Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1995, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11. blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: (91) 563 2700 FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Áskrift: 99-6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Askriftarverð á mánuði 1550 kr, m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk. Frísvæði er óskhyggja Komin er niðurstaða athugunar á möguleikum frí- svæðis á íslandi. Þar kemur fram, að óraunhæft sé að tala um slíkt svæði á íslandi. Stingur það í stúf við fyrri bjartsýni um, að byggja megi upp ýmsa starfsemi á Suð- urnesjum í tengslum við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Venjulega eru niðurstöður athugana þannig, að þær leiða til aukinnar bjartsýni. Þær leiða til frekari athug- ana og meiri tekna skýrsluhöfunda og loks til undirbún- ings framkvæmda. Óvenjulegt er að fá allt í einu skýrslu, sem segir, að htlir möguleikar séu á umræddu sviði. Eínar Kristinn Jónsson rekstrarfræðingur vann skýrsluna fyrir Aflvaka Reykjavíkur. Er hún hður í víð- tækari úttekt á skilyrðum atvinnurekstrar á Reykjavík- ursvæðinu. Samkvæmt henni er betra að bæta skilyrðin almennt, heldur en að ívilna frísvæðisfyrirtækjum. Frísvæði er vel þekkt fyrirbæri í útlöndum. Svæðið við Shannon-flugvöh á írlandi hefur oft verið notað th viðmiðunar, þegar talað hefur verið um frísvæði við Keflavíkurflugvöh. En aðstæður eru allt aðrar hér og auk þess er Shannon-frísvæðið of dýrt og misheppnað í raun. Keflavík getur ekki keppt við Shannon og hin 300 frí- svæði heimsins, af því að offramboð er af slíkum svæð- um; af því að aðrir voru fyrri th; af því að lega landsins veldur háum flutningskostnaði; af því að laun eru lægri annars staðar; og vegna mikhs markaðskostnaðar. Menn hafa miklað fyrir sér, að tohfrjáls aðgangur að Evrópumarkaði mundi leiða th íslenzks frísvæðis. í ljós kemur hins vegar, að þessi aðgangur er mjög takmarkað- ur. Það á til dæmis við um hátæknhðnað. Og samsetning- ariðnaður forðast hálaunasvæði á borð við ísland. Styrkir og ívhnanir í þágu fyrirtækja á frísvæði mis- muna innlendri starfsemi, og skekkja rekstrarskhyrði utan og innan svæðisins. Þar á ofan sýnir reynslan frá Shannon, að fyrirtæki á frísvæði eru rótlaus og færanleg Þau hlaupa oft th þeirra, sem bezt bjóða hveiju sinni. Shannon-svæðinu er haldið uppi af gífurlegum styrkj- um Evrópusambandsins, af því að írland er skhgreint sem jaðarsvæði. Styrkirnir námu fjórum mhljörðum króna árið 1993 og fara vaxandi. Ekki er th neinn stóri bróðir í útlöndum, sem vhl gefa íslandi slíkar summur. Shannon-svæðið fékk forskot, af því að það var stofnað 1959, þegar tohar voru mun hærri en nú. Það hefur ekki aukið atvinnu íra. Atvinnuleysi þar í landi er um 18%. Raunar hefur atvinna á íslandi aukizt hraðar en þar og flugumferð um Keflavík er hlutfallslega meiri. Höfundur skýrslunnar segir, að hugmyndin um frí- svæði á Suðumesjum beri keim af tækifæris- og töfra- lausnum, sem stundum sé gripið th í íslenzkri stjómmála- umræðu og eigi að bjarga öhu, en skorti jarðsamband. Telur hann, að Suðurnes eigi betri atvinnukosti. Hann