Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 15 Hún hljómar óneitanlega vel í eyr- um veröleikakenningin sem hópur ungra kvenna í Sjálfstæðisflokkn- um, Sjálfstæðar konur sem svo nefna sig, hefur teflt fram gegn hugmyndum um kynjakvóta og forgangsrétt. Konur, segja þær, eiga að hafa allan sama rétt og karl- ar en engan umframrétt. Það á að meta þær á eigin forsendum, en ekki forsendum kynferðis. Þannig eiga konur til dæmis að fá störf vegna hæfileika sinna en ekki vegna þess aö þær eru konur. Og sama gildir auðvitað um karla, segja þær. En allt verðleikatal er viðkvæmt og vandmeðfariö. Höfundur þessa pistils flutti fyrir tæpum áratug verðleikaboðskap á þingi lista- manna úti á landi, þar sem menn voru saman komnir til að ræða skipulag opinberra menningar- styrkja og mismunandi útdeilingu þeirra eftir landshlutum. Ég minn- ist þess að hafa átt fótum fjör að launa, þvílík var hneykslunin og gremjan yfir þvi að þessi ungi mað- ur skyldi leyfa sér að halda því fram að búseta skipti minna máli en hæfileikar þegar styrkir væru veittir úr opinberum sjóðum. Sjálfstæðai' konur hafa með svip- uðum hætti fengið að finna fyrir því að verðleikakenningar um mannfólkið er auðvelt að misskilja og mistúlka. Jafnvel stallsystur þeirra í Sjálfstæðisflokknum, sem Sjálfstæðar konur vilja að konur jafnt sem karlar njóti jafnréttis á grundvelli verðleika en ekki kynjakvóta eða valdboðs. DV-mynd ÞÖK misrétti. Ríkjandi mæðrahyggja og ijölskylduhyggja, ofuráhersla á til- tekin hlutverk kvenna, beinir kon- um inn á afmarkaðar brautir og skerðir möguleika þeirra til að velja sér lífsstíl varðandi starfs- frama, barneignir og fleira. Mæðra- og fjölskylduhyggja gegnsýrir hugmyndafræði Kvennalistans, segja Sjálfstæðar konur. Og til viðbótar kemur svo félagshyggja flokksins sem aftur skerðir frelsi kvenna og karla til að velja. Áherslan í nútíma kvennabaráttu hljóti að vera á frelsi og rétt einstaklingsins. Fersk rödd Þetta hljómar sem fyrr segir að mörgu leyti vel og sannfærandi. En kannski hefur framsetningin verið of köld og hugmyndafræðileg eins og menntafólki (en Sjálfstæðar konur eru upp til hópa ungar menntakonur) hættir einatt til. Hvað sem því líður hafa Sjálfstæð- ar konur á stuttum tíma náð þeim árangri að vera rödd sem hlustað er á af forvitni og eftirvæntingu og það er árangur út af fyrir sig. Og árangurinn er ekki síður verður athygli í ljósi þess að á sama tíma er að fjara undan Kvennalistanum. Hann er hættur að vera það að- dráttarafl fyrir konur sem hann var. Nái Sjálfstæðisflokkurinn að Sjálfstæðar konur í sjálfu sér eru þeim kannski ekki ósammála um grundvallarhugsun- ina, hafa rokið upp og ekki vandað þeim kveðjurnar. Deilt um ráðherraval Tilefni þeirra deilna um mál- flutning Sjálfstæðra kvenna sem nú eru uppi er ráðherraval Sjálf- stæðisflokksins á dögunum. Ein hinna ungu kvenna lét svo um- mælt í sjónvarpsviðtali að ekkert væri athugavert við það að karl- maður hefði verið valinn í eina ráöherraembætti sjálfstæðis- manna sem losnaði. Sá sem valinn var væri einfaldlega hæfastur í embættið. Þama þótti ýmsum kon- um í flokknum að ómaklega væri vegið að hæfileikaríkum konum í þingflokknum. Þar á meðal væru konur með mikla þingreynslu sem fyllilega gætu valdið ráðherraemb- ætti og ættu það skilið. Konur ættu ekki að vera upp á punt í flokknum heldur væru þær komnar til að beita sér og hafa áhrif. Framhaldið þekkja margir les- endur úr fréttum. Landssamband sjálfstæðiskvenna samþykkti harð- orða ályktun um rýran hlut kvenna í flokknum. Þess var kraf- ist að konur fengju hin og þessi valdaembætti Sjálfstæðisflokksins í sinn hlut. Einstakar konur reif- uðu jafnvel hugmyndir um sér- framboð sjálfstæðiskvenna og þar fram eftir götunum. Mér virðist að þarna hafi verið talað svolítið í kross. Þingkonur Sjálfstæðisflokksins geta vel verið afskaplega hæfar til aö gegna ráð- herraembættum þótt karl hafi ver- ið tekinn fram fyrir þær að þessu sinni. Spurningin er allt eins hvort karlmaðurinn sem valinn var hafi átt að gjalda fyrir kynferði sitt. Getur ekki verið að kjarni málsins sé sá