Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 Fréttir Klofningur innan Sjálfstæðisflokksins 1 Hafnarfirði er staðreynd: A-f lokkar semja ef særindin gleymast - Jóhann Bergþórsson verður líklega í stjórnarandstöðu út kjörtímabilið Hyldýpisgjá er komin milli Magn- úsar Gunnarssonar. oddvita Sjálf- stæðisflokksins i Hafnarfiröi, og stuðningsmanna hans annars vegar og Jóhanns G. Bergþórssonar, bæjar- fulltrúa og fvrrverandi oddvita flokksins. og félaga hans hins vegar - eftir að Ellert Borgar Þorvaldsson bæjarfulltrúi og Magnús Kjartans- son varabæjarfulltrúi greiddu Jó- hanni atkvæði sitt í stöðu forstöðu- manns framkvæmda- og tæknisviðs á bæjarstjórnarfundi síðdegis á þriðjudag í trássi við vilja oddvitans. Sjálfstæðismenn í innsta hring eru heitir út af klofningnum en bæjarbú- ar og margir flokksmenn eru þreytt- ir á átökunum og hafa samúð með Jóhanni vegna meints samnings- brots. Misvindasamt hefur verið í bæjar- stjórn Hafnaríjarðar undanfarið ár og hefur starf forystu flokksins geng- ið út á það að halda óróamanninum Jóhanni G. Bergþórssyni, fyrrum forstjóra Hagvirkis-Kletts, góðum. Varð frægt í vetur þegar Jóhann sprengdi meirihlutann og fór í við- ræður við krata. Meirihluti Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks hefur lifað dag frá degi síðan og kom því engum á óvart þegar meirihlutinn sprakk í framhaldi af umsókn Jó- hanns um stöðu forstöðumanns framkvæmda- og tæknisviðs. Jóhann byggði kröfu sína á upprunalegum samningi meirihlutans um að hann fengi starfið og héldi áfram sem bæj- arfulltrúi. A-flokkarnir styrkjast Bæjarmálin í Hafnarfirði eru kom- in í biðstöðu eftir að meirihlutasam- starfi Aiþýðubandalags og Sjálfstæð- isflokks var formlega slitið á eins árs afmælisdegi meirihlutans síðdegis á miðvikudag eftir stormasaman bæj- arstjórnarfund á þriðjudag. Flokksmenn í öllum flokkum hitt- ust á miðvikudagskvöldið til að ræða stöðuna. Sjálfstæðismenn sam- þykktu stuðningsyfirlýsingu við odd- vita sinn með 2/3 greiddra atkvæða í fulltrúaráðinu og ávirðingar á þre- menningana, en Alþýðuflokksmenn og Alþýðubandalagsmenn reyndu aö gera sér grein fyrir stöðunni. Sjálfstæöismenn i Hafnarfirði fund- uðu um stöðuna í flokknum eftir klofninginn i vikunni og má hér sjá Jóhann G. Bergþórsson koma af fundinum. DV-myndir BG Ljóst er aö klofningurinn innan Sjálfstæðisflokksins kemur til með að styrkja A-flokkana verulega á næstu misserum og veikja stöðu Sjálfstæðisflokksins innan bæjar- stjómar og trúlega koma niður á flokknum í næstu kosningum. Á þessu stigi er erfitt að segja til um það hvort Jóhann G. Bergþórsson muni kljúfa sig formlega út. úr flokknum með félögum sínum. Hann Staða Magnúsar Gunnarssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins, hefur veikst eftir að tveir bæjarfulltrúar flokksins greiddu atkvæði gegn vilja hans á bæjarstjórnarfundi. verður þó að öllum líkindum í stjórn- arandstöðu út kjörtímabflið. Alþýöu- flokksmenn meta samstarf við hann varla fýsilegt eftir það sem á undan er gengið. Uppákoman með Jóhanni veikir verulega stöðu Magnúsar Gunnars- sonar í stöðu oddvita Sjálfstæðis- flokksins. Magnús þykir atkvæðalít- fll en vinsæll, drengur góður og óvanur refskap í