Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Page 19
LAUGARDAGUR 6. MAI 1995 Skák 19 Anand beitt- ur brögðum Garrí Kasparov og Viswanathan Anand munu tefla um heimsmeist- aratitil PCA í haust. Margir telja að Anand geti hugsanlega veitt ofur- menninu Kasparov verðuga keppni og jafnvel haft betur ef heppnin er meö. Skák þeirra á minningarmótinu um Mikhail Tal í Riga hlýtur þó að vera sem reiðarslag fyrir aðdáendur Indverjans. Kasparov gerði sér lítið fyrir, beitti hinu forna Evans-bragði og eftir aðeins 25 leiki fannst Anand réttast að leggja niður vopn. Þessi skák gæti orðið til þess að endurvekja Evans-bragð sem enskur skipstjóri kom fram með um 1825. Bragðið naut mikilla vinsælda allt fram á þessa öld en þá hafði tekist að þróa sæmilega trausta varnará- ætlun fyrir svartan. Fischer hafði raunar dálæti á bragðinu þótt hann hefði ekki beitt því í alvarlegri skák- um. Tvær skáka Fischers með Evans-bragði er þó að finna í bókinni frægu „60 minnisstæðar skákir". Með bragði Evans fann Kasparov snöggan blett á kunnáttu Anands og skömmu síðar tókst ungum Rússa, Alexander Morosjévits, að snúa hnífnum í sárinu með því að bregöa fyrir sig öðru fornu bragði gegn An- and, Kóngsbragði, og vinna glæsi- lega. Þetta gerðist á atskákmóti PCA í Moskvu sem fram fór strax að loknu taflinu í Riga. Rennum yfir þessar snotru skákir sem vonandi eru upphafið að nýjum og fjörmiklum gambit-stíl á stórmót- um eins og tíðkaðist á kafflhúsunum í París á nítjándu öld. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Viswanathan Anand Evans-bragð. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. b4! Upphafsleikur Evans-bragðs. 4. - Bxb4 5. c3 Be7 6. d4 Ra5 7. Be2! Þannig hefur verið teflt í bréfskák- um, í stað 7. Rxe5 Rxc4 9. Rxc4 d5, eöa 7. Bd3. Nú fer Anand strax út af sporinu, varlegra er 7. - d6. 7. - exd4?! 8. Dxd4 Rf6 9. e5 Rc6 10. Dh4 Rd5 11. Dg3 g6 12. 0-0 Rb6 13. c4 d6 14. Hdl Rd7 15. Bh6 Rcxe5 16. Rxe5 Rxe5 17. Rc3! Ef hins vegar 17. Bg7 Bf6 18. Bxh8 Bxh8 og svartur má vel við una. 17. - f6 18. c5 Rf7 19. cxd6 cxd6 20. De3 Rxh6 21. Dxh6 Bf8 22. De3+ Kf7 23. Rd5 Be6 24. Rf4 De7 8 7 6 5 4 3 2 1 ABCDEFGH I A I A k W'ú A iiii li A jA A A A 1 S * 25. Hel! - Og Anand gafst upp því að einu gildir hvemig hann ber sig að, hann tapar manni. Hvítt: Alexander Morosjévits Svart: Viswanathan Anand Kóngsbragð. 1. e4 e5 2. f4 exf4 3. Bc4 Rfl6 4. Rc3 c6 5. Bb3 d5 6. exd5 cxd5 7. d4 Bb4 8. Rf3 0-0 9. 0-0 Bxc3 10. bxc3 Dc7 11. Del Rc6 12. Dh4 Re7 13. Bxf4 Dxc3 14. Bd2 Dc7 15. Re5 Biskupaparið og hálfopin f-línan gefa hvítum nú hættulegt frum- kvæði. 15. - Rf5 16. Df4 Be6 17. Bb4 Hfc8 18. g4! Rd6 19. Hael Rfe4 20. c4! dxc4 21. Bc2 Rfl6 22. g5 Rh5 23. Df3 g6 24. Rxg6! hxg6 25. Bxg6 fxg6 26. Hxe6 Df7 Svartur á enga haldgóöa vörn en reynir nú að blíðka goðin. Allt kemur fyrir ekki. 27. Dd5! Rf5 28. Hxf5! - Og Anand gafst upp. Ef 28. - gxf5 29. g6, eða 28. - Dxf5 29. Hxg6 með tvískák og drottningin fellur. Umsjón Jón L. Árnason Breiðagerðisskóli efstur Sveit Breiðagerðisskóla varð hlut- skörpust á íslandsmóti barnaskóla þar sem tefldu 160 keppendur í 33 sveitum. Breiðagerðisskóli var efstur með 28 vinninga af 36 mögulegum, Lundarskóli, Akureyri, fékk 24 v„ Kársnesskóli, Kópavogi 23,5, Hóla- brekkuskóli og Melaskóli 23 og Grandaskóli 22 v. Aðrar sveitir fengu minna. Sigursveitina skipuðu Davíð Kjart- ansson, Þórir Júlíusson, Hlynur Hafliðason, Jóhannes Ingi Árnason og Einar Ágúst Árnason. Veitt vora verðlaun fyrir bestan árangur á einstökum borðum. Skúli H. Sigurðsson, Flataskóla, Garðabæ, vann allar 9 skákir sínar á 1. borði; Hrafn Harðarson, Melaskóla, fékk 7 v. á 2. boröi og Magnús M. Magnús- son, ísaksskóla, fékk 7 v. á 3. borði. Atskák í Kópavogi Taflfélag Kópavogs ætlar ekki að láta sitt eftir liggja á fertugsafmæli Kópavogskaupstaðar 11 maí nk. Þá hefst veglegt atskákmót í Digranes- skóla sem verður fram haldið 12. og 13. mai. Sterkustu skákmönnum landsins verður boðin þátttaka auk þess sem nokkrir félagsmenn úr TK fá að spreyta sig. Keppendur verða um þijátíu og tefla níu umferðir. Verðlaun verða alls 200 þúsund krón- ur, þar af 90 þúsund krónur fyrir 1. sæti. Samsung VX-306 tveggja hausa myndbandstœki með aðgerðastýringum d skjá sjónvarps, sjálfvirkri stafrœnni myndskerpu, upptökuminni, þœgilegri fjarstýringu, Scart-tengi o.m.fl. Samsung VX-356 fjögurra hausa myndbandstœki með aðgerðastýringum ó skjá sjónvarps, sjálfvirkri stafrœnni myndskerpu, upptökuminni, fjarstýringu, Jog-hjóli, 2 Scart-tengjum, tengi fyrir sjónvarpsmyndavél, Long Play, hœgmynd og margtfleira. RAÐCREIÐSLUR TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA TIL ALLT AO 24 MANAÐA Hradþjónusta við landsbyggðina: (Kostar innanbœjarsímtal og vörumar eru sendar samdcegurs) VA S. Grensðsvegi 11 \>Sími: 5 886 886 Fax:5 886 888 mr m fisher S FISHER MYNDBANDSTÆKI Fi?i 1)4.111 /JUV'Jiœ r^DIH SÍÐUMÚLA 2 - SÍMi 568 90 90 Nicam Stereo íslenskt textavarp og margt margt fleira... Þú sparar 18.878

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.