Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Síða 27
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 27 Enn eykst hróður Bjarkar Guðmundsdóttur í útlöndum: Post er prófsteinninn á vel heppnaða byrjun Björk hefur breytt um útlit með nýju plötunni. Litlu snúðarnir í hárinu, sem smástelpurnar féllu fyrir, eru horfnir. En Björk breytist ekki - hún heldur áfram að heilla heiminn. T Dundee 6.7 SVIÞJOÐ ÍRLAND y • GÍasgow 7.7 .. • Gautaborg 7.10 Dublin 12. og 13. 7 DANMORK Cork 11.7 • * ?RET“ „ . - / aaiTa""' ( Rotterdam Reading 26.8 Brussel 11.10' París 17.10 ^ Montpellier 14.10 • FRAKKLAND Lyon 16.10 < \ Milano / SPÁNN Madria 15.9 7 ; Granada 16.9 Barcelona 19.9 Aþena 2.9 Tónleikaferðir Bjarkar í sumar ISRAEL: — Rishon L’ezion 31.8 Hér má sjá tónleikaferð Bjarkar á næstu mánuðum. Gert er ráð fyrir að Björk syngi á tónlistarhátíð á íslandi um verslunarmannahelgina. Gísli Þór Guðmundsson, DV, London: Post er platan sem beðið hefur ver- ið eftir síðan Björk kom til Englands fyrir tveimur árum. Hún sá og sigr- aði með geisladiskinum Debut. Sóló- ferill Bjarkar síðan hún fluttist utan hefur verið vel heppnaður og hún hefur vakið óskipta athygli fyrir hæíileika sína á tónlistarsviðinu. Hún er vinsælt viðtalsefni ijölmiðla þar sem fyrirsagnir vitna oft til útlits hennar eða uppruna. Hún þykir bæði sérstök og skemmtileg. Prófsteinn- inn á ferli popptónlistarmanna er hins vegar oft talinn annar geisla- diskurinn sem þeir senda frá sér og greinilegt er að hans hefur verið beð- ið með eftirvæntingu meðal tónhst- arskríbenta. Fær góðadóma Ljóst er að Björk hefur komið skemmtilega á óvart með nýja af- kvæmið. Greinilegt er að menn líta á það sem styrk að diskurinn skuli ekki vera beint framhald af Debut og samstarf hennar við aðra tónhst- armenn mælist vel fyrir. í viðtali við hana í NME fyrir nokkrum vikum er fjailaö sérstaklega um samstarf hennar og Bristol-mannsins Tricky sem slegið hefur í gegn í Bretlandi á undanfórnum misserum. Þar er tek- ið fram að lögin sem hún gerði með honum, Enjoy og Headphones, hafi verið tekin upp í hljóðveri á íslandi í byijun árs og gefur blaðamaður þeim ummæli sem tvö af bestu lögum disksins. í tímaritinu Q er sagt að Nellee Hooper, framleiðanda disks- ins, hafi tekist að forðast leiðinlegar endurtekningar og viðskiptahugsun- arháttinn sem oft einkennir fram- haldið þegar fyrsti diskur popptón- hstarmanna hefur slegið í gegn og Post fær 4 af 5 stjörnum mögulegum. Select kallar Björk þjóðarálfmn og svarar spurningunni um hvernig henni takist að glíma við erfiðleikana sem fylgja útgáfu annars disksins á ferlinum með einu orði: Auðveldlega. Skríbent blaðsins segir Post stórkost- legt flakk um ókortlagða skóga og fahn vötn. Hjá Vox fær hún einkunn- ina 8 af 10 mögulegum. Simon Wih- iam hjá Melody Maker gefur plöt- unni 7. Simon sagði í stuttu spjahi við DV að honum þætti nýi diskurinn mjög góður. Það hefði hins vegar tek- ið tíma fyrir sig að venjast breyting- unni frá Debut. „Að halda fram að Post sé þægilegt framhald af Debut væri lygi af þingmannagráðu." Hann segir að útgáfa Post sýni styrk Bjark- ar en spáir því þó að salan verði held- ur dræmari en á Debut, einfaldlega vegna þess að það séu ekki eins mörg popplög á Post. Simon segir að Björk sé tnns vegar orðin það þekkt að diskurinn muni örugglega seljast vel og spáir því að hann fari í tvær mihj- ónir eintaka sem er hálfri mhljón minna en Debut. í gagnrýni sem poppstjarnan gaf sjálf í Soundbite, tónlistarþætti á BBC1, sagðist hún ánægð með disk- inn en hann væri ekki það besta sem hún hefði gert. Hún ætti eftir að gera besta diskinn sinn og fólk yrði að bíða í nokkur ár eftir honum. Björk Fjörk Það er mikil starfsemi sem fylgir stórstjörnum eins og Björk. Fjöl- miðlafulltrúar vinna hörðum hönd- um að því að koma fréttatilkynning- um í fjölmiðla og sjá um að halda utan um viötöl við Björk og aðra kynningu. Kynningarvélin er greini- lega orðin vel smurð. Björk hefur verið í tugum útvarpsþátta og prýtt forsíður vikuritsins NME, tímarits- ins the Face og forsíðu helgarblaðs Observer, svo fátt eitt sé nefnt. Nýj- asta uppátækið hennar var að blóta í útsendingu á BBC sem þykir afar óviðeigandi á þeirri stofnun eins og DV hefur greint frá. Útsendingar- stjórinn hló hins vegar að athæfmu í samtali við DV og sagði að hér eftir yrði hún kölluð Fjörk í herbúðum þeirra í stíl við „Fuck“ - orðin sem henni eru einkar töm. Augljóst er af því sem hefur verið skrifað um hana í