að konumar í þingflokknum hafi verið búnar að tapa slagnum um ráðherrasæti fyrir kosningár? Staðreyndin er sú aö konur skipa óvíða efstu sæti á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins. Þeim hefur ekki gengiö vel í prófkjörum eða á fundum kjördænúsráða sem velja framboðslistana. Hæfileikar en ekki kynferði Annars verður Sjálfstæðis- flokknum varla álasað fyrir það að hafa tóma karlrembu að leiðarljósi. Voru ekki fyrstu konumar sem gegndu embættum borgarstjóra í Reykjavík og ráðherra í ríkisstjóm íslands úr Sjálfstæðisflokknum? Spyrja má: Hefur flokkurinn nokk- uð staðið sig verr en aðrir flokkar við val á konum í ýmsar trúnaðar- stöður? Sjálfstæðar konur gefa ekki mik- ið fyrir málflutning af þessu tagi, hvort sem hann kemur frá þeim sem verja vilja stefnu flokksins gagnvart konum eða hinum sem telja að flokkurinn hafi staðið sig illa. Þær segja að kvennabaráttan snúist ekki um það að konur fái að gegna hinum og þessum emb- ættum sem karlar hafa lengstum haft fyrir sig. Það breyti í sjálfu sér engu hvort kona eða karl gegni til- teknu embætti, aðalatriðið sé að viðkomandi hafi hæfileika til að gegna því. Frá sjónarmiði þeirra skiptir það líka höfuðmáli að konur hafi sama rétt og stöðu og karlar Laugardags- pistilliim Guömundur Magnússon fréttastjóri til að sækjast eftir hvaða starfi eða embætti sem er. Til þess þurfi þær frelsi úr viðjum hugmynda um hlutverk kvenna sem séu enn ríkj- andi í þjóðfélaginu og meira að segja Kvennalistinn ýti undir. Það er einmitt gagnrýni Sjálf- stæðra kvenna á Kvennalistann og hugmyndaheim hans sem hefur orðið til þess að hleypa nokkrum hita í umræðurnar um Sjálfstæðar konur og skoðanir þeirra. Kvenna- listakonur taka því eðlilega ekki með þögninni að þær séu dragbítur á frelsi kvenna. Og þær eru greini- lega síður en svo sáttar við það að helsti hugmyndafræðingur Sjálf- stæðra kvenna virðist vera fyrr- verandi foringi þeirra sjálfra, Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir. „Kvennapólitík tilhægri" En hver eru þá rök Sjálfstæðra kvenna og hvað eru þær eiginlega að fara? í nýjasta hefti tímaritsins Stefnis, sem Samband ungra sjálf- stæöismanna gefur út, er að finna samantekt um „kvennapólitík til hægri“, sem gefur gott yfirlit yfir hugmyndir Sjálfstæöra kvenna. Með talsverðri einfoldun má reyna að endursegja efnið með eftirfar- andi orðum: Frelsi einstaklingsins er grundvallaratriði og helsta bar- áttumálið. Sérhver einstaklingur, konur jafnt sem karlar, á að geta ráðið lífi sínu sjálfur og átt sama rétt til að nýta þau tækifæri sem bjóðast á lífsleiðinni. Þótt munur sé á kynjunum þýðir hann ekki að annað kynið sé hinu fremra á ein- hverjum sviðum. Áhersla á móður- hlutverk kvenna elur t.d. á kynja- misrétti, þ. á m. kynbundnu launa- fylla það tómarúm sem myndast verður það að teljast umtalsverður pólitískur ávinningur. En mörg ljón eru í veginum. Kaldar kveðjur frá Landssambandi sjálfstæðis- kvenna til Sjálfstæðra kvenna sýna að innan flokksins eiga menn eftir að tala mikið saman áður en allt fellur í ljúfa löð. Kannski er raun- verulegur málefnaágreiningur fyr- ir hendi sem ristir dýpra en Sjálf- stæöisflokkurinn þolir. Kannski eru menn bara að nota ólík orð og hugtök um sömu hugmyndirnar. Það á allt eftir að koma í ljós. Hugarfarsbreyting Og það er svo annar handleggur að frelsi og réttur kvenna er ekkert einkamál stjórnmálaflokkanna heldur varðar okkur öll. Öldin sem er að renna skeið sitt á enda hefur verið mikil frelsisöld fyrir konur. En augljóst er að það verður ekki fyrr en á næstu öld sem sú nauð- synlega hugarfarsbreyting hefur orðið sem tryggir konum jafnan rétt og jafnt frelsi og körlum. Ýmsir vilja stytta þessa leið meö kynjakvótum og lagaboðum um forgang kvenna til ýmissa starfa. Það held ég að sé misráðið og verði til þess eins að við lendum öll í ófæru. Metnaður okkar hlýtur aö ganga út það að ná árangri sem er raunverulegur og varanlegur en ekki knúinn fram með valdboði og á sér þar af leiðandi ekki nauðsyn- legan hljómgrunn og örugga fram- tíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.