Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1995, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1995
Fréttir
Veiðar íslendinga á Svalbarðasvæðinu fyrir hæstarétt Noregs:
Út í hött að Norðmenn taki
sér einkarétt til veiðanna
- segir Brynjar 0stgárd, dómari og fyrrum verjandi Björgulfs EA
„Norðmenn hafa tekið sér einka-
rétt til veiða á Svalbarðasvæðinu og
það er að mínu viti út í hött. Verði
niðurstaðan sú að Björgúlfi hafi ver-
ið heimilt að veiða þar yrði mjög erf-
itt fyrir Norðmenn að neita íslend-
ingum um kvóta á Svalbarðasvæð-
inu," segir Brynjar Ostgárd, fyrrum
verjandi útgerðar Björgúlfs EA í
málaferlum vegna veiða skipsins á
fiskverndarsvæðinu við Svalbarða.
Östgard hefur verið skipaður dóm-
ari við áfrýjunardómstól í Norður-
Noregi og er því hættur sem verjandi
íslensku útgerðanna. Hann segir að
málinu hafi nú veriö áfrýjað til
hæstaréttar og hann sé sannfærður
um að samþykkt verði að taka það
fyrir þar.
Ákyörðun í haust
„Öll mál sem tekin eru fyrir í
hæstarétti hér verða að skoðast með
það fyrir augum að þau standist þær
kröfur sem gerðar eru til mála sem
þangað fara. Þau mál sem hæstirétt-
ur tekur á verða að hafa fordæmis-
gildi og ég er viss um að Björgúlfs-
máhnu verður hleypt inn þar sem
þar er tekið á grundvallaratriðum."
Ostgárd segir að niðurstaða hæsta-
réttar Noregs vegna málsins Uggi
væntanlega fyrir í haust. Hann segir
að máhð sé snúið fyrir norska dóm-
stóla þar sem þeir megi ekki dæma
nema samkvæmt norskum lögum
sem þýði að þeir geti ekki dæmt sam-
kvæmt Svalbarðasáttmálanum.
„Það er grundvallarspurning í mál-
inu hvort Svalbarðasamningurinn
heimilar íslendingum veiðar innan
lögsögu Svalbarða til jafns við Norð-
menn. Svalbarðasamningurinn veit-
ir öllum aðildarþjóðum hans jafnan
aðgang að miðunum umhverfis Sval-
barða. Þetta gildir um þá sem hafa
staðfest samkomulagiö og það gerðu
íslendingar á síðasta ári," segir
0stgárd.
Hann segir aö það sem allt snúist
nú um sé með hvaða hætti hæstirétt-
ur Noregs taki á málinu.
„Það er mögulegt að hæstiréttur
taki þá ákvörðun að dæma á grund-
velh' þess að skipið hafi verið með
ólögleg veiðarfæri fremur en að taka
á grundvallarþættinum sem snýr að
því hvort skipið hafi mátt veiða á
svæðinu. Þá er einnig mögulegt að
þeir verði dæmdir fyrir að tilkynna
Brynjar Ostgard, dómari í Noregi og fyrrum verjandi Björgúlfs EA, segir
aö erfitt verði fyrir Norðmenn að standa gegn því að íslendingar fái kvóta
á Svalbarðasvæðinu. Hann telur fráleitt aö Norðmenn geti tekið sér einka-
rétt til veiða á þessum slóðum. DV-mynd Reynir
sig ekki inn á svæðið. Það er í raun
sama hver niðurstaðan verður; það
verður hægt aö vísa henni til Al-
þjóðadómstólsins," segir 0stgárd.
Tekjur upp á 2,5 milljarða?
Hann segir að komi til þess að
Norðmenn tapi málinu verði þeir að
skipta veiðum á svæðinu með öðrum
aðildarþjóðum. Veiðar í Barentshafi
voru áður en hrunið varð fyrir 1987
á bilinu 900 þúsund tonn til 1,2 millj-
ónir tonna af þorski á ári. Á Sval-
barðasvæðinu voru tekin í kringum
20 prósent af þeim afla. Ef gengið er
út frá því í dag að 10 þjóðir beri sig
eftir þorskveiðum á þessum slóðum
þá hggur fyrir að samkvæmt jafn-
ræðisreglunni bæri hverri þjóð að fá
um 20 þúsunda tonna kvóta. Þar á
meðal Islendingar sem fengju þar
afla sem gæti gefið um 2,5 milljarða
króna í tekjur.
Á þessu gæti þó orðið bið þar sem
enn er ekki ljóst hvort niðurstaða
verður í haust fyrir hæstarétti í Nor-
egi eða eftir tvö til þrjú ár fyrir Al-
þjóðadómstólnum.
