Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 11 DV Spennanmagn- Helgi Tómasson fær mikið lof 1 The New York Times: Meiming Þóra Jónsdóttir astíTónvaka Tveir afþremur hlutum tónllst- arkeppninnar Tónvakans á veg- um Ríkisútvarpsins eru að baki. Sextán tónlistarmenn hófu leik- inn en nú hafa veriö valdir sex fyrir þriðja og síðasta hiutann sem iram fer 31. júlí nk. Tónlistarmennirnir sem eftir eru í Tónvakanum eru Ármann Helgason, Emil Friðfinnsson, Jón Ragnar Ömólfsson, Jón R. Mýr- dal, Júlíana Rún Indriðadóttir og Siguröur Marteinsson. Ólafurformaður bókaútgefenda Stórkostleg uppsetning - skipulagði alþjóðlega danssýningu með 13 balletthópum meðnýjabók Mýrarsel hef- ur gefiðút nýja ljóðabók eftir Þóru Jónsdótt- ur sem nefnist Lesnætur. Þetta er sjö- unda ljóðabók Þóru, auk þess sem hún hefur þýtt ljóð eftir Agn- etu Pleiel. Lesnætur innihalda 28 ljóð. Áður út komnar bækur Þóru eru Leit að tjaldstæði (1973), Leið- in norður (1975), Horft í birtuna (1978), Höfðalag að hraöbraut (1983), Á hvítri verönd (1988) og Línur í lófa (1991). Á aðalfundi Félags ís- lenskra bókaút- gefenda nýlega var Ólafur Ragnarsson, forstjóri Vöku Helgafells, kjörinn for- maður félagsins. Á fyrsta fundi nýrrar stjómar var samþykkt ályktun þess efhis að skora á stjórnvöld að aflétta virðisauka- skatti af islenskum bókum. Úthlutaðúr Þjóðhátíðarsjóði Úthlutun úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 1995 hefur farið fram. AIls voru 6 milljónir til úthiutun- ar. Þar af fóra 3 milljónir til Frið- lýsingarsjóðs og Þjóðminjasafns samkvæmt lögum sjóðsins. Þrjár milljónir voru því til skiptanna fyrir þær 78 umsóknir upp á 38 milljónir sem bárust um styrki. Alls hlaut 21 aöili styrk. Jákvætt viðhorf tilíslenskra kvikmynda Félag kvikmyndagerðarmanna lét nýlega gera könnun á viðhorfi íslendinga til innlendrar kvik- myndagerðar og ýmissa þátta sem henni viðkoma. Helsta nið- urstaðan var sú að jákvæðni ríkti i garð íslenskrar kvikmynda- geröar. Ein niðurstaöa könnunarinnar vekur nokkra athygli. Þátttak- endur, um 400 manns, voru spurðir hvort þeir teldu réttlæt- anlegt að takmarka sýningar á bandarískum kvikmyndum í bíó- húsum hérlendis. Áf þeim sem tóku afstöðu 'svöraðu 76,7% spurningunni neitandi, þ.e. vildu ekki takmarka sýningar á banda- rískum kvikmyndum. NorrænirÓrar {næstu viku verður sýnt í Þjóð- leikhúsinu leikritiö Órar sem er afrakstur fmnsk-íslenskrar sam- vinnu á sviði leiklistar. Verkið verður fyrst frumsýnt í Finnlandi um komandi helgi. Leikstjóri er Finninn Kaisa Korhonen. Sex ís- lenskir leikarar taka þátt, þau Arnar Jónsson, Tinna Gunn- Iaugsdóttir, Bára Lyngdal Magn- úsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Jóna Guörún Jónsdóttir og Ing- var E. Sigurðsson. -bjb Finnsk-íslenski leikarahópurinn. í stórblaðinu The New York Times mátti nýlega lesa mjög jákvæða gagnrýni um alþjóðlega danssýningu sem Helgi Tómasson hjá San Fran- cisco ballettnum skipulagði í tilefni af 50 ára afmæli Sameinuðu þjóð- anna. Helgi bauð til borgarinnar 13 balletthópum úr 5 heimsálfum, auk þess sem hann setti sjálfur upp dans- sýningu