leggja í þetta peninga þá fógnum við því. Það er gífurlega dýrt að senda skip til rannsókna, kostar líklega á aðra milljón á dag. Það var þó algjört skil- yrði í okkar umsögn að við fengjum að fylgjast með og fengjum allar upp- lýsingar um þessar veiðar," segir Jóhann Sigurjónsson, aðstoðarfor- stjóri Hafrannsóknastofnunar, vegna umsóknar japanskrar útgerö- ar um að fá að veiða túnfisk syðst í íslenskri lögsögu. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í - túnfiskur hefur veiðst við landið síðan á stríðsárum sjávarútvegsráðuneytinu, segir að umsókn Japananna hafi verið hafn- að þar sem íslensk lög heimili ráðu- neytinu ekki aö gefa slíkar heimildir. „Það barst óformleg fyrirspum frá japönsku útgerðarfyrirtæki, sem hafði verið við veiðar við Nýfundna- land, um það hvort þeir mættu veiða inni í okkar lögsögu. Samkvæmt ís- lenskum lögum er vart heimilt að leyfa erlendum skipum að veiða í landhelginni nema með samningum við hlutaðeigandi ríki. Þeir buðu pró- sentur af afla eða veiðileyfagjald fyr- ir aðgang að lögsögunni. Við emm ekki með milliríkjasamning við Jap- ana á sömu nótum og Færeyinga og Belga,“ segir Jón. Samkvæmt heimildum DV er um- sókn Japananna tilkomin vegna þess að skip japönsku útgerðarinnar taldi sig sjá á eftir túnfisktorfu inn í ís- lenska lögsögu, við 200 sjómílna mörkin suður af landinu. Túnfiskur er ekki óþekkt fyrirbæri við ísland því hans varð vart á síldveiðum aust- ur af landinu á sjöunda áratugnum. Jón B. Jónasson segist hafa verið á síldveiðum þá og muni eftir nokkr- um fiskum. „Við fengum haustið 1966 eða 1967 nokkra túnfiska í nótina. Þetta voru stórir fiskar og ég man að það fengu fleiri bátar túnfisk á þessum tíma,“ segir Jón. Jakob Jakobsson, forsljóri Haf- rannsóknastofnunar, kannaðist við að túnfiskur hefði veiðst með síldinni á Rauða torginu, hann segist líka muna eftir því á stríðsáranum að túnfiskur hafi veiðst inni á Vopna- firði. Jakob segir að þegar sjór kóln- aði hér við land um 1965 hafi túnfisk- urinn horfið að mestu. „Þaö varð alltaf öðru hvoru vart við túnfiskinn á hlýviðrisskeiðinu sem stóð frá 1920 til 1965. Ég veit ekki til þess að hans hafi orðið vart síðan,“ segir Jakob. Gunnar Jónsson, fiskifræðingur hjá Hafró, sem heldur utan um það hvaða fisktegundir veiðast hér við land, segir túnflskinn vera mjög sjaldgæfan. „Þetta er flækingsfiskur hér við land og hans verður vart öðra hvora. Það hefur þó ekki gerst í neinum mæh. Við höfum spurnir af einum og einum fiski," segir Gunnar. -rt Óku vélsleðum fram af 15 metra snjóhengju: Annarhand- leggsbrotnaði og marðist „Við ókum þarna fram af hengju sem hafði myndast og ég giska á að fallið hafi verið um 15 metrar. Gísli ók á undan og fór fram af og ég strax á eftir. Ég náði að beygja snögglega áður en ég fór fram af en ef það hefði ekki tekist hefði ég líklega lent ofan á Gísla. Við það að beygja missti ég jafnvægið. Ég lenti í brattanum og önnur höndin á mér hefur líklega lent undir sleðanum og brotnað við það. Svo kastaðist ég í grjót sem var þarna í gilbarminum og án efa hefur hjálmur, sem ég var með á höfðinu, bjargað lífi mínu,“ segir Viðar Daní- elsson. Viðar var á ferð viö þriðja mann, Árna Gunnarsson verkfræðing og Gísla Einarsson lækni, á vélsleða á sumardaginn fyrsta á leið í Dalakof- ann við upptök Markarfljóts. Allir eru þeir vanir vélsleðaferðalögum og ók Viðar í kjölfar Gísla. Gísli virðist hafa verið með snjóblindu