Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 Vísnaþáttur_________ Því skal syngja um sumarfrið Nú hefur Vetur konungur von- andi kvatt og vorið í garð gengiö, þó að enn megi við öllu búast af veðurguðunum. í þessum þætti mun ég fagna vori með nokkrum vísum því tileinkuðum. Sigurður Snorrason, bóndi á Gilsbakka í Hvítársíöu, orti svo til hörpu er flytur okkur vorið og bjartar nætur: Harpa rjóð og hýr á brá, hjartans góða barniö, kysstu landið klætt í snjá, komdu að anda á hjarnið. Guðmundur Böðvarsson kveður svo í vísnaflokki er ber fyrirsögn- ina „Tveir mansöngvar úr þeim rímum er brenndar voru“. Er ann- ar mansöngurinn hugleiðing um afdrif og atlæti þjóðararfsins og hinn seinni til skáldsins Sigurðar Breiðfjörð. Ein vísa þessa flokks er á þennan veg: Lambafjöldi léttu spori leikur um hlíðarbrjóstin væn. Ó, þið kvöld á ungu vori, ó, þú víðibrekkan græn. Öll þekkjum við þýðleik og þekk- legheit Þorsteins skálds Erlings- sonar og margan óð orti hann til sumars og sólar. Hér fylgir vísa hans um bjartar nætur: Ekki er margt, sem foldar frið fegur skarta lætur eða hjartað unir við eins og bjartar nætur. Svo er það að söngur fossanna veröur allur gjörvari og tilkomu- meiri að vori og er næsta vísa Þor- steins til þeirra kveðin. Þorsteinn var á sinni tíð mikill baráttumaöur fyrir auknu sjálfstæði íslands er við þrættum forðum við frændur okkar Dani.. Víst er að fossaflóra þeirra er ekki eins rík og vor sök- um flatlendis þar um slóðir. Svo kvað Þorsteinn um tungu fossanna: Hárra fjalla frægðaróð fossarnir mínir sungu. Það hefu- enginn þeirra ljóð þýtt á danska tungu. Hjá Braga Björnssyni á Surts- stöðum í Jökulsárhlíð gerði vor- hugurinn svo vart við sig: Skuggar styttast, skýrist ljós, skapiö þróttlaust mýkir, vinir hittast, vaknar rós, vorið nóttlaust ríkir. í þessari vísu birtist þrenningar- trú Guðmundar skólaskálds Guð- mundssonar: Stutt er æfin, stundar bið stendur oss til boða, því skal syngja um sumarfrið sól og morgunroða. Vísnaþáttur Valdimar Tómasson Næsta vísa er eftir Jón Magnússon Bláskógaskáld og hljóðar svo: Þó að fjötri frerabönd frón á köldu vori, áttu græn og gróin lönd geisla í hveiju spori. Eftir Klettafjallaskáldið Stephan G. Stephansson er þessi vísa: Meðan ís í útlegð fer, en auðir rísa hjallar. Sólskins vísur syngja þér sumar dísir allar. Jón S. Bergmann kvað eitt sinn á sumardaginn fyrsta þessar vísur: Vorið ég að vini kýs, verður nótt að degi, þegar glóhærð geisladís gengur norðurvegi. Og einnig þessa: Aldrei hefur betra á beð brugðið nætur friði, en að vera vakinn með vori og fuglakliði. Sigurður Breiðfjörð kveður svo til sólar: Sunna háa höfin á hvítum stráir dreglum. Veröld má sinn vænleik sjá í vatna bláum speglum. ISPÓ - Góður og ódýr kostur! Ispó er samskeytalaust akrýlmúrkerfi. Gerum tilboð í efni og vinnu, þér að kostnaðarlausu. Múrklæðning hf. Smiðsbúð 3-210 Garðabæ - sími 658826 Yfir600 hús klædd á síðast- liðnum 14árum. 5ára ábyrgð. Matgæðingur vikunnar Hakk í ofni og apríkósuterta Sigrún Ólafsdóttir, kennari í Ölduselsskóla, er matgæðingur vikunnar aö þessu sinni. Sigrún býður upp á hakk í ofni, sem hún segir góðan hversdagsrétt, og einn- ig ljúffenga apríkósu-tertu. „Grunnuppskriftina fékk ég frá tengdamóður minni en ég hef breytt henni svolítið. Þetta er upp- skrift sem misheppnast aldrei," tekur Sigrún fram. Hakk í ofni 600 g nautahakk 1 blómkálshöfuð (meðalstórt) 1 hvítlauksrif 1 laukur 30 g smjör 300 g ferskir sveppir 2 msk. matarölía 10 til 15 cherry tómatar 3 msk. chilisósa 3 msk. tómatsósa krydd Sósa 50 g smjör 8 msk. hveiti mjólk blómkálssoð 5 msk. rifinn ostur (sterkur) Blómkáliö er brytjað í stóra geira og soðnir í léttsöltuðu vatni í um þaö bil 5 mínútur. Gæta þarf þess Sigrún Ólafsdóttir. að þeir mauksjóði ekki. Blómkál- inu er síðan raðað í smurt eldfast mót. Laukurinn er saxaður og sveppirnir sneiddir. Þetta er hitað í smjöri þar til það er orðið mjúkt. Hakkið er brúnað í olíu og kryddað með salti, nýmöluðum pipar og öðru kryddi eftir smekk. Chilisósa og tómatsósa settar saman við og að