Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. V.C. Andrews: All That Glitters. 2. John Grisham: The Chamber. 3. Mary Higgins Clark; Remember Me. 4. Johanna Lindsey: Untíl Forever. 5. Michael Crichton: Congo. 6. Carol Shields: The Stone Diaries. 7. Dean Koontz: The Key to Midníght. 8. Meave Binchy: Círcle of Friends. 9. Sara Paretsky: Hidden Riches. 10. Sue Grafton: „K" Is for Killer. 11. Rosemary Rogers: The Teaplanter's Bride. 12. Sandra Brown: Two Alone. 13. Linda Howard: Dream Man. 14. K.J. Anderson & R. Moesta: Young Jedi Knights. 15. E. Annie Proulx: The Shipping News. Rit almenns eðlis: 1. Clint Richmond: Selena! 2. Hope Edelman: Motherless Daughters. 3. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 4. Delany. Delany & Hearth: Having Our Say. 5. Thomas Moore: Care of the Soul. 6. Mary Pipher: Reviving Ophelia. 7. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 8. Robert Fulghum: Maybe (Maybe Not). 9. Jim Carroll: The Basketball Diaries. 10. Thomas Moore: Soul Mates. 11. A. Toffler 8i H. Toffler: Creating a New Cívilization. 12. Karen Armstrong: A History of God. 13. Elizabeth M. Thomas: The Hidden Lífe of Dogs. 14. Nathan McCall: Makes Me Wanna Holler. 15. Dolly Parton: Dolly. (Byggt á New York Títnes Book Review) Umdeild bréf Rupert Brooke Sumir halda því fram að enski rit- höfundurinn Rupert Brooke sé ein- ungis frægur fyrir að vera frægur. Aðrir teija enn að hann sé gott ljóð- skáld sem hafl því miöur dáið áður en hann náði að þroskast til fulls, einungis 27 ára að aldri. Fram til þessa hafa hugmyndir manna um Brooke satt best að segja borið sterkan keim af þeirri helgi- mynd sem dregin var upp af honum í Bretlandi þegar hann lést. Litið var á hann sem „gullinhærðan Apolló“ sem lét lífið fyrir ættjörðina og skildi eftir sig ljóðlínur sem snertu við- kvæma strengi í hjörtum Englend- inga, ekki síst þessar: If I should die, think only this of me: That there’s some corner of a foreign field That is for ever England. Það skipti ekki máli í þessu sam- bandi að Brooke dó ekki á vígvellin- um, heldur á leiðinni þangað. Þegar fyrri heimsstyijöldin skall á var hann kvaddur í herinn og sendur til Eyjahafsins í ársbyrjun 1915, en dó áður en hann komst á sjálfan vígvöll- inn. Hann fékk hitasótt á meðan hann beið þess á eyjunni Skyros aö verða fluttur til vígstöðvanna á Galli- poli. Brooke var myndarlegur, af góðum ættum, menntaður í Cambridge og tengdur áhrifamikilli bókmennta- klíku sem kennd var viö Bloomsbury í London, en þar fóru Woolf-hjónin í fararbroddi. Við andlátiö var hans minnst sem um þjóðhetju væri að ræða og í þeim ævisögum sem um Rupert Brooke: „Hann dó ungur og fagur". Umsjón Elías Snæland Jónsson hann hafa verið samdar hefur vart blettur falliö á þá gömlu ímynd hans. Bréf til sölu Það hefur því vakið nokkra athygli að undanförnu að í bréfum sem hann skrifaði nánum vini sínum og hljótt hefur verið um til þessa lætur hann í ljós margs konar fordóma sem þykja koma illa heim viö helgimynd- ina. Blaðamaður Sunday Times í Bretlandi lýsir þvi svo að í bréfunum birtist hann sem kvalinn elskhugi sem hafi fyrirlitið kvenréttindakon- ur, haft mikla andúð á hommum, þrátt fyrir að hafa sjálfur átt í skammvinnu ástarsambandi af því tagi, og gert sig sekan um gyðinga- hatur. Bréfm, sem nú hafa verið boðin