Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Page 20
20 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 Vika í Eurovision-keppnina: íslendingar með í tíunda sinn - en Finnar fá ekki að vera með Fertugasta Söngvakeppni evróp- skra sjónvarpsstööva fer fram í Point tónleikahöllinni í Dublin á írlandi næstkomandi laugardag. Búist er við aö um 300 milljónir manna muni fylgjast meö keppninni í beinni út- sendingu auk þeirra þrjú þúsund sem verða í höllinni sjálfri. Bæði Ástralar og íbúar Miö-Austurlanda geta fylgst meö keppninni. Þetta er í þriðja skiptið í röð sem írar halda keppnina en þeir sigruðu í Malmö árið 1992 þar sem Linda Martin söng. Einnig í Millstreet á írlandi árið 1993 en þar kom söngvar- inn Niamh Kavanagh og söng sig inn í hjörtu dómnefndarmanna, og loks í Dubhn í fyrra en þá voru það þeir Paul Harrington og Charhe McGett- igan sem sigruðu. Alls hafa Irar sigrað sex sinnum í Eurovision keppninni. Þeir geta ætlar að flytja þrjú hundruð milljönum manna lagið Núna i Söngvakeppni Björgvin Halldórsson heitir nú Bo og evrópskra sjónvarpsstöðva. haldið upp á þetta árið að 25 ár eru liðin frá því að Dana sigraði heiminn meö laginu All Kinds of Everything en það var árið 1970. Reynslan hefur kennt írum að halda keppni sem þessa og segja þeir að sjaldan hafi hún verið glæsilegri en nú enda stórafmæli. Kostnaður við keppnina er áætlaður um 2,3 milljónir punda eða 230 milljónir ís- lenskra króna. Stór hluti þess fram- lags kemur frá Evrópusambandi sjónvarpsstöðva en einnig eru fjöl- margir kostendur sem styrkja keppnina svo sem lottóið á írlandi. Mikill undirbúningur Um þrjú hundruð manns hafa starfað við undirbúning keppninnar í nokkra mánuði enda þarf að mörgu aö hyggja. Valið starfsfólk verður í öhum störfum sjálfan útsendingar- daginn. Kynnir kvöldsins verður Mary Kennedy. Hún er sannur Dyfhnarbúi og hefur starfað hjá írsku sjónvarpsstöðinni RTE frá ár- inu 1992. Áöur starfaði hún sem kennari en hefur víðtæka reynslu í sjónvarpsþáttagerð. Mary þykir hafa mjög alúðlega framkomu og yfir- stjómandi keppninnar, John McHugh, er sannfærður um að hún muni heilla áhorfendur. Sjálfur er hann vel þekktur innan írsks og bresks sjónvarpsheims. Hann hefur starfað sem sjálfstæður blaðamaður og hefur frá árinu 1983 stjórnað mörgum af vinsælustu sjón- varpsþáttum írlands og Bretlands. Árið 1988 flutti hann frá Dubhn til London og starfaði fyrir Channel 4 og London Weekend Television. Áriö 1991 flutti hann aftur tii írlands og hóf störf hjá írsku sjónvarpsstöðinni RTE sem heldur söngvakeppnina. Hann hefur áður séö um stjórn á Eurovision. Þaö eru 23 lönd sem taka þátt í keppninni að þessu sinni og mun Björgvin Halldórsson verða sá sjö- undi i rööinni í flutningi laganna. Þetta er í tíunda skiptið sem Islend- ingar eru með í Söngvakeppni evróp- skra sjónvarpsstöðva. Islendingar hófu ferilinn í Bergen árið 1986 með laginu Gleðibankanum eftir Magnús Eiríksson. Besti árangur íslands til þessa er Qórða sætið en það var lagiö Eitt lag enn sem þau Sigríöur Bein- teinsdóttir og Grétar Örvarsson fluttu árið 1990. Nokkur lönd duttu út Vegna nýrra reglna í Eurovision, sem teknar voru upp í fyrra, detta þau lönd sem fæst stig hafa úr keppni þetta árið og ný geta sótt um inn- göngu. í fyrra urðu t.d. Danmörk, Belgía, ísrael, Lúxemborg, Tyrkland og Slóvenía að vera utan keppni. í ár eru Belgía, ísrael, Danmörk, Sló- venía og Tyrkland að nýju með en þau lönd sem fæst stig höfðu í fyrra eru dottin út. Þau eru Litháen, Hol- iand, Rúmenía, Eistland, Swiss og Finnland. Fyrir ári kepptu 25 lög til úrslita en þau eru tveimur færri nú. í fyrra keppti Sigríður Beinteins- dóttir fyrir hönd íslands í þriðja skiptið og söng hún lagið Nætur. Það lag hafnaöi í tólfta sæti og Sigríður var ákaflega óhress með það sæti þegar hún kom heim. Haft var eftir henni í blöðum að keppnin hefði ver- ið óheiðarleg og stigin hefðu gengið kaupum og sölum. Tónleikahölhn, þar sem Eurovisi- on fer fram í annað skiptið í röð, er í miðborg Dyflinnar. Húsið var upp- haflega byggt árið 1878 en gert upp fyrir nokkrum árum. Helstu tónhst- armenn heimsins hafa haldið tón- leika í The Point Theater og þar hafa frægir leikhópar troðið upp. Bolshoi ballettinn hefur sýnt þar svo og tón- listarstjörnur á borð viö Frank Sin- atra og Diönu Ross. Síðastliöiö haust fjölmenntu margir íslendingar í The Point Theater til að sjá söngvarann Phil Collins og einnig hafa margir farið þangað til að sjá U2 og fleiri hljómsveitir. Búist við margmenni Eftir helgina munu hótehn í Dublin yfirfyilast því búist er við miklum ( ( ( < i i i í i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.