því hann ók fram af hengjunni sem Viðar tal- aði um. Gísli marðist talsvert og skrámaðist en slapp við beinbrot. Viðar féll svo á eftir eins og hann lýsti hér aö framan. Hægt er að aka niður í gilið á öðr- um stað og var Viðar fluttur á sleða upp á flatlendið. Þar komst Gísh að þeirri niðurstöðu að best væri að óska eftir aðstoö þyrlu th að flytja Viðar til aðhlynningar en þeir vora með farsíma meðferðis. Slysið átti sér stað um klukkan 11 um morgun- inn og lenti þyrlan um klukkan 14 við Borgarspítalann þar sem Viðar liggur nú. Auk handleggsbrotsins maröist Viðar talsvert en einnig kennir hann eymsla í hálsi öxl. „Gísli er læknir og það var mjög gott. Maður passar sig að slasast við réttar aðstæður,“ segir Viðar. -PP Viðar liggur nú á Borgarspítala. Hann segist kunna að slasa sig við réttar aðstæður enda var læknir með i för þegar slysið varð. DV-mynd ÞÖK Maðurinn sem var ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem yfirmaður hagdeildar: Búnaðarbankamaðurinn var alfarið sýknaður - leyndi yfirmenn sína engu og misnotaði aðstöðu sína á engan hátt „Af því sem nú hefur verið rakið er ljóst að ákærði misnotaði á engan hátt aðstöðu sína né stöðu sem starfsmaður bankans við ofan- greindar mihifærslur sínar og leyndi yflrmenn sína í engu viðskiptum sín- um við bankann með gjaldeyri, þvert á móti geröi hann sérstakt sam- komulag um afsláttarkjör vegna millifærslnanna. Hefur hann því á engan hátt gerst sekur um brot gegn 249. gr. né 139. gr. hegningarlaga." Þetta var niðurstaða fjölskipaðs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í gær sem sýknaði fyrrum yfirmann hag- deildar Búnaðarbanka af sakargift- um um umboðssvik og brot í opin- beru starfi með því að hafa misnotað aðstöðu sína og hagnast um 20-25 milljónir króna meö mhlifærslum á gj aldeyrisreikningum hans í bank- anum á tveggja ára tímabili. Ríkis- sjóður er látinn bera allan sakar- kostnað í máhnu, þar með tahn 100 þúsund króna málsvarnarlaun skip- aðs verjanda mannsins. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að maðurinn hefði farið í bið- röð eins og hver annar viðskiptavin- ur og hefði engrar sérstöðu notið sem starfsmaður þegar hann óskaöi eftir mhlifærslum á gjaldeyrisreikning- um sínum. Upplýsingarnar sem hann notfærði sér th að kanna hvaða gjaldmiðla væri hagstæðast að eiga hveiju sinni hefðu ekki verið neitt trúnaöarmál innan bankans - fjöldi viðskiptamanna hefði getað notfært sér þær eins og ákærði og þær hefðu verið tiltækar fyrir hvern sem var. Ekkert þótti heldur fram komið í málinu sem benti th að maðurinn hefði notaö vinnutíma sinn í öflun upplýsinganna, þvert á móti hefðu yfirmenn bankans, sem báru vitni í máhnu, borið að hann heföi stundað vinnu sína með eðhlegum hætti. Upphaf viðskiptana varð þegar maðurinn seldi danska sendiráðinu einbýlishús sitt. Greiðsluna fékk hann í dolluram. Hreinar innborgan- ir á reikninga hans voru um 12 millj- ónir króna. Maðurinn gerði sam- komulag við bankastjórana Sólon Sigurðsson og Stefán heitinn Hilm- arsson um að fá afslátt á millifærsl- um. Sólon bar fyrir dómi að skyndi- lega heföi bankinn gert sér grein fyr- ir að innstæður á reikningum mannsins voru orönar um 40 mhlj- ónir króna. Ingibjörg Benediktsdóttir héraðs- dómari var dómsformaður í máhnu en með henni dæmdu Pétur Guð- geirsson héraðsdómari og Siguröur H. Pálsson, lögghtur endurskoðandi. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.