til sölu fyrir jafnvirði tæpra átta millj- óna íslenskra króna, skrifaði Brooke til skólabróður síns í Cambridge og góðs vinar, George Wald að nafni, á síðustu sjö árum ævi sinnar. Elsta bréfið er frá því Brooke var um tví- tugt en það yngsta skrifaði hann sex vikum fyrir dauða sinn - þ.e. fyrir um áttatíu árum. Þar má m.a. lesa um ofsafengna ást hans á Noel Olivier, fimmtán ára stúlku sem hann hitti í samkvæmi þegar hann stundaði nám í Cam- bridge, Hún endurgalt ekki tilfinn- ingar hans og olli það honum miklu hugarangri. Lafði Archer er talinn einn hugsan- legur kaupandi bréfanna en hún býr einmitt á gömlu prestssetri í Grantc- hester á Englandi þar sem Brooke átti eitt sinn heima - en um þann staö orti hann eitt af kunnari ljóðum sínum sem heitir einfaldlega „The Old Vicarage, Grantschester." Hún sagði í nýlegu blaðaviðtali um Brooke: „Hann dó ungur og fagur líkt og Marilyn Monroe, en það er vís vegur til ódauðleika." Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Soul Music. 2. John Grisham: The Chamber. 3. Allan Folsom: The Day after Tomorrow. 4. Minette Walters: The Scold's Bridie. 5. P.D. James: Original Sin. 6. T. Clancy 8r S. Pieczenik Tom Clancy's Op-Centre. 7. Susan Howatch: Absolute Truths. 8. Jack Higgins: On Dangerous Ground. 9. Tom Willocks: Green River Rising. 10. Sidney Sheldon: Nothing Lasts Forever. Rit almenns eðlis: 1. Stephen Hawking: A Brief Hístory of Time. 2. Christina Noble: A Bridge across my Sorrows. 3. Jung Chang: Wild Swans. 4. Julian Barnes: Letters from London. 5. Tim Jackson: Virgin King. 6. Steven Pinker: The Language Instinct. 7. W.H. Auden: Tell Me the T ruth about Love. 8. Margaret Thatcher: The Downing Street Years. 9. Nick Hornby: Fever Pitch. 10. Elizabeth Wurtzel: Prozac Nation. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Jung Chang: Vilde svaner. 2. Juliane Preisler: Kysse Marie. 3. Jorn Riel: En underlig duel. 4. Jan Guillou: Ingen Mands land. 5. Hanne-Vibeke Holst: Tíl sommer. 6. Jostein Gaarder: Sofies verden. 7. Kirsten Hammann: Vera Winkelwir. (Byggt á Politlken Sondag) Vísindi Hafið ekki áhyggjur af lygum bamanna Ástralskir sálfræðingar segja að það sé góðs viti ef ung börn geta sagt ósatt. Appelsína á dag góð fyrir heilsuna Fulloröið fólk sem borðar C- vítamínríka fæðu deyr síöur af völdum hjartaáfalls en þeír sem fá lítið af þessu ágæta vítamíni, sem fullt er af í appelsínum. Þetta kemur fram í rannsókn sem breskir vísindamenn gerðu. Vísindamennimir telja að andox- unareiginleikar C-vítamínsins eigi stóran þátt í því að hindra að kólesteról og önnur flta stifli ætðarnar. Vísindamennirnir rannsökuðu dánarorsök 643 gamalmenna á árunum 1973 til 1974. Sykur linar sársauka Læknar í Bretlandi segja að dulítill sykur geti linað sársauka hjá ungum börnum. Nýfædd börn mega þola ýmislegt sem veldur þeim sársauka en litiö sem ekkert er gert til að draga úr honum Malcoim Levene og félagar hans á aðalsjúkrahúsi Leeds gáfu 60 nýfæddum börnum ýmist syk- ur eða vatn áður en tekið var blóð úr hæl þeirra. Þeir mældu síðan hversu lengi börnin grétu. Börn- in sem fengu sykur grétu skemur. Það er aðeins á síðustu árum sem læknar hafa uppgötvað að nýfædd börn geti fundiö til. Áður héldu menn aö taugakerfi þeirra væri ekki nógu þroskað. Umsjón Guölaugur Bergmundsson „Ef barn gæti