pólitík. Margir inn- an flokksins styðja hann ákaft og vilja hann áfram. Of snemmt er að segja hvort sundr- ungin innan flokksins kemur niður á honum í næstu kosningum en stað- reyndin er sú að Magnúsi hefur ekki tekist að halda flokknum saman eins og hlýtur að vera lágmarkskrafa til oddvita. Brotiö blað? Innan Sjálfstæðisflokksins eru uppi raddir um aö bæjarfulltrúamir Magnús Gunnarsson og Valgerður. Sigurðardóttir fari í meirihlutasam- starf með alþýðuflokksmönnum. Magnús er sagður lipur í samstarfi og taliö ólíklegt að hann leggi höfuð- áherslu á að fá bæjarstjórastólinn sem kratar gimast. Samstarf krata Fréttaljós Guðrún Helga Sigurðardóttir og sjálfstæðismanna er þó ólíklegt í bænum við fjörðinn þar sem alþýðu- flokksmenn og og sjálfstæðismenn' eru erkifjendur hefðinni samkvæmt. Þaö yrði allavega til aö bijóta blað í stjórnmálasögu bæjarins og kannski færa Alþýðuflokknum sjötta bæjar- fulltrúann í kosningunum eftir þrjú ár. Og það vilja sjálfstæðismenn varla. Áhugamenn um hafnfirsk stjórn- mál sem DV hefur rætt við telja lang- líklegast aö Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag nái samkomulagi í meirihlutasamstarf í Firðinum þegar viðræður hefjast af alvöru eftir helg- ina, þrátt fyrir særindi innan Al- þýðuflokksins eftir kærumál Magn- úsanna á hendur krötum og Jóhanni - enda eru þessir flokkar alvanir samstarfi. Málefnalega séð ættu flokkarnir að geta náð vel saman. Alþýöuflokksmenn hljóta að velta því fyrir sér hvort hægt sé að láta særindin gleymd og grafin. Þá er spurning hvort alþýðubanda- lagsmenn einblíni á áframhaldandi setu Magnúsar Jóns í bæjarstjóra- stólnum og láti samninga brotna á honum. Hátt 1 milljón króna sekt fyrir stórfellda bruggstarfsemi: H ver dagur í vara- refsingu metinn á 10 þúsund krónur Sjóli skiptir umnafnoglit Ákveðiö hefur verið aö frysti- togarinn Sjóli HF, sém Fiskiðjan Skagfirðingur á Sauöárkróki keypti fyrir nokkru frá Hafnar- firði, skipti um nafn og heiti Málmey SK. Gísli Svan Einarsson, útgeröar- stjóri fyrirtækisins, sagöi viö DV aö einnig heföi verið ákveðið aö breyta um liti á skipum og húsum fyrirtækisins. í stað dökkgræna og hvíta litsins sem var ráöandi verða nú teknir upp sægrænn og sólgulur litur. Fiskiöjan Skagfiröingur gerir nú út fjögur skip, Skagfirðing, Hegranes, Skafta og Sjóla. Þegar er búið aö mála Hegranes SK í þessum litum og gárungar segja þetta vera feluiiti til aö komast inn á Svalbarðasvæðið. Togarinn Drangey, sem mikið kom viö sögu á Svalbarðasvæðinu og í Smug- unni í fyrrasumar, hefur veriö seldur til Vopnafjarðar. -rt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 22 ára Hafnfirðing, búsettan í Danmörku, til að greiða 800 þúsund króna sekt fyrir framleiðslu á landa. Maðurinn var með bruggstarfsemi sina í verksmiöjuhúsnæði við Fiski- slóð. Réðst lögreglan til inngöngu í húsið í desember á síðasta ári. Viður- kenndi maðurinn við yfirheyrslu lögreglu aö hafa framleitt þar gambra í þremur tunnum, samtals 600 lítra, og þremur dögum síðar eim- að úr því um 150 lítra af sterku áfengi. Enn fremur viðurkenndi hann aö hafa framleitt 1936 lítra sem úr áttu að koma um 450 lítrar af sterku áfengi. Áður en til þess kom lagði lögreglan hald á gambrann