með San Francisco ballettn- um en þar hefur hann veriö listrænn stjórnandi nokkur undanfarin ár. í dómi blaðsins segir að Helgi hafi tekið djarfa ákvörðun með að bjóða svo mismunandi balletthópum til Bandaríkjanna. Meðal þeirra voru Leipzig ballettinn, Shanghai ballett- inn, Kúbanski ballettinn, Konung- legi danski ballettinn, Ballett óper- unnar í París og Konunglegi breski Helgi Tómasson er sem fyrr í sviðs- Ijósinu í Bandarikjunum. ballettinn. Margir þessara hópa höfðu aldrei komið fyrir sjónir bandarískra ballettunnenda. Helgi lagði áherslu á að bjóða htlum og lítt frægum balletthópum og segir blaðið hann hafa tekið rétta ákvörðun þar. New York Times segir uppsetningu og skipulagningu Helga stórkostlega og sönnun þess að ballettinn eigi sér engin landamæri þrátt fyrir mis- munandi hefðir eftir þjóðlöndum. Framlag San Francisco ballettsins var dúett eftir Helga Tómasson, Þeg- ar við snertumst ei meir, sem íjallar um samskipti móður við son sinn sem hefur fengið hinn illvíga sjúk- dóm alnæmi. Verkið hlýtur lof í blað- inu enda búið að sýna það oft fyrir fullu húsi í San Francisco í vetur. -bjb Bátasmiðurinn í Óperudrauginn - nýtt tilboð freistar að yfírgefa Konunglegu óperuna í Stokkhólmi Páll Jóhannesson tenórsöngvari er staddur hér á landi i tónleikaferð ásamt Lenu Tivelind messósópran. DV-mynd BG Islendingar sem komu sér tíman- lega fyrir framan sjónvarpsskjáinn þegar landsleikurinn við Svía í Stokkhólmi var sýndur í beinni út- sendingu á dögunum fengu gæsahúð þegar Páll Jóhannesson tenórsöngv- ari kyrjaöi íslenska þjóðsönginn fyr- ir framan tæplega 30 þúsund knatt- spyrnuáhorfendur á Rásunda-vellin- um. Flutningur Páls á þjóðsöngnum var stórkostlegur og nú geta íslend- ingar fengið að hlusta á Pál í eigin persónu. Hann er staddur hér á landi í tónleikaferð ásamt Lenu Tivelind messósópran. Páll hefur undanfarin 5 ár verið fastráðinn hjá Konunglegu óperunni í Stokkhólmi. í viötali við DV kemur m.a. fram að Páll hefur undir höndum tilboð frá óperuhús- inu í Basel í Sviss um að taka þátt í uppfærslu næsta vetur á söngleikn- um Óperudraugnum eftir Andrew Lloyd Webber. Um sönginn á Rásunda-vellinum sagði Páll að sendiráðið í Stokkhólmi heföi bent Svíum á hann. „Þetta var mjög gaman. Ég hef sennilega aldrei sungið fyrir jafn marga í einu því völlurinn var troð- fullur. Þaö er krefiandi verkefni að syngja íslenska þjóðsönginn því hann stígur nærri því tvær áttund- ir,“ sagði Páll. Páll er enginn nýgræðingur í söng- listinni. Hann er fæddur og uppalinn í Eyjafirði og er lærður trésmiður með bátasmíði sem sérgrein. Hann fór fyrst í söngnám árið 1973 hjá Sig- urði Demetz á Akureyri á sama tíma og Kristján Jóhannsson sem þá kom úr skipasmíðinni sem járnsmiður! Árið 1976 lagði Páll bátasmíöina á borðstokkinn og skellti sér í frekara söngnám við Söngskólann í Reykja- vík hjá Magnúsi Jónssyni til ársins 1981. Þá var komið að því að fara út í heim. Páll fór í söngnám til Ítalíu og var þar fram til ársins 1986, fyrst í tvö ár hjá Erginio Ratti og síðan hjá Pierre M. Ferraro. Árið 1986 kom Páll til íslands og starfaði sem