Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 DV ísland (plötur/diskar) New York (lög) Bandaríkin (piötur/diskar) | 1. (1 ) Cracked RearView Hootie and The Blowfish | 2. ( 2 ) Throwing Copper Live J 3. ( 3 ) Friday Ur kvikmynd t 4. ( 7 ) II Boyz II Men t 5. ( 8 ) John Michael Montgomery John Michael Montgomery # 6. ( 4 ) Forrest Gump Úr kvikmynd t 7. ( 9 ) Astro Creep: 2000 Songs of Love White Zombie « 8. ( 6 ) Me against the World 2Pac $ 9. ( 5 ) Hell Freezes over The Eagles t10. (Al) Crazysexycool TLC Greifarnir lifna við Greifarnir saman á ný eftir fimm ára fjarveru úr danshúsum landsins. Þeir byrja á Hótel íslandi í kvöld. DV-mynd GVA Hljómsveitin Greifarnir, sem hætti fyrir tæpum frmm árum, er komin saman að nýju - reyndar að- eins um stundarsakir því að ekki hafa verið fastákveðnir nema fjórir dansleikir með henni. Hinn fyrsti er í kvöld á Hótel íslandi. Annað kvöld verða Greifamir á Húsavík og spila í íþróttahúsinu þar. Þá leikur hljóm- sveitin í Vestmannaeyjum helgina sjöunda og áttunda júlí. „Hugsanlega spiium við meira í sumar. Það kemur í ljós á næstu dög- um,“ segir Kristján Viðar Haralds- son, hljómborðsleikari Greifanna. Ásamt honum eru í hljómsveitinni þeir Sveinbjöm Grétarsson gítarleik- ari, Jón Ingi Valdimarsson bassaleik- ari, Felix Bergsson söngvari og Rafn Marteinsson trommuleikari. Hann leysir af hólmi Gunnar Hrafn Gunn- arsson sem ekki átti heimangengt. Greifamir hafa lítið fengist við tón- list síðan þeir slitu samstarfinu haustið 1990. Þeir koma saman að þessu sinni að áeggjan fjölda manna. „Fólk var alltaf að spyrja af hverju við hefðum hætt og hvort viö ætluð- um ekki að koma saman aftur,“ seg- ir Sveinbjöm. „Það var svo að beiðni Radíus-bræðra sem við létum verða af því að byrja aftur. Lokakvöld yfir- reiðar þeirra um landið er einmitt á Hótel íslandi í kvöld og þeir báðu okk- ur að koma fram með sér.“ Felix Bergsson bætir því við að það sé mjög gaman að koma saman aftur eftir margra ára hlé ogbyrja aftur að æfa upp prógramm. „Ég er líka ekki frá því að það hafi vantað hljómsveit eins og Greifana í tónlistarlífið hér - að minnsta kosti til skamms tíma,“ segir hann. „Eftir að Greifarnir hættu sinnti engin hljómsveit svokölluðu gleðipoppi þar til Vinir vors og blóma komu fram.“ Greifamir hafa æft upp fúllvaxið danslagaprógramm. Á því em fjórt- án lög sem hljómsveitin sendi frá sér á plötum á sínum tíma. Fimmmenn- ingunum telst til að það sé helming- ur tónlistarinnar sem eftir hana ligg- ur á plötum. Síðan er bætt við efni annarra, þar á meðal ýmsu sem hljómsveitin hafði á sínum snærum meðan hún var og hét. En ef vel tekst til um þessa helgi og í Eyjum, er þá ekki freistandi að halda áfram? „Við verðum bara að sjá til,“ svar- ar Kristján. „Það hefur í raun og vem ekki verið rætt í neinni alvöm svo að það verður bara skoðað þegar þar að kemur.“ Pink Floyd með tvö- faldan tonleikadisk Ein af best heppnuðu hljómleikaferðum síðasta árs var ferð Pink Floyd um Bandaríkin og Evrópu. Ferðinni lauk í fyrrahaust en fyrr í vikunni sendi hljómsveitin hins vegar frá sér sannkallaðan minjagrip frá ferðinni fyrir alla þá sem komu, sáu og hlustuðu en langar að fá enn þá meira. Hljómleikaplata Pink Floyd er komin út. Hún nefnist Pulse og er tvöfold. Á öðrum diskinum er eingöngu hljómleikaútgáfa af Dark Side of the Moon-plötunni en á hinni em lög frá ýmsiun tímum á ferli hljómsveitarinnar. Mikið hefur verið lagt í þessa útgáfu eins og vænta má frá Pink Floyd. Plötumar em í veglegu hulstri og það sem fyrst vekur athygli er að aftan á því blikkar rautt ljós stöðugt og raflilaðan sem gefur því spennu á að endast í hálft ár. Inni í hulstrinu er bók og hefur geislaplötunum verið komið fyr- ir innan á bókarkápunum. í bókinni sjálfri em myndir frá hljómleikaferð Pink Floyd og má glöggt af þeim sjá að við sem ekki komumst á einhvem konsertanna í fyrra höfum misst af stórkostlegu sjónarspili. Tónlist geislaplötunnar er eins og hún kom fyrir af skepnunni (risaeðl- unni?!). Það er að segja: þeir David Gilmour, Rick Wright og Dave Mason áttu ekkert við upptökumar í hljóðveri heldur leyfðu tónlistinni að halda sér alveg eins og hún var leikin á sviði. Þrátt fyrir það er vart feilnótu að heyra og gagnrýnendur hafa bent á að sum lög em betur spiluð að þessu sinni heldur en í gamla daga þegar þau komu út í sínum upphaflegu útgáf- um. Það er því sama hvar á er litið. Tvöfalda platan Pulse ber vott um mikla vöravöndun, hvort sem litið er á umbúðimar eða innihaldið og sennilega hefúr Pink Floyd á löngum ferli sínum aldrei sent frá sér annað eins hljóm- fang - og prentgrip.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.