Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1995, Side 50
58 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1995 Afmæli Bjöm S. Lárusson Björn Sigurður Lárusson, fram- kvæmdastjóri Gesthúsa hf. á Sel- fossi, Austurvegi 55, Selfossi, verður fertugurámorgun. Starfsferill Bjöm er fæddur á Akranesi og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1976, var við nám og störf í Kaupmannahöfn 1977-79 og nám í markaðs- og skipulagsmálum ferðamála í Noregi 1981-83. Bjöm starfaði í gestamóttöku Hót- el Sögu 1979-81, var innkaupastjóri Skrifstofuvéla hf. 1983-86, hótel- stjóri á Hótel Selfossi 1986-87, ráð- gjafi við ferðaþjónustufyrirtæki 1987-91, sölustjóri hjá Glerverk- smiðjunni Samverk 1991-93 og framkvæmdastjóri Gesthúsa hf. frá þeim tíma. Hann hefur kennt ferða- þjónustugreinar við Fjölbrauta- skóla Suðurlands frá 1990 og verið fréttaritari og dagskrárgerðarmað- ur á Suðurlandi fyrir Ríkisútvarpið frá 1988. Björn þýddi og staðfærði bókina „Markáðssetning ferðaþjónustu" og gerði fyrstu könnun og rannsóknir á ferðavenjum útlendinga á íslandi áárunum 1988-89. Fjölskylda Björn kvæntist 28.5.1982 Önnu Kjartansdóttur, f. 12.7.1954, hús- móður. Foreldrar hennar: Kjartan Gissurarson, f. 1914, d. 1991, frá Byggðarhorni í Flóa, fisksali í Reykjavík, og Karen Gissurarson Sloth. Synir Björns og Önnu: Kjartan, f. 1.4.1983; Harald, f. 24.10.1984; Björn Sigurður, f. 1992, látinn; Jóhann, f. 30.11.1993. Fósturdóttir Björns og dóttir Önnu: Hanna Kristín Sigurö- ardóttir, f. 18.2.1974. Systkini Björns: Jóhann, f. 26.6. 1937, d. 1991, starfsmaður á Skatt- stofu Vesturlands; Halldóra, f. 5.9. 1938, starfsmaður á Sjúkrahúsi Akraness; Margrét, f. 29.11.1941, starfsmaður í Laugardalslauginni; Sigurður, f. 7.4.1945, vélstjóri hjá Cargolux í Lúxemborg; Daniel, f. 22.12.1947, skrifstofustjóriMorgun- blaðsins; Björn Sigurður, f. 23.9. 1949, d. 24.12.1951. Foreldrar Björns: Lárus Þjóð- björnsson, f. 1908, d. 1991, húsa- smíðameistari, og Margrét Jó- hannsdóttir Björnsson, f. 1911, d. 1983, húsmóðir. Þau bjuggu á Akra- nesi. Ætt Systkini Lárusar voru Hannes, faðir Guðbjarts, forseta bæjar- stjórnar Akraness, Svavar, afi Gunnars Sigurðssonar, formanns bæjarráðs Akraness, og Vilborg, móðir Valdimars Indriðasonar, fyrrverandi alþingismanns. Lárus var sonur Þjóðbjörns Björnssonar, bónda á Neðra-Skarði í Leirársveit, og Guðríðar konu hans. Föðurættin er kennd við Grund í Skorradal. Halldóra var dóttir Jóhanns Björnssonar, hreppstjóra á Akra- Björn S. Lárussort. nesi, og Halldóru Sigurðardóttur. Á meðal bræðra Jóhanns voru Guð- mundur, sýslumaður í Borgarnesi, og Jón, kaupmaður í Borgarnesi. Móðurættin er kennd við Svarfhól í Stafholtstungum. Björn tekur á móti gestum í sal Gesthúsa hf. á Selfossi frá kl. 16 í dag, laugardaginn 6. maí. Til hamingiu með afmælið 6. maí 95 ára Ólöflndriðadóttir, Bjarmastíg 8, Akureyri. 90 ára Árný Stefánsdóttir, Hvammbóli, Mýrdalshreppi. 75 ára Ólafur Bjarni Th. Pálsson, Grundartanga 52, Mosfellsbæ. 70 ára Ólafur Eggertsson, Grandavegi 47, Reykjavík. 60 ára Klara Styrkársdóttir, Miklubraut 76, Reykjavík. Kristjana Svavarsdóttir, Huldugili9, Akureyri. Olga Ragnarsdóttir, Brekkubyggð27, Garðabæ. 