Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1995, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 21 Skák Lausnir á skákþrautum Páskaþrautimar komu úr ýmsum áttum en flestar mætti nefna sígild- ar. Eldri lesendur hafa e.t.v. kannast viö tvær fyrstu sem eru fengnar úr bæklingnum „Nokkur skákdæmi og tafllok eptir Samuel Loyd og fleirl“ sem prentaöur var fyrir Taflfélag Reykjavíkur í Flórens árið 1901. Fyrsta staðan er einfold og var ætluð til upphitunar: 1. Joseph Potter Hvítur mátar í 2. leik. Eftir 1. Rc8! Kxc8 2. Da8 er svartur mát. 2. Theodore M. Brown Hjálparmát í 2. leik. Já, hjálparmát, sem byggist á því að knýja andstæðinginn til þess að máta. I texta með þrautinni í áður- nefndum blöðungi segir: „Hvítt leik- ur og neyöir svart til að máta í 2. leik.“ Lausnarleikurinn er 1. Dd6 og áfram teflist 1. - Ke3 2. Hb3+ Bxb3 mát, eða 1. - Kc3 2. Hf3+ Bxf3 mát. 3. W. Holzhausen Hvítur leikur og mátar í 4. leik. Þessi þraut er eftir þekktan þýskan skákdæmakóng, samin árið 1908. Stefið, sem lausnin byggist á, hefur verið nefnt eftir höfundinum: 1. Hf8! Hxf8 2. Rdl Haf5 3. Rf2 + Hxf2 4. Rg5 mát. 4. G. Sonntag Hvítur leikur og vinnur. Hér strandar 1. h8 = D dl = D 2. He5+ á 2. - Bc5! en með því að snúa leikjunum við nær hvítur óstöðvandi kóngssókn: 1. He5+! dxe5 Ef nú 1. - Bc5, þá 2. Hd5 og vinnur. 2. h8=D dl=D 3. Dxe5+ Kb6 4. Db8+ Kc6 5. Dc8+ Kb6 6. a5+! Kxa5 7. Dc7+ Ka6 8. Dc6+ Ka5 9. Db5 mát. 5. V. Halberstadt Hvitur leikur og vinnur. Þótt riddarar séu á borðinu vinnur hvítur eins og hann væri að tefla peðsendatafl. Þetta er lærdómsríkt, enda einkennir riddaraendatöfl að ekki er hægt að „vinna leiki“. Hvítur þarf bersýnilega að nálgast frelsingjann á c7 með kóngnum en kemst ekki beinustu leið. Ef 1. Kb4? Rd5+ og peðið fellur. Eða 1. Kb3 Kxf3 2. Kc2 Ke2! og svartur nær and- spæninu og hvítur kemst ekk'ert áleiðis. Lausnin er 1. Kb2! Kxf3 2. Kcl! Kf4 eða 2. - Ke3? 3. Rc4+! og vinnur, eða 2. - Ke2 3. Kc2 (andspænið!) Kf3 4. Kd3 o.s.frv. 3. Kc2! Hins vegar ekki 3. Kd2? Ke5! með jafntefli. 3. - Kg5 4. Kd3 KfB 5. Kd4 Ke6 6. Kc5 Og hvitur vinnur létt. Umsjón Jón L. Árnason 6. A. Gurvits Hvítur leikur og vinnur. Þessi þraut er samin árið 1930 eins og fimmta þrautin og var ein af eftir- lætisþrautum Mikhails Tals, fyrr- verandi heimsmeistara. Fyrsti leikurinn er 1. R6c7! sem hótar 2. Bb6 mát. Eftir 1. - al = R+ ■2. Kb2 virðist öllu lokið því að ef ridd- arinn í hominu fellur vinnur hvítur með þremur léttum mönnum gegn biskup. En nú lumar svartur á snjallri leið: 2. - Rb3! 3. Kxb3 Be3! Ef nú 4. Bxe3 er svartur patt og skákin jafntefli. 4. Bh2! Bgl! 5. Bf4! Be3 6. Rb6!! Rúsínan í pylsuendanum. Ef 6. - Bxb6 7. Bd2 mát; ef 6. - Bxf4 7. Rc4 mát og loks ef 6. - Kxb6 7. Rd5+ og næst 8. Rxe3 og síðan mátar hvítur með biskup og riddara. Úrslitakeppni svæðamótsins Um helgina lýkur úrslitakeppni Norðurlanda- og svæðamótsins þar sem Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafs- son, Jonathan Tisdall, Rune Djurhu- us, Lars Bo Hansen og Pia Cramling tefla um þriðja sætið sem gefur þátt- tökurétt á millisvæðamóti. Keppnin fer fram á Grand Hótel Reykjavík, sem áður var Holiday Inn, en þar eru frábærar aðstæður jafnt fyrir keppendur sem áhorfend- ur. Samhliða mótinu fer fram einvígi Margeirs Péturssonar og skákfor- ritsins „Chessica“frá TASC sem er fyrsta opinbera einvígi íslensks stór- meistara og skákforrits. Chessica er öflugt Windows-forrit, þægilegt í notkun og gefur það öflugustu PC- skákforritum ekkert eftir. Sprint símakortafyrirtækið, eitt af þremur stærstu íjarskiptafyrirtækj- um Bandaríkjanna og samstarfsaðili VISA í VISAPhone þjónustukerfinu, kostar mótið ásamt Grand Hótel Reykjavík. Ástæða er til að hvetja áhorfendur til þess að koma og fylg- ast með skemmtilegri keppni. Næst- síðasta umferðin hefst í dag, laugar- dag, kl. 16 og lokaumferðin á morgun kl. 13. AÐALFUNDUR MG-félag íslands heldur aðalfund laugardaginn 29. apríl kl. 14.00 í Gerðubergi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Talmeinafræðingurinn Þóra Másdóttir talar um kynningarörðug- leika. MG-félag íslands er félag sjúklinga með Myasthenia Gravis (vöðvaslensfár) sjúkdóminn svo og þeirra sem vilja leggja málefn- inu lið. Mjúkir - leðurfóðraðir - leðurskór. BREIÐIR OG NORMAL Kr. 4.495 Útsölustaðir: Reykjavík, Skóstofan Össur, Glæsiskórinn Glæsibæ, Innrömmun og hannyrðir, Þönglabakka 6. Kópavogur: Skóbúð Kópavogs. Hafnarfjörður: Skóhöllin. Keflavík: Skóbúð Keflavíkur. Akranes: Betri búðin. Borgarnes: Skób. Borg. Isafjörð- ur: Skóhornið. Sauðárkrókur: Kf. Skagfirðinga. Akureyri: Skóhúsið. Húsavík: Skó- búð Húsavíkur. Egilstaðir: Krummafótur, Kf. Héraðsbúa. Neskaupstaður: Kf. Fram. Höfn Hornafirði: KASK. Qkuskóli Islands MEIRAPRÓF AUKIN ÖKURÉTTINDI Síðasta námskeið vetrarins fyrir aukin ökuréttindi hefst þriðjudaginn 2. maí kl. 18.00. Staðgreiðsluverð er kr. 77.000, auk prófgjalds til umferðarráðs kr. 18.000 Innritun stendur yfir. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 5683841 Ökuskóli íslands Dugguvogi 2, 104 Reykjavík, sími 5683841

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.