Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 48
64 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 Bridge Leikhús Stef nan tekin á Beijing Fertugasta og annaö GENERALI Evrópumeistaramótið í bridge hefst á þjóðhátíðardaginn og að þessu sir.ni er spilað í borginni Vilamoura í Portúgal. Þrjátíu og tvær þjóðir taka þátt í opna flokknum og tuttugu og tvær í kvennaflokki. ísland sendir sveitir í báða flokka og eru töluverð- ar væntingar um árangur karlasveit- arinnar. Landsliðiö í opna flokknum er skipað eftirtöldum spilurum: Jón Baldursson, Sævar Þorbjöms- son, Guömundur Páll Arnarson, Þor- lákur Jónsson, Jakob Kristinsson og Matthías Þorvaldsson. Fyrirhði sveitarinnar er Karl Sigurhjartarson og þjálfari Ragnar Hermannsson. Og í kvennaflokki keppa fyrir ís- lands hönd: Esther Jakobsdóttir, Valgerður Kristjónsdóttir, Gunnlaug Einars- dóttir, Anna ívarsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir. Fyrirliöi er Guö- mundur Sv. Hermannsson. Á síðasta Evrópumóti, sem haldið var í Menton í Frakklandi, hafnaði ísland í 6. sæti, sem er í sjálfu sér ágætur árangur. Það eru hins vegar aðeins fjögur efstu sætin sem veita rétt til þátttöku í næsta heimsmeist- aramóti sem haldið verður í Beijing í október. Landsliöiö hefir sett stefn- una á Beijing, sem þýðir a.m.k. fjórða sætið. Vonandi rætist það. Mótið stendur yfir frá 17. júní til 1. júlí og eru spilaðir 2 til 3 leikir á Skátafélagið Vífill sér um hátíða- höld í Garðabæ. Þar fer fram morg- undagskrá um allan bæinn, viö höfn- ina, við Garðaskóla, í Hofsstaða- skóla, Skátaheimilinu og í Sandahlíð. Skrúðganga leggur af stað frá Víd- alínskirkju kl. 13.30 eftir hátíðar- stund í kirkjunni. Hátíðin verður svo Gestir Árbæjarsafns era hvattir til að mæta í þjóðbúningum á safnið þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Ljós- myndir verða teknar við Árbæinn og safnkirkjuna af þeim gestum er þess óska. Hægt er að fá svarthvítar myndir, brúntónaðar, eins og þær Umsjón Stefán Guðjohnsen dag. Það reynir því mikið á úthald spilaranna en þar stendur landslið okkar vel að vígi því mikil áhersla hefur aö venju veriö lögð á líkamlega þjálfun þeirra. Hér fer á eftir dagskráin í opna flokknum: 18. júní er spilað við Finnland og Slóveníu. 19. júní er spilað við Danmörku og Frakkland. 20. júní er spilað viö Litháen og Belgíu. 21. júní er spilað við Ítalíu, Úkraínu og Grikkland. 22. júní er spilað við San Marínó og Svíþjóð. 23. júní er spilað við England og Noreg. 24. júní er spilaö við Portúgal, Króatíu og Rúmeníu. 25. júní er spilaö við Mónakó og Pólland. sett við Flataskóla kl. 14 og mikil hátíðardagskrá fer fram þar og við Garðaskóla til kl. 16. Þá hefst dagskrá í íþróttamiðstöðinni og kl. 20.30 hefst diskótek fyrir yngstu kynslóðina í Garðalundi. Kynnir dagsins verður Pálmi Gestsson leikari. tíðkuðust um siðustu aldamót. Kynning verður á þjóðbúningum og búningasilfri í Kornhúsi. Sunnudaginn 18. júní kl. 15 munu hópar frá fimleikadeild Ármanns sýna fimleika og dans. 26. júní er spilað við Holland, Rússland og Hvíta-Rússland. 27. júní er spilað við Þýskaland og írland. 28. júní er spilað við ísrael og Ungveijaland. 29. júní er spilað við Líbanon og Tyrkland. 30. júní er spilað við Tékkland, Austurríki og Spán. 1. júlí er spilað við Sviss. DV verður með daglegar fréttir frá mótinu og ég reyni aö verða mér úti um spil frá leikjum íslands sem birt- ast næstu laugardaga. Tilkyimingar Tjaldstæði og hesta- leiga í Viðey Tjaldstæði eru nú leyfð í Viðey og eru þau einkum ætluð íjölskyldufólki. Stað- arhaldari og ráðsmaðurinn i Viöey taka á móti pöntunum. Hestaleiga er nú tekin til starfa og eru upplýsingar um hana gefnar í síma 566 6197. Á laugardag kl. 14.15 verður hálfs annars tíma gönguferð á norðurströnd Viðeyjar. Farið verður frá kirkjunni. Á sunnudag verður staðar- skoðun heima við kl. 15.15. Veitingar verða seldar í Viðeyjarstofu. Bátsferðir eru báða dagana frá kl. 13. Amerískur djass á Kaffi Reykjavík í kvöld kl. 19 fa djassunnendur óvæntan glaðning á Kafíi Reykjavík. Á leið sinni til Ameríku, eftir tónleikaferð um Þýska- land, ætlar hljómsveitin Shenandoah Conservatory Jazz Ensemble að gera hér stuttan stans. Á efnisskrá hljómsveitar- innar eru lög eftir marga helstu laga- smiði djassins. Garnbúðin Tinna með nýtt prjónagarn