-rt
Raufarhöfh:
Fáum von-
andi útikörf-
urísumar
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Við höfum ekki nema þessa einu
útikörfu hérna og hún er ekki mjög
góð," sögðu körfuboltastrákarnir
Ari, Steini, Freyr og Einar sem voru
að spila körfubolta á gamla lélega
körfu utan á félagsheimilinu á Rauf-
arhöfn þegar DV átti leið þar um.
Körfuna, sem er bæði gömul og
ryðguð utan á vegg félagsheimihsins,
sögðu þeir félagar vera einu útikörf-
una í bænum og hún yrði að nægja
þeim í bih. „Við höfum þó heyrt að
það eigi að setja upp almennilegar
útikörfur í sumar og vonandi verður
það gert," sögðu þeir félagar.
í haust verður tekið í notkun nýtt
og langþráð íþróttahús á Raufarhöfn
sem mun gjörbreyta allri íþróttaað-
stöðu þar. „Það verður allt annað lif
að fá nýja íþróttahúsið. Við reiknum
með að íþróttaáhugi muni þá aukast
mjög og ætii körfuboltinn verði ekki
vinsælastur," sögðu þeir félagar.
Selfoss:
Garðsláttur
hafinn
Regfna Thorarensen, DV, SeKossi:
Byrjað var að slá garða á Selfossi
í síðusru viku. Húseigendur og bæj-
arfélag hirða vel lóðir sínar enda
mikil keppni um að hafa þær sem
fallegastar. Selfossbær er til fyrir-
myndar með alla snyrtimennsku og
allur bærinn mjög vel hirtur.
Ég álykta og veit að hvergi er hugs-
að betur um eldri borgara en hér og
barnaheimilin eru alveg til fyrir-
myndar.
Skipulagsstjóri ríkisins:
Stöðva ber
framkvæmdir
við víkingahof ið
Skipulagsstjóri ríkisins telur að
stafbygging ofan á aðra hæð Fjöru-
garðsins við Strandgötu í Hafnarfirði
samræmist ekki staðfestu deiliskipu-
lagi þar sem aðeins sé gert ráð fyrir
einni hæö á tengibyggingu milh húsa
í Fjörugarðinum, samkvæmt deih-
skipulagi.
í bréfi frá skipulagsstjóra til um-
hverfisráðuneytisins segir að bygg-
ingarnefnd beri að ganga úr skugga
um að fyrirhuguð bygging sé í sam-
ræmi við deiliskipulag áður en bygg-
ingarleyfi er veitt. Þar sem ekki hafi
verið tekið tilht til grenndarkynning-
ar beri að stöðva framkvæmdina þar
til úrskurður umhverfisráðherra
hggur fyrir eða deiliskipulagi hefur
verið breytt með formlegum hætti.
„Þeir eru sammála því að þetta
samræmist ekki deihskipulagi og
biöja um að framkvæmdir séu stöðv-
aðar," segir Árni Sv. Mathiesen, íbúi
við Suðurgötu í Hafnarfirði, en hann
kærði byggingarnefnd bæjarins fyrir
að leyfa byggingu víkingahofs ofan á
aðra hæð Fjörugarðsins viö Strand-
götu í trássi við deiliskipulag og án
grenndarkynningar.
„Það er fundur í byggingajmefnd á
miðvikudagsmorgun og þar vérður
lógð fram umsögn okkar til umhverf-
isráðuneytisins. Tilmæh skipulags-
stjóra eru bara þau að stöðva fram-
kvæmdir meðan á þessu ferh stend-
ur. Það er gefið í skyn að byggingin
samræmist ekki deiliskipulagi með-
an ekki hafi verið gerðar breytingar
á skipulaginu. Bæjarsrjóm hefur í
hendi sér að gera tillögur um breyt-
ingar," segir EUert Borgar Þorvalds-
son, formaður byggingarnefndar í
Hafnarfirði.
Búist er við að umhverfisráðherra
kveði upp úrskurð fljótlega.
-GHS
Ari, Steini, Freyr og Einar við körfruna á vegg félagsheimllisins á Raufarhöfn.
DV-mynd gk
Skeljungur á Akranesi:
Bensínafgreiðslu-
menn endurráðnir
Díirúel Óla&ion, DV, Akranesa:
Eins og DV greindi frá fyrir stuttu
var mikil óánægja tneðal bensínaf-
greiöslumanna með uppsagnir hjá
Skeljungi en máiin skýrðust betur
síðasthðinn föstudag. Tveir bensav
afgreiðslumenn hafe verið endur-
táðnir, einn hættir í julí vegna ald-
urs og annar í október af sömu
ástæðu. Þá hafa áætlanir Skeh'ungs
um sjálísá%mðslu verið lagðár á
hillunaíhin.
Nýja bensínstððin verður tekin i
notkun uni ihiðjan juni og hefur
allt starfsfólk sem þar mun vinna
verið ráðið.
^^g^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^