50ára Erla Karlsdóttir, Hásteinsvegi 37, Stokkseyr Þórunn Pálsdóttir, Grundargeröi 6h, Akureyn HafdísHafsteinsdóttir, sjúkraliöi á Heilsuhæli NLFÍ í Hverageröi, Lyngbergi 7, Þor- lákshöfn. Eiginmaður hentiarerGuö- mundur Sigurös- son, fyrrv. skrif- stofustjóri. Þaueruaöheim- an. Kristján Tryggvi Jónsson, Kleppsvegil22, Reykjavík. UnnurLoneNielsen, Hátúni lOa, Reykjavík. Dagur Herniannsson, Þórunnarstræti 128, Akureyri. Hjörvar Jóhan nsson, Hofi, Lýtingsstaðahreppi. Einar B. Guðlaugsson, Skipasundi 50, Reykjavík. 40ára Guðmundur Árnason, Sóltúni 12, Keflavík. Sigurlina Valgerður Áslaugsdótt- ir> Garði, Öxarfjarðarhreppi. Kristín Jónsdóttir, Krummahólum4, Reykjavík. Eygló Bj arnþórsdóttir, Vesturbergi 54, Reykjavík. Þór Ingólfsson, Glaðheimum 14,Reykjavik. Hafrún Magnúsdóttir, Nesvegi 64, Reykjavík, Guðmann Þorvaldsson, Bleiksárhlíð 27, Eskifirði. Borghildur Ingvarsdóttir, Brúarflöt 5, Garðabæ. Benno G. Ægisson Benno Georg Ægisson, listmálari og verkamaður, Hásteinsvegi 34, Vest- mannaeyjum, veröur fimmtugur á morgun. Fjölskylda Benno er fæddur í Prag í Tékkó- slóvákíu og ólst upp þar og í Reykja- vík. Hann stundaði nám í Munchen í Þýskalandi 1963. Benno hefur starfaö við bílaviðgerðir og stundað alla almenna verkamannavinnu. Benno kvæntist 27.7.1974 Unni Jónu Sigurjónsdóttur, f. 9.10.1951, verslunarmanni. Foreldrar hennar: Sigurjón V. Guðmundsson og Guö- laug Sigurgeirsdóttir í Vestmanna- eyjum: Dóttir Bennos og Unnar er Sús- anna Georgsdóttir, f. 4.3.1974, dans- kennaranemi í Vestmannaeyjum. Dóttir Bennos af fyrra hjónabandi er Helga Georgsdóttir, f. 19.12.1965, fóstra í Borgamesi. Systkini Bennos: Marcela, Ólafur, EvaogHonza. Foreldrar Bennos: Benno Juza, f. Benno G. Ægisson. 4.4.1923, listmálari í Prag, og Jar- mila Lukesova, f. 8.11.1926, d. 20.3. 1991, sjúkraliöi. Hún var búsett í Prag og í Reykjavík. Fósturfaðir Bennos: Ægir Ólafsson, forstjóri á Siglufirði og í Reykjavík. JónV. Bjömsson Jón Valdimar Björnsson frístunda- bóndi, Grundarbraut 8 (Grund), Ól- afsvík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jón er fæddur í Ólafsvík og ólst upp þar og í Fróðárhreppi en þar var hann í sveit sem barn. Hann lauk barnaskólaprófi og hefur sótt nokkur vinnuvélanámskeið. Jón fór til sjós 15 ára og var m.a, eina vertíð á Hellissandi en vann líka í landi þar til hann varð árs- maður hjá Vegagerð ríkisins en hjá henni starfaöi Jón í 56 ár. Framan af var hann reyndar sumarmaöur en Jón byrjaði þar fyrst í maí 1936 á Fróðárheiði hjá Stefáni Kristjáns- syni, vegaverkstjóra i Ólafsvík. Tuttugu árum síðar fór hann aö starfa hjá Vegageröinni árið um kring, þá með Hjörleifi Sigurðssyni, vegaverkstjóra í Hrísdal, 1956. Jón, sem hefur alltaf búið í Ólafs- vík, hefur gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir verkalýðsfélagið. Fjölskylda Kona Jóns er Björg Viktoría Guð- mundsdóttir, f. 14.7.1925, húsmóðir. Foreldrar hennar: Guðmundur Guðmundsson og Sigurlaug Sigurð- ardóttir, bæði látin. Þau bjuggu á Litla-Kambi í Breiðuvík. Börn Jóns og Bjargar: Björn S. Jónsson, f. 12.6.1948, smiöur og leið- beinandi í Reykjavík, kvæntur Steinunni Þórisdóttur gangaverði, þau eiga þrjú börn, Jón Viðar, Hildi og Þóri; Kristín Jónsdóttir Stackura, f. 29.12.1950, fóstra