Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Síða 23
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 23 dv Svidsljós Andreas og Dimitra Papandreou. Andreas Papandreou: Bleik villa hneykslar Grikki Nú er verið að ljúka endurbótum á umdeildri lúxusvillu Andreas Pap- andreous, forsætisráðherra Grikkja. Villuna, sem er í norðurhluta Aþenu þar sem skipakóngar og iðnjöfrar búa, keypti Papandreou fyrir þremur árum handa seinni konu sinni, Dimi- tru Liani. Papandreou, sem er 75 ára, og Dimitra, sem er 41 árs fyrrverandi flugfreyja, gengu í hjónaband 1989. Þau áttu bæði hús sem þau seldu og fengu að auki lánað fé hjá nokkrum ráðherrum til að geta keypt nýja húsið. Þegar hjónakornin flytja inn verð- ur hægt að meta húsið á um 63 millj- ónir íslenskra króna, að því að talið er. Þrír arkitektar auk 300 annarra starfsmanna hafa verið viðriðnir endurbæturnar. Villan umtalaða er bleik og í henni eru 14 svefnherbergi. Hæðirnir eru þrjár og er lyfta í húsinu. Heimilis- fólk getur dýft sér í tvær sundlaug- ar, önnur er innilaug en hin útilaug. Þar að auki er í húsinu gufubað, nuddpottur, kapella og rafmagns- stýrt píramítalagað sólarþak úr gleri þaðan sem útsýni er til fjalla og sjáv- ar. Hjónaherbergið er á annarri hæð með sérbaðherbergi og einkasvölum. Á jarðhæð er skrifstofa húsbóndans með bókasafni viö hliðina. í kjallar- anum eru herbergi fyrir þjónustu- fólk og öryggisverði og lífverði mikil- vægra gesta. Forsætisráðherrann hefur verið gagnrýndur fyrir allan íburðinn á sama tíma og stjórnvöld eru að herða sultarólina. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Papandreou hefur hneykslað samlanda sína. Mikið var fjallað um samband hans við Dimitru og skilnáðinn við eiginkonuna á sín- um tíma. En Papandreou tókst að ná hylli á ný því hann vann í kosningun- um fyrir tveimur árum með tcdsverð- um yfirburðum. Bleika höllin eins og gárungarnir ! kalla villu gríska forsætisráðherr- 1 ans. Nú er hann tvöfaldur! Er röðin komin að þér? - ALLTAFÁ LAUGARDÖGUM SÖLUKERFID LOKAR KL. 20.20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.