söng- kennari á Akureyri næstu þrjú árin. Árið 1989 fór hann til Svíþjóðar og fyrsta árið var hann í kór Stora Te- atren í Stokkhólmi. Haustið 1990 fékk Páll fastráðningu hjá Konunglegu óperunni í Stokkhólmi og hefur sungið þar síðan í fiölmörgiun hlut- verkum. Forráðamenn óperahússinns í Basel heyrðu í Páli í vetur og heilluð- ust af söng hans. í framhaldi af því kom tilboð í apríl sl. um að syngja eitt aðalhlutverkið í söngleiknum Óperudraugnum. í sínu besta formi „Mér líst nokkuð vel á þetta tilboð frá Basel. Þetta er miðsvæðis í Evr- ópu og gæti gefið mér möguleika á frekari tækifærum í sönglistinni. Ég hef fullan hug á gera eitthvað nýtt og meira því ég finn að ég er í minu besta formi,“ sagði Páll. Páll og Lena komu fram í Hafnar- borg í fyrrakvöld og hlutu mjög góð- ar viðtökur en þau hafa farið sigur- fór um Noreg og Svíþjóð með söng- dagskrána. Undirleikari með þeim á íslandi er Ólafur Vignir Albertsson. Næst verða þau með tónleika í Gler- árkirkju 22. júní kl. 20.30 og í Safna- húsi Dalvíkur kvöldið eftir. Að sögn Páls era líkur á að tónleikar í Reykja- vík verði endurteknir áður en þau fara utan til Svíþjóðar í lok júní. -bjb Bók um list Ásmundar Ásmundarsafn og Listasafn Reykjavikur hafa gefið út hsta- verkabók um list Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Bókin er jafhframt sýningarskrá, gerð í tilefni af opnun sýningar- innar Stillinn í list Ásmundar Sveinssonar sem opnuð var 27. maí sl. í bókinni er að finna fróð- lega grein eftir Gunnar B. Kvar- an, forstöðumann Listasafns Reykjavíkur, og fiölda vandaðra mynda af verkum Ásmundar. Texti bókarinnar er bæði á ís- lensku og ensku. Ljóðfrámynd- listarmanni Bókaútgáfan Bjartur hefur gefið út ljóða- bókina Stund- um alitaf, Harald Jónsson myndlistar- mann. Þetta er fyrsta ljóðabók Haralds en hann hefur getið sér gott orð á myndlistarsviðinu. Hann stundaði nám í MHÍ, í Þýskalandi og Frakklandi og hef- ur haldið fiölda einka- og samsýn- inga á íslandi og erlendis. Ljóða- bókin er 64 blaðsíöur að stærð, prentuö i Gutenberg. Kápu hann- aöi Snæbjörn Arngrímssson. Nýtttímarit Málsogmenn- ingarkomiðút Tímarit Máls og menningar, 2. hefti 1995, er komið út. Heftið er aö stórum hluta helgað skáldskap Einars Más Guðmundssonar. Birt er viðtal Silju Aðalsteins- dóttur við hann, þakkarræða Einars við afhendingu Bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs og ritdómur Páls Valssonar um verölaunabókina, Engla al- heimsins. Að vanda birtir timaritið skáld- skap eftir þekkt og óþekkt skáld á ýmsum aldri og nokkrar fróð- legar greinar. Ritstjóri tímarits- ins er Friðrik Rafnsson. einstakarfrá Skjaldborg Skjaldborg hefur sent frá sér tvær nýjar bækur í smábóka- flokknum „Tii gjafa - til að eiga“. Þetta eru bækurnar Alveg ein- stök amma og Alveg einstakur sonur. Áður hafa komið út í sama flokki: Alveg einstök dóttir, Alveg einstök móðir, Alveg einstakur vinur og Hlotnist þér hamingja. í bókunum er safn tilvitnana um afmarkað efni. Óskar Ingimars- son íslenskaði. Baskumar eru prentaðar í Ungverjalandi. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.