Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Side 4
4
LAUGARDAGUR 6. MAl 1995
Fréttir
DV
Fjárfestingar útlendinga í íslensku atvinnulífi:
Megum ekki láta
gleypa okkur
- segir Finnur Ingólfsson, iðnaöar- og viðskiptaráðherra, í DV-yfirheyrslu
DV-mynd GVA
Sverrir Hermannsson, banka-
stjóri Landsbankans, segir þig flón
i umræðunni um vaxtamál? Vext-
irnir hækkuðu þrátt fyrir að þú
teldir tilefni til vaxtalækkunar. Er
ekki eitthvað til í þessu hjá Sverri?
„Þrýstingur á vextina hafði verið
að aukast, einkum af pólitískum
ástæðum. Tilboðum í spariskírteini
ríkissjóðs haföi ekki verið tekið um
nokkurra vikna skeið. Markaður-
inn vildi ekki viðurkenna þau.
mörk sem ríkisstjómin setti. Nú
hefur allri óvissu verið eytt enda
hefur tekið við völdum traust ríkis-
stjóm sem hefur einsett sér að taka
á ríkisútgjöldunum. Þá eru verð-
lagsáhrif kjarasamninganna minni
en spáð hafði verið fyrir um. í ljósi
þessa hafa skapast forsendur fyrir
minni verðbólgu, stöðugleika í
efnahagsmálum og almennum
vaxtalækkunum.
Annars finnst mér ummæh
Sverris dæma sig sjálf. Hann hefur
tamið sér þetta samskiptaform,
hvort sem það er innan bankakerf-
isins eða við stjórmálamenn. Þó
Sverrir kalU mig flón læt ég mér
það í léttu rúmi liggja. Almennt séð
finnst mér þó að menn eigi að temja
sér kurteisi."
Kemur til álita að reka eða
áminna Sverri Hermannsson fyrir
ummæli sín um þig sem yfirmann
bankamála?
„Ég held að það sé margt annað
en þessi tilteknu ummæli sem
væru ámæUsverðari hjá Sverri.
Annars er það svo að viðskiptaráð-
herra hefur ekkert boðvald yfir
bankastjórum viðskiptabankanna.
Það eru bankaráðin sem fara með
þetta vald.“
f viðtali við DV skömmu fyrir
mánaðamótin sagðir þú að vaxta-
hækkanir banka og sparisjóða yrðu
i þinni óþökk. Reyndin varð sú að
vextir hækkuðu. Má búast við
handaflsaðgerðum af þinni hálfu í
vaxtamálum?
„Um handafisaðgerðir þýðir ekki
að tala því markaðurinn hlýtur að
ákvarða vextina. Hins vegar geta
ríkisstjóm og Seðlabanki haft
handleiöslu á þessu sem sterkir
aðilar á þessum markaði, til dæmis
meö aðgerðum í peningamálum og
ríkisfjármálum. í þessum málum
þarf að fara hinn guUna meðalveg
og í þeim efnum þurfa bankarnir
að gæta sín ekkert síður en stjórn-
völd. Bankamir hafa veriö að setja
gríðarlega fjármuni í afskriftir á
undanförnum árum. Með því að
leggja auknar álögur á fyrirtækin
og heimihn í formi hærri vaxta
verða þau verr í stakk búin til að
greiða sínar skuldir."
í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
segir að stefnt skuli að því að breyta
ríkisbönkunum í hlutafélög. Mun
þetta.ná fram að ganga á kjörtíma-
bilinu?
„Já, en þetta er töluvert verk. Ég
tel að það þurfi að hraða þessu. Það
er ekki gott fyrir viðskiptavini
bankanna eða starfsfólkið að um
þetta ríki einhver óvissa. Á næstu
vikum mun ég leita samstarfs við
bankaráð þessara banka, ráðfæra
mig við starfsmannafélög þeirra og
eftir þvi sem hægt er ræða við
stærstu viðskiptavinina. Innan
bankanna er einnig hafinn undir-
búningur að þessari breytingu,
bæði í Búnaðarbankanum og
Landsbankanum.“
Er þörf á Seðlabankanum?
