Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 Trimm Marinó Freyr Sigurjónsson: Hætti að hjóla og fór að hlaupa „Það eru þrjú ár síðan ég fór að hlaupa fyrir alvöru. Fyrir þann tíma voru hlaupin bara eitthvað sem maö- ur gerði á veturnar til þess að halda sér í þjálfun fyrir hjólreiðar sumars- ins.“ Þetta segir Marinó Freyr Sigur- jónsson, 22 ára viðskiptafræöinemi og fyrrverandi íslandsmeistari í fjallahjólreiðum, sem nú hefur end- anlega hengt upp sinn hjólhest og reimað á sig hlaupaskóna. Marinó hefur vakið verðskuldaða athygli meðal hlaupara og skokkara fyrir góða frammistöðu í hlaupum sem hann hefur tekið þátt í. Hann keppti í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmara- þoni 1994 og fór á 1:21. „Ég var fyrst hálfan vetur hjá Námsflokkum Reykjavíkur hjá Jak- Umsjón Páll Asgeir Asgeirsson obi Braga Hannessyni en frá haust- inu 1993 hef ég hlaupiö hjá ÍR undir handleiðslu og leiðsögn Gunnars Páls Jóakimssonar." Samkvæmt leiðbeiningum Gunn- ars hleypur Marinó um 80 kílómetra á viku um þessar mundir og fer út á hverjum degi og heldur nákvæma dagbók yfir hlaupin. „Mér finnst betra að fara 5-6 km mjög rólega frekar en að hvíla.“ Hann stefnir á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni og takast aft- ur á við hálft maraþon. Stefnan er sett á að fara leiðina á skemmri tíma en 1:20. Marinó hefur einu sinni á vorinu keppt í hálfu maraþoni og það var í Húsasmiðjuhlaupinu þar sem hann varö fyrstur af körlum skammt á eftir Önnu Cosser sem sigraöi. „Ég ætla ekki að hlaupa hálft aftur fyrr en í Reykjavíkurmaraþoni. Fram að því mun ég taka þátt í götu- hlaupum en einbeita mér frekar að 10 kílómetrum sem er skemmtileg vegalengd. Ég hef ekki verið alveg nógu duglegur að hlaupa í vetur. Próflesturinn tók mikinn tíma frá hlaupunum. Mér hefur gengið illa að hlaupa hálft maraþon. Miðað við besta tím- ann minn í 10 kílómetrum, sem er 35:26, er ég ekki að hlaupa hálft marraþon nógu vel.“ Marinó upplýsir að ástæða þess að hann ákvað að einbeita sér að hlaup- unum frekar en að stunda hlaup og hjólreiðar saman hafi veriö löngun til þess aö ná betri árangri í hlaup- um. „Þetta er hvort tveggja mjög góð þjálfun en ef þú vilt ná árangri í ann- arri íþróttinni verðurðu að einbeita þér að henni sérstaklega. Mér fannst ég oft verða svolítið stiröur af hjól- reiðunum og það passaði ekki nógu vel við hlaupin.“ Ef Marinó væri að æfa hjólreiðar með þátttöku í íslandsmóti í huga segist hann myndu hjóla um 300 kíló- metra á viku. Sambýliskona Marinós er þekktur hlaupagarpur, Gerður Rún Guð- laugsdóttir, svo af sjálfu leiðir að íþróttaiðkun er sameiginlegt áhuga- mál þeirra. En hefur keppnisskapið góð áhrif á samband þeirra. „Við teljum að það hafi fyrst og fremst góð áhrif. Við æfum mikið saman og lífið snýst töluvert í kring- um þetta og hlutir eins og mataræði í heimilishaldinu taka mið af því,“ segir Marinó sem viöurkennir að hann þurfi frekar að hugsa um að borða nóg en of mikið. Hann hefur stundum skokkað með þekktum hlaupahópi sem kennir sig við ÖL og hleypur á sunnudags- morgnum. Þar hefur hann séð fram- tíð sína. „Þarna eru frábærir hlauparar og ótrúlega harðir naglar sem eru margir um og yfir fimmtugt. Það er uppörvandi að sjá hvað þessi íþrótt getur fylgt manni langt fram eftir aldri. Spuröur um framtíðarmark- mið viöurkennir hann að einhvern tímann á æfinni langi hann til þess að taka þátt í heimsfrægri þríþraut á Hawai sem kennd er við Ironman. Marinó segir að þríþraut sé afar skemmtilegt viöfangsefni sem of fá tækifæri gefist hérlendis