síðustu laukur og sveppir. Látið malla í smástund. Hakkið er sett yfir blómkáhð. Tómatamir skornir í tvennt og dreift yfir hakkið. Sósan er bökuð upp og krydduð með aromati og nýmöluðum pipar. Osturinn settur saman við og sós- unni er síðan hellt yfir. Bakað í ofni í 25 til 30 mínútur við 180 til 200 gráður. Borið fram með nýbök- uðu brauði eða bollum. Apríkósuterta 4 egg 250 g sykur 250 g smjör 250 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanillusykur 1 lítil dós apríkósur valhnetur rifið súkkulaði Eggjahvíturnar eru þeyttar og settar til hliðar. Smjör og sykur er þeytt saman og eggjarauðum bætt út í. Hveiti og lyftiduft hrært út í og eggjahvítunum síðan blandað varlega saman við. Deigið látið í tvö, frekar lítil lausbotna hring- form eða eitt stórt. Apríkósunum raðað í hring ofan á. Brytjuðum hnetum og súkkulaði stráð yfir. Bakað viö 180 til 200 gráöur í 40 til 45 mínútur. Tertan er borin fram heit með þeyttum rjóma eða ís. Sigrún skorar á Vigfús Aðal- steinsson viðskiptafræðing að vera næsti matgæðingur. „Hann er mik- ill matmaður og sérstakur grill- meistari," segir Sigrún. Eftir helgina má fá uppskriftina í Símatorgi DV. Símanúmerið er 99 17 00. Hinhliðin Ásbjöm mágur uppáhaldssöngvarinn - segir Aðalsteinn Aðalsteinsson hárgreiðslumeistari Hárgreiðslumeistarinn Aðal- steinn Aðalsteinsson hjá Kompaní- inu sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Aðalsteinn hefur verið í bransanum í tólf ár og segir starf- ið verða skemmtilegra með hverju árinu sem líður. „Það er gaman að öllum nýjung- um. Nú er mikið um litanir og stytt- ur í hárinu og heimsóknir á hár- greiðslustofur því tíðari en stund- um áður. Mér finnst ríkja bjartsýni í stéttinni þessa dagana,“ segir Aðalsteinn. Fullt nafn: Aðalsteinn Aðalsteins- son. Fæðingardagur og ár: 18. október 1964. Maki: Sigríður Sturludóttir. Börn: Harpa Dögg, 12 ára, Tinna, 7 ára, og Aðalsteinn Emil, 1 árs. Bifreið: Subaru, árgerð ’88. Starf: Hárgreiðslumeistari. Laun: Góð. Áhugamál: Vinnan er númer eitt en ég á mörg áhugamál þar að auki eins og til dæmis líkamsrækt og veiðiskap. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Ég vinn alltaf en kaupi aldr- ei miða. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að vinna við hárgreiðsluna. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að hanga og gera ekkert. Uppáhaldsmatur: Flestur ítalskur matur og sérstaklega grænmetisla- sagne konunnar minnar. Aðalsteinn Aðalsteinsson. Uppáhaldsdrykkur: Mér fmnst koníak ofboðslega gott. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Handboltalandshð- ið. Uppáhaldstímarit: Ég skoða mikið tískublöð eins og Vogue og Hello. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Það eru svo margar konur gullfallegar að það er erfitt að taka afstööu. Ertu hlynntur eða andvigur ríkis- stjórninni? Nokkuð hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Eg hitti svo marga að ég get ekki ímyndaö mér neina sem ég þarf að hitta aukalega. Uppáhaldsleikari: Ingvar Sigurðs- son. Uppáhaldsleikkona: Bridget Fonda. Uppáhaldssöngvari: Ásbjörn mág- ur minn sem er dýpsti bassinn í Fóstbræðrum. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dav- íð er minn maöur. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hómer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Tísku- þættir og góðar bíómyndir. Uppáhaldsveitingahús: Hótel Borg. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Ég les sjaldan. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég hlusta mest á X-ið í vinn- unni. Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn sérstakur. Ég vil helst ekki heyra í þeim heldur bara í tónlistinni. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Þeir eru allir ágætir. Uppáhaldsskemmtistaður: Hótel Borg. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Fram. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Ég stefni alltaf hærra. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég fer í fjölskylduferð til Mall- orca í ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.