Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Side 33
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 49 „Martröö hvers tæknis er sjúklingur eins og Eysteinn sem ekki fer eftir einföldustu ráðleggingum heldur fer sínar eigin leiðir, hvert svo sem þær liggja." Æðaþrengsli í fótum hjá eldri manni Eysteinn K. var maður kominn af léttasta skeiði semreynt hafði ýmislegt í lífinu; stundað erfiðis- vinnu alla sína tíð, gengið gegnum tvo hjónaskilnjði, drukkið talsvert og reykt mikið. Auk þess hafði hann flutt hálfnauðugur í Breið- holtið fyrir þrábeiðni barna og tangdabarna. Eysteinn þótti með aíbrigðum þver og sérsinna og hafði eigin skoðanir á flestu. Verkurvið gang Hann kvartaði eitt sinn við Nökkva lækni undan slæmum verkjum eöa krampa sem kom eftir 50-200 metra göngu í kálfana eða lærin. Þá varð hann að stansa og hvíla sig í nokkrar mínútur. Þegar hann fór að ganga á nýjan leik gekk verkurinn aftur á sama hátt og fyrr en þó gat hann gengið ögn lengur. Auk þess kvartaði hann undan fót- kulda og fékk stundum smásár á fætur sem greru illa. Eysteinn hafði leitað til læknisins síns, sem sagði þetta stafa af þrengslum í slagæðum fótanna. Við skoðun kom í ljós aö fæturnir voru óvenju fólir og illa gekk að þreifa eftir púlsum. Þessi einkenni eru býsna algeng hjá karlmönnum um og yfir sextugt. Oft tengist þetta sykursýki sem eykur æðakölkun. Eysteinn var sendur í æðamyndatöku sem sýndi útbreiddar kalkanir í aðal- æðum beggja vegna. Ekki var unnt að gera aögerð á Eysteini en honum var ráðlagt að gera róttækar breyt- ingar á Mflnu. Læknirinn bannaði honum að reykja en það tók Ey- steinn ekki í mál. Hann hékk á nikótín-naglanum af sömu þrjósku og Þorgeir Hávarsson á hvönninni forðum. „Mér leiðist þetta reyk- ingakjaftæði,“ sagði hann stund- um. „Já,“ en þú verður aö hætta að reykja," svaraði læknirinn. „Ég hef enga trú á því að reykingarnar skipti máli,“ sagði Eysteinn og hóstaði htillega. „Sögðu ekki lækn- arnir að reykingar gætu valdið Á laeknavaktmrii getuleysi? Aldrei varð ég getulaus þó að ég reykti ósleitilega bæði á undan og eftir samfarir." Aðrir áhættuþættir Auk þess höfðu læknar fundið hækkaðar blóðfitur og ráðlagt Ey- steini að minnka viö sig feitmeti og léttast. Hann blés á þessar ráð- leggingar og hámaði áfram í sig feitt saltkjöt og ómælt smjör. Læknarnir vildu að hann færi út að ganga til að auka þol og úthald og þjálfa blóðrásina í fótunum. Þeg- ar þetta var nefnt hélt hann ávallt smáfyrirlestur um gönguleiðir í Breiðholtinu. „Það voru ljótu mis- tökin af flytja úr Þingholtunum," sagði hann. „En veistu," bætti hann við, „það er til fólk í hverfinu sem finnst gott að búa hér. Hjón sem t.d. búa í mínum stigagangi hafa búið í þremur íbúðum í þessu hverfi og segjast hvergi annars staðar vilja vera. Svona fólk heldur að það sé gott aö búa í Breiðholtinu enda þekkir það ekki sjarmann yfir bárujárnshúsi í Þingholtum.