Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 17 Fréttir Taílensk kona í árs fangelsi fyrir líkamsárás á Akureyri: Stakk aðra konu þrisvar sinnum - níu mánuðir refsingarinnar skilyrtir Héraðsdómur Norðurlands dæmdi í gær 29 ára taílenska konu, Patc- haree Srikongkaew, til heimiiis á Akureyri, í árs fangelsi fyrir stór- fellda líkamsárás. Skulu niu mánuð- ir refsingarinnar vera skilyrtir. Málið var höfðaö með ákæruskjah á hendur Patcharee þar sem henni var gefið að sök að hafa síðdegis 29. nóvember síðastliðinn stungið aðra taílenska konu, einnig búsetta á Ak- ureyri, þremur hnifstungum. Ein stungan kom í vinstri öxl og gekk inn að upphandleggsbeini, önnur í vinstra hné og hin þriða í vinstri hönd með þeim afleiðingur aö sinar og taugar fóru í sundur. Gagnkvæm óvild í dóminum segir að gagnkvæm óvild hafi einkennt samskipti kvenn- anna, sem unnu á sama vinnustað, um margra missera skeið. Til orða- hnippinga kom með Patcharee og fórnarlambinu á vinnustað þeirra daginn sem árásin átti sér stað, af óverulegu tiiefni. Héldu vitni því fram við yfirheyrslur í málinu að fórnarlambið hefði haft sig meira í frammi og lagt lykkju á leið sína til að hitta Patcharee sem var á leið heim. Átök hófust með þeim og bar Patcharee staðfastlega, allt frá fyrstu yfirheyrslu, að hún hefði átt hendur sínar að verja og beitt hnifnum af ótta vegna stöðugra barsmíða hinnar konunnar. í þessu ljósi var ekki fall- ist á kröfu saksóknara að Pathcaree yrði dæmd fyrir manndrápstilraun. Líklegt er talið, samkvæmt fram- burði læknis, að snyrtihnífur, með 15 sentímetra löngu blaði, úr frysti- húsi sem konurnar unnu í, hafi verið notaður til verknaðarins en ekki vasahnífur eins og ákærða hélt fram. Fórnarlambið hefur að mestu jafn- að sig af áverkum sem það hlaut í árásinni en þarf á meðferð á næstu vikum að halda til á ná meiri bata. Læknir taldi trúlegt að hún hlyti ein- hvem varanlegan skaða af vegna sinaáverka á hendi. Ákærða undir- gekkst geðskoðun í marsmánuði og var niðurstaða geðlæknis að hún væri með „nokkuð heilsteyptan per- sónuleika". Við uppkvaðningu dómsins var tekið mið af því að Patcharee beitti hættulegu vopni en var í mikilli geðs- hræringu. Hún hefur ekki áður hlot- ið refsidóm og gaf sig af sjálfsdáðum fram við lögreglu. í ljósi þessa var hæfileg refsing ákveðin árs fangelsi, þar af 9 mánuðir skilorðsbundnir. Þá var Patcharee dæmd til að greiða fórnarlambinu tæplega 50 þúsund krónur í skaðabætur. -PP Maðkasölutíminn hafinn af krafti: Smáauglýsingar DV gef ast best - segir þrautreyndur maðkatínslumaður Ánamaðkarnir eru margir hverjir gríðarlega stórir á þessum tima og sam- keppnin um söluna á þeim er hörð. DV-mynd BG „Þetta er gríðarmikil vinna en það er hægt að hafa ágætt upp úr þess ef maður nennir að vera við þetta. Einstaklingar eru að kaupa þetta tvö til þrjú hundruð maðka, en ég hef verið að senda allt upp í tvö þúsund stykki með fiugi út á land. Þegar búið er að vera kalt, eins og víða úti á landi að undanförnu, er lítið til af ánamaðki. Aðalsölutíminn er aö fara í hönd og mér hefur gefist best að selja í gegnum smáauglýsingar DV. Ég byijaði í verslunum en það gekk ekki eins vel,“ sagði Runólfur Hjalti Eggertsson, maðkasölumaður í Reykjavík. Fjöldi fólks sést nú úti í görðum sínum um miöja nótt, bograndi með fötur, hálffullar af ánamöðkum. Runólfur sagði að verðið væri rokk- andi, allt eftir framboði hverju sinni, en sagðist þó telja að algengt verð væri 25 krónur fyrir laxamaðk en 30 krónur fyrir silungsmaðkinn. Sá síð- arnefndi er stærri. „Það er alltaf talsvert af maökaaug- lýsingum á þessum tíma hjá okkur og ljóst er að samkeppnin er hörð. Þegar svo er reyna menn oft að vera frumlegir og það eru oft skemmtileg- ustu auglýsingamar sem selja mest,“ sagði Ingibjörg Halldórsdóttir, deild- arstjóri smáauglýsingadeildar DV. -SV vaskleg og hljóðlát ] Electrolu upp| • Hljóðlát. • Tekur leirtau eftir 14 manns. • Þrjár þvottagrindur. • Þreföld lekavörn. • Þriggja ára ábyrgð. HÚSASMIÐJAN Skútuvogi16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.