„Já, það er þörf á honum. Seðla-
bankinn gegnir mjög mikilvægu
hlutverki sem hagstjórnarstofnun
þó það séu skiptar skoðanir um
hversu sjálfstæður hann eigi að
vera.“
Landsvirkjun hefur safnað gríð-
arlegum skuldum á undanförnum
árum. Hafa stjórnendur stofnunar-
innar brugðist eða bera stjórnmála-
mennirnir ábyrgðina?
„Vandamál Landsvirkjunar stafa
ekki af stjórnendum, starfsfólki
eða pólitískum ákvörðunum.
Stofnunin er vissulega skuldug
vegna mikilla fjárfestinga á und-
anfömum áratugum. Markaðurinn
fyrir orkuna hefur látið á sér
standa. Um leið og markaðsmálin
glæöast mun afkoman batna og
skuldirnar minnka. Ég er ekki ugg-
andi yfir þessari stöðu takist okkur
að ná stórum orkusölusamning-
um.“
Blönduvirkjun hefur safnað ryki
frá því hún var reist og mikil um-
framorka er i rafveitukerfinu. Er
útflutningur á raforku um sæ-
streng kostur í stöðunni?
„Um það þarf að móta pólitíska
stefnu. Spurningin er hversu mik-
ill virðisauki yrði eftir í landinu
við slíka sölu. Aðalatriðið er að
hagur okkar íslendinga af raforku-
sölunni verði sem mestur."
Ertu bjartsýnn á að samningar
náist um stækkun álversins í
Straumsvik?
„Þessi mál eru í jákvæðum far-
vegi.“
Halldór Blöndal hefur háft allt
frumkvæði að því að hér á landi
Yfirheyrsla
Kristján Ari Arason
verði hugsanlega reist sinkverk-
smiðja. Munt þú sem iðnaðarráð-
herra taka þetta mál yfir?
„Spurningin stendur um það
hvort hagkvæmt sé að reisa sink-
verksmiðju hér á landi. Að hluta
til tengist þetta landbúnaðaráðu-
neytinu vegna'Áburðarverksmiðj-
unnar. Ég sé enga ástæðu til að
togast á um þetta mál. Aðalatriðið
er að menn vinni saman að þessu.“
Ýmsir af forystumönnum iönað-
arins hafa gagnrýnt að sjávarút-
vegurinn búi við hagsstæðari sam-
keppnisskilyrði þar sem hann þurfi
ekki að borga fyrir aðföngin. Styð-
ur þú framkomnar hugmyndir um
veiðileyfagjald?
„Nei, ég er ekki talsmaður þess
aö það verði tekið upp veiðileyfa-
gjald. Með auknum hagvexti er
hætt við því að raungengið fari að
hækka og það væru alvarleg tíðindi
fyrir íslenskan iðnað. Ástæðan fyr-
ir því að iðnaðurinn býr við þolan-
legar aöstæður um þessar mundir
er að raungengiö er í sögulegu lág-
marki. Samkeppnishæfni iðnaðar-
ins samanborið við sjávarútveginn
myndi skekkjast mjög ef raungeng-
iö hækkar. Vegna þessa hefur ríkis-
stjórnin ákveðið að beita sér fyrir
ákveðinni sveiflujöfnun. Markmið-
ið er að halda því innbyrðis jafn-
vægi sem ríkir milli atvinnugreina.
Ég sé ekki veiöileyfagjald fyrir mér
í þeim efnum.“
Sighvatur Björgvinsson beitti sér
fyrir sértækum aðgerðum til að
bjarga skipasmíðaiðnaðinum í
landinu. Voru aðgerðir hans full-
nægjandi að þínu mati?
„Sighvatur gerði vel við skipaiðn-
aðinn og það ber að þakka enda um
mikilvæga atvinnugrein að ræða
fyrir þjóðarbúið. Ég treysti mér
hins vegar ekki til að leggja mat á
það hvort nóg hafi verið að gert.
Ég á eftir að kynna mér þau mál.“
Sighvatur lét gera úttekt á því í
hversu miklum mæli útlendingar
hefðu fjárfest í islenskum sjávarút-
vegi með óbeinum hætti. Ætlar þú
að aðhafast eitthvað í málinu?