segir, að það mundi skha meiri árangri við efl- ingu atvinnu og útflutnings að styðja þúsundir fyrir- tækja í landinu með almennum, en ekki sértækum að- gerðum, svo og betri starfsskhyrðum, heldur en að styðja örfá fyrirtæki með sértækum og dýrum átaksaðgerðum. Hann tekur þó fram, að ekkert sé athugavert við að búa th aðstöðu th frírekstrar, svo framarlega sem hann sé byggður upp fyrir áhættufé þeirra, sem að honum standa, og lúti almennum markaðslögmálum. Það eru bara styrkimir og ívhnanimar, sem hann varar við. Þótt fréttir þessar séu naprar, er kuldi jafhan hress- andi. Auðveldara er að tala um íslenzk atvinnutækifæri, þegar búið að taka úr umferð óskhyggju um frísvæði. Jónas Kristjánsson 1.05 Launaframtal iK 3.04 Ökulækjastj Aur og okutækjarrkstur ifÚilKW „Læðist nú að mönnum sá grunur að einhvers staðar sé haft rangt við og ekki tíunduð hver króna sem inn kernur," segir m.a. í grein Kristjóns. Ónógur sparnaður heimila í þeirri umræðu sem hefir verið undanfarið um skuldir heimila og vöxt þeirra síðasthðin ár hefir oft verið litið fram hjá raunverulegum orsökum. Ástæður eru almennt álitnar hátt verðlag og lág laun sem brýtur í bág við þá staðreynd að fáar þjóðir eru tekjuhærri en ís- lendingar. Einblínt hefir verið á ákveðna sérhópa sem taldir eru illa settir að þessu leyti, s.s. einstæða foreldra, atvinnulausa með ómegð og gamalmenni í leiguhúsnæði. Nú hefir aftur á móti sýnt sig að þessir hópar virðast oftar en ekki bera meira úr býtum en ýmsir aðrir sem eru i fullu starfi á vinnumarkaði. Jöfn tekjudreifing Tekjudreifing á íslandi er með því jafnasta sem þekkist. Þannig ætti meðalmaðurinn að vera nothæfur sem grófur mælikvarði á atliugun- um á högum hins vinnandi íslend- ings. Mannafli er metinn liðlega 125 þúsund manns og eru flestir taldir félagar launþegasamtaka og munu samkvæmt því þiggja laun sem samið er um í kjarasamningum. Umræðan um kaup og kjör snýst iðulega um þau lágmarks dag- vinnulaun, berstrípuð, sem aðilar vinnumarkaðar sættast á þótt ber- sýnilegt sé að almenn heildarlaun á markaði séu verulega miklu hærri þannig að ráðstöfunartekjur á hvem einstakhng í fullri vinnu losa vel á annað hundrað þúsundir króna á mánuði. Þungri framfærslubyrði er ekki fyrir að fara þar sem tæplega helm- ingur þjóðarinnar virðist vera framfærendur en rétt rúmlega helmingur framfærðir. Þar af leið- andi ætti afkoma að vera viðunandi en nú bregður svo viö að einka- neysla meðalmanns er verulega miklu meiri en ráðstöfunartekjur þannig að munar tólf til þrettán af hundraði. Fyrir hveijar 100 krónur sem Kjallariim Kristjón Kolbeins viöskiptafræðingur koma í launaumslagið er 113 krón- um variö til almennrar neyslu og em þó ekki ný kaup bifreiða og afskriftir vistarvera meðtaidar. Vart er því við því að búast aö neitt sé eftir til fjárfestingar í húsnæði enda er ljóst að bein lán til hús- næðiskaupa og fjárfestingar frá lánastofnunum nema svipaðri fjár- hæð og nýbyggingar á ári hverju. Læðist nú að mönnum sá grunur að einhvers staðar sé haft rangt við og ekki tíunduð hver kóna sem inn kemur. Hvemig annars fæst sú staðreynd skýrð að ráðstöfun ein- stakhnga til neyslu og fjárfestingar