og 149 lítra af landa. Samkvæmt dómi voru umræddir 149 lítrar afRtnda geröir upptækir, svo og tvö eimingartæki og annar búnaður til áfengisgerðar. Maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir brot á áfengislögum og oftsinnis gerst brot- legur við umferðarlög. Þótti dómin- um hæffleg refsing mannsins 800 þúsund krónur. Athygli vekur að i dóminum segir að ef sektin sé ekki greidd innan fjög- urra vikna skuli 80 daga varðhald koma í stað hennar. Myndi maður- inn þá „þéna“ 10 þúsund krónur á dag í varðhaldinu ef hann ákvæði að greiöa ekki sektina. Sverrir Einarsson héraðsdómari kvað upp dóminn. -PP Dietkók: Röng blanda ámarkað „Við fengum ranga formúlu senda frá Evrópu og blönduðum eftir henni. Bragöið af þessum drykk var ólíkt því bragöi sem íslendingar eiga að venjast, en þetta var samt engu aö síöur diet kók,“ sagði Trausti Sigurðsson, sölustjóri hjá Vífilfelli, en í rúma viku hefur nýtt og breytt diet kók verið til sölu í verslunum. Glöggir neytendur gosdrykks- ins tóku eftir mismuninum og höfðu samband við DV vegna hins nýja bragös. Að sögn kunn- ugra var óvenju mikið kólabragö af gosinu. „Þetta voru mistök sem við gát- um ekki ráðið viö. Það er verið að leiðrétta þau og diet kókið sem við þekkjum mun koma aftur á markaðinn fyrir og um helgina,“ sagöiTrausti. -GMB BreiöaQöröur: Ýsa seldist á metverði „Ég man ekki eftir hærra verði á ýsu hér. Þaö er lítið framboð og marga vantar fisk,“ segir Sig- uriaug Egilsdóttir hjá Fiskmark- aði Breiðafjarðar þar sem ýsa seldist á miðvikudag á metverði eða allt að 225 krónur kilóið. Alls voru seld um 550 kíló á 201 krónu að meðaltali Sigurlaug segir að verð á öörum tegundum hafi einnig veriö gott en þó ekkert í líkingu viö þetta. Þorskur seldist á 108 krónur kíló- ið og aðrar tegundir yfir meðal- lagi. -rt Fossvogur: Nágranna- varslan ekki haf in Nágrannavarsla í Fossvogsdal er ekki enn hafin þrátt fyrir aö foreldrar í hverfinu hafi ákveðið á fundi sínum að hefja slíkt starf í kjölfar þess að nokkur börn í hverfinu urðu fyrir kynferðis- legri áreitni. Fyrirhugað var að nágranna- varslan færi fram í samvinnu við lögreglu. Hefur nefnd, sem kosin var, fundað meö lögregiu. í sam- einingu var gengið frá fyrir- komulagi en nú er þess beðið að það verði kynnt íbúum. Ætlunin var að gera það í fréttabréfi sem gefið er út af hálfu Bústaðakirkju. Fréttabréfið var ekki komiö út þegar síðast fréttist. Ekki hefur borið á fleiri málum af því tagi sem greint var frá í DVfyrirskömmu. -pp Aflvaki Reykjavíkur: Starfsemin útvíkkuð Á fundi borgarráðs nýlega var samþykkt að ganga frá samningi Reykjavíkurborgar viö Aflvaka Reykjavikur um útvíkkun á starfsemi félagsins og flölgun samstarfsaðila en viðreeður þessa efnis hafa staðið yfir undanfarn- ar vikur. Meðal þeirra aðila sem lýst hafa áhuga á að ganga tö samstarfs viö Aflvaka Reykjavíkur er Hafn- arfjarðarbær. Af því tflefni stend- ur til að stækka athafnasvæöi félagsins og miöa það við höfuð- borgarsvæöið sem sameiginlegt atvinnusvæði. Borgarráö tók undir tfllögu Afl- vaka um að samstarfssamningi viö Reykjavikurborg yröi breytt og samningstíminn lengdur ura 2 ár eða til ársloka 1999. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.