til þess að stunda. Ironman þríþrautin sam- anstendur af hlaupi, sundi og hjól- reiðum og hlaupið er heilt maraþon, synt 3,8 km og hjólað 180 km. Cosser hljóp hratt í Stokkhólmi Anna Cosser, íslandsmeistari í um. Þetta er rúmlega einnar mín- maraþonhlaupi í kvennahlaupi, útu betri timi en Anna fékk í tók þátt í maraþonhlaupi í Stokk- Reykjavíkurmarþoni í fyrra. Gott hólmi um síðustu helgi og hljóp hjá henni. heílt maraþon á 2:55 klukkustund- Marino Freyr stefnir á hálft maraþon i Reykjavikurmaraþoni i sumar. DV-mynd GVA Mætum ímið- hlaupið Föstudaglnn 23. júní verður hiö árlega miðnæturhlaup haldið í þriðja sínn í Laugardalnum og hefst það klukkan 23:00. Keppt verður í 10 kílómetra hlaupi með timatöku og flokkaskiptingu og í 3 kilómetra skemmtiskokki án timatöku. Hlaupaleiðin liggur um Laugardal frá Sundlaugunum og inn Laugarásveg og Sunnuveg og síðan eftir dalbotninum út að skautasvellinu. Þar skilja leiðir og skemmtiskokkarar skemmta sér við að skokka áfram út að sundlaug meðan 10 kílómetra hlauparar fara upp að Suður- landsbraut og út með henni aö Reykjavegi. Síðan er fariö niður Reykjaveg að Sundlaugunum og þar hefst annar eins hringur. Þátttökugjald er 800 krónur fyr- ir fullorðna en 600 fyrir krakka yngri en 12 ára. Aö vanda eru vegleg þátttökuverðlaun. Allir sem ljúka hlaupinu fá verðlauna- pening, auk þess par af hinum vönduöu Maraþon hlaupasokk- um, Pantene sjampóflösku, Sunquick svaladrykk og NewEn- ergy orkusúkkulaöi. Alhr kepp- endur fá frítt í sund að loknu hlaupi. Þrír efstu í hverjum ald- ursflokki karla og og kvenna í 10 km hlaupinu fá sérstakan pening og sérstök útdráttarverðlaun veröa veitt. Skráning fer fram 19.-23. júní á skrifstofu Reykjavíkurmaraþons og í Sundlaugunum í Laugardal. Þetta hlaup er jafnfram ólympiu- hlaup ársins 1995. Miðnætur- hlaupið hefur notið sívaxandi vinsælda sem sést best á því að fyrsta árið mættu 900 manns en í fyrra 1.200. Verði svipuð fjölgun milli árakoma 1.600 manns í ár. Að lokum er rétt að minna á hina fomu þjóðtrú að velti menn sér naktir í dögginni á Jóns- messunótt batni þeim flestir kvillar sem sækja á þá og þeim eflist orka og fjör. Reykjavíkurmaraþon 20. ágúst: Styrktaræfingar til að fá alhliða styrk -10 km, hálfmaraþon og maraþon Mjög gott er að gera styrktaræfing- ar samhliða skokkinu tvisvar til þrisvar í viku. Magavöðva og bak- vöðva þarf að styrkja samhliða skokkinu. Jafnframt er mjög gott að 4. vika. 18/6-24/6 taka armbeyjur til að auka styrk efri hluta líkamans. Þetta eru allt æfing- ar sem hægt er að stunda heima í stofu og þurfa ekki mikið pláss. Til aö auka fótstyrk getur verið gott að nota lóð en varast skyldi miklar þyngdir. Mun gæfulegra er að gera fleiri endurtekningar. Jakob Bragi Hannesson Styrktaraðili Reykjavíkurmaraþons 10 km 21 km 42 km Sunnudagur 8 km ról. 18kmról. 22 km Mánudagur Hvild Hvíld Hvíld Þriðjudagur 6km (hraðaleikur). 8km (hraðaleikur). 8km (hraðaleikur). Fyrst 2 km ról. og síðan Fyrst 2 km ról. og síðan Fyrst 2 km ról. og síðan 2 km með stuttum sprettum 4 km með stuttum sprettum 4 km með stuttum sprettum ogjoggiámilli. ogjoggi á milli. ogjoggiámilli. Síðan 2 km í lokin Síðan 2 km ról. I lokin. Síðan2km ról.ilokin Miðvikudagur 5km 12 km ról. 15 km ról. Fimmtudagur Hvíld Hvíld 8kmról. Föstudagur Jónsmessunæturhlaup Jónsmessunæturhlaup Jónsmessunæturhlaup 3 km 10km 10km Laugardagur 4 km ról. 8 km ról. 8kmról. Samt: 26 km 56 km 71 km IDV er styrktaraðili r0§ flugleidirJSt Reykjavíkurmaraþonsins w ASiCS^ ^atolMflQ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.