virðist vera verulega miklu meiri en nemur tekjum og teknum nýjum lánum? Fyrirhyggjuleysi Bein útgjöld til neyslu hvers íbúa landsins námu 2.500 kónum á dag árið sem leið. Eru þá útgjöld vegna kaupa allra varanlegra neyslu- muna meðtalin, svo sem heimils- tækja og bifreiða. Leiðir sú stað- reynd að þeirri niðurstööu að vart veröi íslendingar taldir framúr- skarandi ráödeildarsamir. Líkur benda þvi til að í mörgum tilvikum stafi greiðsluerfiðleikar almennings hvorki af miklum skuldum né litlum tekjum heldur af vissu fyrirhyggjuleysi þar sem ekki er spurt um annað hvort eða heldur heimtað bæði og. Tíðari útborganir? Því hefir verið haldið fram að fiöldi fólks kunni ekki með fé að fara, ætti hvorki að hafa ávísana- hefti né greiðslukort. Best væri ef viðkomandi fengju útborgaö dag- lega og gætu staðgreitt samdægurs allan kostnað sem til fellur. Tvisvar á dag er e.t.v. til of mikils ætlast en sfiks eru fordæmi frá Þýska- landi frá árinu 1923 þegar ýmist verðlag mhljarðfaldaðist á tíu mán- uðum. Greitt var út í tvígang dag hvern og veitt leyfi eftir útborgun th þess að launþegar gætu eytt kaupinu sínu meðan það væri ein- hvers virði. Kristjón Kolbeins „Líkur benda því til aö í mörgum tilvik- um stafí greiðsluerfiðleikar almenn- ings hvorki af miklum skuldum né litl- um tekjum heldur af vissu fyrirhyggju- leysi þar sem ekki er spurt um annað hvort eða heldur heimtað bæði og.“ Skoðanir annarra Þingmenn sjálfir „Á undanfomum árum hafa þingmenn haft vax- andi áhyggjur af því, að virðing Alþingis sem stofn- unar fari þverrandi meðal þjóðarinnar... Þingmenn ættu einnig að hafa þau orð forseta hugfost að það eru „þingmenn sjálfir sem mest áhrif hafa á hver ímynd Alþingis er í augum þjóðarinnar“. Það er hins vegar að sama skapi eðhlegt að þjóðin' búi Alþingi þau skhyrði að hæfir einstaklingar hiki ekki við að gefa kost á sér th starfa þar og aö starfsaðstaða þeirra sé viðunandi.“ Úr forystugrein Mbl. 20. maí. Þjónustusamningar „Þjónustusamningar geta verið mjög gagnlegt stjórntæki á tilteknum sviðum í opinberum rekstri. Forsendur þess eru þó í fyrsta lagi að kaupendumir skypji hlutverk sitt sem fuhtrúar skattgreið- enda... Það eina sem staðið getur í vegi fyrir hag- kvæmum þjónustusamningum er að samanburður á einingarverði milli stofnana verði ekki við komið, þar sem ein stofnun hafi með höndum þessa þjón- ustu. Þá verða einingarkostnaður og hagræðingar- krafa einungis byggð á meðalkostnaöi stofnunarinn- ar sem kann aö verða alltof hár. “ Þór Sigfússon hagfr. í 17. tbl. Vísbendingar. Þingmenn í láglaunalandi „Vonandi tekst nýkjömum alþingismönnum aö hækka kaupið sitt að því marki að þeir verði ánægö- ir með kjör sín. En kauphækkun eiga þeir ekki skh- ið nema að þeim skhjist að þeir em kosnir á þing til að vernda lífskjör allra umbjóðenda sinna. Þing- menn og ráöherrar og embættismenn í láglauna- landi eiga að hafa lágt kaup. Beri þeir gæfu th að rífa kjör almennings upp úr volæðinu svo að fólk geti búið við efnalegt sjálfstæði er ekkert sjálfsagð- ara en að kaup kjörinna fuhtrúa þjóðarinnar verði hækkað." Oddur Ólafsson í Tímanum 20. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.