breskum blöðum nú að áhersla er lögð á feril hennar í fréttatilkynning- um. Undantekningarlítið hefur kom- ið fram að Björk hafi fyrst slegið í gegn með Arabadrengnum þegar hún var ellefu ára gömul, var pönk- ari í Tappa tíkarrassi áður en hún fór í Kuklið og vakti síðan heimsat- hygli með Sykurmolunum. Skyggnstá bakviðtjöldin Einn viðamikill þáttur útgáfustarf- seminnar er hönnun disks og um- slags og þess efnis sem tengist útgáf- unni. Paul White er maðurinn á bak við það og hefur fylgt Björk frá upp- hafi. Hann var einn af aðstandendum One Little Indian frá upphafi og hannaði öll plötuumslög Sykurmol- anna. Hann stofnaði hönnunarfyrir- tæki sitt, Me-Company, fyrir 11 árum, þá 24 ára gamall, og hefur vegur hans vaxið jafnt og þétt. Hann hefur hannað fyrir hljómsveitir á borð við Erasure, Swing out Sister og The Shamen en er vanur að vinna fyrir hljómsveitir sem eru með litla peninga á milh handanna. „Fyrir þá sem eiga litla peninga er hönnunin á diskinum stundum það eina sem vekur athygh á viðkomandi tónlistarmanni og því mikilvægt að hún sé grípandi og skeri sig úr öllum þeim fjölda diska sem koma á mark- aðinn, enda er um gífurlega sam- keppni að ræða, og nota veröur áber- andi letur og eða mynd sem fólk tek- ur eftir.“ Einkunnarorð Me-Company er í samræmi við það: „Látið ímyndina fljúga hraðar en peninga." Sjálfur kallar hann stíl sinn nýtískulegan en forðast frekari skilgreiningar. Þegar Paul var spurður hvort hann teldi sig eiga þátt í velgengni Bjarkar svar- aði hann neitandi. Hann segir ákvörðun um útlit plötuumslaganna vera sameiginlega og hún sé tekin eftir umræðu um hvað eigi við. Paul segir hönnunina á Debut og Post ólíka þar sem um tvo ólíka diska sé að ræða. Hann hefur nú nýlokið hönnun á bók sem koma á út í haust undir sama nafni og diskurinn. Paul segist þar hafa átt gott samstarf við ritstjórann Sjón. Jafnframt því að vinna fyrir tón- listarmenn hefur Paul hannað lítils háttar fyrir sjónvarp og „logo“ fyrir fyrirtæki í tískuheiminum. Það verk hans sem hefur þó án efa vakið mesta athygli fjölmiðla er innanhússhönn- un hans á Riki Tik-klúbbnum í Lon- don. Þar fékk Paul, í samvinnu viö félaga sinn hjá Me-Company Eckel, tækifæri til þess að þróa nýtískuleg- an stíl sinn á skemmtilegan hátt. Klúbburinn var opnaður í desember á síðasta ári í Soho í miðborg Lund- úna, hann er á tveimur hæðum og hefur átt miklum vinsældum að fagna. Einar Örn, fyrrum Sykurmoli, er einkavinur Pauls og segir hann mjög hugmyndaríkan. „Hann er mikill nákvæmnismaður og það er mjög gott að vinna með honum.“ Einar segir stíl hans módernískan og mannlegan. „Þú fmnur alltaf fyrir húmor í verkunum hans og það er ekkert gert að ástæðulausu. Þegar hann vann fyrir okkur í Sykurmol- unum kom hann með hugmyndir, síðan voru málin rædd og unnin áfram í sameiningu. Það var alltaf hægt að treysta honum og hönnun hans er hluti af ímynd Sykurmol- anna. Undir þetta tók Ási í Gramm- inu og sagði að án efa hefði hann verið Sykurmolunum mikill fengur. Hönnun Pauls á Debut-diskinum vakti athygli og almenna hrifningu fyrir einfaldleika. Post-umslagið fær hins vegar misjafnari dóma ef undan er skilin forsíðan. Babb í bátinn Hjá One Little Indian er vonast eft- ir að Post seljist í tveimur milljónum eintaka. Talsmaður fyrirtpskisins sagði söluna þó heldur dræmari nú í byrjun en þau hefðu gert sér vonir um. Sex hundruð þúsund eintök eru farin í dreifingu, þar af 115 þúsund í Bretlandi. Þegar er unniö að því aö framleiða næsta upplag en það setti hins vegar strik í reikninginn þegar tónhstarmaðurinn Scanner sakaöi Björk um að nota laglínu frá sér sem meginuppistöðu í Possibly Maybe. Um tíma leit út fyrir að kalla þyrfti fyrsta upplag inn. Á miðvikudaginn var hins vegar tekin ákvörðun um að gera það ekki en hljóðblanda lagið að nýju fyrir næsta upplag. Scanner segist ósáttur við að fá ekki viður- kenningu fyrir að vera einn af höf- undum lagsins. Talsmaður One Little Indian sagöi hins vegar að búið væri að bjóða honum greiðsiu. Þar á bæ vilja menn ekki gera mikið úr þessu máli en ljóst er að það hefur verið afar óþægilegt. Þrátt fyrir mótbyrinn ríkir þó bjartsýni í herbúðum Bjarkar og nokkuð öruggt þykir að hún muni verða ofarlega á breska vinsældalist- anum sem kynntur verður á sunnu- daginn (18. júní). Blaðafulltrúi Bjarkar sagði að Björk væri ánægð með diskinn því eins og hún segði sjálf þá væri hún að gera það sem hana langaði til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.