ekki logið mundi ég hafa af því áhyggjur. Frá mínum bæjardyrum séð er ósannsögli merki um aukinn skilning og þroska. Ég hafði engan áhuga á siðferöilegum þætti málsins," segir Beryl McKenzie prófessor, sálfræðingur við La Trobe háskólann í Ástralíu. McKenzie og Kirsten Hoogenraad lögðu út í viðamikla rannsókn á lyg- um ungra barna og þær eru á því að hæfileikinn til að segja ósatt sé til merkis um aukna heilastarfsemi. Þess vegna ættu foreldrar ekki að hafa af því áhyggjur. Eitt hundraö mæður með börn á aldrinum þriggja til sjö ára tóku þátt í rannsókn þeirra McKenzie og Hoog- enraad og voru mæðumar beðnar um að skrá niður tíðni blekkjandi hegðunar hjá bömunum. Niðurstöð- ur rannsóknarinnar, sem birtar eru í ástralska sálfræðitímaritinu, sýna að á þessum aldri sýna börn ríka til- hneigingu til að stunda blekkingar í eigin hagsmunaskyni. Sálfræðingarnir komust aö því að fram til sjö ára aldurs grípa ílest börn til þess að afneita, þykjast eða eigna sér eitthvað ranglega í því skyni að forðast neikvæðar afleiðing- ar gerða sinna eða öðlast viðurkenn- ingu. En þótt allir aldurshópar sýndu tilhneigingu til að afvegaleiða aðra voru yngri bömin ekki jafn fær í því og hin eldri. Sem dæmi má nefna að þau hlógu eftir að hafa sagt ósatt, þóttust vera þyrst eða svöng þegar þau áttu að fara í rúmið til að þurfa ekki að fara aö sofa og brutu reglur til að draga að sér athygli. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós að á aldrinum fjögurra til sex ára þróa börnin með sér flóknari aðferð- ir til að plata. „Tilhneigingin til að afvegaleiða er jafn algeng hjá sjö ára gömlum börn- um og þriggja ára en blekkingar- hegðunin breytist með aldrinum,“ segir McKenzie. „Foreldrar þurfa ekkert að hafa af því áhyggjur. Reyndar finnst mér ofsa spennandi ef ég fæ lítið barn sem getur logið á flókinn hátt,“ segir hún. Janet Hall, talsmaður ástralska sálfræðingafélagsins um þroska barna, segir að foreldrar eigi því að- eins að hafa áhyggjur af börnum sín- um að þau haldi áfram að segja mik- ið ósatt eftir sjö ára aldurinn. Stríðsrekstur ævaforn Það er ekkert nýtt að maðurinn standi í stríösrekstri. Hann gerði það þegar fyrir tíu þúsund árum. Því til sönnunar eru hellaristur sem hafa fundist í Amhem Land í norðurhluta Ástralíu. Risturnar sýna hópa manna að kasta spjótum og stríðsbúmer- öngum hverjir að öðrum. Nokkr- ir menn liggja á jörðinni með spjót í brjósti. Áður en ristur þessar fundust voru elstu merki striðsrekstrar meðal marmanna helmingi yngri. Margir sérfræðingar höfðu því dregið þá ályktun að veiðimanna- samfélögin hefðu ekki lagt stund á skipulagðan hernað. AIls ekld svo slæmur Hvíti hákarlinn sem hrelltl bað- gesti í Ókind Stevens Spielbergs er alls ekki eins slæmur og af er látiö. Hákarlategund þessari er alltaf lýst sem blóðþyrstum morðingja sem ver svæði sitt gegn baðgestum og öðrum vá- gestum með kjafti og klóm. Vísindamenn hafa rannsakað ókindina og komist aö því að þetta er i rauninni félagsiynd skepna sem getur tengst bræðr- um sínum og systrum. Meðal þess sem vísindamenn- ímir uppgötvuðu var að hvíti hákarhnn hefur góða stjórn á kröftugum skoltum sínum, eins og best sést þegar hann er aö æfa sig að narta i gleraugnamörgæs- ir. Það er varia að þær skrámist við aðfarirnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.