“ Hann varð dreymandi á svipinn. „Eiginlega blæs ég á allt svona rnjólkurfjandsamlegt tal og þetta líkamsræktar-gönguferðakjaftæði er að ganga af þjóðinni dauðri." Almennar ráðleggingar Þegar um veruleg æðaþrengsli í fótum er að ræða óttast fólk stund- um að nauðsynlegt kunni að reyn- ast að taka af því fót. Það gerist þó ákaflega sjaldan. Mestu skiptir að sjúklingurinn leggi sitt af mörkum svo að sjúkdómurinn versni ekki. Þær ráðleggingar sem Nökkvi gef- ur þessum sárafáu sjúkhngum sín- um sem enn koma til hans eru: Hætta að reykja strax. Ganga a.m.k. 1 klst. á dag. Annast vel um fætur og sinna öllum sárum og blöðrum sem myndast geta. Forð- ast mikinn hita eða kulda. Þeir sem eru sykursjúkir eiga að gæta vel að mataræöi og blóðsykurmagni. Þeir sem eru of feitir eiga að grenna sig til að minnka álagiö á fæturna. Séu blóðfitur of háar verður að gæta vel aö mataræði. Stundum er gerð skurðaðgerð á þessum æðum að vandlega yfirveguðu skurð- læknissamráði eftir myndatöku. Martröð hvers læknis er sjúkhngur eins og Eysteinn sem ekki fer eftir einfóldustu ráðleggingum heldur fer sínar ei "in leiðir hvert svo sem þærhggja. r Húsnæði fyrir námsmenn við Háskóla íslands Umsóknir um vist á stúdentagörðum fyrir skólaárið '95-96 þurfa að hafa borist húsnæðisdeild Félags- stofnunar stúdenta fyrir 20. júní 1995. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem liggja frammi hjá húsnæðisdeild FS. Allar nánari upplýs- ingar eru veittar í síma 561 -5959 á milli kl. 8.00 og 16.00 virka daga. FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA Stúdentaheimilinu v/Hringbraut, 101 Reykjavík Auglýsing Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á húsnæði fyrir sam- býli fatlaðra í Kópavogi, Garðabæ eða Hafnarftrði. Um er að ræða a.m.k. 200-250 m2 einbýlishús í góðu ásigkomulagi með rúmgóðum svefnherbergjum. Nauðsynlegt er að húsnæðið sé á einni hæð og allt aðgengi innan dyra sem utan í góðu lagi með tilliti til fatlaðra. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, af- hendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjár- málaráðuneytisins, Arnarhváli, 150 Reykjavík, fyrir 1. júlí .1995. Fjármálaráðuneytið, 14. júní 1995 UPPB0Ð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Kópavogsbraut 99,1. hæð og bílskúr, þingl. eig. Gylfi Pálsson og Rúna Soff- ía Geirsdóttir, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík, húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunar ríkisins, sýslumaðurinn í Kópavogi og tollstjórinn í Reykjavík, 20. júní 1995 kl. 14.00. Lækjasmári 17,0101, þingl. eig. Bygg- ingarfélagið Sólhof hf., gerðarbeið- endur Bæjarsjóður Hafnarfjarðar, 20. júní 1995 kl. 16.10. Lækjasmári 17,0201, þingl. eig. Bygg- ingarfélagið Sólhof hf., gerðarbeið- endur Bæjarsjóður Hafnkrfiarðar, 20. júní 1995 kl. 16.20. Nýbýlavegur 14, 010202, þingl. eig. Langförull, gerðarbeiðendur sýslu- maðurinn í Kópavogi og íslandsbanki hf„ 20. júní 1995 kl. 17.00.________ Sæbólsbraut 26,0201, þingl. eig. Óskar Guðjónsson, gerðarbeiðandi Bygging- arsjóður verkamanna, 20. júní 1995 kl. 17.45.__________________________ Þinghólsbraut 54, 02.01.01, þingl. eig. Páll Helgason, Kreditkort hf. og Svansprent hf„ 20. júní 1995 kl. 18.30. Sýslumaðurinn í Kópavogi Subaru Inpreza Sportbíll til sölu, einn sá kraftmesti á landinu. Subaru Inpreza 4x4, sigurvegari i Monte Carlo, 211 hö., 4 cyl., álfelgur, sumar- og vetrardekk, intercool- er, geislaspilari o.fl. o.fl. BILA HUSIÐ s»v»rtittfð« a b2b 8020 i húsi Ingvars Helgasonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.