Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 13 Fréttir Post fer vel af staö og er komin í fyrsta sæti söluvinsældalistans: Plata Bjarkar söluhæst - ný plata Michaels Jacksons gæti ógnaö fyrsta sætinu eftir helgi, segir umboösmaöur „Björk er í fyrsta sæti á vinsælda- listanum í Bretlandi. Nýja platan hennar, Post, hefur selst best í vik- unni. Við erum auðvitað mjög ham- ingjusöm. Viö erum að vinna með stórkostlegum listamanni sem er aö gefa út frábæra plötu. Hlutirnir gætu þó breyst því ný plata frá Michael Jackson kemur út á morgun (íostu- dag). Þaö er möguleiki á því að hún seljist í stærra upplagi á næstu tveimur dögum en Björk og allir hin- ir til samans. Jackson gæti því verið kominn fram úr okkur á vinsælda- listanum á mánudaginn - það er möguleiki," sagði JefT Muncey, hjá Brave Managements, umboðsskrif- stofu Bjarkar í London, við DV. „Miðvikulisti", sem er byggður á sölutölum plötuverslana í Bretlandi, var birtur í gær. Geisladiskur Bjark- ar, Post, var þá kominn í fyrsta sæti - sú plata sem hefur selst mest í Bret- landi í vikunni en hún kom út á mánudag. Jeff sagði að Post færi miklu betur af stað en hin vinsæla Debut-plata Bjarkar. Ástæðan væri þessi: „Við dreifum miklu stærra upplagi af plötu Bjarkar nú en áður. Þegar Debut var dreift seldist hi'rn og seld- ist á löngu tímabili, jafnt og þétt. Salan fór vaxandi með tímanum. Debut fór hins vegar ekki þetta hátt á sölulistum í byrjun enda var Björk þá ekki eins þekkt og hún er í dag. Mér finnst nýja platan Post alveg frábær og held að hún muni líka selj- ast vel og lengi. Björk hefur nú unn- ið sér sess og stekkur strax í fyrsta sætið,“ sagöi Jeff. Hann sagði jafnframt að mun lengri tíma taki að fá upplýsingar frá öðrum löndum en Bretlandi hvað varðar sölutölur á nýju plötunni hennar Bjarkar. Það muni þó koma í ljós von bráðar. Umræddur vinsældarlisti er byggður á söiutölum frá verslunum i Bretlandi þar sem sölukerfin eru tengd talningu. Jeff sagði þetta vera sama kerfið og notað er á sunnudög- um þegar endanlegur vikulisti er birtur í Bretlandi. -Ótt Veiðar 1 Smugunni: Stakfellið og Sólberg fari strax „Skipið fer beint norður í Smugu um leið og verkfalli hefur verið af- létt. Það verður einhver að fara þarna norðureftir því öðruvísi fást engar fréttir af slóðinni. Það getur vel verið að við fáum lélegan túr en það verður að hafa það,“ segir Jó- hann A. Jónsson, útgerðarmaður Stakfells ÞH frá Þórshöfn. Margir útgerðarmenn eru tvístíg- andi með að senda skip sín norður eftir. Þorvaldur Jónsson hjá Sæbergi hf. á Ólafsfirði segir ákveðið að einn þriggja togara fyrirtækisins haldi til Smuguveiða strax í lok verkfalls. „Ég reikna meö að Sólbergið fari strax af stað en hin skipin, Múlaberg og Mánaberg, bíði átekta," segir Þor- valdur. Bíðum átekta „Við bíöum bara átekta enn um sinn. Ef veiðivon verður þarna norð- ur frá erum við tilbúnir til að senda skip norðureftir með skömmum fyr- irvara," segir Friðrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tanga hf. á Vopnafirði. Tangi gerir út tvo togara, Bretting og Drangey, auk þess sem dótturfyr- irtækið Úthaf hf. gerir út aöra tvo togara, Hágangana sem frægir eru orðnir af Smuguveiðum. Friðrik seg- ir enn óljóst hvort og hvenær skipin fari af stað. „Veiðin þarna byrjaði ekki fyrir alvöru fyrr en eftir fyrstu vikuna af júlí þannig að ekkert hggur á,“ segir Friðrik. -rt Utanríkisráöuneytiö: Guðmundur Ei- ríksson tekur aft- urviðstarfi sínu Guömundur Ei- ríksson þjóðréttar- fræðingur hefur tekið við starfi í utanríkisráðuneyt- inu á ný eftir hlé síðan í fyrrasumar. Guðmundur hætti störfum í ráðherr- atið Jóns Baldvins Hannibalssonar en fljótlega eftir að Guðmundur Ei- Halldór Ásgríms- riksson þjóðrétt- son arfræðingur. tók við embættinu var Guðmundur endurráðinn. í millitíðinni hefur hann starfað innan Alþjóðalaga- nefndarinnar en lætur af nefndar- setu þar um miðjan júlí. Benedikt Jónsson, staðgengill ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneyt- isins, segir að Magnús Hannesson þjóðréttarfræðingur, sem ráöinn var í stað Guðmundar, muni starfa áfram við hlið Guðmundar. Guð- mundur er væntanlegur til landsins í byijun júlí. Haft var eftir Guð- mundi í DV í fyrrasumar að hann heföi þá lengi barist fyrir því að fá annan mann sér við hlið og nú er lj óst að það gengur eftir. -rt JAPISS BRAUTARHOLTI 2 OG KRINGLUNNI SÍMI 562 5200 PanasonU NVA V myndbandsupptökuvélin er einstaklega féff og meðfæríleg, hún er einföld i notkun og með V O falda aðdráttarlinsu. Panasonie TC T4SV sjónvarpstækið er með 14" skjá, allar aðgerðir koma fram á skjánum, tengingar fyrir myndbandsupptökuvél og beyrnatól eru að framanverðu og með tækinu fylgir inniloftnet, tilvalið í fríið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.