„Lögin um fjárfestingar erlendra
aöila hér á landi verða tekin til at-
hugunar. Við þurfum á þessum
fjárfestingum að halda en í því
sambandi þarf að taka sérstaklega
á málefnum sjávarútvegsins. Til
staðar er óbein íjárfesting útlend-
inga í vinnslunni en það er alveg
ljóst að það er ekki veriö að ræða
um að opna fyrir fjárfestingar
þeirra í veiðunum."
í skýrslu Samkeppnisstofnunar
er bent á óeðlilega blokkamyndun
í islensku viðskiptalífi. Sem fram-
sóknarmann er nærtækast að
tengja þig við Smokkfisinn. Mun
halla á Kolkrabbann í ráðherratíð
þinni?
„Ég mun ekki ganga erinda eins
eða neins í þeim efnum. Hins vegar
hef ég áhuga á að taka þessa
skýrslu til mjög rækilegrar athug-
unar. í þessari skýrslu er meðal
annars talað um lífeyrissjóðina
sem þriðja aflið. Ég tel mjög mikil-
vægt að lífeyrissjóðimir taki þátt í
atvinnulífmu. Það eru hagsmunir
þeirra sem eiga sjóðina. En þá þarf
líka aö auka lýöræðiö innan
þeirra."
í tíð síðustu ríkisstjórnar talaðir
þú gegn hækkun skólagjalda og
mótmæltir þeirri breytingu á
námslánakerfinu þegar eftirá-
greiðslur voru innleiddar. Mennta-
málaráðherra hefur lýst þvi yfir að
skólagjöld verði ekki afnumin og
ekkert er fast í hendi varðandi LÍN.
Munt þú kyngja fyrri yfirlýsingum?
„Það er ekki komið aö því að ég
þurfi að kyngja einu né neinu í
þessum efnum. Ég lagði áherslu á
að skólagjöld yrðu ekki hækkuð til
að mæta rekstrarkostnaði skól-
anna. Ég sé ekki fyrir mér að það
muni gerast. Varðandi lánasjóðinn
liggur fyrir að ráðist verði í endur-
skoðpn á lögunum. Ég veit ekki
betur en að menntamálaráðherrá
sé farinn að undirbúa slíka endur-
skoðun og ég er mjög ánægður með
þaö. í þessu sambandi eru menn
fyrst og fremst að horfa til breyt-
inga varðandi eftirágreiðslur lána
og endurgreiðslur. lyiér finnst þaö
eðlilegt að samtímagreiðslur verði
teknar upp og minni á að um það
var mjög breið pólitísk samstaða
fyrir kosningarnar."
Ýmsir forkólfar atvinnulífsins
vilja að ísland sæki um aðild að
ESB. Útilokar þú aðildarumsókn?
„Ég útiloka aðildarumsókn við
þær aðstæður sem núna eru. Innan
ríkisstjórnarinnar er pólitísk sam-
staða um að tryggja hagsmuni okk-
ar í samskiptum viö Evrópusam-
bandið í gegnum samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið. Báðir
stjórnarflokkarnir vilja sjá hvað
kemur út úr ríkjaráðstefnunni á
næsta ári. í ljósi þess hvernig Evr-
ópusambandið mun þróast í kjölf-
ariö eigum við að meta stöðuna.
Ég sé hins vegar ekki fyrir mér eitt-
hvert nýtt Evrópusamband á þessu
kjörtímabili, en þó gæti það gerst.
Þá hljóta menn að taka það til end-
urmats hvernig hagsmunum ís-
lands sé best borgið."
Eftir að kanadíska olíufélagið Ir-
ving Oil tilkynnti áform sín um að
hefja starfsemi á íslandi hafa inn-
lendu olíufélögin gripið til róttækra
aðgerða. Hvaða augum lítur þú
þessa þróun?
„Ég ht samstarf íslensku olíufé-
laganna jákvæðum augum. Ég tel
að hún muni leiða til lægra vöru-
verðs fyrir neytendur og aukinnar
hagræðingar. Samkeppnin verður
til staðar þannig aö ég hef ekki
áhyggjur af þessari þróun. En þó
við sækjumst eftir því að erlendir
aðilar fjárfesti hér á landi þá verð-
um við að passa okkur á því að
láta ekki gleypa okkur. Viö erum
lítil þjóð og verðum að standa vörð
um hagsmuni okkar í því ljósi.“
-kaa