Garnbúðin Tinna hefur hafið, sölu á prjónagami frá spænska garnframleið- andanum Lanas Katia. ísland er 44. land- iö sem býður fram vörur frá honum en Katia er eitt þekktasta fyrirtækið á þess- um markaði í Suður-Evrópu. Auk þess að bjóða garn frá Katia era á boðstólum blöð og uppskriftir að peysum á böm og fullorðna. Gjöf til Borgarspítalans í apríl sl. barst háls-, nef- og eymadeild Borgarspítala A-5, gjöf frá Minningar- sjóði Sóleyjar Eiríksdóttur. Gjöfin er veggmynd úr steinleir sem heitir Æfing og er unnin af Sóleyju árið 1987. Sóley átti við erfið veikindi að stríða og þurfti að dvelja langdvölum á deildinni á sl. ári. Landslið íslands í opnum flokki. Talið frá vinstri: Sævar Þorbjörnsson, Jón Baldursson, Guömundur Páll Arnarson, Jakob Kristinsson, Matthías Þor- valdsson, Þorlákur Jónsson og Ragnar Hermannsson þjálfari. Sitjandi eru fyrirliðinn Karl Sigurhjartarson og Bjarni i Útilifi. Garðabær 17. júní: Diskótek Árbæjarsafn 17. júní ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 Stóra sviðið Söngleikurinn WEST SIDE STORY eftir Jerome Robbins og Arthur Laurents við tónlist Leonards Bern steins kl. 20.00. Sud. 18/6, örfá sæti laus, siðasta sýning. Norræna rannsóknar-leiksmiðjan ÓRAR Samvinnuuppfærsla finnskra og íslenskra leikara. Frumsýning fim. 22/6 kl. 20.00, 2. sýn.ld. 24/6 kl. 14.00. Smíðaverkstæðið TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright kl. 20.00. i kvöld, uppselt, föd. 23/6, örfá sæti laus, Id. 24/6, sud. 25/6, síðustu sýningar á þessu leik- ári. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alia daga nema mánudaga frá kl. 13 tíl 18 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig simaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Athugið að lokað verður Id. 17. júní. Græna línan 99 61 60. Bréfsími 61 12 00. Síml 1 12 00-Greiðslukortaþjónusta. Sólbaðsstofa í Kópavogs- kringlunni Þann 13. maí opnuöu hjónin Hanna L. Kristinsdóttir og Páll Ingvarsson sólbaðs- stofuna Engihjalla á fyrstu hæðinni í nýju Kópavogskringlunni í Engihjalla 8. Þau em meö nýja og breiða bekki með 49 perum og einnig bjóða þau upp á gufu- bað. Opið virka daga kl. 10-22 og um helg- ar kl. 10-18. Akstur SVR Laugardaginn 17. júní aka vagnar SVR eftir tímaáætlun helgidaga, þ.e. á 30. mín tíðni (sjá leiðabók) þó þannig að auka- vögnum verður bætt á leiðir eftir þörfum. Frá kl. 12, þegar hátíðarhöldin hefjast í Lækjargötu, er breytt frá venjulegri akst- urleið vagnanna og nær breytingin til þeirra leiða sem aka um Lækjargötu. Vagnar á leiðum 2-3-4 og 5 á vesturleið munu aka um Sæbraut, Geirsgötu, Póst- hússtræti og Tryggvagötu með viðkomu við tollstöð. Á austurleið hafa þessir vagnar viðkomu í Hafnarstræti. Vagnar á leiðum 6-7-111 og 112 sem venjulega hafa endastöð í Hafnarstræti vestan Póst- hússtrætis. Vagnarnir munu aka þar til dagskrá lýkur og verða síðustu ferðir frá miðborg kl. 2.05 eftir miðnætti. Fermingar Árneskirkja á Ströndum Fermingarbörn 18. júní kl. 14. Prestur sr. Jón Isleifsson Páll Jens Reynlsson, Hafdal, ísaifjaröardjúpi Hafrún Guðmundsdóttir, Munaðarnesi Kristjana María Ásbjömsd., Djúpuvik Linda Björk Guömundsdóttir, Finnbogastöðum UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvols- velli, þriðjudaginn 20. júní 1995 kl. 15.00 á eftirfarandi eignum: Austurvegur 15, 59,94%, Hvolsvelli. Þingl. eig. Guðíinnur Guðmannsson. Gerðarbeiðandi er sýslumaður Rang- árvallasýslu. Stóra-Hof, Rangárvallahreppi. Þingl. eig. Sigurbjöm Eiríksson. Gerðarbeið- andi er Steingrímur Elíasson. SÝSLUMAÐURINN í RANGÁRVALLASÝSLU r piii n i^sÍWÍÍni fWÆ 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín. li Fótbolti 2 j Handbolti 3 [ Körfubolti 4 Enski boltinn 5] ítalski boltinn 6 [ Þýski boltinn 7 I Önnur úrslit 8 NBA-deildin m 1 Vikutilboð stórmarkaðanna 21 Uppskriftir 1 j Læknavaktin 2J Apótek 31 Gengi 1 j Dagskrá Sjónvarps 2 Dagskrá Stöðvar 2 3j Dagskrá rásar 1 4 j Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5 j Myndbandagagnrýni 6 j ísl. listinn -topp 40 7 [ Tónlistargagnrýni 81 Nýjustu myndböndin 9 1 Gervihnattardagskrá 5 53 mm 1} Krár 2 j Dansstaðir 3 [ Leikhús 4j Leikhúsgagnrýni 51 Bíó 6 Kvikmyndagagnrýni lj Lottó 2 j Víkingalottó 3j Getraunir «*■«**«-» S9 |=l 9 0 4 - 1 7 0 0 Verö aðeins 39,90 mín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.