i Skotlandi, gift George Stackura kennara, þau eiga tvo syni, Adam og Michael; Guð- mundur Ó. Jónsson, f. 21.1.1953, umboðsmaður Eimskips í Ólafsvík, kvæntur Jónínu Kristjándsdóttur skrifstofumanni, þau eiga tvö börn, Björgu og Stefán Má, dóttir Guð- mundar er Gerður; Sigurlaug Jóns- dóttir, f. 21.3.1957, kennari í Olafs- vík, gift Ingólfi Aðalbjömssyni sjó- manni, þau eiga þrjú börn, Ólmu Ýr, Atla Frey og Aldísi Rún; Reynir Jónsson, f. 22.10.1962, rafvirki í Ól- afsvík, kvæntur Margréti S. Ingi- mundardóttur, þau eiga þrjú böm, Styrmi, Örnu og Brynju. Barna- barnabörnin eru þrjú. Systkini Jóns: Bjarndís Inga Björnsdóttir, f. 22.5.1918, d. 8.5.1919; Fríða Jenný Björnsdóttir, f. 22.5. 1918, d. 20.7.1965, var gift Kristjáni Jenssyni, þau skildu; Helgi Björns- son, f. 4.10.1922, verkamaður í Garðabæ, kvæntur Kristínu Petrínu Gunnarsdóttur; Sigríður Guðrún Jón V. Björnsson. Björnsdóttir, f. 28.10.1925, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóni S. Bjarklind; Þorgils Björnsson, f. 14.2.1928, starfsmaöur hjá Vegagerð ríkisins í Ólafsvík; KristbjörgBára Björns- dóttir, f. 17.9.1930, d. 8.1.1985; Ing- veldur Birna Bjömsdóttir, f. 27.1. 1936, húsmóðir í Reykjavík, gift Marísi Gilsfjörð. Foreldrar Jóns: Björn Jónsson, f. 1.10.1888, d. 29.3.1937, sjómaður, og Kristín Bjarnadóttir, f. 17.6.1892, d. 21.31979, húsmóðir. Þau bjuggu í Ólafsvík. Jón er aö heiman á afmælisdag- inn. Til hamingju með afmælið 7. maí 95 ára Anna P. Loftsdóttir, áður til heimilis að Vegamóíum, Seltjarnarnesi, ennúHrafnistu, Hafharfíröi. Húntekurámóti gestum síðdegis á afmælisdaginn á heimili sonar : sínsogtengda dóttur að Sæbraut 5 á Seltjarnar- nesi. Margrét Kristjánsdóttir, Gagnvegi, hjúkrh. Eir, Reykjavík. 85ára Steingrimur Björnsson, Litlahvammi8b, Húsavlk. 80 ára Guðrún Ágústsdóttir, Hlíðarvegi 45, Síglufirði. 75ára Steingrímur Eliasson, Öldugötu 61, Reykjavik. Guðrún Kristinsdóttir, Lónabraut 5, Vopnafirði. Þórunn Guðmundsdóttir, Hólavegi 15, Siglufirði. 70ára Dóra Guðbjörnsdóttir, Háaleitisbraut22, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Sigtúni 9 frá kl. 15-18 á afmælisdaginn. Ragnheiður Kj artansdóttir Busk, Þelamörk 58, Hverageröí. Hún tekur á móti gestum á afinæl- isdaginn í Básum, Efstalandi í Ölf- usi, frákl. 15-18. Jónas Jónsson, Bólstaðarhlíð 58, Reykjavík. Guðmundur Jónsson, Spítalastíg 8, Hvammstanga. Guðjón Jónsson, Austurbrún 2, Reykjavik. 60 ára RannveigSigr. Guðmundsdóttir, Bröttukinn 20, Hafnarfirði. Unnur Jóhannsdóttir, Laxárdal 3, Bæjarhreppí. Hallgrimur Helgason, Tröllagili 14, Akureyri. Hannererlendis. 50 ára Sigurgeir Jónsson, Uppsalavegi 8, Sandgerði. Karen Þorvaldsdóttir, Vorsabæ 5, Reykjavík. 40ára Ragna Halldórsdóttir, Mýrarseli 1, Reykjavík. Hermann G. Björgvinsson, Lautasmára33, Kópavogi. Kjartan Jóhannesson, Selvogsgrunni 12, Reykjavík. Guðbjörg Rannveig Jónsdóttir, Logafold 80, Reykjavik. Sigrún Ásta Bjarnadóttir, Stóru-Mástungulb, Gnúpverja- hreppi. ívar Decarsta U. Webster, Hvassaleiti 10, Reykjavík. Margrét Magnúsdóttir, Leifsgötu 6, Reykjavík. Sigmundur Guðmundsson, Heiðargarði 3, Keflavfk. Guðmundur Ingi Gíslason, Reyðarkvísl 14,Reykjavík. I I I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.